Segir ágætis árangur hafa náðst með sínum lögum Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. október 2012 11:46 Árni Páll Árnason er ánægður með lögin sem eru við hann kennd. Mynd/ Óskar. Árni Páll Árnason, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að vaxtalög sem samþykkt voru árið 2010 og eru kennd við hann sjálfan hafi gengið eins langt og hægt hafi verið. „Þau tóku ekki rétt af nokkrum manni, enda skildu allir bankar fordæmi Hæstaréttar á sama veg og Alþingi," segir Árni Páll á fésbókarsíðu sinni í tilefni dóms Hæstaréttar í máli Borgarbyggðar gegn Arion banka. Dómurinn var kveðinn upp í gær. Lögmaður Borgarbyggðar segir að með þessu sé lögunum, sem sett voru í tíð Árna Páls hrundið. Efnisleg niðurstaða dómsins var sú að ekki má reikna vexti á ólöglegum gengistryggðum lánum afturvirkt. Árni Páll segir að alltaf hefði þurft að koma til dómstóla til að fá fram þá niðurstöðu sem dómstólar eru nú að dæma. „Ríkið bakaði sér ekki skaðabótaskyldu með setningu laganna. Lögin tryggðu hins vegar öllum heimilum sama rétt og sumum heimilum hafði verið dæmdur. Þannig eru þúsundir heimila nú laus við gengistryggð lán vegna þessara laga, sem þau hefðu ella setið uppi með. Þau tryggðu líka uppgjör innan mjög skamms tíma og leystu úr margvíslegum álitamálum. Það er erfitt að sjá hvað löggjafinn hefði getað gert öðruvísi. Hann hefði ekki getað útfært þá reglu um rétt á grundvelli fullnaðarkvittana sem Hæstiréttur byrjaði að marka með nýjum meirihluta dómsins í febrúar og er nú að útfæra og mun þurfa einhvern tug annarra mála til að afmarka til fulls," segir Árni Páll. Hann segir að löggjafinn hefði hins vegar getað valið að gera ekkert. Þá væru allir gengislánaþegar enn að bíða eftir uppgjörum og margir þeirra - þeir óheppnu - fastir í sínum lánum. „Eigandi bíls sem hefði yfirtekið lán myndi njóta endurgreiðslu til fulls, en fyrri eigandi myndi sitja eftir með sárt ennið. Svona mætti lengi telja. Væri það betri staða?" segir Árni Páll. „Þegar öllu er á botninn hvolft voru lögin hóflegt og skynsamlegt inngrip sem leystu vanda fjölda fólks að fullu en sumra að hluta, flýttu uppgjörum en forðuðu okkur frá því að baka ríkissjóði bótaskyldu gagnvart bönkum. Það er ágætis árangur," segir Árni Páll að lokum. Mest lesið Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Árni Páll Árnason, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að vaxtalög sem samþykkt voru árið 2010 og eru kennd við hann sjálfan hafi gengið eins langt og hægt hafi verið. „Þau tóku ekki rétt af nokkrum manni, enda skildu allir bankar fordæmi Hæstaréttar á sama veg og Alþingi," segir Árni Páll á fésbókarsíðu sinni í tilefni dóms Hæstaréttar í máli Borgarbyggðar gegn Arion banka. Dómurinn var kveðinn upp í gær. Lögmaður Borgarbyggðar segir að með þessu sé lögunum, sem sett voru í tíð Árna Páls hrundið. Efnisleg niðurstaða dómsins var sú að ekki má reikna vexti á ólöglegum gengistryggðum lánum afturvirkt. Árni Páll segir að alltaf hefði þurft að koma til dómstóla til að fá fram þá niðurstöðu sem dómstólar eru nú að dæma. „Ríkið bakaði sér ekki skaðabótaskyldu með setningu laganna. Lögin tryggðu hins vegar öllum heimilum sama rétt og sumum heimilum hafði verið dæmdur. Þannig eru þúsundir heimila nú laus við gengistryggð lán vegna þessara laga, sem þau hefðu ella setið uppi með. Þau tryggðu líka uppgjör innan mjög skamms tíma og leystu úr margvíslegum álitamálum. Það er erfitt að sjá hvað löggjafinn hefði getað gert öðruvísi. Hann hefði ekki getað útfært þá reglu um rétt á grundvelli fullnaðarkvittana sem Hæstiréttur byrjaði að marka með nýjum meirihluta dómsins í febrúar og er nú að útfæra og mun þurfa einhvern tug annarra mála til að afmarka til fulls," segir Árni Páll. Hann segir að löggjafinn hefði hins vegar getað valið að gera ekkert. Þá væru allir gengislánaþegar enn að bíða eftir uppgjörum og margir þeirra - þeir óheppnu - fastir í sínum lánum. „Eigandi bíls sem hefði yfirtekið lán myndi njóta endurgreiðslu til fulls, en fyrri eigandi myndi sitja eftir með sárt ennið. Svona mætti lengi telja. Væri það betri staða?" segir Árni Páll. „Þegar öllu er á botninn hvolft voru lögin hóflegt og skynsamlegt inngrip sem leystu vanda fjölda fólks að fullu en sumra að hluta, flýttu uppgjörum en forðuðu okkur frá því að baka ríkissjóði bótaskyldu gagnvart bönkum. Það er ágætis árangur," segir Árni Páll að lokum.
Mest lesið Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun