Fleiri fréttir Óbreytt króna næsta hálfa árið Hætta er á veikingu krónunnar þegar horft er fram yfir næsta hálfa árið, að sögn Steingríms Arnars Finnssonar, sérfræðings greiningardeildar Kaupþings. Til lengri tíma litið segir hann að krónan muni leita í átt að jafnvægisgildi sínu, 125 til 135 stigum. Ef horft er til skemmri tíma, þriggja til sex mánaða, er gert ráð fyrir að krónan haldi sig á svipuðu bili og verið hefur. 17.1.2007 13:15 Góður hagnaður hjá FL Group á árinu Gengi bréfa í bandarísku flugsamsteypunni AMR Corporation hækkaði um 7,11 prósent í gær og endaði hlutabréfaverðið í 40,23 bandaríkjadölum á hlut. FL Group keypti tæpan 6 prósenta hlut í félaginu fyrir um 28 milljarða íslenskar krónur undir lok desember í fyrra. Gengi AMR hefur hækkað um 33 prósent það sem af er árs og hefur verðmæti hluta FL Group vaxið sem því nemur.. 17.1.2007 12:16 Færeyingar fylgjast með Íslendingar hyggjast nú athuga hvort landið geti tekið upp evru sem gjaldmiðil án þess að ganga í Evrópubandalagið, sagði í frétt færeyska útvarpsins í byrjun vikunnar. Þar var vitnað til orða Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra um að hún vildi í fullri alvöru láta skoða möguleikann á upptöku evrunnar án Evrópusambandsaðildar. 17.1.2007 11:45 Óbreytt verðbólga á evrusvæðinu Verðbólga mældist 1,9 prósent á evrusvæðinu í desember, samkvæmt endanlegum tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, sem birtar voru í dag. Þetta er í samræmi við bráðabirgðatölur, sem birtar voru fyrr í mánuðinum. Verðbólga mældist minnst í Finnlandi en mest á Grikklandi. 17.1.2007 11:38 Kaup, Land og Glit Þær fregnir berast nú utan úr heimi að bankarisinn Citigroup hyggi á nýtt nafn. Vatnið verður vitanlega ekki sótt yfir lækinn og nýja nafnið mun verða Citi sem er einföld stytting á núverandi nafni. 17.1.2007 11:15 Boeing komið fram úr Airbus Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus seldi færri flugvélar á síðsta ári en árið á undan. Airbus seldir 824 nýjar flugvélar á árinu samanborið við 1050 vélar sem Boeing seldi á sama tíma. Þetta staðfestir að Boeing hefur tekið fram úr Airbus sem umsvifamesti flugvélaframleiðandi í heimi. 17.1.2007 11:11 Danól og Ölgerðin skipta um eigendur Samningar hafa tekist um sölu Danól og Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson sem verið hafa í eigu Einars Kristinssonar og fjölskyldu undanfarin ár. Kaupendur eru aðalstjórnendur fyrirtækjanna, Andri Þór Guðmundsson og Októ Einarsson, sem fara með um 70 prósenta hlut ásamt Kaupþingi sem eignast um þriðjung. 17.1.2007 11:08 Fyrstu Rússarnir komnir í leitirnar? Fornleifafræðingar frá Bandaríkjunum og Rússlandi hafa fundið elstu vísbendingar um veru manna í Evrópu í Rússlandi. Mannvistarleifarnar, sem eru frá steinöld og talið er að séu um 45 þúsund ára gamlar, fundust við bæinn Kostenki um fjögur hundruð kílómetrum suður af Moskvu. Undrun sætir hversu austarlega í álfunni mannvistarleifarnar fundust. 17.1.2007 10:30 Eini góði bankinn Senn líður að jólum. Eftir nokkrar vikur koma þeir allir saman til byggða gróðasveinarnir úr bönkunum. Það eru Vaxtapínir, Þjónustugjaldasníkir, Víxlakrókur, Yfirdráttargaur og Láglaunaskefill. Þeir koma allir glaðhlakkalegir til byggða sama daginn og tilkynna þjóðinni að þeir séu jafnvel ennþá feitari og ríkari í ár en þeir voru í fyrra. 17.1.2007 10:30 Sammála um að kynjakvóti væri neyðarúrræði Á fjölsóttri námsstefnu Samtaka atvinnulífsins, Félags kvenna í atvinnurekstri og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins í síðustu viku spunnust kröftugar umræður um konur sem stjórnendur og í stjórnarsetu. 17.1.2007 10:03 Þokast í jafnréttisátt ... á hraða snigilsins Umræðan um stöðu í nútímasamfélaginu sprettur af og til upp með látum. Flestir virðast þá gera sér grein fyrir því að það sé öllum Íslendingum jafnmikilvægt að virkja konur til áhrifa. Þær séu helmingur vinnuaflsins, upp til hópa vel menntaðar og hafi alla jafna aðra sýn á hlutina en karlmenn. Aukin þátttaka þeirra muni því leiða til meiri fjölbreytni og betri ákvarðanatöku innan stjórna fyrirtækja. 17.1.2007 09:33 Krónan er steri Ég er hinn kátasti þessa dagana enda gengur mér að venju allt í hag. Hlutabréfin hafa hækkað vel frá áramótum og löngu búið að þéna til baka það sem fór í flugeldana. 17.1.2007 09:33 Bitlausir vextir Á morgunverðarfundi Landsbankans í vikunni um horfur á hlutabréfamarkaði greindi Edda Rós Karlsdóttir frá því að eftir að Seðlabankinn hóf að hækka stýrivexti fyrir nærri þremur árum hefði Úrvalsvísitalan hækkað um 150 prósent. 17.1.2007 09:22 Hráolíuverð nálægt verði síðustu viku Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði nokkuð í dag eftir að Ali al-Naimi, olíumálaráðherra Sádi-Arabíu, sagði að OPEC-ríkin hefðu ekki í hyggju að boða til neyðarfundar vegna snarpra verðlækkana á hráolíu það sem af er árs. 16.1.2007 16:41 Forstjóraskipti hjá Hollinger Inc Kanadíska útgáfufyrirtækið Hollinger Inc. greindi frá því í dag að Randall Benson, forstjóri fyrirtækisins hefði ákveðið að láta af störfum eftir eitt og hálft ár í forstjórastóli. Wesley Voorheis, stjórnarmaður í félaginu, tekur við starfi hans. Hollinger Inc. var fyrir eitt sinn þriðja stærsta útgáfufélag í heimi. 16.1.2007 16:08 Þriggja prósenta verðbólga í Bretlandi Verðbólga mældist þrjú prósent í Bretlandi í desember, samkvæmt útreikningum hagstofu Bretlands, sem birtir voru í dag. Þetta er nokkru hærri verðbólga er gert var ráð fyrir og sú hæsta síðan árið 1997. Þetta er meira en Englandsbanki gerði ráð fyrir og búast greinendur því við frekari stýrivaxtahækkunum á næstunni. 16.1.2007 12:08 Icelandair Group gerir 3,5 milljarða leigusamning Latcharter, lettneskt leiguflugfélag í eigu Loftleiða-Icelandic, dótturfélags Icelandair Group, hefur gert samning við ísraelska flugfélagið Israir um leigu á tveimur Airbus A320 farþegaflugvélum til þriggja ára auk þess sem félagið hefur framlengt leigu á Boeing 767-300ER breiðþotu til sama félags til loka þessa árs. Umfang samninganna nemur rúmlega 3,5 milljörðum króna. 16.1.2007 12:01 Samdráttur hjá Debenhams í Bretlandi Gengi hlutabréfa í breska vöruhúsinu Debenhams féll um tæp 6 prósent í dag vegna óvissu um afkomu félagsins á árinu í ljósi samdráttar í sölu í Bretlandi. Spár félagsins gera ráð fyrir 4 prósenta samdrætti á síðasta ársfjórðungi samanborið við 4,7 prósenta samdrátt á þriðja ársfjórðungi í fyrra. 16.1.2007 11:42 Hiti enn í hagkerfinu á þessu ári Hagvöxturinn á þessu ári verður drifinn áfram af viðsnúningi í viðskiptum við útlönd vegna aukins útflutnings á áli. Þetta kom fram á morgunverðarfundi, sem greiningardeild Kaupþings efndi til í morgun um stöðu krónunnar og horfur í efnahagsmálum á þessu ári. Kaupþing segir þjóðarútgjöld minnka minna en fyrri spár gerðu ráð fyrir vegna lækkana á matvælaskatti og tekjuskatti einstaklinga á árinu. 16.1.2007 10:43 Heildaraflinn minnkaði um 4,7 prósent milli ára Heildarafli íslenskra skipa í síðasta mánuði nam 71.857 tonnum í desember í fyrra samanborið við 72.661 tonn árið á undan. Heildaraflinn á árinu í heild nam 1.323.000 tonnum, sem er tæplega 346.000 tonnum minna en árið á undan. Heildaraflinn á árinu, metinn á föstu verðlagi, dróst saman um 4,7 prósent á milli ára, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. 16.1.2007 09:31 Kaupþing með uppfærða afkomuspá Alfesca Greiningardeild Kaupþings hefur gefið út uppfærða afkomuspá sína fyrir matvælaframleiðandann Alfesca. Spáin er gerð í ljósi upplýsinga sem ekki lágu fyrir við gerð síðustu afkomuspár í lok nóvember. Deildin ítrekar fyrra verðmat sitt og mælir með því að fjárfestar minnki við sig í félaginu. 15.1.2007 16:54 Actavis semur við félag í eigu Róberts Wessman Actavis gerði í dag samning við félagið Aceway Ltd., sem er í eigu Róberts Wessman, forstjóra Actavis, um sölurétt hlutabréfa Aceway, sem félag hans keypti á genginu 54 í byrjun árs. Samningurinn við Aceway er skilyrtur að því leyti að Actavis greiði bréfin á genginu 74,824 á hlut auk fjármagnskostnaðar verði Róbert í starfi hjá félaginu 1. ágúst á næsta ári. 15.1.2007 13:00 LÍ spáir töluverðum hækkunum á hlutabréfum Greiningardeild Landsbankans telur að innistæða sé fyrir töluverðri hækkun á hlutabréfum á þessu ári og spáir 20-25 prósenta hækkun markaðarins á árinu. Þetta mat er meðal annars byggt á hagstæðum verðkennitölum félaga sem styði þá skoðun að markaðurinn sé sanngjarnt verðlagður í alþjóðlegum samanburði. 15.1.2007 11:26 Hráolíuverð hækkaði Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag eftir fréttir þess efnis að OPEC-ríkin myndu hugsanlega boð til fundar til að ákveða hvort olíuframleiðsla aðildarríkjanna verði skert frekar til að sporna gegn frekari verðlækkunum á hráolíu. Verð á hráolíu hefur lækkað mikið það sem af er ársins. 15.1.2007 09:45 Skuldabréfaútgáfa hjá Glitni Glitnir gekk í gær frá samningi um skuldabréfaútgáfu fyrir 1,25 milljarða bandaríkjadali eða um 89 milljarða króna til fimm ára. 13.1.2007 06:45 Stofnfé SpKef á tilboðsmarkaði Viðskipti með stofnfé Sparisjóðsins í Keflavík hófust á skipulögðum stofnfjármarkaði sparisjóðsins í gær. „Með tilboðsmarkaði og skýrum reglum um framkvæmd viðskipta með stofnfjárhluti, hæfi til kaupa og upplýsingagjöf til stofnfjáreigenda vill stjórn SpKef leitast við að gera viðskipti með stofnfé gagnsæ og tryggari fyrir stofnfjáreigendur,“ segir í tilkynningu á heimasíðu sparisjóðsins. 13.1.2007 06:30 Verðbólga umfram væntingar Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,26 prósent á milli mánaða, samkvæmt útreikningum sem Hagstofunnar. Þetta jafngildir því að verðbólgan hafi lækkað úr 7,0 prósentum í 6,9 prósent síðastliðna 12 mánuði. 13.1.2007 06:15 Actavis nálægt fullkomnun Actavis kemst nærri því að vera hið fullkomna fyrirtæki. Svo segir í nýrri greiningu fjárfestingarbankans Merrill Lynch, sem kom út í gær. Í greiningunni kemur fram að Actavis sé tíu prósentum undir meðalverði sambærilegra félaga í Evrópu og Bandaríkjunum. 13.1.2007 06:00 Atvinnuleysi jókst lítillega á milli mánaða Atvinnuleysi í desember hækkaði lítillega frá fyrri mánuði eða úr 1,1 prósent í 1,2 prósent, samkvæmt mælingum Vinnumálastofnunar. Í desember voru að meðaltali 1.879 manns á atvinnuleysisskrá sem er fjölgun um 130 manns á milli mánaða. 17.000 erlendir starfsmenn unnu hér á landi í fyrra en reiknað er með að stór hluti þeirra fari aftur til síns heima að stóriðjuframkvæmdum loknum. 12.1.2007 17:20 40 milljarða króna jöklabréf gefin út í dag Hollenski bankinn Rabobank hefur gefið út svokölluð jöklabréf fyrir sem nemur 40 milljörðum íslenskra króna. Útgáfan er sú mesta frá upphafi, en þær hafa að jafnaði verið í kring um þrjá milljarða króna. 12.1.2007 16:08 EMI gefur út neikvæða afkomuviðvörun Útgáfufyrirtækið EMI hefur sagt upp forstjóra fyrirtækisins og stjórnarmanni og hefur kynnt ýmsar ráðstafanir til að bæta afkomu fyrirtækisins í kjölfar dræmrar sölu um jólin. Fyrirtækið sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í dag vegna samdráttar. Gengi félagsins féll um 10 prósent í kauphöll Lúnduna í Bretlandi vegna fréttanna. 12.1.2007 15:14 Ford lokar verksmiðju í Bandaríkjunum Bandaríski bílaframleiðandinn Ford hefur ákveðið að loka einni af verksmiðjum fyrirtækisins í Indianapolis í Bandaríkjunum á næsta ári. Að sögn fyrirtækisins er verksmiðjan úreld. Starfsmönnum verksmiðjunnar, sem eru 1.700 talsins, hefur ýmist verið boðnir starfslokasamningar eða að þeir hefji töku lífeyris fyrr en ella. 12.1.2007 11:36 Íslendingar flytja mikið út til Sádi-Arabíu Vöruútflutningur frá Íslandi til Sádi-Arabíu var þrisvar sinnum meiri en frá Sádi-Arabíu til Íslands árið 2005. Stjórnarformaður verslunarráðs Sádi-Arabíu segir löndin tvö hafa myndað með sér traust viðskiptasamband, að sögn fréttastofunnar Arab News. 12.1.2007 11:00 Minni hagnaður hjá Samsung Hagnaður suður-kóreska tækniframleiðandans Samsung dróst saman um 8,5 prósent á síðasta fjórðungi liðins árs. Helsta ástæðan eru verðlækkanir á minnikortum, farsímum og flatskjássjónvörpum. 12.1.2007 09:39 Verðbólgan mælist 6,9 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,26 prósent á milli mánaða, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Þetta jafngildir því að verðbólgan hafi lækkað úr 7,0 prósentum í 6,9 prósent síðastliðna 12 mánuði. Greiningardeildir viðskiptabankanna voru ekki á einu máli í spám sínum og gerðu ráð fyrir allt frá óbreyttri vísitölu neysluverðs á milli mánaða til 0,2 prósenta hækkunar og að verðbólga gæti farið niður í allt að 6,6 prósent. 12.1.2007 09:00 Fótboltatreyjur gefa gott spark Sportvörukeðjan JJB Sports skilaði ágætri jólasölu og auknum hagnaði miðað við sama tíma árið áður, þökk sé mikilli sölu á fótboltatreyjum vinsælustu félagsliðanna í ensku úrvalsdeildinni. Mesta salan liggur í treyjum Manchester Utd. en mikil ásókn hefur enn fremur verið í treyjur Liverpool. 12.1.2007 06:45 Evra sækir á dal í bókhaldi fyrirtækja Fyrirtæki sem gera vilja upp í erlendri mynt þurfa að sækja um það til ársreikningaskrár. Frá árinu 2002 hafa 167 fyrirtæki fengið slíka heimild, tæp 60 prósent í Bandaríkjadölum og tæpur þriðjungur í evrum. Fyrir ári var tæpur fjórðungur í evrum. 12.1.2007 06:30 OR fær lánshæfiseinkunn frá Moody"s Orkuveita Reykjavíkur hefur fengið lánshæfiseinkunnina Aa2 frá matsfyrirtækinu Moody"s og eru framtíðarhorfur fyrirtækisins sagðar stöðugar. 12.1.2007 06:30 Breyttur Hanza-hópur Bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa selt hlut sinn í Hanza-hópnum ehf. til Merlu ehf. Merla er félag í eigu Róberts Melax. 