Stór skref í haust Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 17. júní 2009 06:00 Franek Rozwadowski Mynd/Arnþór „Með lækkun stýrivaxta getur skapast hætta á gengisfalli sem gæti reynst mjög erfitt að snúa til baka," segir Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrirssjóðsins (AGS) á Íslandi. Franek hélt erindi um framgang efnahagsáætlunar AGS hér á hádegisfundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í gær. Hann benti á að aðgerðaáætlun Seðlabankans og AGS í peningamálum væri sem skip í þoku. Mjög erfitt sé að stýra málum. Á sama tíma og stærstur hluti lána heimila landsins sé verðtryggður í krónum séu skuldir fyrirtækja landsins í erlendri mynt. Erfitt sé að feta stigið því gengi krónunnar skipti öllu máli í báðum tilvikum. Megintilgangurinn felist í því að halda genginu stöðugu. Franek sagði framfylgni aðgerðaáætlunar AGS og íslenskra stjórnvalda hafa tafist umfram áætlanir. Stjórnarskipti og tæknileg vandamál, svo sem tafir á mati á efnahagsreikningi bankanna, hafi dregist lengur en gert var ráð fyrir. „Það var óheppilegt því mjög liggur á að ljúka málinu," segir hann. Franek telur mikilvæg skref í átt til bata efnahagslífsins verða stigin á næstu tveimur mánuðum. Bæði sé útlit fyrir að endurskoðun bankanna ljúki fljótlega auk þess sem stefnt sé að því að kynna yfirstjórn AGS endurskoðaða áætlun seint í júlí eða í ágúst. Í kjölfarið kunni gjaldeyrishöftum að verða aflétt í áföngum. Seðlabankinn verði að vera búinn undir skell enda megi reikna með að verulega gangi á gjaldeyrisforðann þegar höftin verða afnumin. Markaðir Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
„Með lækkun stýrivaxta getur skapast hætta á gengisfalli sem gæti reynst mjög erfitt að snúa til baka," segir Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrirssjóðsins (AGS) á Íslandi. Franek hélt erindi um framgang efnahagsáætlunar AGS hér á hádegisfundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í gær. Hann benti á að aðgerðaáætlun Seðlabankans og AGS í peningamálum væri sem skip í þoku. Mjög erfitt sé að stýra málum. Á sama tíma og stærstur hluti lána heimila landsins sé verðtryggður í krónum séu skuldir fyrirtækja landsins í erlendri mynt. Erfitt sé að feta stigið því gengi krónunnar skipti öllu máli í báðum tilvikum. Megintilgangurinn felist í því að halda genginu stöðugu. Franek sagði framfylgni aðgerðaáætlunar AGS og íslenskra stjórnvalda hafa tafist umfram áætlanir. Stjórnarskipti og tæknileg vandamál, svo sem tafir á mati á efnahagsreikningi bankanna, hafi dregist lengur en gert var ráð fyrir. „Það var óheppilegt því mjög liggur á að ljúka málinu," segir hann. Franek telur mikilvæg skref í átt til bata efnahagslífsins verða stigin á næstu tveimur mánuðum. Bæði sé útlit fyrir að endurskoðun bankanna ljúki fljótlega auk þess sem stefnt sé að því að kynna yfirstjórn AGS endurskoðaða áætlun seint í júlí eða í ágúst. Í kjölfarið kunni gjaldeyrishöftum að verða aflétt í áföngum. Seðlabankinn verði að vera búinn undir skell enda megi reikna með að verulega gangi á gjaldeyrisforðann þegar höftin verða afnumin.
Markaðir Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira