SI: Stjórnvöld vinna markvisst gegn orkufrekum iðnaði 9. október 2009 10:08 Jón Steindór Valdimarsson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins (SI) segir að ekki verði annað séð en að það sé stefna ríkisstjórnarinnar að vinna markvisst gegn áliðnaði og öðrum orkufrekum iðnaði á Íslandi í bráð og lengd. Ákvarðanir um framlengja ekki viljayfirlýsingu vegna Bakka, fella úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um Suðvesturlínur og tillaga um orku- og auðlindaskatt koma fyrirhuguðum framkvæmdum í uppnám. Í tilkynningu frá SI um málið segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að framlengja ekki viljayfirlýsinguna vegna Bakka setja uppbyggingu á norðausturlandi í óvænt uppnám. "Þá setur ákvörðun umhverfisráðherra frá 29. september um að fella úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um Suðvesturlínur verulegt strik í reikninginn vegna álvers Norðuráls í Helguvík og annarra framkvæmda á Suðurnesjum svo sem uppbyggingu gagnavers," segir Jón Steindór. „Líkur benda raunar til að ákvörðun ráðherra standist ekki lög og er því með öllu óskiljanleg. Síðast en ekki síst er það vanhugsuð og illa undirbúin tillaga sem birtist í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar um orku- og auðlindaskatta. Augljóst er að hitann og þungann af þeirri skattheimtu er þeim stóriðjufyrirtækjum sem hér starfa ætlað að bera. Öll hafa þau hafið starfsemi hér á landi samkvæmt sérstökum samningum og lögum. Öll hafa þau lýst yfir áformum um frekari uppbyggingu hér á landi. Við þörfnumst erlendra fjárfestinga og okkur er líka nauðsynlegt að skapa Íslandi orðspor sem ríkis þar sem óhætt er að byggja upp starfsemi til langs tíma. Hér þurfi fjárfestar ekki að eiga á hættu að leikreglum sé breytt eftir á eins og ríkisstjórnin boðar núna." Jón Steindór segir rétt að benda einnig á að áætlanir stjórnvalda um orku- og auðlindaskatta setja eigin áætlanir ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum í uppnám. Í nýrri þjóðhagspá fjármálaráðuneytisins sé gert ráð fyrir að framkvæmdum við álver Norðuráls í Helguvík og stækkun í Straumsvík. „Þrátt fyrir það er gert ráð fyrir að samdráttur í landframleiðslu á þessu ári verði 8,4% og 1,9% á því næsta auk um og yfir 10% atvinnuleysis. Þetta mun ekki standast ef stjórnvaldsaðgerðir verða til að fresta eða ýta umræddum framkvæmdum út af borðinu. Samdrátturinn og atvinnuleysið á næsta ári verður því enn meira en sú dökka mynd sem ný þjóðhagspá gerir ráð fyrir og þar er sannarlega ekki á bætandi" segir Jón Steindór. "Ekki sé deilt um ríka þörf þess að skera niður ríkisútgjöld og afla aukinna tekna. Besta leiðin til þess er að auka umsvif í samfélaginu og framgang þeirra verkefna sem eru í pípunum. Þess í stað sé ákveðið að fara leið sem dýpkar þá efnahagslægð sem við tökumst á við. Allir vilja leggja sitt af mörkum við endurreisn íslensks efnahagslífs. Það verður hins vegar ekki gert í gegnum stóraukna skattheimtu og með því að stöðva uppbyggingu. Nauðsynlegt er að ríkisstjórnin leggi án tafar á hilluna öll áform um orku- og auðlindaskatta og stuðli að uppbyggingu í stað niðurrifs á þessu sviði atvinnulífsins." Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Jón Steindór Valdimarsson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins (SI) segir að ekki verði annað séð en að það sé stefna ríkisstjórnarinnar að vinna markvisst gegn áliðnaði og öðrum orkufrekum iðnaði á Íslandi í bráð og lengd. Ákvarðanir um framlengja ekki viljayfirlýsingu vegna Bakka, fella úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um Suðvesturlínur og tillaga um orku- og auðlindaskatt koma fyrirhuguðum framkvæmdum í uppnám. Í tilkynningu frá SI um málið segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að framlengja ekki viljayfirlýsinguna vegna Bakka setja uppbyggingu á norðausturlandi í óvænt uppnám. "Þá setur ákvörðun umhverfisráðherra frá 29. september um að fella úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um Suðvesturlínur verulegt strik í reikninginn vegna álvers Norðuráls í Helguvík og annarra framkvæmda á Suðurnesjum svo sem uppbyggingu gagnavers," segir Jón Steindór. „Líkur benda raunar til að ákvörðun ráðherra standist ekki lög og er því með öllu óskiljanleg. Síðast en ekki síst er það vanhugsuð og illa undirbúin tillaga sem birtist í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar um orku- og auðlindaskatta. Augljóst er að hitann og þungann af þeirri skattheimtu er þeim stóriðjufyrirtækjum sem hér starfa ætlað að bera. Öll hafa þau hafið starfsemi hér á landi samkvæmt sérstökum samningum og lögum. Öll hafa þau lýst yfir áformum um frekari uppbyggingu hér á landi. Við þörfnumst erlendra fjárfestinga og okkur er líka nauðsynlegt að skapa Íslandi orðspor sem ríkis þar sem óhætt er að byggja upp starfsemi til langs tíma. Hér þurfi fjárfestar ekki að eiga á hættu að leikreglum sé breytt eftir á eins og ríkisstjórnin boðar núna." Jón Steindór segir rétt að benda einnig á að áætlanir stjórnvalda um orku- og auðlindaskatta setja eigin áætlanir ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum í uppnám. Í nýrri þjóðhagspá fjármálaráðuneytisins sé gert ráð fyrir að framkvæmdum við álver Norðuráls í Helguvík og stækkun í Straumsvík. „Þrátt fyrir það er gert ráð fyrir að samdráttur í landframleiðslu á þessu ári verði 8,4% og 1,9% á því næsta auk um og yfir 10% atvinnuleysis. Þetta mun ekki standast ef stjórnvaldsaðgerðir verða til að fresta eða ýta umræddum framkvæmdum út af borðinu. Samdrátturinn og atvinnuleysið á næsta ári verður því enn meira en sú dökka mynd sem ný þjóðhagspá gerir ráð fyrir og þar er sannarlega ekki á bætandi" segir Jón Steindór. "Ekki sé deilt um ríka þörf þess að skera niður ríkisútgjöld og afla aukinna tekna. Besta leiðin til þess er að auka umsvif í samfélaginu og framgang þeirra verkefna sem eru í pípunum. Þess í stað sé ákveðið að fara leið sem dýpkar þá efnahagslægð sem við tökumst á við. Allir vilja leggja sitt af mörkum við endurreisn íslensks efnahagslífs. Það verður hins vegar ekki gert í gegnum stóraukna skattheimtu og með því að stöðva uppbyggingu. Nauðsynlegt er að ríkisstjórnin leggi án tafar á hilluna öll áform um orku- og auðlindaskatta og stuðli að uppbyggingu í stað niðurrifs á þessu sviði atvinnulífsins."
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira