Uppfærsla gerir út um símavandamál skeggjaðra 11. febrúar 2012 08:30 Skegg getur skellt á viðmælendur, en notendur sumra síma geta leyst vandann á einfaldan hátt. Skeggjaðir menn hafa lent í vandræðum með snertiskjásímana sína sem lýsir sér þannig að skeggið skellir á viðmælendur. Fyrir suma ætti að vera einfalt mál að leysa vandann. Tækni Alskegg er í tísku hjá karlmönnum víða um heim og þá sérstaklega í Reykjavík. Skeggið hefur ýmsa kosti, eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum, en skeggsérfræðingurinn Stjúri, sem rekur rakarastofu í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar, segir það meðal annars veita góða vörn fyrir bæði hita og kulda. Ókostirnir eru líka til staðar og einn af þeim einskorðast við menn sem nota síma með snertiskjá og þá sérstaklega Nokia N8. Þeir sem eru með þykkt alskegg hafa lent í því að skjárinn nemi skeggið á meðan á samtali stendur með þeim afleiðingum að síminn skelli á eða setji viðmælandann á bið. Vandamálið má þó leysa á einfaldan hátt með því að hala niður Symbian Belle-uppfærslunni á heimasíðu Nokia. Þorsteinn Þorsteinsson, vörustjóri farsíma hjá Hátækni, segir að vandinn hafi legið í skynjara í skjánum, en að það sé nú úr sögunni. „Það er búið að laga þetta vandamál með uppfærslum, en þeir sem voru með mikið skegg lentu frekar í þessu en hinir," segir hann. Ókostirnir við alskeggið eru nokkrir í viðbót, eins og Stjúri kom að á dögunum. „Marga klæjar undan skegginu í fyrstu," segir hann. „Svo eiga matarleifar til að festast í því, en maður verður að vera duglegur að þrífa sig og forðast að borða eins og dýr." Þessi vandamál verða ekki leyst með hugbúnaðaruppfærslu. atlifannar@frettabladid.is Tækni Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Skeggjaðir menn hafa lent í vandræðum með snertiskjásímana sína sem lýsir sér þannig að skeggið skellir á viðmælendur. Fyrir suma ætti að vera einfalt mál að leysa vandann. Tækni Alskegg er í tísku hjá karlmönnum víða um heim og þá sérstaklega í Reykjavík. Skeggið hefur ýmsa kosti, eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum, en skeggsérfræðingurinn Stjúri, sem rekur rakarastofu í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar, segir það meðal annars veita góða vörn fyrir bæði hita og kulda. Ókostirnir eru líka til staðar og einn af þeim einskorðast við menn sem nota síma með snertiskjá og þá sérstaklega Nokia N8. Þeir sem eru með þykkt alskegg hafa lent í því að skjárinn nemi skeggið á meðan á samtali stendur með þeim afleiðingum að síminn skelli á eða setji viðmælandann á bið. Vandamálið má þó leysa á einfaldan hátt með því að hala niður Symbian Belle-uppfærslunni á heimasíðu Nokia. Þorsteinn Þorsteinsson, vörustjóri farsíma hjá Hátækni, segir að vandinn hafi legið í skynjara í skjánum, en að það sé nú úr sögunni. „Það er búið að laga þetta vandamál með uppfærslum, en þeir sem voru með mikið skegg lentu frekar í þessu en hinir," segir hann. Ókostirnir við alskeggið eru nokkrir í viðbót, eins og Stjúri kom að á dögunum. „Marga klæjar undan skegginu í fyrstu," segir hann. „Svo eiga matarleifar til að festast í því, en maður verður að vera duglegur að þrífa sig og forðast að borða eins og dýr." Þessi vandamál verða ekki leyst með hugbúnaðaruppfærslu. atlifannar@frettabladid.is
Tækni Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira