Fleiri fréttir Fremstir í Frakklandi Landsbanki hefur verið valinn fremsta greiningarfyrirtæki Frakklands í ítarlegri könnun rannsóknarfyrirtækisins StarMine. Í könnuninni, sem náði til fjögurra flokka, voru borin saman meðmæli og hagnaðarspár fyrir félög í CAC 40 vísitölunni og á markaði meðalstórra fyrirtækja. Kepler var eina fyrirtækið sem komst í hóp fimm efstu fyrirtækjanna í öllum flokkum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbankanum. 7.2.2007 05:00 Vefur FME endurnýjaður Fjármálaeftirlitið hefur opnað nýjan og endurbættan vef á vefslóðinni www.fme.is. 7.2.2007 05:00 Endurnýjanleg orka í hávegum höfð Á viðamikilli ráðstefnu dótturfélags Landsbankans, Kepler-Landsbankans, á dögunum kynnti Halldór J. Kristjánsson bankastjóri sýn Landsbankans á þróun nýtingar endurnýjanlegra orkugjafa. 7.2.2007 05:00 Tchenguiz horfir á fasteignir M&B Robert Tchenguiz, breski fasteignamógúllinn og náinn viðskiptafélagi Kaupþings, er kominn með fimmtán prósenta hlut í kráar- og veitingahúsakeðjunni Mitchell & Butlers (M&B). Bréfin eru á nafni fjárfestingarfélagsins Violet Capital Group. 7.2.2007 04:45 Hagnast á orðrómi Unity Investments, breskt fjárfestingarfélag í eigu FL Group, Baugs og Kevins Stanford, fyrrverandi eiganda fatakeðjunnar Karen Millen, hagnaðist um 2,7 milljarða króna með sölu á 1,26 prósenta hlut sínum í bresku verslanakeðjunni Sainsbury á föstudag í síðustu viku. 7.2.2007 04:30 Blóðheitir Norðurlandabúar án ímyndar Simon Anholt, sérfræðingur í ímyndarmálum þjóða, kynnir rannsókn sína á Íslandi á Viðskiptaþingi 2007 sem Viðskiptaráð Íslands heldur í dag. Yfirskrift viðskiptaþings að þessu sinni er „Ísland – best í heimi?“ Óli Kristján Ármannsson ræddi við sérfræðinginn. 7.2.2007 04:30 Afritunarvörn háskerpudiska rofin Afritunarvörn á nýju HD DVD-háskerpudiskunum hefur verið rofin. Þetta segir staðlanefnd stuðla að því að tryggja varnir sem þessar svo ekki verði hægt að afrita mynddiska að vild. 7.2.2007 04:15 Ágæt afkoma á Bolungarvík Sparisjóður Bolungarvíkur skilaði 185 milljóna króna hagnaði árið 2006 og jókst um 68 prósent á milli ára. Arðsemi eigin fjár nam 20,2 prósentum samanborið við 12,7 prósent árið 2005. 7.2.2007 04:15 Aukið atvinnuleysi í Bandaríkjunum Atvinnuleysi mældist 4,6 prósent í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Greinendum þar í landi reiknast til að þetta jafngildi því að 110.000 manns hafi fengið atvinnu í mánuðinum, sem reyndar er 40.000 störfum minna en vonir stóðu til. 7.2.2007 04:15 Stýrivaxtahækkun á Indlandi Seðlabanki Indlands, einn elsti banki landsins, hækkaði stýrivexti um 25 punkta í síðustu viku og standa vextir í landinu nú í 7,5 prósentum. Stýrivextir bankans hafa ekki verið hærri síðan í marsmánuði árið 2003. 7.2.2007 04:00 Afkoma Ryanair tekur flugið Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair skilaði talsvert betri afkomu í fyrra en greinendur höfðu spáð. 7.2.2007 04:00 Jafnvel í Sovét … „Jafnvel í Sovétríkjunum, þar sem ríkið sá um fjárfestingar, datt fáum í hug að kjósa um þær,“ skrifar Sigurður Jóhannesson hagfræðingur í nýjasta hefti Vísbendingar í grein um fyrirhugaðar kosningar í Hafnarfirði um stækkun álversins. 7.2.2007 04:00 Össuri spáð tapi Greiningardeildir bankanna spá allar að Össur skili tapi á fjórða ársfjórðungi reikningsársins. Össur skilar uppgjöri fyrir fjórða ársfjórðung í dag. Liggja afkomuspár bankanna á bilinu 210 til 310 milljóna króna taps á fjórðungnum. 7.2.2007 04:00 Tré fyrir símaskrá Já, sem rekur upplýsingaþjónustuna 118 og annast ritstjórn og rekstur símaskrárinnar og rekstur ja.is, hefur gert samning við Skógræktarfélag Íslands. Er honum ætlað að skapa mótvægi við þau 1.500 tré sem felld eru árlega vegna prentunar símaskrárinnar. 7.2.2007 04:00 Refresco til Austur-Evrópu Refresco Holding, sem FL Group á 49 prósenta hlut í, hefur keypt pólska drykkjarvöruframleiðandann Kentpol sem framleiðir vatns- og gosdrykkjavörur. Er þetta fyrsta yfirtaka félagsins á þeim markaði sem vænst er að muni vaxa hratt á næstunni. 7.2.2007 04:00 Tvöfalt fleiri í þrot Tvöfalt fleiri einstaklingar voru úrskurðaðir gjaldþrota í Bretlandi í fyrra en árið 2005, eða 107.000 á móti 67.500 árið á undan. Fjölmiðlar í Bretlandi segja ástæðuna fyrst og fremst liggja í skuldum almennings, sem hafi skuldsett sig upp fyrir haus á árinu. 7.2.2007 03:45 Sunnlenskur samruni Sparisjóður Hornafjarðar og Sparisjóður Vestmannaeyja hafa runnið saman í eitt undir merkjum þess síðarnefnda. FME lagði fyrir skömmu blessun sína yfir samrunann sem miðast við 30. júni á síðasta ári. 7.2.2007 03:30 Dell tekur við Dell Michael Dell, stofnandi bandaríska tölvurisans Dell, settist í forstjórastól fyrirtækisins að nýju um miðja síðustu viku eftir að fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins tók pokann sinn í kjölfar lélegrar afkomu tölvurisans á síðasta rekstrarfjórðungi nýliðins árs. 7.2.2007 03:30 Kvengeimfari slær met í geimgöngu Bandaríski geimfarinn Sunita Williams sló heimsmet á sunnudag en engin kona hefur gengið jafn lengi í geimnum en hún. 7.2.2007 03:00 Grætt á friði og spekt Janúar var eins og draumur í dós. Allt heppnaðist sem hugsast gat og maður bara farinn að undirbúa fríið í Florida með forstjórunum sem hópa sig eins og gæsir að hausti eftir ársuppgjörin og Viðskiptaþingið. 7.2.2007 00:01 Avion Aircraft Trading kaupir sex Airbus-vélar Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus greindi frá því í dag að hann hefði náð samningum um sölu á sex A330-200 fraktflugvélum til Avion Aircraft Trading. Vélarnar verða afhentar á árunum 2010 til 2011. Ekki hefur verið greint frá kaupverði þeirra. 6.2.2007 17:00 LÍ spáir tapi hjá Össuri Stoðtækjafyrirtækið Össur birtir uppgjör sitt fyrir fjórða ársfjórðung í fyrra og síðasta rekstrarár á morgun. Landsbankinn spáir því að fyrirtækið skili tapi upp á 4,5 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 308,8 milljóna íslenskra króna, á síðasta fjórðungi nýliðins árs. 6.2.2007 16:43 LatCharter Airlines leigir Airbusþotu til Möltu LatCharter Airlines dótturfélag Loftleiða Icelandic hefur gert samning við ríkisflugfélagið Air Malta á Möltu um leigu á einni Airbus A320 þotu til tveggja ára. Verðmæti samningsins nemur einum milljarði króna. 6.2.2007 16:14 Besta afkoman í sögu Icebank Icebank, sérhæfður viðskiptabanki í eigu sparisjóðanna, skilaði 5.662 milljóna króna hagnaði í fyrra samanborið við tæplega 2.400 milljónir króna árið á undan. Þetta jafngildir því að hagnaður bankans hafi aukist um 138 prósenta hækkun á milli ára. Þetta er besta afkoma í sögu bankans. 6.2.2007 16:01 Moody's lækkar mat á Glitni Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað einkunn fyrir fjárhagslegan styrkleika Glitnis úr C+ í C-. Einkunnin var tekin til athugunar með hugsanlega lækkun í huga í apríl í fyrra. Moody's hefur jafnframt staðfest lánshæfiseinkunnir Glitnis, sem eru A1/P-1 og segir horfur stöðugar. 6.2.2007 15:53 Hráolíuverðið nálægt 60 dölum Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í dag nálægt 60 dölum á tunnu á helstu fjármálamörkuðum. Helsta ástæðan er kuldi í Bandaríkjunum sem hefur aukið eftirspurn á olíu til húshitunar. Spáð er áframhaldandi kulda í NA- og MV-Bandaríkjunum næstu tíu daga. 6.2.2007 15:44 Eskill flytur á Lyngháls Eskill ehf. hefur nú flutt starfsemi sína að Lynghálsi 9 þar sem móðurfélag fyrirtækisins, Kögun hf, er til húsa. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Eskill hafi orðið dótturfélag Kögunar í upphafi árs. Eskill ehf er hugbúnaðarhús og var stofnað í desember árið 1999. 6.2.2007 11:15 Methagnaður Sparisjóðsins í Keflavík Sparisjóðurinn í Keflavík hagnaðist um 4,7 milljarða eftir skatta á síðasta ári. Þetta er aukning um 3,5 milljarða en árið 2005 var hagnaðurinn 1,2 milljarðar. Arðsemi eigin fjár var 124,5% á árinu og námu vaxtatekjur 4,2 milljörðum. Í tilkynningu til Kauphallar er haft eftir Geirmundi Kristinssyni að markaðsaðstæður hafi verið sparisjóðnum afar hagstæðar og gengishagnaður og tekjur af hlutabréfum og öðrum eignahlutum aukist til muna. 6.2.2007 11:03 Minni hagnaður BP Hagnaður olíurisans BP hefur minnkað um 12% á milli áranna 2005 og 2006. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja ástæðuna vera lækkandi olíverð annars vegar og hins vegar aukinn kostnað við öryggisgæslu. Þrátt fyrir þetta hagnaðist olíurisinn um 3,9 milljarða bandaríkjadala á síðasta ári en hagnaðurinn var 4,4 milljarðar bandaríkjadala árið 2005. 6.2.2007 10:50 Glitnir færir sig til Finnlands Glitnir hefur eignast 68,1 prósent hlutafjár í finnska eignastýringarfyrirtækinu FIM Group og vill kaupa allt útistandandi hlutafé. Kaupverðið nemur 341 milljón evra, um 30 milljörðum króna, sem greiðist annars vegar með reiðufé og hins vegar með nýjum bréfum í Glitni. 6.2.2007 06:30 Viðsnúningur á þessu ári Halli á vöruskiptum við útlönd nam 6,5 milljörðum króna í janúar samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands og 2,5 milljörðum minna en í fyrra mánuði þegar hann nam 9 milljörðum. Í janúar í fyrra nam hallinn 8,4 milljörðum króna. 6.2.2007 06:15 Kaupamet verðbréfa slegið Árið 2006 var metár í kaupum á erlendum verðbréfum. Þetta kemur fram í gögnum frá Seðlabankanum og segir frá í Morgunkorni Glitnis. Á árinu voru erlend verðbréf keypt fyrir um 146 milljarða króna. Fyrra met féll árið 2005 þegar kaupin námu 123,5 milljörðum króna. 6.2.2007 06:00 DVD spilara í sólskyggnið Nú hafa græjufíklar fengið sniðuga viðbót til að gera bílinn sinn enn nýtískulegri. Þessi græja er í raun DVD-spilari með 7 tommu LCD-skjá sem sýnir gríðarlega skýra mynd innbyggður í sólskyggni bíls. 5.2.2007 21:00 Vefverslanir nýta sér vinsældir YouTube Þeir sem markaðsetja vörur á netinu eru nú í síauknum mæli farnir að nýta sér fádæma vinsældir myndskeiða á netinu á síðum eins og YouTube. Netverslanirnar leggja nú metnað sinn í að gera fyndna „sketsa“ og setja þá á netið sem og að bjóða viðskiptavinum sínum aðstoð við hið sama. Hvort uppátækið beri tilætlaðan árangur til lengri tíma litið skal ósagt látið en víst að það er tilraunarinnar virði. 5.2.2007 20:15 Refresco kaupir pólskan drykkjaframleiðanda Hollenski drykkjarframleiðandinn Refresco sem FL Group á 49% hlut í tilkynnti í dag að það hefði keypt pólska drykkjarframleiðandann Kentpol. Þetta er fyrsta yfirtaka Refresco í Austur-Evrópu. 