Fleiri fréttir

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað um rúm 2% frá því fyrir helgina. Tunnan af Brent olíunni er komin í tæpa 110 dollara og tunnan af bandarísku léttolíunni er komin í tæpa 90 dollara.

FME lækkar mat á áhrifum gengislánadóma um 40 milljarða

Sökum hins nýja gengislánadóms Hæstaréttar hefur Fjármálaeftirlitið (FME) lækkað fyrra mat sitt á áhrifum gengislánadóma um 40 milljarða króna. Áður mat eftirlitið að áhrifin af gengislánadómum gætu orðið að hámarki 165 milljarða kr. tap hjá fjármálafyrirtækjum en hefur nú lækkað það hámark niður í 125 milljarða kr.

Rosneft styrkir stöðu sína enn frekar

Breska olíufyrirtækið BP PLC hyggst selja hlut sinn í félaginu TNK-BP, sem hefur leyfi til olíuvinnslu í rússnesku landssvæði, til rússneska olíu- og jarðgasrisans Rosneft og verður tilkynnt formlega um söluna á morgun. Frá þessu var greint á vefsíðu Wall Street Journal í dag.

Ólympíuleikarnir glæða efnahag Bretlands

Ólympíuleikarnir í Bretlandi í sumar virðast hafa haft góð áhrif á efnahag landsins. Eftir samdrátt framan af árinu 2012 tók efnahagurinn kipp milli júlí og september.

Niðurskurðurinn kominn að þolmörkum

Heilbrigðisstofnun Suðurlands fær ekki enn greiddar 32,8 milljónir króna frá ríkinu, sem vantar upp á til rekstursins fyrir árið 2012 en fjárheimildin var samþykkt til að mæta ofgreiddri húsaleigu. Formaður velferðarnefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur áhyggjur af peningaleysi stofnunarinnar og af veikindum starfsfólks, sem rekja má til mikils álags á stofnunni.

Ágreiningur áfram um útfærsluna

Leiðtogar Evrópusambandsins náðu ekki samkomulagi um að bankabandalag með sameiginlegu bankaeftirliti evruríkjanna verði að veruleika fyrir áramótin, eins og Francois Hollande Frakklandsforseti hafði vonast til.

Vaxtahækkun myndi sökkva hagkerfinu

Ef Seðlabankinn ætlar að halda áfram að hækka vexti þá sekkur bara hagkerfið. Þetta segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að hvorki fyrirtæki, heimili né ríkissjóður ráði við þá leið að hækka vexti meira, en þrír fjármálasérfræðingar sem blaðið ræddi við telja að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti fyrir áramót, jafnvel um hálft prósent og bregðast þannig við verðbólguþrýstingi.

OR mun tapa á Gagnaveitu

Orkuveita Reykjavíkur fjárfesti fyrir 11,8 milljarða króna í Gagnaveitu Reykjavíkur fram til ársloka 2011. Þá hafði heildartap fyrirtækisins numið 3,2 milljörðum króna. Þetta kemur fram í nýbirtri úttektarskýrslu um OR og ársreikningum fyrirtækjanna.

Átján nýjar íbúðir í Kópavogi

Búseti undirritaði í dag samning við verktakafyrirtækið GG-Verk um byggingu 18 íbúða í Austurkór í Kópavogi. Íbúðirnar verða í þremur litlum fjölbýlishúsum. Jafnframt var fyrsta skóflustungan tekin að húsunum en stefnt er að afhendingu fyrstu íbúðanna næsta haust samkvæmt tilkynningu frá Búseti.

Frumherji býður upp á hlutlausa fasteignaskoðun

Frumherji hf. býður nú upp á hlutlausar fasteignaskoðanir hér á landi. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að fasteignaviðskipti fari oftar en ekki fram án þess að óháður aðili leggi mat á almennt ástand eignarinnar.

Arion Banki: Niðurstaðan staðfestir gildi fullnaðarkvittana

Dómur Hæstaréttar frá því í gær virðist staðfesta megin niðurstöðu dóms réttarins frá 15. febrúar síðastliðnum um gildi fullnaðarkvittana. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka vegna niðurstöðu Hæstaréttar Íslands í máli Borgarbyggðar gegn Arion banka

Segir ágætis árangur hafa náðst með sínum lögum

Árni Páll Árnason, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að vaxtalög sem samþykkt voru árið 2010 og eru kennd við hann sjálfan hafi gengið eins langt og hægt hafi verið. "Þau tóku ekki rétt af nokkrum manni, enda skildu allir bankar fordæmi Hæstaréttar á sama veg og Alþingi,“ segir Árni Páll á fésbókarsíðu sinni í tilefni dóms Hæstaréttar í máli Borgarbyggðar gegn Arion banka. Dómurinn var kveðinn upp í gær. Lögmaður Borgarbyggðar segir að með þessu sé lögunum, sem sett voru í tíð Árna Páls hrundið. Efnisleg niðurstaða dómsins var sú að ekki má reikna vexti á ólöglegum gengistryggðum lánum afturvirkt.

Spáir því að verðbólgan fari í 4,4%

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,5% milli mánaða. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan hækka úr 4,3% í 4,4% í þessum mánuði.

Byggingarvísitalan lækkar aðeins

Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan október er 114,9 stig sem er lækkun um 0,2% frá fyrri mánuði. Verð á innfluttu efni lækkaði um 0,8%, sem skýrir lækkun vísitölunnar.

Aflaverðmætið eykst um 13,7% milli ára

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 95,6 milljörðum króna á fyrstu sjö mánuðum ársins 2012 samanborið við 84,1 milljarð kr. á sama tímabili 2011. Aflaverðmæti hefur því aukist um 11,5 milljarða kr. eða 13,7% á milli ára.

Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,7%

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu í september hækkaði um 0,7% frá fyrri mánuði. Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands.

Samkomulag um eitt bankaeftirlit innan ESB

Leiðtogar Evrópusambandsins hafa náð samkomulagi um eina eftirlitsstofnun fyrir alla banka í aðildarríkjum sambandsins á toppfundi sínum sem nú stendur yfir í Brussel.

Sigurjón fékk einkalífeyrissjóðinn fluttan í MP banka

Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hefur náð sátt við Landsbankann vegna einkalífeyrissjóðs, sem hann stofnaði fyrir hrun, og flutt vörslu sjóðsins til MP banka. Meðal eigna lífeyrissjóðsins eru skuldabréf í rússneska olíurisanum Gazprom.

Virði Google lækkaði um átta prósent

Markaðsvirði Google dróst saman um átta prósent, á skömmu tíma, eftir að uppgjör fyrirtækisins fyrir þriðja ársfjórðung var kunngjört í gær, en hagnaður fyrirtækisins dróst saman um 20 prósent miðað við sama tíma árið á undan.

Launamunur kynjanna kemur verulega á óvart

Niðurstaða kjarakönnunar BSRB sem bendir til þess að kynbundinn launamunur sé tæp 19% á Suðurlandi kemur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar verulega á óvart. Að þeirra mati getur varla staðist að launamunurinn sé svo mikill.

Árni Oddur og Theo Hoen hringdu inn markaðinn í New York

Theo Hoen, forstjóri og Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marel, opnuðu NASDAQ markaðinn á MarketSite, Times Square í New York í dag við hátíðlega athöfn, en Marel fagnar 20 ára skráningarafmæli sínu á árinu.

Hætta að gefa út Newsweek á prenti

Strax á næsta ári verður hætt að gefa Newsweek út í prentuðu formi, eftir áttatíu ára útgáfu. Síðasta tölublaðið mun koma út 31. desember í Bandaríkjunum.

Enn á eftir að þingfesta prófmálin

Enn hafa aðeins tvö mál verið þingfest af prófmálunum ellefu sem eiga að svara áleitnum spurningum um gengistryggðu lánin. Til stóð að málin yrðu keyrð á miklum hraða gegnum dómskerfið svo niðurstaða fengist í þetta mikilvæga deilumál sem fyrst en nú er ríflega mánuður liðinn frá því að réttarhléi lauk og staðan er enn sú sama og í vor.

Nýta orkuna um helmingi betur

Reykjanesbær og Carbon Recycling International skrifuðu í gær undir samstarfssamning um þróun og uppbyggingu umhverfisvæns græns efnavinnslugarðs í Helguvík. Með sérstakri útfærslu er hægt að nýta orkuna allt að helmingi betur og minnka mengun umtalsvert miðað við það sem almennt tíðkast í sömu starfsemi.

Hagvöxtur í Kína minnkar milli ársfjórðunga

Hagvöxtur í Kína mældist 7,4 prósent á þriðja ársfjórðungi þessa árs, samanborið við sama tíma í fyrra. Ársfjórðunginn á undan mældist hagvöxturinn 7,6 prósent og því er um lítilsháttar minnkun á hagvexti að ræða milli ársfjórðunga.

Fyrsti snertiposinn settur upp á Bæjarins bestu

Fyrsti snertiposinn sem tekinn er í notkun hér á landi var settur upp á Bæjarins bestu í Tryggvagötu. Snertiposar eiga eftir að verða mjög áberandi en þeir eru meðal annars forsendan fyrir snjallsímavæðingu í greiðslumiðlun. Snertiposi getur tekið við greiðslu frá snertikorti eða frá snjallsíma með snertitækni.

Umgjarðir fyrir herra

PLUSMINUS OPTIC býður mikið úrval af gleraugum þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hönnun gleraugna hefur breyst mikið og möguleikarnir orðnir fleiri.

