Stór skref í haust Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 17. júní 2009 06:00 Franek Rozwadowski Mynd/Arnþór „Með lækkun stýrivaxta getur skapast hætta á gengisfalli sem gæti reynst mjög erfitt að snúa til baka," segir Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrirssjóðsins (AGS) á Íslandi. Franek hélt erindi um framgang efnahagsáætlunar AGS hér á hádegisfundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í gær. Hann benti á að aðgerðaáætlun Seðlabankans og AGS í peningamálum væri sem skip í þoku. Mjög erfitt sé að stýra málum. Á sama tíma og stærstur hluti lána heimila landsins sé verðtryggður í krónum séu skuldir fyrirtækja landsins í erlendri mynt. Erfitt sé að feta stigið því gengi krónunnar skipti öllu máli í báðum tilvikum. Megintilgangurinn felist í því að halda genginu stöðugu. Franek sagði framfylgni aðgerðaáætlunar AGS og íslenskra stjórnvalda hafa tafist umfram áætlanir. Stjórnarskipti og tæknileg vandamál, svo sem tafir á mati á efnahagsreikningi bankanna, hafi dregist lengur en gert var ráð fyrir. „Það var óheppilegt því mjög liggur á að ljúka málinu," segir hann. Franek telur mikilvæg skref í átt til bata efnahagslífsins verða stigin á næstu tveimur mánuðum. Bæði sé útlit fyrir að endurskoðun bankanna ljúki fljótlega auk þess sem stefnt sé að því að kynna yfirstjórn AGS endurskoðaða áætlun seint í júlí eða í ágúst. Í kjölfarið kunni gjaldeyrishöftum að verða aflétt í áföngum. Seðlabankinn verði að vera búinn undir skell enda megi reikna með að verulega gangi á gjaldeyrisforðann þegar höftin verða afnumin. Markaðir Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
„Með lækkun stýrivaxta getur skapast hætta á gengisfalli sem gæti reynst mjög erfitt að snúa til baka," segir Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrirssjóðsins (AGS) á Íslandi. Franek hélt erindi um framgang efnahagsáætlunar AGS hér á hádegisfundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í gær. Hann benti á að aðgerðaáætlun Seðlabankans og AGS í peningamálum væri sem skip í þoku. Mjög erfitt sé að stýra málum. Á sama tíma og stærstur hluti lána heimila landsins sé verðtryggður í krónum séu skuldir fyrirtækja landsins í erlendri mynt. Erfitt sé að feta stigið því gengi krónunnar skipti öllu máli í báðum tilvikum. Megintilgangurinn felist í því að halda genginu stöðugu. Franek sagði framfylgni aðgerðaáætlunar AGS og íslenskra stjórnvalda hafa tafist umfram áætlanir. Stjórnarskipti og tæknileg vandamál, svo sem tafir á mati á efnahagsreikningi bankanna, hafi dregist lengur en gert var ráð fyrir. „Það var óheppilegt því mjög liggur á að ljúka málinu," segir hann. Franek telur mikilvæg skref í átt til bata efnahagslífsins verða stigin á næstu tveimur mánuðum. Bæði sé útlit fyrir að endurskoðun bankanna ljúki fljótlega auk þess sem stefnt sé að því að kynna yfirstjórn AGS endurskoðaða áætlun seint í júlí eða í ágúst. Í kjölfarið kunni gjaldeyrishöftum að verða aflétt í áföngum. Seðlabankinn verði að vera búinn undir skell enda megi reikna með að verulega gangi á gjaldeyrisforðann þegar höftin verða afnumin.
Markaðir Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira