Fleiri fréttir

Markaðir í uppsveiflu

Áætlanir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að auka útlánagetu sína upp í nær 1.000 milljarða dollara til að berjast gegn skuldakreppunni á evrusvæðinu olli töluverðum hækkunum á mörkuðum í Bandaríkjunum í gærkvöldi og Asíumörkuðum í nótt.

Bílasafn Saab selt í útboði

Á föstudag rennur út frestur til að skila inn tilboðum til þrotabús Saab-bílaverksmiðjunnar í Trollhättan í Svíþjóð vegna sölu á bílasafni Saab. Á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) segir að þá komi í ljós hvaða verð fáist fyrir bílana 123 og sömuleiðis hvort safnið verði "selt í heilu lagi eða bílarnir dreifist út um tvist og bast“.

Sjö ákærðir í innherjamáli á Wall Street

Bandaríska alríkislögreglan handtók í dag sjö menn sem grunaðir eru um innherjasvik. Handtökurnar fóru fram í New York, Boston og Los Angeles. Allir hafa verið ákærðir, en þeir eru grunaðir um að hafa hagnast um 62 milljónir dollara, eða um átta milljarða króna.

Brynjar Níels: Óheppilegt að ráðherra tjái sig um dómsmál

Ummæli Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um Landsdómsmálið eru umdeild en að mati sumra fela þau í sér afskipti af störfum dómstóla. Flokksbróðir Ögmundar hefur krafist þess að hann segi af sér embætti. Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands, telur óheppilegt yfirleitt að ráðherra dómsmála tjái sig um mál sem séu rekin fyrir dómstólum.

Nauðsynlegt að afskrifa skuldir Grikklands

Viðræður standa nú yfir milli grískra ráðamanna og fulltrúa kröfuhafa landsins en vonir standa til þess að samkomulag náist um 50% afskrift á opinberum skuldum landsins.

Tæplega 2,7 milljónir án vinnu í Bretlandi

Atvinnuleysi í Bretlandi hefur ekki mælst meira í janúar í sextán ár, samkvæmt nýjustu tölum um atvinnuleysi í Bretlandi. Það jókst lítillega milli ára, fór úr 8,3 prósent í 8,4 prósent.

Múrbúðin kærir Byko

Baldur Björnsson, framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar, hefur kært Byko til Neytendastofu vegna auglýsinga- og kynningarherferðar sem Byko hóf eftir áramótin. Baldur segir að herferðin feli í sér rangar og villandi upplýsingar og vill að Neytendastofa rannsaki málið og grípi til viðeigandi aðgerða.

Margar af stærstu vefsíðum heims loka

Margar af stærstu vefsíðum heims hafa lokað í dag eða munu loka til að mótmæla svokölluðu SOPA frumvarpi sem liggur fyrir þinginu. Aðrar vefsíður sem munu loka eru til að mynda tenglasíðan Reddit. Þegar farið er inn á Google úr tölvum í Bandaríkjunum sést svo Google merkið ritskoðað.

Keflavíkurflugvöllur sá næst besti í heiminum

Keflavíkurflugvöllur er í öðru sæti yfir bestu flugvelli heimsins samkvæmt árlegum lista sem ferðavefurinn Frommer gefur út. Í efsta sætinu er Hajj flugvöllurinn í Jeddah í Saudi Arabíu.

Bónusar vekja aftur reiði í garð Goldman Sachs

Mikil reiði ríkir enn og aftur í garð fjárfestingabankans Goldman Sachs vegna áforma stjórnenda bankans um að greiða starfsmönnum sínum bónusa sem nema samtals 12,6 milljörðum dollara eða yfir 1.500 milljörðum króna fyrir síðasta ár.

Slitastjórn greiðir út 106 milljarða kröfur

Forgangskröfuhafar í þrotabú Glitnis munu fá kröfur sínar greiddar fyrir febrúarlok samkvæmt tillögu slitastjórnar. Heildarvirði þeirra er 106 milljarðar króna. Um 60% upphæðarinnar fara inn á geymslureikninga vegna ágreinings.

Reginn fasteignafélag semur við Nýherja

Reginn fasteignafélag, hefur valið Nýherja til að annast rekstur á upplýsingakerfum þess og mun Nýherji halda utan um rekstur á tölvu- og netkerfum Regins.

Rafmagn í stað olíu?

Rafmagnsbílar eru framtíðin, hefur verið sagt árum saman. Nú er svo komið að þeir verða að teljast vera nútíðin. Fjölmargir bílaframleiðlendur veðja á rafmagnsbíla fremur en olíubíla nú til dags.

Apple er 8. verðmætasta vörumerki veraldar

Tæknirisinn Apple er í áttunda sæti yfir verðmætustu vörumerki veraldar. Áætlað heildarvirði fyrirtækisins er 33.49 milljarðar dollara - þannig er Apple stærri en Disney, Mercedes-Benz og Budweiser.

Samsung kynnir snertiskjá sem er gegnsær

Tæknirisinn Samsung kynnti byltingarkenndan snertiskjá á CES tækniráðstefnunni í Las Vegas en var haldin í vikunni. Skjárinn er gegnsær og er honum ætlað að vera komið fyrir í glugga. Skjárinn fékk nýsköpunarverðlaun ráðstefnunnar.