5.2.2007 16:28 FIM hækkar um 30% Gengi hlutabréfa í finnska fjármálafyrirtækinu FIM Group hækkaði um þrjátíu prósent í Kauphöllinni í Helsinki í dag eftir að Glitnir greindi frá því að bankinn hefði eignast yfir 68 prósent hlutafjár og stefndi að yfirtöku á öllu félaginu. 5.2.2007 14:24 Olíuverð við 59 dali á tunni Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað nokkuð um helgina og stendur nú í rúmum 59 dölum á tunnu vegna kulda í NA-Bandaríkjunum sem hefur valdið því að eftirspurn eftir olíu til húshitunar hefur aukist til muna. 5.2.2007 10:58 Fitch staðfestir lánshæfismat Glitnis Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings staðfesti í dag lánshæfiseinkunnir Glitnis eftir kaup bankans á finnska félaginu FIM Group. Fitch gefur Glitni langtímaeinkunnina A, skammtímaeinkunnina F1, óháðu einkunnina B/C og stuðningseinkunnina 2. Horfur lánshæfiseinkunna Glitnis eru stöðugar, að mati Fitch. 5.2.2007 10:06 Afkoma Ryanair umfram væntingar Írska lággjaldafyrirtækið Ryanair skilaði 47,7 milljóna evra hagnaði fyrir skatta á þriðja rekstrarfjórðungi félagsins, sem endaði í desember í fyrra. Þetta jafngildir tæpum 4,3 milljörðum íslenskra króna sem er 30 prósenta aukning á milli ára. Búist var við minni hagnaði vegna síaukins eldsneytiskostnaðar í fyrra. Afkoman er langt umfram meðalspá greinenda. 5.2.2007 06:52 Kaupþing gefur út skuldabréf í Kanada Kaupþing hefur gefið út skuldabréf í Kanada fyrir 500 milljónir kanadadala, eða sem svarar til tæpra 30 milljarða íslenskra króna. Fram kemur í tilkynningu frá bankanum að þetta sé í fyrsta sinn hann gefi út skuldabréf þar í landi en þau eru til þriggja ára og bera 4,7 prósenta fasta vexti. 4.2.2007 15:58 Peningaskápurinn... Tölvupóstur gengur nú manna í millum þar sem neytendur eru hvattir til að fylgjast með þeim birgjum sem vörur frá hafa hækkað að undanförnu. Síðan fylgir langur listi af ýmis konar þekktum neysluvörum sem eiga það allar sameiginlegt að vera innfluttar, framleiddar úr innfluttri vöru eða vera innlendar landbúnaðarvörur. 3.2.2007 00:01 Metár í fjölda nýskráðra hf og ehf Flestar nýskráningar á hluta- og einkahlutafélögum eru í fasteignaviðskiptum, leigustarfsemi og ýmissi sérhæfðri þjónustu, en nýskráningum fyrirtækja fjölgaði um tæp níu prósent á tímabilinu 2005-2006. Þar á eftir í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, en 13% í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu. 2.2.2007 15:56 Samdráttur hjá Chevron Chevron, næststærsta olíufyrirtæki Bandaríkjanna, skilaði 3,77 milljröðun bandaríkjadala hagnaði á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Þetta svarar til rúmlega 258 milljarða íslenskra króna en jafngildir til 9 prósenta samdráttar á milli ára. 2.2.2007 15:38 Grænt ljós á samruna NYSE og Euronext Gerrit Zalm, fjármálaráðherra Hollands gaf í dag grænt ljós á fyrirhugaðan samruna bandarísku kauphallarinnar í New York í Bandaríkjunum (NYSE) og samevrópska hlutabréfamarkaðarins Euronext. Lítið er því til fyrirstöðu að markaðarnir renni saman í eina sæng. 2.2.2007 13:14 Dow Jones í methæðum Bandaríska hlutabréfavístalan Dow Jones fór í methæðir við lokun markað í Bandaríkjunum í gær. Vísitalan lokaði í 12.673,68 stigum en hafði áður farið í 12.682,57 stig yfir daginn og hafði hún aldrei farið jafn hátt. 2.2.2007 10:34 Sjá næstu 50 fréttir
Fremstir í Frakklandi Landsbanki hefur verið valinn fremsta greiningarfyrirtæki Frakklands í ítarlegri könnun rannsóknarfyrirtækisins StarMine. Í könnuninni, sem náði til fjögurra flokka, voru borin saman meðmæli og hagnaðarspár fyrir félög í CAC 40 vísitölunni og á markaði meðalstórra fyrirtækja. Kepler var eina fyrirtækið sem komst í hóp fimm efstu fyrirtækjanna í öllum flokkum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbankanum. 7.2.2007 05:00
Vefur FME endurnýjaður Fjármálaeftirlitið hefur opnað nýjan og endurbættan vef á vefslóðinni www.fme.is. 7.2.2007 05:00
Endurnýjanleg orka í hávegum höfð Á viðamikilli ráðstefnu dótturfélags Landsbankans, Kepler-Landsbankans, á dögunum kynnti Halldór J. Kristjánsson bankastjóri sýn Landsbankans á þróun nýtingar endurnýjanlegra orkugjafa. 7.2.2007 05:00
Tchenguiz horfir á fasteignir M&B Robert Tchenguiz, breski fasteignamógúllinn og náinn viðskiptafélagi Kaupþings, er kominn með fimmtán prósenta hlut í kráar- og veitingahúsakeðjunni Mitchell & Butlers (M&B). Bréfin eru á nafni fjárfestingarfélagsins Violet Capital Group. 7.2.2007 04:45
Hagnast á orðrómi Unity Investments, breskt fjárfestingarfélag í eigu FL Group, Baugs og Kevins Stanford, fyrrverandi eiganda fatakeðjunnar Karen Millen, hagnaðist um 2,7 milljarða króna með sölu á 1,26 prósenta hlut sínum í bresku verslanakeðjunni Sainsbury á föstudag í síðustu viku. 7.2.2007 04:30
Blóðheitir Norðurlandabúar án ímyndar Simon Anholt, sérfræðingur í ímyndarmálum þjóða, kynnir rannsókn sína á Íslandi á Viðskiptaþingi 2007 sem Viðskiptaráð Íslands heldur í dag. Yfirskrift viðskiptaþings að þessu sinni er „Ísland – best í heimi?“ Óli Kristján Ármannsson ræddi við sérfræðinginn. 7.2.2007 04:30
Afritunarvörn háskerpudiska rofin Afritunarvörn á nýju HD DVD-háskerpudiskunum hefur verið rofin. Þetta segir staðlanefnd stuðla að því að tryggja varnir sem þessar svo ekki verði hægt að afrita mynddiska að vild. 7.2.2007 04:15
Ágæt afkoma á Bolungarvík Sparisjóður Bolungarvíkur skilaði 185 milljóna króna hagnaði árið 2006 og jókst um 68 prósent á milli ára. Arðsemi eigin fjár nam 20,2 prósentum samanborið við 12,7 prósent árið 2005. 7.2.2007 04:15
Aukið atvinnuleysi í Bandaríkjunum Atvinnuleysi mældist 4,6 prósent í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Greinendum þar í landi reiknast til að þetta jafngildi því að 110.000 manns hafi fengið atvinnu í mánuðinum, sem reyndar er 40.000 störfum minna en vonir stóðu til. 7.2.2007 04:15
Stýrivaxtahækkun á Indlandi Seðlabanki Indlands, einn elsti banki landsins, hækkaði stýrivexti um 25 punkta í síðustu viku og standa vextir í landinu nú í 7,5 prósentum. Stýrivextir bankans hafa ekki verið hærri síðan í marsmánuði árið 2003. 7.2.2007 04:00
Afkoma Ryanair tekur flugið Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair skilaði talsvert betri afkomu í fyrra en greinendur höfðu spáð. 7.2.2007 04:00
Jafnvel í Sovét … „Jafnvel í Sovétríkjunum, þar sem ríkið sá um fjárfestingar, datt fáum í hug að kjósa um þær,“ skrifar Sigurður Jóhannesson hagfræðingur í nýjasta hefti Vísbendingar í grein um fyrirhugaðar kosningar í Hafnarfirði um stækkun álversins. 7.2.2007 04:00
Össuri spáð tapi Greiningardeildir bankanna spá allar að Össur skili tapi á fjórða ársfjórðungi reikningsársins. Össur skilar uppgjöri fyrir fjórða ársfjórðung í dag. Liggja afkomuspár bankanna á bilinu 210 til 310 milljóna króna taps á fjórðungnum. 7.2.2007 04:00
