Viðskipti innlent

Yfir 200 þúsund viðskipti í Ávöxtunarleiknum

Mynd af Stefáni Jónssyni, sem náði bestum árangri í Ávöxtunarleiknum í janúar, birtist á Nasdaq-turninum í New York.
Mynd af Stefáni Jónssyni, sem náði bestum árangri í Ávöxtunarleiknum í janúar, birtist á Nasdaq-turninum í New York.
Alls eru nú 6.720 skráðir til leiks í Ávöxtunarleik Keldunnar og hafa keppendur leiksins hafa átt 215.382 viðskipti frá því að leikurinn hófst.

Þessi mikli áhugi á leiknum er vonum framar og hefur þátttakan haldist stöðug í allan vetur.

Enda hafa hástökkvarar hvers mánaðar verið verðlaunaðir með iPad-spjaldtölvu, auk þess sem hinn skemmtilegi siður hefur verið hafður á að birta mynd af þeim á Nasdaq-turninum á Times Square í New York.

Senn líður að lokum leiksins en keppnistímabilið er fram í maí. Sigurvegarinn fær ferð fyrir tvo til New York, auk 200 þúsund króna í sjóðum VÍB.

Liðakeppnin er einnig í fullum gangi og hægt er að fylgjast með stöðu liðanna inn síðu leiksins. Jafnframt er ennþá hægt að skrá ný lið til leiks. Það lið sem nær bestu ávöxtun fær gjafabréf fyrir allt að 10 manns út að borða á Sjávargrillinu.

Hlutabréfin virðast heilla spilara en mest hefur verið skipt með bréf í Icelandair (ICEAIR). Þar á eftir koma Hagar (HAGA), Marel (MARL) og Reginn (REGINN). Þá hafa margir spilarar fjárfest í gjaldeyri og virðist Bandaríkjadollar (USD) höfða til spilara og þar á eftir kemur Evran. Þegar kemur að sjóðunum hefur Alþjóða hlutabréfasjóður Íslenskra verðbréfa vinningin.

Ávöxtunarleikurinn er samstarfsverkefni Kauphallarinnar, VÍB og Vísis. Markmiðið með leiknum er að stuðla að bættu fjármálalæsi þjóðarinnar.

73 prósent þátttakenda eru karlar. Um 40 prósent spilara eru á aldursbilinu 25 til 34 ára og 25 prósent á bilinu 18 til 24 ára.

Hægt er að nálgast Ávöxtunarleikinn hér á viðskiptavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×