Fleiri fréttir Gömlu bankarnir hrynja í áliti Fjármálageirinn hefur borið mikinn hnekki í huga fólks samkvæmt árvissri ímyndarmælingu markaðsrannsókna- og ráðgjafarfyrirtækisins Fortuna. Ef til vill þarf ekki að koma á óvart að þar sé í huga fólks hæst fall stóru bankanna þriggja, sem nú eru í eigu ríkisins. Sparisjóðirnir hafa hins vegar bætt ímynd sína nokkuð milli ára, bæði hvað varðar hvaða kost fólk myndi fyrstan velja í bankaþjónustu og eins hvað traust varðar og trú á því að fyrirtækin verði starfandi um ókomna tíð. Þarna hefur líka fall gömlu bankanna verið mest. 17.6.2009 07:00 Stór skref í haust „Með lækkun stýrivaxta getur skapast hætta á gengisfalli sem gæti reynst mjög erfitt að snúa til baka,“ segir Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrirssjóðsins (AGS) á Íslandi. 17.6.2009 06:00 Leiðbeiningar um stjórnunarhætti uppfærðar Viðskiptaráð Íslands, Kauphöllin og Samtök atvinnulífsins kynna á fimmtudag uppfærðar leiðbeiningar um stjórnunarhætti fyrirtækja. Heldur hefur verið hert að reglunum og til stendur að auka eftirfylgni með því að fyrirtæki fari að þeim. 17.6.2009 05:00 Jöklabréfum snarfækkar Heildarvirði jöklabréfa mun nema áttatíu milljörðum króna í vikulokin. Bréf upp á tæpa 170 milljarða króna hefur fallið á gjalddaga frá áramótum. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans í gær. Þar segir að vegna takmarkana á fjármagnsflutninga sé ljóst að stærstur hluti þeirra höfuðstólsgreiðslna sem fallið hafi frá í haust hafi ekki verið fluttur úr landi. Þá hafi Seðlabankinn ekki heimilað að skipta vaxtagreiðslum, sem gefin eru út af erlendum aðilum í krónum, yfir í erlendan gjaldeyri. Féð hafi því leitað í aðra innlenda ávöxtun. 17.6.2009 03:00 Vafri Opera Software verður vefþjónn Norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software kynnti í gær fyrstu prufuútgáfu af nýrri tækni sem gerir netverjum kleift að breyta einkatölvum sínum og farsímum í netþjóna í gegnum vafrann. 17.6.2009 03:00 Minni velta með hækkandi sól Hratt hefur dregið úr veltu á hlutabréfamarkaði hér eftir því sem sól hefur hækkað á lofti. Á mánudag slagaði hún rétt yfir 320 þúsund króna markið í sex viðskiptum en fáir muna eftir svo lélegum heimtum. 17.6.2009 02:00 Jöklabréfastærðin komin niður í 80 milljarða Útistandandi jöklabréf eru nú komin niður í 80 milljarða kr. Þegar mest lét námu þau um 450 milljörðum kr. árið 2007. Við bankahrunið s.l. haust voru þau komin í um 300 milljarða kr. Síðan hefur þeim verið breytt í ríkisbréf, einkum eftir tilkomu gjaldeyrishaftanna. 16.6.2009 19:31 Sérstakur saksóknari: Kaupþingsmál nýtur ekki forgangs Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari bankahrunsins, segir í samtali við Vísi að mál vegna lána sem fyrrum stjórn gamla Kaupþings veitti lykilstarfsmönnum bankans sé í ákveðnum farvegi eins og fjöldamörg mál um þessar mundir. Það mál njóti hins vegar ekki sérstaks forgangs fram yfir önnur mál. 16.6.2009 16:25 Reyndu að smygla 17.000 milljörðum til Sviss Tveir Japanir voru nýlega gripnir á járnbrautarstöð á landamærum Ítalíu og Sviss með bandarísk ríkisskuldabréf upp á 134 milljarða dollara falin í töskum sínum. Upphæðin nemur 17.000 milljörðum kr. en mennirnir voru á leið til Sviss með töskurnar. 16.6.2009 16:12 Daufur dagur í kauphöllinni Viðskipti í kauphöllinni voru með daufara móti í dag. Viðskiptin námu tæpum 5 milljónum kr. en aðeins var hreyfing á þremur félögum. 16.6.2009 15:51 Sérfræðingar gáttaðir á álmarkaðinum Sérfræðingar eru gáttaðir á þeirri stöðu sem nú er á álmarkaðinum. Heimsbirgðir aukast stöðugt og eru komnar í sögulegt hámark en verð á áli heldur áfram að hækka. 16.6.2009 15:00 House of Fraser með tilkynningu vegna lánasamninga Breska verslunarkeðjan House of Fraser hefur sent frá sér tilkynningu vegna orðróms um að keðjan uppfylli ekki lengur lánasamninga við viðskiptabanka sína. Segir þar að ekkert sé hæft í þessum orðrómi en hann hefur orðið til þess að margir telja yfirtöku Debenhams á keðjunni yfirvofandi. 16.6.2009 14:58 Rússar segja að ekkert liggi á láni til Íslendinga Dmitry Pankin aðstoðarfjármálaráðherra Rússlands segir að ekkert liggi á því að afgreiða lán Rússa til Íslendinga þar sem þeir hafi ekki sérstaka þörf fyrir lánið í augnablikinu. Þetta kemur fram í viðtali PRIME-TASS fréttastofunnar við Pankin en Reuters greinir frá því. 16.6.2009 14:02 Norski olíusjóðurinn orðinn 46.000 milljarðar að stærð Norski olíusjóðurinn sló met í maí mánuði en þá nam stærð hans yfir 2.300 milljörðum norskra kr. eða um 46.000 milljörðum kr. 16.6.2009 12:47 Líkur á að lánshæfismat ríkissjóðs falli niður í rusl-flokk Líkur eru á að lánshæfismat ríkissjóðs verði lækkað niður í einkunnina C sem þýðir rusl eða „junk“ á alþjóðlegum lánsfjármarkaði. Slíkt myndi ekki létta róðurinn hjá íslenskum stjórnvöldum í baráttu þeirra við núverandi efnahagsvanda. 16.6.2009 12:19 Greiðslustöðvun Straums framlengd Héraðsdómur Reykjavíkur hefur framlengt greiðslustöðvun Straums en hún rann út í lok síðustu viku. 16.6.2009 11:57 Spáir 11,4% ársverðbólgu í júní Greining Íslandsbanka telur að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,7% í júní. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga mælast 11,4%, en í maí mældist verðbólgan 11,6%. Hagstofa Íslands birtir vísitölu neysluverðs í júní þann 24. júní næstkomandi. 16.6.2009 11:26 Milljarðamæringurinn sem keypti Ronaldo og Kaka Forseti Real Madrid, hinn 62 ára gamli Florentino Perez er númer 394 í röðinni um auðugustu menn heimsins. En hann má ekki nota milljarðana sína fyrir Real Madrid. Kannski verður slíkt alls ekki nauðsynlegt. 16.6.2009 11:05 Stjórnarformaður Nýja Kaupþings: „Reiði almennings skiljanleg“ Hulda Dóra Styrmisdóttir, stjórnarformaður Nýja Kaupþings, segir eins og fram kom í fréttatilkynningu frá bankanum að engin lán lykilstjórnenda gamla Kaupþings hafi verið afskrifuð og beðið verði eftir niðurstöðu sérstaks saksóknara um málið. Endanleg niðurstaða um afskriftir lána til starfsmannanna liggur því ekki fyrir. 16.6.2009 10:55 Nauðasamningar Stoða staðfestir Nauðasamningar Stoða hf. hafa verið staðfestir af Héraðsdómi Reykjavíkur að því er segir í tilkynningu. 16.6.2009 10:36 Kröfuhafar Kaupþings vilja forðast verðmat FME Kröfuhafar Kaupþings vilja forðast að byggja eingöngu á þeirri aðferðafræði sem lögð er til í ákvörðun Fjármálaeftirlitsins (FME) við verðmat á eignum sem fluttar eru yfir í Nýja Kaupþing, enda sé slíkt háð ýmsum forsendum sem deila megi um. 16.6.2009 10:18 Kaupþing afskrifar ekki lán starfsmanna Stjórn Nýja Kaupþings banka ætlar ekki að afskrifa lán til starfsmanna vegna hlutabréfakaupa á meðan kæra hluthafa vegna lánanna er til meðferðar hjá sérstökum saksóknara. 16.6.2009 10:04 Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um 13,7% Aflaverðmæti íslenskra skipa nam tæpum 26 milljörðum króna fyrstu þrjá mánuði ársins 2009. Til samanburðar nam aflaverðmæti íslenskra skipa 22,8 milljörðum á sama tíma í fyrra. Aflaverðmæti hefur því aukist um 3,1 milljarð eða 13,7% milli ára. 16.6.2009 09:17 Gjaldþrot Landic kostar danska banka tugi milljarða Talið er að gjaldþrot þriggja dótturfélaga Landic Property í Danmörku muni kosta nokkra danska banka tugi milljarða kr. Þetta kemur fram í frétt í Berlingske Tidende í morgun undir fyrirsögninni „Fasteignafélög í milljarðagjaldþrotum". 16.6.2009 09:12 Eignir tryggingarfélaganna lækkuðu milli mánaða Heildareignir tryggingarfélaganna námu 138,6 miljarða kr. í lok apríl og lækkuðu um 2,8 milljarða kr. milli mánaða. 16.6.2009 08:24 FME frestar uppgjöri milli bankanna í þriðja sinn Fjármálaeftirlitið (FME) hefur enn og aftur frestað endanlegu uppgjöri milli nýju og gömlubankanna, að þessu sinni til 17. júlí. Er þetta í þriðja sinn sem uppgjörinu er frestað. 16.6.2009 08:20 Envent undirritar 6 milljarða orkusamning á Filippseyjum Íslenska jarðhitafélagið Envent sem starfar í Filippseyjum undirritaði á dögunum fyrsta orkusölusamning félagsins við þarlenda orkuveitu. Samningurinn hljóðar uppá 6 milljarða króna. 16.6.2009 08:13 Hlutabréfaverð í Noregi hækkar Úrvalsvísitala Óslóarkauphallarinnar í Noregi hefur hækkað um 37 prósent frá áramótum. Og það þrátt fyrir að hægt hafi á hjólum atvinnulífsins þar, líkt og annars staðar í heiminum. 16.6.2009 06:00 Auknar afskriftir á evrusvæðinu Ennfrekari afskriftir eru væntanlegar hjá bönkum á evrusvæðinu og býst Seðlabanki Evrópu við því að afskrifa þurfi 283 milljarða Dollara til viðbótar á þessu ári og því næsta vegna slæmra lána og verðbréfa 15.6.2009 17:07 Danskir bankar fá skellinn af gjaldþrotum Landic-félaga Nokkrir danskir bankar munu að öllum líkindum fá skell af gjaldþroti þriggja dótturfélaga Landic Property í Danmörku. Þetta kemur fram í frétt frá fréttastofunni Direckt. 15.6.2009 14:43 Þrjú dótturfélög Landic Property í gjaldþrotaskipti Stjórnir þriggja danskra dótturfélaga Landic Property hf., Keops Development A/S, Landic Property A/S og Landic Investment A/S, hafa í dag lagt fram beiðni um gjaldþrotaskipti hjá dómstólum í Kaupmannahöfn. 15.6.2009 14:24 Rolexúr Steve McQueen selt á 25 milljónir Rolexúr sem áður var í eigu leikarans Steve McQueen seldist á uppboði fyrir yfir 25 milljónir kr. Verðið var nær tuttugufalt matsverð á úrinu en greinilegt var á uppboðinu að margir vildu eignast þetta úr sem fyrrum prýddi manninn sem hafði viðnefnið Konungur Kúlsins. 15.6.2009 13:32 Lítill árangur af síldarleit á Jan Mayen svæðinu Nokkur íslensk skip hafa að undanförnu leitað að síld í veiðanlegu magni á Jan Mayen svæðinu en árangurinn af leitinni hefur verið lítill. Meðal skipanna sem fóru norður undir Jan Mayen var Lundey NS. Afla skipsins, um 80 tonnum, var landað á Vopnafirði síðastliðinn laugardag þar sem hann fór til vinnslu. 15.6.2009 13:12 Makaskipti áfram áberandi á íbúðamarkaðinum Lítil velta og aukin tíðni makaskiptasamninga einkenna nú íbúðamarkaðinn sem hefur tekið miklum breytingum á undanförnum mánuðum. Alls voru gerðir 265 kaupsamningar um íbúðahúsnæði í maí mánuði síðastliðnum og var rúmlega þriðjungur þeirra viðskipta afgreiddur með makaskiptasamningum samkvæmt upplýsingum frá Fasteignaskrá Íslands. 15.6.2009 12:04 Sparnaður opnar útibú á Akureyri Sparnaður ehf, ráðgjafafyrirtæki í eigu Ingólfs H. Ingólfssonar, hefur opnað útibú á Akureyri í þeim tilgangi að auka þjónustustig fyrirtækisins á norðurlandi. 15.6.2009 11:34 Harrison Ford tekjuhæstur karlleikara í heiminum Hinn 66 ára gamli Harrison Ford reyndist vera tekjuhæstur karlleikara í heiminum á síðasta ári samkvæmt nýbirtum lista Forbes tímaritisins. Tekjur Ford reyndust 9 milljarðar kr., að mestu vegna nýjustu Indiana Jones myndarinnar Kingdom of the Crystalskull. 15.6.2009 11:22 Mistök Sigurðar á tveimur veðskuldabréfum Svo virðist sem Sigurður G. Guðjónsson hafi gert sömu mistökin tvisvar við gerð veðskuldabréfa fyrir skjólstæðing sinn, Sigurjón Þ. Árnason. 15.6.2009 10:58 Lán til Íslands eykur fjárlagahallann í Svíþjóð Lánastofnun sænska ríkisins hækkaði á föstudaginn spár sínar um fjárlagahalla ríkisins fyrir árið 2009. Ástæðan er langvarandi efnahagsvandræði í landinu sökum fjármálakrísunnar í heiminum. 15.6.2009 10:19 Hlutabréf Marel Food Systems hreyfast ein á markaði Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur lækkað um 0,19 prósent frá því viðskipti hófust á hlutabréfamarkaði í Kauphöllinni í dag. Þetta er eina hreyfingin á hlutabréfamarkaði. 15.6.2009 10:17 Risasnekkja Abromovich sjósett - Hefur eigið eldflaugavarnakerfi Búið er að sjósetja risasnekkju rússneska auðjöfursins Roman Abromovich. Hún ber nafnið Eclipse, er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum, og er með eigin eldflaugavarnakerfi, tvo þyrluflugpalla og kafbát um borð. 15.6.2009 09:57 Spá því að álverðið hækki um 23% til áramóta Markaðssérfræðingar spá því að heimsmarkaðsverð á áli muni hækka um 23% til áramóta frá því sem nú er. Í dag stendur verðið í 1.670 dollurum á tonnið m.v. þriggja mánaða framvirka samninga á markaðinum í London og muni fara í rúma 2.000 dollara í desember, að því er segir í umfjöllun á Bloomberg fréttaveitunni um málið. 15.6.2009 09:54 Olíuverðið fór undir 70 dollara í morgun Heimsmarkaðsverðið á Norðursjávarolíunni, m.v. afhendingu í júlí, fór undir 70 dollara á tunnuna í morgun. Lækkunin er einkum tilkomin vegna þess að gengi dollarans hefur verið að styrkjast á síðustu dögum. 15.6.2009 09:24 Verðmæti heildaraflans minnkaði um 10% í maí Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum maímánuði, metinn á föstu verði, var 10,3% minni en í maí 2008. Það sem af er árinu hefur aflinn hins vegar aukist um 4,0% miðað við sama tímabil 2008, sé hann metinn á föstu verði. 15.6.2009 09:04 Bankahrun framundan í Eve Online tölvuleiknum Ebank, hinn opinberi banki í Eve Online tölvuleiknum, er í miklum vandræðum eftir að ljóst varð að bankastjórinn sem gengur undir nafninu Ricdic stal miklum upphæðum úr sjóðum bankans og seldi á svörtum markaði til hliðar við leikinn. 15.6.2009 08:55 Straumur orðinn stór hluthafi í Nordicom Straumur er orðinn stór hltuhafi í danska fasteignafélaginu Nordicom. Um var að ræða veðkall bankans á 9,23% hlut nú fyrir helgina. 15.6.2009 08:22 Sjá næstu 50 fréttir
Gömlu bankarnir hrynja í áliti Fjármálageirinn hefur borið mikinn hnekki í huga fólks samkvæmt árvissri ímyndarmælingu markaðsrannsókna- og ráðgjafarfyrirtækisins Fortuna. Ef til vill þarf ekki að koma á óvart að þar sé í huga fólks hæst fall stóru bankanna þriggja, sem nú eru í eigu ríkisins. Sparisjóðirnir hafa hins vegar bætt ímynd sína nokkuð milli ára, bæði hvað varðar hvaða kost fólk myndi fyrstan velja í bankaþjónustu og eins hvað traust varðar og trú á því að fyrirtækin verði starfandi um ókomna tíð. Þarna hefur líka fall gömlu bankanna verið mest. 17.6.2009 07:00
Stór skref í haust „Með lækkun stýrivaxta getur skapast hætta á gengisfalli sem gæti reynst mjög erfitt að snúa til baka,“ segir Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrirssjóðsins (AGS) á Íslandi. 17.6.2009 06:00
Leiðbeiningar um stjórnunarhætti uppfærðar Viðskiptaráð Íslands, Kauphöllin og Samtök atvinnulífsins kynna á fimmtudag uppfærðar leiðbeiningar um stjórnunarhætti fyrirtækja. Heldur hefur verið hert að reglunum og til stendur að auka eftirfylgni með því að fyrirtæki fari að þeim. 17.6.2009 05:00
Jöklabréfum snarfækkar Heildarvirði jöklabréfa mun nema áttatíu milljörðum króna í vikulokin. Bréf upp á tæpa 170 milljarða króna hefur fallið á gjalddaga frá áramótum. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans í gær. Þar segir að vegna takmarkana á fjármagnsflutninga sé ljóst að stærstur hluti þeirra höfuðstólsgreiðslna sem fallið hafi frá í haust hafi ekki verið fluttur úr landi. Þá hafi Seðlabankinn ekki heimilað að skipta vaxtagreiðslum, sem gefin eru út af erlendum aðilum í krónum, yfir í erlendan gjaldeyri. Féð hafi því leitað í aðra innlenda ávöxtun. 17.6.2009 03:00
Vafri Opera Software verður vefþjónn Norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software kynnti í gær fyrstu prufuútgáfu af nýrri tækni sem gerir netverjum kleift að breyta einkatölvum sínum og farsímum í netþjóna í gegnum vafrann. 17.6.2009 03:00
Minni velta með hækkandi sól Hratt hefur dregið úr veltu á hlutabréfamarkaði hér eftir því sem sól hefur hækkað á lofti. Á mánudag slagaði hún rétt yfir 320 þúsund króna markið í sex viðskiptum en fáir muna eftir svo lélegum heimtum. 17.6.2009 02:00
Jöklabréfastærðin komin niður í 80 milljarða Útistandandi jöklabréf eru nú komin niður í 80 milljarða kr. Þegar mest lét námu þau um 450 milljörðum kr. árið 2007. Við bankahrunið s.l. haust voru þau komin í um 300 milljarða kr. Síðan hefur þeim verið breytt í ríkisbréf, einkum eftir tilkomu gjaldeyrishaftanna. 16.6.2009 19:31
Sérstakur saksóknari: Kaupþingsmál nýtur ekki forgangs Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari bankahrunsins, segir í samtali við Vísi að mál vegna lána sem fyrrum stjórn gamla Kaupþings veitti lykilstarfsmönnum bankans sé í ákveðnum farvegi eins og fjöldamörg mál um þessar mundir. Það mál njóti hins vegar ekki sérstaks forgangs fram yfir önnur mál. 16.6.2009 16:25
Reyndu að smygla 17.000 milljörðum til Sviss Tveir Japanir voru nýlega gripnir á járnbrautarstöð á landamærum Ítalíu og Sviss með bandarísk ríkisskuldabréf upp á 134 milljarða dollara falin í töskum sínum. Upphæðin nemur 17.000 milljörðum kr. en mennirnir voru á leið til Sviss með töskurnar. 16.6.2009 16:12
Daufur dagur í kauphöllinni Viðskipti í kauphöllinni voru með daufara móti í dag. Viðskiptin námu tæpum 5 milljónum kr. en aðeins var hreyfing á þremur félögum. 16.6.2009 15:51
Sérfræðingar gáttaðir á álmarkaðinum Sérfræðingar eru gáttaðir á þeirri stöðu sem nú er á álmarkaðinum. Heimsbirgðir aukast stöðugt og eru komnar í sögulegt hámark en verð á áli heldur áfram að hækka. 16.6.2009 15:00
House of Fraser með tilkynningu vegna lánasamninga Breska verslunarkeðjan House of Fraser hefur sent frá sér tilkynningu vegna orðróms um að keðjan uppfylli ekki lengur lánasamninga við viðskiptabanka sína. Segir þar að ekkert sé hæft í þessum orðrómi en hann hefur orðið til þess að margir telja yfirtöku Debenhams á keðjunni yfirvofandi. 16.6.2009 14:58
Rússar segja að ekkert liggi á láni til Íslendinga Dmitry Pankin aðstoðarfjármálaráðherra Rússlands segir að ekkert liggi á því að afgreiða lán Rússa til Íslendinga þar sem þeir hafi ekki sérstaka þörf fyrir lánið í augnablikinu. Þetta kemur fram í viðtali PRIME-TASS fréttastofunnar við Pankin en Reuters greinir frá því. 16.6.2009 14:02
Norski olíusjóðurinn orðinn 46.000 milljarðar að stærð Norski olíusjóðurinn sló met í maí mánuði en þá nam stærð hans yfir 2.300 milljörðum norskra kr. eða um 46.000 milljörðum kr. 16.6.2009 12:47
Líkur á að lánshæfismat ríkissjóðs falli niður í rusl-flokk Líkur eru á að lánshæfismat ríkissjóðs verði lækkað niður í einkunnina C sem þýðir rusl eða „junk“ á alþjóðlegum lánsfjármarkaði. Slíkt myndi ekki létta róðurinn hjá íslenskum stjórnvöldum í baráttu þeirra við núverandi efnahagsvanda. 16.6.2009 12:19
Greiðslustöðvun Straums framlengd Héraðsdómur Reykjavíkur hefur framlengt greiðslustöðvun Straums en hún rann út í lok síðustu viku. 16.6.2009 11:57
Spáir 11,4% ársverðbólgu í júní Greining Íslandsbanka telur að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,7% í júní. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga mælast 11,4%, en í maí mældist verðbólgan 11,6%. Hagstofa Íslands birtir vísitölu neysluverðs í júní þann 24. júní næstkomandi. 16.6.2009 11:26
Milljarðamæringurinn sem keypti Ronaldo og Kaka Forseti Real Madrid, hinn 62 ára gamli Florentino Perez er númer 394 í röðinni um auðugustu menn heimsins. En hann má ekki nota milljarðana sína fyrir Real Madrid. Kannski verður slíkt alls ekki nauðsynlegt. 16.6.2009 11:05
Stjórnarformaður Nýja Kaupþings: „Reiði almennings skiljanleg“ Hulda Dóra Styrmisdóttir, stjórnarformaður Nýja Kaupþings, segir eins og fram kom í fréttatilkynningu frá bankanum að engin lán lykilstjórnenda gamla Kaupþings hafi verið afskrifuð og beðið verði eftir niðurstöðu sérstaks saksóknara um málið. Endanleg niðurstaða um afskriftir lána til starfsmannanna liggur því ekki fyrir. 16.6.2009 10:55
Nauðasamningar Stoða staðfestir Nauðasamningar Stoða hf. hafa verið staðfestir af Héraðsdómi Reykjavíkur að því er segir í tilkynningu. 16.6.2009 10:36
Kröfuhafar Kaupþings vilja forðast verðmat FME Kröfuhafar Kaupþings vilja forðast að byggja eingöngu á þeirri aðferðafræði sem lögð er til í ákvörðun Fjármálaeftirlitsins (FME) við verðmat á eignum sem fluttar eru yfir í Nýja Kaupþing, enda sé slíkt háð ýmsum forsendum sem deila megi um. 16.6.2009 10:18
