Fleiri fréttir Viðsnúningur hjá Nýsi Fasteignafélagið Nýsir hf og dótturfélög þess skiluðu 450,6 milljóna króna tapi á síðasta ári samanborið við 1.623 milljóna króna hagnað árið 2005. Helsta ástæðan eru gengisbreytingar og mikill vaxtakostnaður af framtíðarfjárfestingum á Íslandi og erlendis sem ekki eru farnar að skila fullri arðsemi, að því er segir í uppgjöri félagsins. 2.4.2007 12:56 Minna tap hjá Pliva Króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva tapaði rétt tæpum 35,2 milljónum dala, jafnvirði 2,3 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Til samanburðar nam tap fyrirtækisins tæpum 92 milljónum dala, tæplega 6,1 milljarði króna, árið á undan. Bandaríska lyfjafyrirtækið Barr keypti Pliva síðastliðið haust á 2,4 milljarða bandaríkjadali eða 170,5 milljarða íslenskra króna eftir harða samkeppni við Actavis um félagið. 2.4.2007 11:41 Fögnuðu inngöngu íslenskra fyrirtækja í OMX-kauphöllina Því var fagnað með formlegum hætti í Kauphöll Íslands nú um klukkan tíu að þau 25 fyrirtæki sem skráð eru á markað hér á landi yrðu hluti af hinum norræna OMX-hlutabréfamarkaði. Það þýðir meðal annars að félögin ganga inn í vísitölur OMX-hallarinnar, bæði hvað varðar almennan markað og einstakar greinar norræns atvinnulífs. 2.4.2007 10:40 Íslensk fyrirtæki verða hluti af OMX-markaðnum Frá og með deginum í dag verða þau 25 fyrirtæki sem skráð eru á markað hér á landi hluti af sameiginlegri skráningu á hinum norræna OMX-hlutabréfamarkaði. 2.4.2007 09:39 Tilboð í Sainsbury fyrir vikulok Fjárfestahópurinn CVC mun leggja fram að minnsta kosti 10 milljarða punda, jafnvirði um 1.300 milljarða íslenskra króna, yfirtökutilboð í bresku verslanakeðjuna Sainbury fyrir lok þessarar viku. Þetta staðhæfðu breskir fjölmiðlar um helgina. 2.4.2007 07:00 Indverjar hækka stýrivexti Seðlabanki Indlands ákvað undir lok síðustu viku að hækka stýrivexti um fjórðung úr prósentustigi og standa vextirnir nú í 7,75 prósentum. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem bankinn hækkar stýrivexti í þeim tilgangi að halda aftur af verðbólgu. Stýrivextir á Indlandi hafa ekki verið hærri í tæp fjögur og hálft ár. 2.4.2007 06:00 Veltan í Kauphöllinni nam 350 milljörðum Heildarvelta í Kauphöll Íslands í nýliðnum mánuði nam 350 milljörðum króna og nemur heildarvelta ársins nú 1.329 milljörðum. Þetta er þriggja prósenta aukning frá sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Hlutabréfavelta jókst um 18 prósent á milli ára en velta á skuldabréfamarkaði dróst saman. 2.4.2007 05:15 Kaplan handtekinn eftir sjö mánaða leit Gary Stephen Kaplan, stofnandi breska netveðmálafyrirtækisins BetonSports, var handtekinn í Dóminíska lýðveldinu í Karabíska hafinu á miðvikudag. Hann er í ellefu manna hópi sem sakaður er um fjárdrátt, svindl og skattundanskot. 31.3.2007 15:36 Hannes krafði Einar um formannsstólinn Þremur vikum eftir aðalfund gerði Hannes Smárason kröfu um að Einar Sveinsson viki fyrir sér sem stjórnarformaður Glitnis. Ágreiningur stærstu hluthafa snýst ekki um stefnu eða forstjóra bankans, sem vill valddreifingu í stjórninni. 31.3.2007 08:15 Gengið til kosninga 31.3.2007 06:00 Miklar breytingar kölluðu á viðbrögð Davíð Oddsson seðlabankastjóri fagnar því að aukin skuldsetning heimila hafi ekki skilað sér í þyngri greiðslubyrði og að vanskil séu í lágmarki. Um leið segir hann Seðlabankann hafa áhyggjur af því að ýmsir kunni að hafa reist sér hurðarás um öxl, eða teflt á mjög tæpt vað. 31.3.2007 05:45 Hækka áunnin réttindi Rekstur Almenna lífeyrissjóðsins gekk með miklum ágætum árið 2006 og hækkuðu áætlaðar eftirlaunagreiðslur sjóðsins að meðaltali um fjórðung á árinu og allt að þrjátíu prósent. Lagt er til að ellilífeyrisgreiðslur og áunnin réttindi í tryggingadeild hækki um fjögur prósent. Nafnávöxtun Ævisafns 1 nam um 22 prósentum en aðrar ávöxtunarleiðir voru með um 10-21 prósenta ávöxtun. 31.3.2007 05:30 Kista kaupir meira Kista-fjárfestingarfélag jók hlut sinn í Existu úr 2,67 prósentum í 6,25 prósent og er þar með orðið annar stærsti hluthafinn í fjármálaþjónustufyrirtækinu. Kaupverðið nam rúmum 10,8 milljörðum króna. 31.3.2007 05:15 Reynimelur ehf kaupir Kynnisferðir ehf Reynimelur ehf hefur nú gengið frá kaupum á Kynnisferðum ehf frá FL Group. Tilkynning þess efnis barst nú í kvöld. Reynimelur ehf er því eigandi alls hlutafjárs Kynnisferða ehf. 30.3.2007 22:05 Væntingavísitala lækkar í Bandaríkjunum Hátt verð á neysluvörum og laun sem hækka hægt eru helsta ástæða þess að væntingavísitala bandarískra neytenda hefur fallið. Hún hefur ekki verið lægri í hálft ár. Verðbólga hækkaði meira en búist var við í febrúar, eða um 0,3%, og er það mesta aukning síðan í ágúst á síðasta ári. 30.3.2007 21:15 RÚV tapaði 420 milljónum í fyrra Ríkisútvarpið tapaði 420 milljónum króna í fyrra. Þetta rúmlega tvisvar sinnum meira en árið 2005 þegar tapið nam 196 milljónum króna. Verri afkomu má rekja til hækkunar fjármagnsgjalda og hækkunar á dagskrárefni vegna óhagstæðrar gengisþróunar auk þess sem afnotagjöld hafa ekki fylgt verðlags- og launaþróun. Eigið fé stofnunarinnar var neikvætt annað árið í röð. Í uppgjöri stofnunarinnar segir að það verði ekki unað 30.3.2007 17:05 Gengi krónunnar styrktist um 8,4 prósent Gengi íslensku krónunnar styrktist um 8,4 prósenta á fyrstu þremur mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra veiktist gengi krónunnar um 12,2 prósent. Jöklabréf voru gefin út fyrir þrjá milljarða í dag en útgáfa sem þessi hefur áhrif á styrkingu krónunnar. Jöklabréf hafa verið gefin út fyrir 121 milljarð króna frá áramótum. Til samanburðar nam jöklabréfaútgáfan á öllu síðasta ári 175 milljörðum króna. 30.3.2007 16:39 Rarik í tapi á fyrsta rekstrarári Rarik ohf, skilaði 381 milljóna króna tapi á fyrsta rekstrarári sínu. Rekstrartímabil fyrirtækisins nær frá ágúst til loka síðasta árs. Þar á undan hét fyrirtækið Rafmagnsveitur ríkisins en breyting varð þar á í ágúst þegar Rarkik yfirtók alla eignir og skuldbindingar Rafmagnsveitanna. Bæði félögin skluðu 787 milljóna króna hagnaði á öllu síðasta ári. 30.3.2007 16:07 Minni hagnaður hjá Olíufélaginu Olíufélagið ehf skilaði 334,5 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Þetta er talsverður samdráttur á milli ára en félagið hagnaðist um 883,4 milljónir króna árið 2005. Afkoman er í samræmi við rekstraráætlanir. 30.3.2007 14:53 Afkoman batnar á Suðurnesjum Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum skilaði 6,8 milljóna króna tekjuafgangi á síðasta ári. Til samanburðar nam tekjuafgangur sambandsins rúmum 4,2 milljónum króna árið 2005. 30.3.2007 14:23 Vilja hækka ellilífeyrsgreiðslur vegna góðrar afkomu Lagt hefur verið til að ellilífeyrisgreiðslur úr Almenna lífeyrissjóðnum verði hækkaðar um fjögur prósent vegna góðrar stöðu lífeyrisdeildar en afkoma sjóðsins í fyrra var mjög góð eftir því sem segir í tilkynningu. Þar kemur jafnframt fram að heildareignir sjóðsins hafi verið um 83 milljarðar í lok árs og hafi aukist um 29 prósent á árinu. 30.3.2007 14:15 Verðbólga 1,9 prósenta á evrusvæðinu Verðbólga mældist 1,9 prósent á evrusvæðinu í þessum mánuði, samkvæmt bráðabirgðaútreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er 0,1 prósentustigi meira en í febrúar. Evrópski seðlabankinn hækkaði stýrivexti í byrjun mánaðar með það fyrir augum að halda aftur af verðbólguþrýstingi. Stýrivextir á evrusvæðinu hafa ekki verið hærri í fimm og hálft ár. 30.3.2007 12:51 Qantas stækkar flugflotann Ástralska lággjaldaflugfélagið Jetstar, dótturfélag ástralska flugfélagsins Qantas, hefur keypt níu farþegaflugvélar frá evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus. Kaupverð er ekki gefið upp. Qantas horfir til þess að halda markaðsráðandi stöðu sinni með kaupunum. 