Tré fyrir símaskrá Já, sem rekur upplýsingaþjónustuna 118 og annast ritstjórn og rekstur símaskrárinnar og rekstur ja.is, hefur gert samning við Skógræktarfélag Íslands. Er honum ætlað að skapa mótvægi við þau 1.500 tré sem felld eru árlega vegna prentunar símaskrárinnar. 7.2.2007 04:00
Refresco til Austur-Evrópu Refresco Holding, sem FL Group á 49 prósenta hlut í, hefur keypt pólska drykkjarvöruframleiðandann Kentpol sem framleiðir vatns- og gosdrykkjavörur. Er þetta fyrsta yfirtaka félagsins á þeim markaði sem vænst er að muni vaxa hratt á næstunni. 7.2.2007 04:00
Tvöfalt fleiri í þrot Tvöfalt fleiri einstaklingar voru úrskurðaðir gjaldþrota í Bretlandi í fyrra en árið 2005, eða 107.000 á móti 67.500 árið á undan. Fjölmiðlar í Bretlandi segja ástæðuna fyrst og fremst liggja í skuldum almennings, sem hafi skuldsett sig upp fyrir haus á árinu. 7.2.2007 03:45
Sunnlenskur samruni Sparisjóður Hornafjarðar og Sparisjóður Vestmannaeyja hafa runnið saman í eitt undir merkjum þess síðarnefnda. FME lagði fyrir skömmu blessun sína yfir samrunann sem miðast við 30. júni á síðasta ári. 7.2.2007 03:30
Dell tekur við Dell Michael Dell, stofnandi bandaríska tölvurisans Dell, settist í forstjórastól fyrirtækisins að nýju um miðja síðustu viku eftir að fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins tók pokann sinn í kjölfar lélegrar afkomu tölvurisans á síðasta rekstrarfjórðungi nýliðins árs. 7.2.2007 03:30
Kvengeimfari slær met í geimgöngu Bandaríski geimfarinn Sunita Williams sló heimsmet á sunnudag en engin kona hefur gengið jafn lengi í geimnum en hún. 7.2.2007 03:00
Grætt á friði og spekt Janúar var eins og draumur í dós. Allt heppnaðist sem hugsast gat og maður bara farinn að undirbúa fríið í Florida með forstjórunum sem hópa sig eins og gæsir að hausti eftir ársuppgjörin og Viðskiptaþingið. 7.2.2007 00:01
Avion Aircraft Trading kaupir sex Airbus-vélar Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus greindi frá því í dag að hann hefði náð samningum um sölu á sex A330-200 fraktflugvélum til Avion Aircraft Trading. Vélarnar verða afhentar á árunum 2010 til 2011. Ekki hefur verið greint frá kaupverði þeirra. 6.2.2007 17:00
LÍ spáir tapi hjá Össuri Stoðtækjafyrirtækið Össur birtir uppgjör sitt fyrir fjórða ársfjórðung í fyrra og síðasta rekstrarár á morgun. Landsbankinn spáir því að fyrirtækið skili tapi upp á 4,5 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 308,8 milljóna íslenskra króna, á síðasta fjórðungi nýliðins árs. 6.2.2007 16:43
LatCharter Airlines leigir Airbusþotu til Möltu LatCharter Airlines dótturfélag Loftleiða Icelandic hefur gert samning við ríkisflugfélagið Air Malta á Möltu um leigu á einni Airbus A320 þotu til tveggja ára. Verðmæti samningsins nemur einum milljarði króna. 6.2.2007 16:14
Besta afkoman í sögu Icebank Icebank, sérhæfður viðskiptabanki í eigu sparisjóðanna, skilaði 5.662 milljóna króna hagnaði í fyrra samanborið við tæplega 2.400 milljónir króna árið á undan. Þetta jafngildir því að hagnaður bankans hafi aukist um 138 prósenta hækkun á milli ára. Þetta er besta afkoma í sögu bankans. 6.2.2007 16:01
Moody's lækkar mat á Glitni Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað einkunn fyrir fjárhagslegan styrkleika Glitnis úr C+ í C-. Einkunnin var tekin til athugunar með hugsanlega lækkun í huga í apríl í fyrra. Moody's hefur jafnframt staðfest lánshæfiseinkunnir Glitnis, sem eru A1/P-1 og segir horfur stöðugar. 6.2.2007 15:53
