Viðskipti innlent

Yfir 23.500 einstaklingar á bannskránni

Alls eru 23.510 einstaklingar nú á svokallaðri bannskrá Þjóðskrár Íslands. Séu menn skráðir á bannskrá eiga þeir hvorki að fá sendan markpóst, sem sendur er eftir úrtaki úr þjóðskrá, né lenda í úrtaki skoðanakannana.

Samkvæmt lögum um persónuvernd skal Þjóðskrá Íslands halda skrá yfir þá sem andmæla því að nöfn þeirra séu notuð í markaðssetningarstarfsemi. Allit sem vilja geta skráð sig á þessa bannskrá.

Af þeim sem eru á bannskránni í þessum mánuði eru karlar 18 ára og eldri 10.983 talsins og konur 12.239 en börn 17 ára og yngri 288.

Á höfuðborgarsvæði bjuggu 17.613 og utan þess 5.897. Íslenskir ríkisborgarar voru 23.344 en erlendir ríkisborgarar voru 166, að því er segir á vefsíðu Þjóðskrárinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×