Vilja fá 34 milljarða

Slitastjórn Landsbankans hefur stefnt fyrrverandi bankaráði Landsbanka Íslands og fyrrverandi bankastjórum og krafið þá um samtals þrjátíu og fjóra milljarða króna vegna gífurlegs útflæðis fjármagns úr bankanum daginn áður en hann féll. Björgólfi Guðmundssyni er ekki stefnt þar sem hann hefur verið úrskurðaður gjaldþrota

Segir málshöfðun ekki standast skoðun

Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi varaformaður bankaráðs Landsbankans, segir að hann og lögmenn sínir telji að málshöfðun slitastjórnar Landsbankans gegn sér standist ekki skoðun. Málshöfðunin byggi á því að sér hafi, sem bankaráðsmanni Landsbanka Íslands, verið ljóst eða mátt vera ljóst að bankinn væri ógjaldfær í upphafi dagsins 6. október 2008 og honum hafi borið að gera ráðstafanir til að tryggja að ekki færu greiðslur út úr bankanum þennan dag.

Reginn semur við Nýherja

Reginn fasteignafélag, hefur valið Nýherja til að annast rekstur á upplýsingakerfum þess og mun Nýherji halda utan um rekstur á tölvu- og netkerfum Regins. Í tilkynningu frá Nýherja segir að Reginn hafi valið rekstrar- og hýsingarþjónustu Nýherja í kjölfar verðkönnunar sem var haldin á vegum þess seint á síðasta ári.

Ísland á forsíðu Washington Post í dag

Fjallað er ítarlega um stöðu efnahagsmála í bandaríska stórblaðinu Washington Post í dag. Útdráttur úr fréttaskýringu blaðamannsins Brady Dennis, er á forsíðu blaðsins.

Verðbólga minnkar í Bretlandi

Verðbólga í Bretlandi mældist 4,2 prósent í desember sl. samanborið við 4,8% mánuðinn á undan. Hún féll því um 0,6 prósentustig milli mánaða sem telst vera mikið fall, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC.

Segja landsframleiðslu 100 milljörðum minni en spáð var

Hagvöxtur verður miklu minni á næsta ári en spáð var, segir í bréfi sem Samtök atvinnulífsins sendu alþingismönnum í dag. Í bréfinu er fjallað um framgang mála í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga 5. maí 2011. Í bréfinu segir að mikið beri í milli á mati SA og ríkisstjórnarinnar á því hvernig tekist hafi til en veigamest af öllu sé að uppgangur í atvinnulífinu hafi ekki orðið eins og stefnt hafi verið að. Fjárfestingar í atvinnulífinu aukist ekki eins og þurfi til þess að störfum fjölgi og atvinnuleysi minnki umtalsvert.

Íbúðalánasjóður lækkar útlánsvexti sína

Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að lækka útlánavexti sjóðsins sem hér segir: Útlánavextir íbúðalána með uppgreiðsluákvæði verða 4,20% og 4,70% á íbúðalán án uppgreiðsluákvæðis. Hin nýja vaxtaákvörðun tekur gildi í dag, 17. janúar 2012.

Finnbogi hætti í kjölfar óánægju

Finnbogi Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands (FSÍ), hætti störfum hjá sjóðnum í byrjun janúar í kjölfar töluverðrar óánægju meðal eigenda sjóðsins með störf hans. Krafa var um að Finnboga yrði sagt upp störfum og í kjölfarið ákvað hann sjálfur að segja starfi sínu lausu. Á meðal þeirra mála sem ollu óánægju í eigendahópnum voru höfnun á tilboði fjárfestingafélagsins Tríton í Icelandic, ráðning Lárusar Ásgeirssonar sem forstjóra Icelandic, kaup sjóðsins í N1 og það sem margir í eigendahópi FSÍ vildu meina að væri eðlisbreyting á hlutverki sjóðsins. Þetta hefur Fréttablaðið eftir heimildum víðs vegar úr eigendahópi FSÍ.

Geithner ræðir stuðning Kínverja við Íran

Spennan í samskiptum Bandaríkjanna og Írans magnast. Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, var á dögunum staddur í Kína til þess að ræða stuðning alþýðulýðveldisins við Íran. Sjá má myndband um heimsókn Geithners, og þá efnahagslegu hagsmuni sem eru í húfi, inn á viðskiptavef Vísis.

Heildaraflinn minnkaði um 2% milli ára í desember

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum desembermánuði, metinn á föstu verði, var 2,1% minni en í desember 2010. Á árinu 2011 jókst aflinn um 1,7% miðað við árið 2010, sé hann metinn á föstu verði.

Farþegum fjölgaði mest hér á landi

Umferðin um stærstu flugvelli Norðurlanda jókst verulega á síðasta ári. Á Keflavíkurflugvelli voru farþegarnir rúmlega tvær milljónir og fjölgaði þeim um 17,9 prósent.

Um 30% af kortaveltu Íslendinga er erlendis

Tölur frá Seðlabankanum benda til þess að um 30% af þeirri aukningu sem hefur orðið í kortaveltu Íslendinga milli ára sé vegna erlendrar veltu og neyslu.

Lítillega hægist á hagvextinum í Kína

Hagvöxtur í Kína mældist 8,9% á síðasta ársfjórðungi síðasta árs, samkvæmt fyrstu tölum, en ársfjórðunginn þar á undan mældist hann 9,1%. Þetta er minnsti hagvöxtur sem mælst hefur í Kína í tvö ár á tímabili sem þessu, að því er fram kemur í frétt á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Sjá næstu 50 fréttir