Hráolíuverðið nálægt 60 dölum Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í dag nálægt 60 dölum á tunnu á helstu fjármálamörkuðum. Helsta ástæðan er kuldi í Bandaríkjunum sem hefur aukið eftirspurn á olíu til húshitunar. Spáð er áframhaldandi kulda í NA- og MV-Bandaríkjunum næstu tíu daga. 6.2.2007 15:44
Eskill flytur á Lyngháls Eskill ehf. hefur nú flutt starfsemi sína að Lynghálsi 9 þar sem móðurfélag fyrirtækisins, Kögun hf, er til húsa. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Eskill hafi orðið dótturfélag Kögunar í upphafi árs. Eskill ehf er hugbúnaðarhús og var stofnað í desember árið 1999. 6.2.2007 11:15
Methagnaður Sparisjóðsins í Keflavík Sparisjóðurinn í Keflavík hagnaðist um 4,7 milljarða eftir skatta á síðasta ári. Þetta er aukning um 3,5 milljarða en árið 2005 var hagnaðurinn 1,2 milljarðar. Arðsemi eigin fjár var 124,5% á árinu og námu vaxtatekjur 4,2 milljörðum. Í tilkynningu til Kauphallar er haft eftir Geirmundi Kristinssyni að markaðsaðstæður hafi verið sparisjóðnum afar hagstæðar og gengishagnaður og tekjur af hlutabréfum og öðrum eignahlutum aukist til muna. 6.2.2007 11:03
Minni hagnaður BP Hagnaður olíurisans BP hefur minnkað um 12% á milli áranna 2005 og 2006. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja ástæðuna vera lækkandi olíverð annars vegar og hins vegar aukinn kostnað við öryggisgæslu. Þrátt fyrir þetta hagnaðist olíurisinn um 3,9 milljarða bandaríkjadala á síðasta ári en hagnaðurinn var 4,4 milljarðar bandaríkjadala árið 2005. 6.2.2007 10:50
Glitnir færir sig til Finnlands Glitnir hefur eignast 68,1 prósent hlutafjár í finnska eignastýringarfyrirtækinu FIM Group og vill kaupa allt útistandandi hlutafé. Kaupverðið nemur 341 milljón evra, um 30 milljörðum króna, sem greiðist annars vegar með reiðufé og hins vegar með nýjum bréfum í Glitni. 6.2.2007 06:30
Viðsnúningur á þessu ári Halli á vöruskiptum við útlönd nam 6,5 milljörðum króna í janúar samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands og 2,5 milljörðum minna en í fyrra mánuði þegar hann nam 9 milljörðum. Í janúar í fyrra nam hallinn 8,4 milljörðum króna. 6.2.2007 06:15
Kaupamet verðbréfa slegið Árið 2006 var metár í kaupum á erlendum verðbréfum. Þetta kemur fram í gögnum frá Seðlabankanum og segir frá í Morgunkorni Glitnis. Á árinu voru erlend verðbréf keypt fyrir um 146 milljarða króna. Fyrra met féll árið 2005 þegar kaupin námu 123,5 milljörðum króna. 6.2.2007 06:00
DVD spilara í sólskyggnið Nú hafa græjufíklar fengið sniðuga viðbót til að gera bílinn sinn enn nýtískulegri. Þessi græja er í raun DVD-spilari með 7 tommu LCD-skjá sem sýnir gríðarlega skýra mynd innbyggður í sólskyggni bíls. 5.2.2007 21:00
Vefverslanir nýta sér vinsældir YouTube Þeir sem markaðsetja vörur á netinu eru nú í síauknum mæli farnir að nýta sér fádæma vinsældir myndskeiða á netinu á síðum eins og YouTube. Netverslanirnar leggja nú metnað sinn í að gera fyndna „sketsa“ og setja þá á netið sem og að bjóða viðskiptavinum sínum aðstoð við hið sama. Hvort uppátækið beri tilætlaðan árangur til lengri tíma litið skal ósagt látið en víst að það er tilraunarinnar virði. 5.2.2007 20:15
Refresco kaupir pólskan drykkjaframleiðanda Hollenski drykkjarframleiðandinn Refresco sem FL Group á 49% hlut í tilkynnti í dag að það hefði keypt pólska drykkjarframleiðandann Kentpol. Þetta er fyrsta yfirtaka Refresco í Austur-Evrópu. 5.2.2007 16:28