30.3.2007 12:13 Skoða kaup Vodafone á Indlandi Fjármálayfirvöld á Indlandi hefur ákveðið að skoða nánar kaup breska farsímarisanum Vodafone á 67 prósenta hlut í Hutchison Essar, fjórða stærsta farsímafélagi Indlands, áður en þau gefa græna ljósið á viðskiptin. Kaupsamningur Vodafone hljóða upp á 11,1 milljarð dala, jafnvirði 736,6 milljarða íslenskra króna. 30.3.2007 10:45 Windows Vista fyrir Makka. Það hefur verið hægt að ræsa Windows XP stýrikerfið á Mökkum í tæpt ár með hugbúnaðnum Boot Camp sem hægt er að sækja frítt á heimasíðu Apple. Þessi hugbúnaður notar tækni sem hefur verið kölluð “Dual Boot“, en hún virkar þannig að tölva getur haft tvö eða fleiri stýrikerfi uppsett, en aðeins eitt stýrikerfi getur verið virkt í einu. Þetta þýðir að það þarf að endurræsa tölvuna til að skipta úr einu kerfi í annað. 30.3.2007 10:17 Tchenguiz bætir enn við sig í Sainsbury R20, fjárfestingafélag Roberts Tchenguiz, breska fasteignamógúlsins, náins viðskiptafélaga Kaupþings og stjórnarmanns í Exista, hefur aukið enn frekar við hlut sinn í bresku matvörukeðjunni Sainsbury. Félag hans hefur aukið jafnt og þétt við hlut sinn og fer það nú með 4,6 prósenta hlut í þessari þriðju stærstu matvöruverslanakeðju Bretlands. 30.3.2007 09:30 Dregur úr vöruskiptahalla Vörur voru fluttar út fyrir 43,2 milljarða krónur á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs en inn fyrir 54,4 milljarða. Þetta merkir, að vöruskipti við útlönd voru neikvæð um 11,2 milljarða krónur. Til samanburðar voru viðskiptin neikvæð um 18,7 milljarða á sama tíma fyrir ári, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Þar af dróst vöruskiptahallinn saman um 3,8 milljarða krónur í febrúar. 30.3.2007 09:09 Peningaskápurinn ... Framleiðsla á nýjum bílum undir merkjum japanska bifreiðaframleiðandans Toyota jókst um 0,9 prósent á milli ára í febrúar. Þetta jafngildir því að Toyota hafi framleitt 680.968 nýja bíla í mánuðinum. 30.3.2007 00:01 Félag Atorku Group með meirihluta í Romag Renewable Energy Resources, félag í eigu Atorku Group, hefur eignast 22,1% í fyrirtækinu Romag, sem er leiðandi framleiðanda á sérhæfðum glerlausnum sem nýta birtu til rafmagnsframleiðslu og framleiðir auk þess skotheld öryggisgler fyrir byggingar og farartæki. 29.3.2007 15:42 Vísir sækir á Mogga Um þriðjungi fleiri netnotendur heimsækja mbl.is en visir.is, samkvæmt símakönnun Capacent í janúar og febrúar. Vefmælingar Modernus, sem telja raunverulegar heimsóknir, sýna á sama tíma að bilið milli risanna tveggja á vefnum minnkar stöðugt. 29.3.2007 14:13 Hráolíuverð enn á uppleið Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór yfir 64 dala á tunnu dag. Verðið skaust til skamms tíma í 68 dali á tunnu og hefur verðmiðinn á svartagullinu ekki verið hærri síðan síðastliðið haust. Olíuverðið hefur hækkað jafnt og þétt eftir að Íranar handtóku 15 breska sjóliða innan írönsku landhelginnar á Persaflóa á föstudag fyrir viku. 29.3.2007 12:50 Tyrkir bjóða í BTC Tyrkneska farsímafélagið Turkcell hefur lagt fram tilboð í kaup á 65 prósenta hlut í búlgarska símafyrirtækinu Bulgarian Telecommunications Company, BTC. Hluturinn er í eigu Novators, félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. Nokkrir af stærstu fjárfestingasjóðum í heimi eru sagðir hafa áhuga á kaupum á hlutnum. Gert er ráð fyrir að verðmæti hlutar Novators í BTC nemi um 99 milljörðum íslenskra króna. 29.3.2007 11:49 Seðlabankinn heldur stýrivöxtum óbreyttum Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 14,25 prósentum. Þetta er í takt við spár greiningardeilda viðskiptabankanna þriggja og erlendra greinenda. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína síðast um fjórðung úr prósenti á aukavaxtaákvörðunardegi 21. desember síðastliðinn. 29.3.2007 09:00 Peningaskápurinn ... Samskip hafa flutt alla starfsemi félagsins í Rotterdam í Hollandi í nýja skrifstofubyggingu við gömlu höfnina. Þar verða höfuðstöðvar fyrir starfsemi félagsins erlendis en yfirstjórn og Íslandsstarfsemin verða eftir sem áður í Reykjavík. 29.3.2007 00:01 Toyota nálgast toppsætið í bílaframleiðslu Framleiðsla á nýjum bílum undir merkjum japanska bifreiðaframleiðandans Toyota jókst um 0,9 prósent á milli ára í febrúar. Þetta jafngildir því að Toyota hafi framleitt 680.968 nýja bíla í mánuðinum. Toyota er næstumsvifamesti bílaframleiðandi í heimi og stefnir allt í að fyrirtækið taki toppsætið af bandaríska bílaframleiðandanum General Motors í nánustu framtíð. 28.3.2007 14:02 Microsoft að kaupa DoubleClick? Orðrómur er uppi um að bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft hyggist kaupa bandaríska netauglýsingafyrirtækið DoubleClick. Viðræður forsvarsmanna um málið standa nú yfir. Fréttastofa Reuters segir DoubleClick sömuleiðis ræða fyrir fleiri hugsanlega kaupendur. 28.3.2007 13:17 Glitnir hækkar verðmat á Actavis Greiningardeild Glitnis telur kaup í Actavis góðan fjárfestingakost og mælir með kaupum á bréfum í félaginu í nýju verðmati á félaginu. Glitnir hefur hækkað verðmatsgengið á Actavis úr 68,1 krónu á hlut í 87,7 krónur og verðmatsgengið til næstu sex mánaða úr 72, krónum í 95 krónum á hlut. 28.3.2007 11:15 ABN Amro biðlar til hluthafa Stjórnendur hollenska bankans ABN Amro mæla með því við hluthafa bankans að þeir felli hagræðingatillögur fjárfestingasjóðsins The Children's Investment Fund (TCI). Tillögur sjóðsins fela í sér sölu á bankanum í heild eða hlutum. ABN Amro á í samrunaviðræðum við breska bankann Barclays. 28.3.2007 10:03 Enn hækkar hráolíuverðið Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um rúman bandaríkjadal á tunnu í dag vegna aukinnar spennu á milli Bandaríkjamanna og Írana. Olíuverðið hefur verið á snarpri uppleið eftir að íranskir hermenn handtóku 15 breska sjóliða á Persaflóa á föstudag. Munu þeir, að sögn íranskra yfirvalda, hafa verið innan íranskrar landhelgi. 28.3.2007 09:46 Mikil eftirspurn eftir Apple iPhone Forstjóri AT&T símafyrirtækisins sagði í gær, við opnun ráðstefnunar CTIA Wireless í Bandaríkjunum að þeir hefðu fengið yfir eina milljón fyrirspurna frá viðskiptavinum sínum um Apple iPhone. Það er líklegt að önnur símafyrirtæki út um allan heim hafi fengið annað eins af fyrirspurnum um þennan síma. 28.3.2007 09:44 Nýtt afl á íslenskum fjármálamarkaði Eigið fé Saga Capital, sem fær starfsleyfi frá FME á næstu dögum, nemur 9,5 milljörðum króna. Bankinn horfir meðal annars til fyrirtækjaverkefna á bilinu 500-5.000 milljónir. 28.3.2007 06:15 Flokkarnir vilja ekki hækka tekjuskatt Forsvarsmenn stjórnmálaflokkannna fengu fimm mínútur hver til að svara fimm spurningum íslenskra athafnakvenna á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs í gær. 28.3.2007 06:15 Markaðstorg í miðju Stokkhólms Baugur og Arcadia sameina krafta sína í nýju vöruhúsi í Stokkhólmi. Souk heitir það og þýðir samkomustaður eða markaðstorg. 28.3.2007 06:15 Stýrivextir líklega óbreyttir Greiningardeildir bankanna gera ráð fyrir því að Seðlabanki Íslands haldi stýrivöxtum óbreyttum á vaxtaákvörðunardegi sínum á morgun, fimmtudag. Stýrivextir standa nú í 14,25 prósentum. 28.3.2007 06:15 Jötunn kominn í Sundahöfn Eimskip hefur tekið á móti nýjum færanlegum hafnarkrana í Sundahöfn. Kraninn hefur fengið viðeigandi nafn og kallast Jötunn. Fjárfestingin er sögð til komin vegna aukinna umsvifa félagsins á Austurlandi út af skipaafgreiðslu fyrir Alcoa Fjarðaál. 28.3.2007 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
Viðsnúningur hjá Nýsi Fasteignafélagið Nýsir hf og dótturfélög þess skiluðu 450,6 milljóna króna tapi á síðasta ári samanborið við 1.623 milljóna króna hagnað árið 2005. Helsta ástæðan eru gengisbreytingar og mikill vaxtakostnaður af framtíðarfjárfestingum á Íslandi og erlendis sem ekki eru farnar að skila fullri arðsemi, að því er segir í uppgjöri félagsins. 2.4.2007 12:56
Minna tap hjá Pliva Króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva tapaði rétt tæpum 35,2 milljónum dala, jafnvirði 2,3 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Til samanburðar nam tap fyrirtækisins tæpum 92 milljónum dala, tæplega 6,1 milljarði króna, árið á undan. Bandaríska lyfjafyrirtækið Barr keypti Pliva síðastliðið haust á 2,4 milljarða bandaríkjadali eða 170,5 milljarða íslenskra króna eftir harða samkeppni við Actavis um félagið. 2.4.2007 11:41
Fögnuðu inngöngu íslenskra fyrirtækja í OMX-kauphöllina Því var fagnað með formlegum hætti í Kauphöll Íslands nú um klukkan tíu að þau 25 fyrirtæki sem skráð eru á markað hér á landi yrðu hluti af hinum norræna OMX-hlutabréfamarkaði. Það þýðir meðal annars að félögin ganga inn í vísitölur OMX-hallarinnar, bæði hvað varðar almennan markað og einstakar greinar norræns atvinnulífs. 2.4.2007 10:40
Íslensk fyrirtæki verða hluti af OMX-markaðnum Frá og með deginum í dag verða þau 25 fyrirtæki sem skráð eru á markað hér á landi hluti af sameiginlegri skráningu á hinum norræna OMX-hlutabréfamarkaði. 2.4.2007 09:39
Tilboð í Sainsbury fyrir vikulok Fjárfestahópurinn CVC mun leggja fram að minnsta kosti 10 milljarða punda, jafnvirði um 1.300 milljarða íslenskra króna, yfirtökutilboð í bresku verslanakeðjuna Sainbury fyrir lok þessarar viku. Þetta staðhæfðu breskir fjölmiðlar um helgina. 2.4.2007 07:00
Indverjar hækka stýrivexti Seðlabanki Indlands ákvað undir lok síðustu viku að hækka stýrivexti um fjórðung úr prósentustigi og standa vextirnir nú í 7,75 prósentum. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem bankinn hækkar stýrivexti í þeim tilgangi að halda aftur af verðbólgu. Stýrivextir á Indlandi hafa ekki verið hærri í tæp fjögur og hálft ár. 2.4.2007 06:00
Veltan í Kauphöllinni nam 350 milljörðum Heildarvelta í Kauphöll Íslands í nýliðnum mánuði nam 350 milljörðum króna og nemur heildarvelta ársins nú 1.329 milljörðum. Þetta er þriggja prósenta aukning frá sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Hlutabréfavelta jókst um 18 prósent á milli ára en velta á skuldabréfamarkaði dróst saman. 2.4.2007 05:15
Kaplan handtekinn eftir sjö mánaða leit Gary Stephen Kaplan, stofnandi breska netveðmálafyrirtækisins BetonSports, var handtekinn í Dóminíska lýðveldinu í Karabíska hafinu á miðvikudag. Hann er í ellefu manna hópi sem sakaður er um fjárdrátt, svindl og skattundanskot. 31.3.2007 15:36
Hannes krafði Einar um formannsstólinn Þremur vikum eftir aðalfund gerði Hannes Smárason kröfu um að Einar Sveinsson viki fyrir sér sem stjórnarformaður Glitnis. Ágreiningur stærstu hluthafa snýst ekki um stefnu eða forstjóra bankans, sem vill valddreifingu í stjórninni. 31.3.2007 08:15
Miklar breytingar kölluðu á viðbrögð Davíð Oddsson seðlabankastjóri fagnar því að aukin skuldsetning heimila hafi ekki skilað sér í þyngri greiðslubyrði og að vanskil séu í lágmarki. Um leið segir hann Seðlabankann hafa áhyggjur af því að ýmsir kunni að hafa reist sér hurðarás um öxl, eða teflt á mjög tæpt vað. 31.3.2007 05:45
Hækka áunnin réttindi Rekstur Almenna lífeyrissjóðsins gekk með miklum ágætum árið 2006 og hækkuðu áætlaðar eftirlaunagreiðslur sjóðsins að meðaltali um fjórðung á árinu og allt að þrjátíu prósent. Lagt er til að ellilífeyrisgreiðslur og áunnin réttindi í tryggingadeild hækki um fjögur prósent. Nafnávöxtun Ævisafns 1 nam um 22 prósentum en aðrar ávöxtunarleiðir voru með um 10-21 prósenta ávöxtun. 31.3.2007 05:30
Kista kaupir meira Kista-fjárfestingarfélag jók hlut sinn í Existu úr 2,67 prósentum í 6,25 prósent og er þar með orðið annar stærsti hluthafinn í fjármálaþjónustufyrirtækinu. Kaupverðið nam rúmum 10,8 milljörðum króna. 31.3.2007 05:15
Reynimelur ehf kaupir Kynnisferðir ehf Reynimelur ehf hefur nú gengið frá kaupum á Kynnisferðum ehf frá FL Group. Tilkynning þess efnis barst nú í kvöld. Reynimelur ehf er því eigandi alls hlutafjárs Kynnisferða ehf. 30.3.2007 22:05
Væntingavísitala lækkar í Bandaríkjunum Hátt verð á neysluvörum og laun sem hækka hægt eru helsta ástæða þess að væntingavísitala bandarískra neytenda hefur fallið. Hún hefur ekki verið lægri í hálft ár. Verðbólga hækkaði meira en búist var við í febrúar, eða um 0,3%, og er það mesta aukning síðan í ágúst á síðasta ári. 30.3.2007 21:15
RÚV tapaði 420 milljónum í fyrra Ríkisútvarpið tapaði 420 milljónum króna í fyrra. Þetta rúmlega tvisvar sinnum meira en árið 2005 þegar tapið nam 196 milljónum króna. Verri afkomu má rekja til hækkunar fjármagnsgjalda og hækkunar á dagskrárefni vegna óhagstæðrar gengisþróunar auk þess sem afnotagjöld hafa ekki fylgt verðlags- og launaþróun. Eigið fé stofnunarinnar var neikvætt annað árið í röð. Í uppgjöri stofnunarinnar segir að það verði ekki unað 30.3.2007 17:05
Gengi krónunnar styrktist um 8,4 prósent Gengi íslensku krónunnar styrktist um 8,4 prósenta á fyrstu þremur mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra veiktist gengi krónunnar um 12,2 prósent. Jöklabréf voru gefin út fyrir þrjá milljarða í dag en útgáfa sem þessi hefur áhrif á styrkingu krónunnar. Jöklabréf hafa verið gefin út fyrir 121 milljarð króna frá áramótum. Til samanburðar nam jöklabréfaútgáfan á öllu síðasta ári 175 milljörðum króna. 30.3.2007 16:39
Rarik í tapi á fyrsta rekstrarári Rarik ohf, skilaði 381 milljóna króna tapi á fyrsta rekstrarári sínu. Rekstrartímabil fyrirtækisins nær frá ágúst til loka síðasta árs. Þar á undan hét fyrirtækið Rafmagnsveitur ríkisins en breyting varð þar á í ágúst þegar Rarkik yfirtók alla eignir og skuldbindingar Rafmagnsveitanna. Bæði félögin skluðu 787 milljóna króna hagnaði á öllu síðasta ári. 30.3.2007 16:07
Minni hagnaður hjá Olíufélaginu Olíufélagið ehf skilaði 334,5 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Þetta er talsverður samdráttur á milli ára en félagið hagnaðist um 883,4 milljónir króna árið 2005. Afkoman er í samræmi við rekstraráætlanir. 30.3.2007 14:53
Afkoman batnar á Suðurnesjum Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum skilaði 6,8 milljóna króna tekjuafgangi á síðasta ári. Til samanburðar nam tekjuafgangur sambandsins rúmum 4,2 milljónum króna árið 2005. 30.3.2007 14:23
Vilja hækka ellilífeyrsgreiðslur vegna góðrar afkomu Lagt hefur verið til að ellilífeyrisgreiðslur úr Almenna lífeyrissjóðnum verði hækkaðar um fjögur prósent vegna góðrar stöðu lífeyrisdeildar en afkoma sjóðsins í fyrra var mjög góð eftir því sem segir í tilkynningu. Þar kemur jafnframt fram að heildareignir sjóðsins hafi verið um 83 milljarðar í lok árs og hafi aukist um 29 prósent á árinu. 30.3.2007 14:15
Verðbólga 1,9 prósenta á evrusvæðinu Verðbólga mældist 1,9 prósent á evrusvæðinu í þessum mánuði, samkvæmt bráðabirgðaútreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er 0,1 prósentustigi meira en í febrúar. Evrópski seðlabankinn hækkaði stýrivexti í byrjun mánaðar með það fyrir augum að halda aftur af verðbólguþrýstingi. Stýrivextir á evrusvæðinu hafa ekki verið hærri í fimm og hálft ár. 30.3.2007 12:51
