Viðskipti innlent

Óformlegar viðræður um fjármögnun og verð

Stofnandinn Malcolm Walker stýrir Iceland Foods og á minnihluta í félaginu. Ekki er talið að hann hafi gert tilboð í hlut skilanefndanna.
Stofnandinn Malcolm Walker stýrir Iceland Foods og á minnihluta í félaginu. Ekki er talið að hann hafi gert tilboð í hlut skilanefndanna.
Formlegar söluviðræður við einn af bjóðendum í 77% hlut þrotabúa Landsbankans og Glitnis í Iceland Foods gætu hafist eftir viku til tíu daga, samkvæmt heimildum Markaðarins. Frestur til að skila inn bindandi tilboðum í hlutinn rann út um síðustu mánaðamót. Reuters-fréttastofan hefur fullyrt að tveir fjárfestingasjóðir, Bain Capital og BC Partners, hafi skilað inn tilboðum.

Heimildir Markaðarins herma að nú standi yfir óformlegar viðræður við báða aðilana. Þær snúast meðal annars um að fara yfir hvort fjármögnun bjóðendanna sé örugg og hvers konar verðmiði þyrfti að vera undirstaðan í formlegum viðræðum. Enn er ekki útilokað að hætt verði við söluna,

Iceland Foods matvörukeðjan er langstærsta seljanlega eign Landsbankans, sem á 67% hlut í henni. Hún er með um 2,1% markaðshlutdeild í Bretlandi og selur vörur árlega fyrir á fimmta hundrað milljarða króna. Talið er að þrotabú Landsbankans og Glitnis vilji fá rúmlega 220 milljarða króna fyrir hluti sína. Ekkert hefur verið gefið upp opinberlega um hversu mörg né hversu há tilboðin voru. - þsj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×