FIM hækkar um 30% Gengi hlutabréfa í finnska fjármálafyrirtækinu FIM Group hækkaði um þrjátíu prósent í Kauphöllinni í Helsinki í dag eftir að Glitnir greindi frá því að bankinn hefði eignast yfir 68 prósent hlutafjár og stefndi að yfirtöku á öllu félaginu. 5.2.2007 14:24
Olíuverð við 59 dali á tunni Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað nokkuð um helgina og stendur nú í rúmum 59 dölum á tunnu vegna kulda í NA-Bandaríkjunum sem hefur valdið því að eftirspurn eftir olíu til húshitunar hefur aukist til muna. 5.2.2007 10:58
Fitch staðfestir lánshæfismat Glitnis Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings staðfesti í dag lánshæfiseinkunnir Glitnis eftir kaup bankans á finnska félaginu FIM Group. Fitch gefur Glitni langtímaeinkunnina A, skammtímaeinkunnina F1, óháðu einkunnina B/C og stuðningseinkunnina 2. Horfur lánshæfiseinkunna Glitnis eru stöðugar, að mati Fitch. 5.2.2007 10:06
Afkoma Ryanair umfram væntingar Írska lággjaldafyrirtækið Ryanair skilaði 47,7 milljóna evra hagnaði fyrir skatta á þriðja rekstrarfjórðungi félagsins, sem endaði í desember í fyrra. Þetta jafngildir tæpum 4,3 milljörðum íslenskra króna sem er 30 prósenta aukning á milli ára. Búist var við minni hagnaði vegna síaukins eldsneytiskostnaðar í fyrra. Afkoman er langt umfram meðalspá greinenda. 5.2.2007 06:52
Kaupþing gefur út skuldabréf í Kanada Kaupþing hefur gefið út skuldabréf í Kanada fyrir 500 milljónir kanadadala, eða sem svarar til tæpra 30 milljarða íslenskra króna. Fram kemur í tilkynningu frá bankanum að þetta sé í fyrsta sinn hann gefi út skuldabréf þar í landi en þau eru til þriggja ára og bera 4,7 prósenta fasta vexti. 4.2.2007 15:58
Peningaskápurinn... Tölvupóstur gengur nú manna í millum þar sem neytendur eru hvattir til að fylgjast með þeim birgjum sem vörur frá hafa hækkað að undanförnu. Síðan fylgir langur listi af ýmis konar þekktum neysluvörum sem eiga það allar sameiginlegt að vera innfluttar, framleiddar úr innfluttri vöru eða vera innlendar landbúnaðarvörur. 3.2.2007 00:01
Metár í fjölda nýskráðra hf og ehf Flestar nýskráningar á hluta- og einkahlutafélögum eru í fasteignaviðskiptum, leigustarfsemi og ýmissi sérhæfðri þjónustu, en nýskráningum fyrirtækja fjölgaði um tæp níu prósent á tímabilinu 2005-2006. Þar á eftir í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, en 13% í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu. 2.2.2007 15:56
Samdráttur hjá Chevron Chevron, næststærsta olíufyrirtæki Bandaríkjanna, skilaði 3,77 milljröðun bandaríkjadala hagnaði á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Þetta svarar til rúmlega 258 milljarða íslenskra króna en jafngildir til 9 prósenta samdráttar á milli ára. 2.2.2007 15:38
Grænt ljós á samruna NYSE og Euronext Gerrit Zalm, fjármálaráðherra Hollands gaf í dag grænt ljós á fyrirhugaðan samruna bandarísku kauphallarinnar í New York í Bandaríkjunum (NYSE) og samevrópska hlutabréfamarkaðarins Euronext. Lítið er því til fyrirstöðu að markaðarnir renni saman í eina sæng. 2.2.2007 13:14
Dow Jones í methæðum Bandaríska hlutabréfavístalan Dow Jones fór í methæðir við lokun markað í Bandaríkjunum í gær. Vísitalan lokaði í 12.673,68 stigum en hafði áður farið í 12.682,57 stig yfir daginn og hafði hún aldrei farið jafn hátt. 2.2.2007 10:34