Kaupþing afskrifar ekki lán starfsmanna Stjórn Nýja Kaupþings banka ætlar ekki að afskrifa lán til starfsmanna vegna hlutabréfakaupa á meðan kæra hluthafa vegna lánanna er til meðferðar hjá sérstökum saksóknara. 16.6.2009 10:04
Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um 13,7% Aflaverðmæti íslenskra skipa nam tæpum 26 milljörðum króna fyrstu þrjá mánuði ársins 2009. Til samanburðar nam aflaverðmæti íslenskra skipa 22,8 milljörðum á sama tíma í fyrra. Aflaverðmæti hefur því aukist um 3,1 milljarð eða 13,7% milli ára. 16.6.2009 09:17
Gjaldþrot Landic kostar danska banka tugi milljarða Talið er að gjaldþrot þriggja dótturfélaga Landic Property í Danmörku muni kosta nokkra danska banka tugi milljarða kr. Þetta kemur fram í frétt í Berlingske Tidende í morgun undir fyrirsögninni „Fasteignafélög í milljarðagjaldþrotum". 16.6.2009 09:12
Eignir tryggingarfélaganna lækkuðu milli mánaða Heildareignir tryggingarfélaganna námu 138,6 miljarða kr. í lok apríl og lækkuðu um 2,8 milljarða kr. milli mánaða. 16.6.2009 08:24
FME frestar uppgjöri milli bankanna í þriðja sinn Fjármálaeftirlitið (FME) hefur enn og aftur frestað endanlegu uppgjöri milli nýju og gömlubankanna, að þessu sinni til 17. júlí. Er þetta í þriðja sinn sem uppgjörinu er frestað. 16.6.2009 08:20
Envent undirritar 6 milljarða orkusamning á Filippseyjum Íslenska jarðhitafélagið Envent sem starfar í Filippseyjum undirritaði á dögunum fyrsta orkusölusamning félagsins við þarlenda orkuveitu. Samningurinn hljóðar uppá 6 milljarða króna. 16.6.2009 08:13
Hlutabréfaverð í Noregi hækkar Úrvalsvísitala Óslóarkauphallarinnar í Noregi hefur hækkað um 37 prósent frá áramótum. Og það þrátt fyrir að hægt hafi á hjólum atvinnulífsins þar, líkt og annars staðar í heiminum. 16.6.2009 06:00
Auknar afskriftir á evrusvæðinu Ennfrekari afskriftir eru væntanlegar hjá bönkum á evrusvæðinu og býst Seðlabanki Evrópu við því að afskrifa þurfi 283 milljarða Dollara til viðbótar á þessu ári og því næsta vegna slæmra lána og verðbréfa 15.6.2009 17:07
Danskir bankar fá skellinn af gjaldþrotum Landic-félaga Nokkrir danskir bankar munu að öllum líkindum fá skell af gjaldþroti þriggja dótturfélaga Landic Property í Danmörku. Þetta kemur fram í frétt frá fréttastofunni Direckt. 15.6.2009 14:43
Þrjú dótturfélög Landic Property í gjaldþrotaskipti Stjórnir þriggja danskra dótturfélaga Landic Property hf., Keops Development A/S, Landic Property A/S og Landic Investment A/S, hafa í dag lagt fram beiðni um gjaldþrotaskipti hjá dómstólum í Kaupmannahöfn. 15.6.2009 14:24
Rolexúr Steve McQueen selt á 25 milljónir Rolexúr sem áður var í eigu leikarans Steve McQueen seldist á uppboði fyrir yfir 25 milljónir kr. Verðið var nær tuttugufalt matsverð á úrinu en greinilegt var á uppboðinu að margir vildu eignast þetta úr sem fyrrum prýddi manninn sem hafði viðnefnið Konungur Kúlsins. 15.6.2009 13:32
Lítill árangur af síldarleit á Jan Mayen svæðinu Nokkur íslensk skip hafa að undanförnu leitað að síld í veiðanlegu magni á Jan Mayen svæðinu en árangurinn af leitinni hefur verið lítill. Meðal skipanna sem fóru norður undir Jan Mayen var Lundey NS. Afla skipsins, um 80 tonnum, var landað á Vopnafirði síðastliðinn laugardag þar sem hann fór til vinnslu. 15.6.2009 13:12