Færeyingar bíða fregna af borpallinum

Færeyingar bíða nú spenntir fregna af dýrustu og viðamestu olíuborun á landgrunni Færeyja til þessa. Það var þann 17. júní í sumar sem kínverski borpallurinn Cosl Pioneer hóf að bora allt að fimm kílómetra djúpa holu og þá var tilkynnt að borunin tæki 4-5 mánuði. Olíufélögin sem standa að þessari 20 milljarða króna borun hafa, enn sem komið er, ekkert sagt frá gangi mála.

Bilun í tölvukerfi Arion banka

Bilun varð í tölvukerfi Arionbanka rétt fyrir hádegi og samkvæmt upplýsingum frá viðskiptavinum gekk erfiðlega að eiga viðskipti í netbankanum og í útíbúum. Vandinn var lagaður rétt fyrir klukkan eitt, en hugsanlegt er að viðskiptanir verði varir við einhverjar truflanir í netbankanum í dag.

Segja bönkunum frjálst að brjóta á rétti lántakenda

Hagsmunasamtök heimilanna telja að sönnunarbyrði hafi verið snúið við í máli þeirra gegn Landsbankanum sem féll í vikunni. Samtökin höfðu krafist þess að lögbann yrði lagt á innheimu bankans á gengistryggðum ólögmætum lánum meðan óvissa ríkir um eftirstöðvar þeirra. Hæstiréttur hafnaði kröfunni.

Hæstiréttur Dana þyngir dóm vegna markaðsmisnotkunar

Hæstiréttur Danmerkur hefur þyngt verulega dóm vegna markaðsmisnotkunar fyrrum ritstjóra tímaritsins Penge & Privatökonomi. Í Östre Landsret var ritstjórinn dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi en Hæstirétturinn taldi rétt að hann sæti inni í átta mánuði.

Velheppnað skuldabréfaútboð hjá Spánverjum

Seðlabanki Spánar stóð fyrir velheppnuðu ríkisskuldabréfaútboði í morgun. Alls voru seld bréf fyrir rúmlega 4,6 milljarða evra og voru vextirnir sem buðust mun lægri en í svipuðu útboði í september.

Björgólfur Thor spyr hver hafði hag af Icesave grýlunni

Björgólfur Thor Björgólfsson spyr í pistli á heimasíðu sinni hver hefði haft hag af því að gera ógnvekjandi Grýlu úr Icesave málinu. Tilefni skrifa Björgólfs eru fréttir um að slitastjórn Landsbankans hefur þegar greitt 677 milljarða króna af forgangskröfum í þrotabú bankans. Upphæðin samsvarar því sem Íslendingar hefðu átt að greiða fyrir síðasta Icesavesamninginn sem gerður var við Breta og Hollendinga.

Inniskór Marie Antoinette seldir á 8 milljónir

Inniskór Marie Antoinette, frönsku drottningarinnar sem hálshöggvin var í frönsku byltingunni í lok 18. aldar, voru seldir á uppboði. Skórnir, sem eru grænir og bleikir að lit, seldust fyrir 50.000 evrur eða um 8 milljónir króna sem var fimmfalt matsverð þeirra.

Endurreisn bankakerfisins kostaði 414 milljarða

Endurreisn bankakerfisins eftir hrun hefur kostað 414 milljarða króna. Þetta kemur fram á vefsíðu stjórnarráðsins þar sem fjallað er um nýlega skýrslu Ríkisendurskoðunar um kostnað ríkisins við þessa endurreisn.

Bylting í komu ferðamanna til Norðurlands í vetur

Liðlega fjögur þúsund erlendir ferðamenn hafa bókað ferðir til Norðurlands í vetur, sem er rúmlega fimmfalt fleiri en á sama tíma í fyrra og líkir Ásbjörn Björgvinsson framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands þessu við byltingu.

Peningastefnunefnd klofnaði við vaxtaákvörðun

Peningastefnunefnd klofnaði á afstöðu sinni við síðustu stýrivaxtaákvörðun sína. Þrír nefndarmanna vildu halda vöxtunum óbreyttum í 5,75% en tveir þeirra vildu hækka vextina um 0,25 prósentur.

Sjónvarpsveisla á góðu verði

Frábært verð og fjölbreyttir sjónvarpspakkar eru í boði hjá versluninni Satis.is í Fákafeni . Viðskiptavinir njóta hágæða sjónvarpsstöðva á háskerpuskjáum.

Tæplega 90 milljarða hagnaður eBay á þremur mánuðum

Hagnaður söluvefsins eBay nam 718 milljónum dollara á þriðja ársfjórðungi, eða sem nemur tæplega 90 milljörðum króna. Sala á vefnum jókst um 14 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Heildartekjur vefsins á þriðja ársfjórðungi námu 3,4 milljörðum dala, eða sem nemur ríflega 418 milljörðum króna.

Sjá næstu 50 fréttir