Viðskipti innlent

Launamunur kynjanna kemur verulega á óvart

BBI skrifar
Konur í kröfugöngu á kvennafrídeginum síðasta.
Konur í kröfugöngu á kvennafrídeginum síðasta.
Niðurstaða kjarakönnunar BSRB sem bendir til þess að kynbundinn launamunur sé tæp 19% á Suðurlandi kemur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar verulega á óvart. Að þeirra mati getur varla staðist að launamunurinn sé svo mikill.

Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar, segir að eftir að niðurstaða könnunarinnar varð ljós hafi menn sest niður og farið yfir launakerfið og launagreiðslur. „Eftir stutta yfirferð sjáum við ekki hvernig það geti staðist að á Suðurlandi sé svona mikill kynbundinn launamunur," segir hún í samtali við Eyjafréttir.

Rut segir að farið hafi verið yfir styrki og önnur hlunnindi starfsmanna, þar sem talið var að á þeim sviðum væri munurinn hvað mestur. „En við erum búin að leita af okkur allan grun varðandi styrki og önnur hlunnindi. Þetta hlýtur að þýða að einhvers staðar er verið að fara verulega á svig við gildandi kjarasamninga," segir hún.

„Við ætlum að fara betur yfir þetta og sækjast svo eftir skýringum á þessari úttekt," segir hún. „Mér finnst þessi munur mjög óeðlilegur."


Tengdar fréttir

Launamunur kynjanna 13% á landsvísu

Kynbundinn launamunur félagsmanna BSRB er rúmlega þrettán prósent á landsvísu. Könnun leiddi í ljós að meðal fólks í hundrað prósent starf eru konur að jafnaði með tuttugu og sex prósent lægri uppreiknuð heildarlaun en karlar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×