Makaskipti áfram áberandi á íbúðamarkaðinum Lítil velta og aukin tíðni makaskiptasamninga einkenna nú íbúðamarkaðinn sem hefur tekið miklum breytingum á undanförnum mánuðum. Alls voru gerðir 265 kaupsamningar um íbúðahúsnæði í maí mánuði síðastliðnum og var rúmlega þriðjungur þeirra viðskipta afgreiddur með makaskiptasamningum samkvæmt upplýsingum frá Fasteignaskrá Íslands. 15.6.2009 12:04
Sparnaður opnar útibú á Akureyri Sparnaður ehf, ráðgjafafyrirtæki í eigu Ingólfs H. Ingólfssonar, hefur opnað útibú á Akureyri í þeim tilgangi að auka þjónustustig fyrirtækisins á norðurlandi. 15.6.2009 11:34
Harrison Ford tekjuhæstur karlleikara í heiminum Hinn 66 ára gamli Harrison Ford reyndist vera tekjuhæstur karlleikara í heiminum á síðasta ári samkvæmt nýbirtum lista Forbes tímaritisins. Tekjur Ford reyndust 9 milljarðar kr., að mestu vegna nýjustu Indiana Jones myndarinnar Kingdom of the Crystalskull. 15.6.2009 11:22
Mistök Sigurðar á tveimur veðskuldabréfum Svo virðist sem Sigurður G. Guðjónsson hafi gert sömu mistökin tvisvar við gerð veðskuldabréfa fyrir skjólstæðing sinn, Sigurjón Þ. Árnason. 15.6.2009 10:58
Lán til Íslands eykur fjárlagahallann í Svíþjóð Lánastofnun sænska ríkisins hækkaði á föstudaginn spár sínar um fjárlagahalla ríkisins fyrir árið 2009. Ástæðan er langvarandi efnahagsvandræði í landinu sökum fjármálakrísunnar í heiminum. 15.6.2009 10:19
Hlutabréf Marel Food Systems hreyfast ein á markaði Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur lækkað um 0,19 prósent frá því viðskipti hófust á hlutabréfamarkaði í Kauphöllinni í dag. Þetta er eina hreyfingin á hlutabréfamarkaði. 15.6.2009 10:17
Risasnekkja Abromovich sjósett - Hefur eigið eldflaugavarnakerfi Búið er að sjósetja risasnekkju rússneska auðjöfursins Roman Abromovich. Hún ber nafnið Eclipse, er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum, og er með eigin eldflaugavarnakerfi, tvo þyrluflugpalla og kafbát um borð. 15.6.2009 09:57
Spá því að álverðið hækki um 23% til áramóta Markaðssérfræðingar spá því að heimsmarkaðsverð á áli muni hækka um 23% til áramóta frá því sem nú er. Í dag stendur verðið í 1.670 dollurum á tonnið m.v. þriggja mánaða framvirka samninga á markaðinum í London og muni fara í rúma 2.000 dollara í desember, að því er segir í umfjöllun á Bloomberg fréttaveitunni um málið. 15.6.2009 09:54
Olíuverðið fór undir 70 dollara í morgun Heimsmarkaðsverðið á Norðursjávarolíunni, m.v. afhendingu í júlí, fór undir 70 dollara á tunnuna í morgun. Lækkunin er einkum tilkomin vegna þess að gengi dollarans hefur verið að styrkjast á síðustu dögum. 15.6.2009 09:24
Verðmæti heildaraflans minnkaði um 10% í maí Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum maímánuði, metinn á föstu verði, var 10,3% minni en í maí 2008. Það sem af er árinu hefur aflinn hins vegar aukist um 4,0% miðað við sama tímabil 2008, sé hann metinn á föstu verði. 15.6.2009 09:04
Bankahrun framundan í Eve Online tölvuleiknum Ebank, hinn opinberi banki í Eve Online tölvuleiknum, er í miklum vandræðum eftir að ljóst varð að bankastjórinn sem gengur undir nafninu Ricdic stal miklum upphæðum úr sjóðum bankans og seldi á svörtum markaði til hliðar við leikinn. 15.6.2009 08:55
Straumur orðinn stór hluthafi í Nordicom Straumur er orðinn stór hltuhafi í danska fasteignafélaginu Nordicom. Um var að ræða veðkall bankans á 9,23% hlut nú fyrir helgina. 15.6.2009 08:22