Qantas stækkar flugflotann Ástralska lággjaldaflugfélagið Jetstar, dótturfélag ástralska flugfélagsins Qantas, hefur keypt níu farþegaflugvélar frá evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus. Kaupverð er ekki gefið upp. Qantas horfir til þess að halda markaðsráðandi stöðu sinni með kaupunum. 30.3.2007 12:13
Skoða kaup Vodafone á Indlandi Fjármálayfirvöld á Indlandi hefur ákveðið að skoða nánar kaup breska farsímarisanum Vodafone á 67 prósenta hlut í Hutchison Essar, fjórða stærsta farsímafélagi Indlands, áður en þau gefa græna ljósið á viðskiptin. Kaupsamningur Vodafone hljóða upp á 11,1 milljarð dala, jafnvirði 736,6 milljarða íslenskra króna. 30.3.2007 10:45
Windows Vista fyrir Makka. Það hefur verið hægt að ræsa Windows XP stýrikerfið á Mökkum í tæpt ár með hugbúnaðnum Boot Camp sem hægt er að sækja frítt á heimasíðu Apple. Þessi hugbúnaður notar tækni sem hefur verið kölluð “Dual Boot“, en hún virkar þannig að tölva getur haft tvö eða fleiri stýrikerfi uppsett, en aðeins eitt stýrikerfi getur verið virkt í einu. Þetta þýðir að það þarf að endurræsa tölvuna til að skipta úr einu kerfi í annað. 30.3.2007 10:17
Tchenguiz bætir enn við sig í Sainsbury R20, fjárfestingafélag Roberts Tchenguiz, breska fasteignamógúlsins, náins viðskiptafélaga Kaupþings og stjórnarmanns í Exista, hefur aukið enn frekar við hlut sinn í bresku matvörukeðjunni Sainsbury. Félag hans hefur aukið jafnt og þétt við hlut sinn og fer það nú með 4,6 prósenta hlut í þessari þriðju stærstu matvöruverslanakeðju Bretlands. 30.3.2007 09:30
Dregur úr vöruskiptahalla Vörur voru fluttar út fyrir 43,2 milljarða krónur á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs en inn fyrir 54,4 milljarða. Þetta merkir, að vöruskipti við útlönd voru neikvæð um 11,2 milljarða krónur. Til samanburðar voru viðskiptin neikvæð um 18,7 milljarða á sama tíma fyrir ári, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Þar af dróst vöruskiptahallinn saman um 3,8 milljarða krónur í febrúar. 30.3.2007 09:09
Peningaskápurinn ... Framleiðsla á nýjum bílum undir merkjum japanska bifreiðaframleiðandans Toyota jókst um 0,9 prósent á milli ára í febrúar. Þetta jafngildir því að Toyota hafi framleitt 680.968 nýja bíla í mánuðinum. 30.3.2007 00:01
Félag Atorku Group með meirihluta í Romag Renewable Energy Resources, félag í eigu Atorku Group, hefur eignast 22,1% í fyrirtækinu Romag, sem er leiðandi framleiðanda á sérhæfðum glerlausnum sem nýta birtu til rafmagnsframleiðslu og framleiðir auk þess skotheld öryggisgler fyrir byggingar og farartæki. 29.3.2007 15:42
Vísir sækir á Mogga Um þriðjungi fleiri netnotendur heimsækja mbl.is en visir.is, samkvæmt símakönnun Capacent í janúar og febrúar. Vefmælingar Modernus, sem telja raunverulegar heimsóknir, sýna á sama tíma að bilið milli risanna tveggja á vefnum minnkar stöðugt. 29.3.2007 14:13
Hráolíuverð enn á uppleið Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór yfir 64 dala á tunnu dag. Verðið skaust til skamms tíma í 68 dali á tunnu og hefur verðmiðinn á svartagullinu ekki verið hærri síðan síðastliðið haust. Olíuverðið hefur hækkað jafnt og þétt eftir að Íranar handtóku 15 breska sjóliða innan írönsku landhelginnar á Persaflóa á föstudag fyrir viku. 29.3.2007 12:50
Tyrkir bjóða í BTC Tyrkneska farsímafélagið Turkcell hefur lagt fram tilboð í kaup á 65 prósenta hlut í búlgarska símafyrirtækinu Bulgarian Telecommunications Company, BTC. Hluturinn er í eigu Novators, félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. Nokkrir af stærstu fjárfestingasjóðum í heimi eru sagðir hafa áhuga á kaupum á hlutnum. Gert er ráð fyrir að verðmæti hlutar Novators í BTC nemi um 99 milljörðum íslenskra króna. 29.3.2007 11:49
Seðlabankinn heldur stýrivöxtum óbreyttum Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 14,25 prósentum. Þetta er í takt við spár greiningardeilda viðskiptabankanna þriggja og erlendra greinenda. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína síðast um fjórðung úr prósenti á aukavaxtaákvörðunardegi 21. desember síðastliðinn. 29.3.2007 09:00
Peningaskápurinn ... Samskip hafa flutt alla starfsemi félagsins í Rotterdam í Hollandi í nýja skrifstofubyggingu við gömlu höfnina. Þar verða höfuðstöðvar fyrir starfsemi félagsins erlendis en yfirstjórn og Íslandsstarfsemin verða eftir sem áður í Reykjavík. 29.3.2007 00:01
Toyota nálgast toppsætið í bílaframleiðslu Framleiðsla á nýjum bílum undir merkjum japanska bifreiðaframleiðandans Toyota jókst um 0,9 prósent á milli ára í febrúar. Þetta jafngildir því að Toyota hafi framleitt 680.968 nýja bíla í mánuðinum. Toyota er næstumsvifamesti bílaframleiðandi í heimi og stefnir allt í að fyrirtækið taki toppsætið af bandaríska bílaframleiðandanum General Motors í nánustu framtíð. 28.3.2007 14:02
Microsoft að kaupa DoubleClick? Orðrómur er uppi um að bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft hyggist kaupa bandaríska netauglýsingafyrirtækið DoubleClick. Viðræður forsvarsmanna um málið standa nú yfir. Fréttastofa Reuters segir DoubleClick sömuleiðis ræða fyrir fleiri hugsanlega kaupendur. 28.3.2007 13:17
Glitnir hækkar verðmat á Actavis Greiningardeild Glitnis telur kaup í Actavis góðan fjárfestingakost og mælir með kaupum á bréfum í félaginu í nýju verðmati á félaginu. Glitnir hefur hækkað verðmatsgengið á Actavis úr 68,1 krónu á hlut í 87,7 krónur og verðmatsgengið til næstu sex mánaða úr 72, krónum í 95 krónum á hlut. 28.3.2007 11:15
ABN Amro biðlar til hluthafa Stjórnendur hollenska bankans ABN Amro mæla með því við hluthafa bankans að þeir felli hagræðingatillögur fjárfestingasjóðsins The Children's Investment Fund (TCI). Tillögur sjóðsins fela í sér sölu á bankanum í heild eða hlutum. ABN Amro á í samrunaviðræðum við breska bankann Barclays. 28.3.2007 10:03
Enn hækkar hráolíuverðið Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um rúman bandaríkjadal á tunnu í dag vegna aukinnar spennu á milli Bandaríkjamanna og Írana. Olíuverðið hefur verið á snarpri uppleið eftir að íranskir hermenn handtóku 15 breska sjóliða á Persaflóa á föstudag. Munu þeir, að sögn íranskra yfirvalda, hafa verið innan íranskrar landhelgi. 28.3.2007 09:46
Mikil eftirspurn eftir Apple iPhone Forstjóri AT&T símafyrirtækisins sagði í gær, við opnun ráðstefnunar CTIA Wireless í Bandaríkjunum að þeir hefðu fengið yfir eina milljón fyrirspurna frá viðskiptavinum sínum um Apple iPhone. Það er líklegt að önnur símafyrirtæki út um allan heim hafi fengið annað eins af fyrirspurnum um þennan síma. 28.3.2007 09:44
Nýtt afl á íslenskum fjármálamarkaði Eigið fé Saga Capital, sem fær starfsleyfi frá FME á næstu dögum, nemur 9,5 milljörðum króna. Bankinn horfir meðal annars til fyrirtækjaverkefna á bilinu 500-5.000 milljónir. 28.3.2007 06:15
Flokkarnir vilja ekki hækka tekjuskatt Forsvarsmenn stjórnmálaflokkannna fengu fimm mínútur hver til að svara fimm spurningum íslenskra athafnakvenna á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs í gær. 28.3.2007 06:15
Markaðstorg í miðju Stokkhólms Baugur og Arcadia sameina krafta sína í nýju vöruhúsi í Stokkhólmi. Souk heitir það og þýðir samkomustaður eða markaðstorg. 28.3.2007 06:15
Stýrivextir líklega óbreyttir Greiningardeildir bankanna gera ráð fyrir því að Seðlabanki Íslands haldi stýrivöxtum óbreyttum á vaxtaákvörðunardegi sínum á morgun, fimmtudag. Stýrivextir standa nú í 14,25 prósentum. 28.3.2007 06:15
Jötunn kominn í Sundahöfn Eimskip hefur tekið á móti nýjum færanlegum hafnarkrana í Sundahöfn. Kraninn hefur fengið viðeigandi nafn og kallast Jötunn. Fjárfestingin er sögð til komin vegna aukinna umsvifa félagsins á Austurlandi út af skipaafgreiðslu fyrir Alcoa Fjarðaál. 28.3.2007 06:00