12.1.2007 06:30 Peningaskápurinn ... Norska blaðið Dagens Næringsliv rifjaði upp spár nokkurra sérfræðinga sem fengnir voru til að gefa ráð um hvaða félög myndu gefa besta ávöxtun árið 2006. Einn þessara sérfræðinga var Jan Petter Sissener, hinn litríki forstjóri Kaupþings í Noregi, og kom hann ágætlega út í samanburði við aðra. 12.1.2007 06:00 Kaupþing með nýtt verðmat á Össuri Greiningardeild Kaupþings hefur gefið út uppfært verðmat á stoðtækjafyrirtækinu Össuri samhliða birtingu afkomuspár fyrir fjórða ársfjórðung. Deildin spáir því að Össur muni skila þriggja milljóna dala eða 217,6 milljóna króna tapi á fjórða ársfjórðungi með fyrirvörum. Bankinn mælir með því að fjárfestar kaupi bréf í stoðtækjafyrirtækinu. 11.1.2007 16:52 Landsbankinn spáir 0,2 prósenta lægri verðbólgu Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverð hækki um 0,2 prósent á milli mánaða. Gangi spáin eftir lækkar verðbólga úr 7,0 prósentum í 6,8 prósent í þessum mánuði. Hagstofan birtir niðurstöður verðmælinga sinna í fyrramálið. 11.1.2007 16:45 Hagvöxtur í Þýskalandi tekur stökk Hagvöxtur í Þýskalandi jókst um 2,5 prósent í fyrra samanborið við 0,9 prósenta hagvöxt árið 2005. Hagvöxtur í Þýskalandi hefur ekki verið jafn mikill síðastliðin sex ár, samkvæmt upplýsingum þýsku hagstofunnar. 11.1.2007 16:25 Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum á evrusvæðinu. Greinendur leita nú vísbendinga hvort Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri, fylgi fordæmi peningamálanefndar Englandsbanka og hækki stýrivexti í febrúar eða mars. Stýrivextir á evrusvæðinu standa í 3,5 prósentum og hafa aldrei verið hærri 11.1.2007 13:40 Stýrivextir hækka í Bretlandi Englandsbanki ákvað í dag að hækka stýrivexti bankans um 25 punkta og verða stýrivextir í Bretlandi eftirleiðis 5,25 prósent. Ákvörðunin kom greinendum talsvert á óvart enda bjuggust flestir við að stýrivextir yrðu ekki hækkaðir fyrr en í næsta mánuði. Þeir höfðu engu að síður þrýst á um hærri vexti. 11.1.2007 12:34 Sjá næstu 50 fréttir
Óbreytt króna næsta hálfa árið Hætta er á veikingu krónunnar þegar horft er fram yfir næsta hálfa árið, að sögn Steingríms Arnars Finnssonar, sérfræðings greiningardeildar Kaupþings. Til lengri tíma litið segir hann að krónan muni leita í átt að jafnvægisgildi sínu, 125 til 135 stigum. Ef horft er til skemmri tíma, þriggja til sex mánaða, er gert ráð fyrir að krónan haldi sig á svipuðu bili og verið hefur. 17.1.2007 13:15
Góður hagnaður hjá FL Group á árinu Gengi bréfa í bandarísku flugsamsteypunni AMR Corporation hækkaði um 7,11 prósent í gær og endaði hlutabréfaverðið í 40,23 bandaríkjadölum á hlut. FL Group keypti tæpan 6 prósenta hlut í félaginu fyrir um 28 milljarða íslenskar krónur undir lok desember í fyrra. Gengi AMR hefur hækkað um 33 prósent það sem af er árs og hefur verðmæti hluta FL Group vaxið sem því nemur.. 17.1.2007 12:16
Færeyingar fylgjast með Íslendingar hyggjast nú athuga hvort landið geti tekið upp evru sem gjaldmiðil án þess að ganga í Evrópubandalagið, sagði í frétt færeyska útvarpsins í byrjun vikunnar. Þar var vitnað til orða Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra um að hún vildi í fullri alvöru láta skoða möguleikann á upptöku evrunnar án Evrópusambandsaðildar. 17.1.2007 11:45
Óbreytt verðbólga á evrusvæðinu Verðbólga mældist 1,9 prósent á evrusvæðinu í desember, samkvæmt endanlegum tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, sem birtar voru í dag. Þetta er í samræmi við bráðabirgðatölur, sem birtar voru fyrr í mánuðinum. Verðbólga mældist minnst í Finnlandi en mest á Grikklandi. 17.1.2007 11:38
Kaup, Land og Glit Þær fregnir berast nú utan úr heimi að bankarisinn Citigroup hyggi á nýtt nafn. Vatnið verður vitanlega ekki sótt yfir lækinn og nýja nafnið mun verða Citi sem er einföld stytting á núverandi nafni. 17.1.2007 11:15
Boeing komið fram úr Airbus Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus seldi færri flugvélar á síðsta ári en árið á undan. Airbus seldir 824 nýjar flugvélar á árinu samanborið við 1050 vélar sem Boeing seldi á sama tíma. Þetta staðfestir að Boeing hefur tekið fram úr Airbus sem umsvifamesti flugvélaframleiðandi í heimi. 17.1.2007 11:11
Danól og Ölgerðin skipta um eigendur Samningar hafa tekist um sölu Danól og Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson sem verið hafa í eigu Einars Kristinssonar og fjölskyldu undanfarin ár. Kaupendur eru aðalstjórnendur fyrirtækjanna, Andri Þór Guðmundsson og Októ Einarsson, sem fara með um 70 prósenta hlut ásamt Kaupþingi sem eignast um þriðjung. 17.1.2007 11:08
Fyrstu Rússarnir komnir í leitirnar? Fornleifafræðingar frá Bandaríkjunum og Rússlandi hafa fundið elstu vísbendingar um veru manna í Evrópu í Rússlandi. Mannvistarleifarnar, sem eru frá steinöld og talið er að séu um 45 þúsund ára gamlar, fundust við bæinn Kostenki um fjögur hundruð kílómetrum suður af Moskvu. Undrun sætir hversu austarlega í álfunni mannvistarleifarnar fundust. 17.1.2007 10:30
Eini góði bankinn Senn líður að jólum. Eftir nokkrar vikur koma þeir allir saman til byggða gróðasveinarnir úr bönkunum. Það eru Vaxtapínir, Þjónustugjaldasníkir, Víxlakrókur, Yfirdráttargaur og Láglaunaskefill. Þeir koma allir glaðhlakkalegir til byggða sama daginn og tilkynna þjóðinni að þeir séu jafnvel ennþá feitari og ríkari í ár en þeir voru í fyrra. 17.1.2007 10:30
Sammála um að kynjakvóti væri neyðarúrræði Á fjölsóttri námsstefnu Samtaka atvinnulífsins, Félags kvenna í atvinnurekstri og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins í síðustu viku spunnust kröftugar umræður um konur sem stjórnendur og í stjórnarsetu. 17.1.2007 10:03
Þokast í jafnréttisátt ... á hraða snigilsins Umræðan um stöðu í nútímasamfélaginu sprettur af og til upp með látum. Flestir virðast þá gera sér grein fyrir því að það sé öllum Íslendingum jafnmikilvægt að virkja konur til áhrifa. Þær séu helmingur vinnuaflsins, upp til hópa vel menntaðar og hafi alla jafna aðra sýn á hlutina en karlmenn. Aukin þátttaka þeirra muni því leiða til meiri fjölbreytni og betri ákvarðanatöku innan stjórna fyrirtækja. 17.1.2007 09:33
Krónan er steri Ég er hinn kátasti þessa dagana enda gengur mér að venju allt í hag. Hlutabréfin hafa hækkað vel frá áramótum og löngu búið að þéna til baka það sem fór í flugeldana. 17.1.2007 09:33
Bitlausir vextir Á morgunverðarfundi Landsbankans í vikunni um horfur á hlutabréfamarkaði greindi Edda Rós Karlsdóttir frá því að eftir að Seðlabankinn hóf að hækka stýrivexti fyrir nærri þremur árum hefði Úrvalsvísitalan hækkað um 150 prósent. 17.1.2007 09:22
Hráolíuverð nálægt verði síðustu viku Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði nokkuð í dag eftir að Ali al-Naimi, olíumálaráðherra Sádi-Arabíu, sagði að OPEC-ríkin hefðu ekki í hyggju að boða til neyðarfundar vegna snarpra verðlækkana á hráolíu það sem af er árs. 16.1.2007 16:41
Forstjóraskipti hjá Hollinger Inc Kanadíska útgáfufyrirtækið Hollinger Inc. greindi frá því í dag að Randall Benson, forstjóri fyrirtækisins hefði ákveðið að láta af störfum eftir eitt og hálft ár í forstjórastóli. Wesley Voorheis, stjórnarmaður í félaginu, tekur við starfi hans. Hollinger Inc. var fyrir eitt sinn þriðja stærsta útgáfufélag í heimi. 16.1.2007 16:08
Þriggja prósenta verðbólga í Bretlandi Verðbólga mældist þrjú prósent í Bretlandi í desember, samkvæmt útreikningum hagstofu Bretlands, sem birtir voru í dag. Þetta er nokkru hærri verðbólga er gert var ráð fyrir og sú hæsta síðan árið 1997. Þetta er meira en Englandsbanki gerði ráð fyrir og búast greinendur því við frekari stýrivaxtahækkunum á næstunni. 16.1.2007 12:08
Icelandair Group gerir 3,5 milljarða leigusamning Latcharter, lettneskt leiguflugfélag í eigu Loftleiða-Icelandic, dótturfélags Icelandair Group, hefur gert samning við ísraelska flugfélagið Israir um leigu á tveimur Airbus A320 farþegaflugvélum til þriggja ára auk þess sem félagið hefur framlengt leigu á Boeing 767-300ER breiðþotu til sama félags til loka þessa árs. Umfang samninganna nemur rúmlega 3,5 milljörðum króna. 16.1.2007 12:01
Samdráttur hjá Debenhams í Bretlandi Gengi hlutabréfa í breska vöruhúsinu Debenhams féll um tæp 6 prósent í dag vegna óvissu um afkomu félagsins á árinu í ljósi samdráttar í sölu í Bretlandi. Spár félagsins gera ráð fyrir 4 prósenta samdrætti á síðasta ársfjórðungi samanborið við 4,7 prósenta samdrátt á þriðja ársfjórðungi í fyrra. 16.1.2007 11:42
Hiti enn í hagkerfinu á þessu ári Hagvöxturinn á þessu ári verður drifinn áfram af viðsnúningi í viðskiptum við útlönd vegna aukins útflutnings á áli. Þetta kom fram á morgunverðarfundi, sem greiningardeild Kaupþings efndi til í morgun um stöðu krónunnar og horfur í efnahagsmálum á þessu ári. Kaupþing segir þjóðarútgjöld minnka minna en fyrri spár gerðu ráð fyrir vegna lækkana á matvælaskatti og tekjuskatti einstaklinga á árinu. 16.1.2007 10:43
Heildaraflinn minnkaði um 4,7 prósent milli ára Heildarafli íslenskra skipa í síðasta mánuði nam 71.857 tonnum í desember í fyrra samanborið við 72.661 tonn árið á undan. Heildaraflinn á árinu í heild nam 1.323.000 tonnum, sem er tæplega 346.000 tonnum minna en árið á undan. Heildaraflinn á árinu, metinn á föstu verðlagi, dróst saman um 4,7 prósent á milli ára, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. 16.1.2007 09:31
Kaupþing með uppfærða afkomuspá Alfesca Greiningardeild Kaupþings hefur gefið út uppfærða afkomuspá sína fyrir matvælaframleiðandann Alfesca. Spáin er gerð í ljósi upplýsinga sem ekki lágu fyrir við gerð síðustu afkomuspár í lok nóvember. Deildin ítrekar fyrra verðmat sitt og mælir með því að fjárfestar minnki við sig í félaginu. 15.1.2007 16:54
Actavis semur við félag í eigu Róberts Wessman Actavis gerði í dag samning við félagið Aceway Ltd., sem er í eigu Róberts Wessman, forstjóra Actavis, um sölurétt hlutabréfa Aceway, sem félag hans keypti á genginu 54 í byrjun árs. Samningurinn við Aceway er skilyrtur að því leyti að Actavis greiði bréfin á genginu 74,824 á hlut auk fjármagnskostnaðar verði Róbert í starfi hjá félaginu 1. ágúst á næsta ári. 15.1.2007 13:00
LÍ spáir töluverðum hækkunum á hlutabréfum Greiningardeild Landsbankans telur að innistæða sé fyrir töluverðri hækkun á hlutabréfum á þessu ári og spáir 20-25 prósenta hækkun markaðarins á árinu. Þetta mat er meðal annars byggt á hagstæðum verðkennitölum félaga sem styði þá skoðun að markaðurinn sé sanngjarnt verðlagður í alþjóðlegum samanburði. 15.1.2007 11:26
Hráolíuverð hækkaði Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag eftir fréttir þess efnis að OPEC-ríkin myndu hugsanlega boð til fundar til að ákveða hvort olíuframleiðsla aðildarríkjanna verði skert frekar til að sporna gegn frekari verðlækkunum á hráolíu. Verð á hráolíu hefur lækkað mikið það sem af er ársins. 15.1.2007 09:45
Skuldabréfaútgáfa hjá Glitni Glitnir gekk í gær frá samningi um skuldabréfaútgáfu fyrir 1,25 milljarða bandaríkjadali eða um 89 milljarða króna til fimm ára. 13.1.2007 06:45
Stofnfé SpKef á tilboðsmarkaði Viðskipti með stofnfé Sparisjóðsins í Keflavík hófust á skipulögðum stofnfjármarkaði sparisjóðsins í gær. „Með tilboðsmarkaði og skýrum reglum um framkvæmd viðskipta með stofnfjárhluti, hæfi til kaupa og upplýsingagjöf til stofnfjáreigenda vill stjórn SpKef leitast við að gera viðskipti með stofnfé gagnsæ og tryggari fyrir stofnfjáreigendur,“ segir í tilkynningu á heimasíðu sparisjóðsins. 13.1.2007 06:30
Verðbólga umfram væntingar Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,26 prósent á milli mánaða, samkvæmt útreikningum sem Hagstofunnar. Þetta jafngildir því að verðbólgan hafi lækkað úr 7,0 prósentum í 6,9 prósent síðastliðna 12 mánuði. 13.1.2007 06:15
Actavis nálægt fullkomnun Actavis kemst nærri því að vera hið fullkomna fyrirtæki. Svo segir í nýrri greiningu fjárfestingarbankans Merrill Lynch, sem kom út í gær. Í greiningunni kemur fram að Actavis sé tíu prósentum undir meðalverði sambærilegra félaga í Evrópu og Bandaríkjunum. 13.1.2007 06:00
Atvinnuleysi jókst lítillega á milli mánaða Atvinnuleysi í desember hækkaði lítillega frá fyrri mánuði eða úr 1,1 prósent í 1,2 prósent, samkvæmt mælingum Vinnumálastofnunar. Í desember voru að meðaltali 1.879 manns á atvinnuleysisskrá sem er fjölgun um 130 manns á milli mánaða. 17.000 erlendir starfsmenn unnu hér á landi í fyrra en reiknað er með að stór hluti þeirra fari aftur til síns heima að stóriðjuframkvæmdum loknum. 12.1.2007 17:20
40 milljarða króna jöklabréf gefin út í dag Hollenski bankinn Rabobank hefur gefið út svokölluð jöklabréf fyrir sem nemur 40 milljörðum íslenskra króna. Útgáfan er sú mesta frá upphafi, en þær hafa að jafnaði verið í kring um þrjá milljarða króna. 12.1.2007 16:08
EMI gefur út neikvæða afkomuviðvörun Útgáfufyrirtækið EMI hefur sagt upp forstjóra fyrirtækisins og stjórnarmanni og hefur kynnt ýmsar ráðstafanir til að bæta afkomu fyrirtækisins í kjölfar dræmrar sölu um jólin. Fyrirtækið sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í dag vegna samdráttar. Gengi félagsins féll um 10 prósent í kauphöll Lúnduna í Bretlandi vegna fréttanna. 12.1.2007 15:14
Ford lokar verksmiðju í Bandaríkjunum Bandaríski bílaframleiðandinn Ford hefur ákveðið að loka einni af verksmiðjum fyrirtækisins í Indianapolis í Bandaríkjunum á næsta ári. Að sögn fyrirtækisins er verksmiðjan úreld. Starfsmönnum verksmiðjunnar, sem eru 1.700 talsins, hefur ýmist verið boðnir starfslokasamningar eða að þeir hefji töku lífeyris fyrr en ella. 12.1.2007 11:36
Íslendingar flytja mikið út til Sádi-Arabíu Vöruútflutningur frá Íslandi til Sádi-Arabíu var þrisvar sinnum meiri en frá Sádi-Arabíu til Íslands árið 2005. Stjórnarformaður verslunarráðs Sádi-Arabíu segir löndin tvö hafa myndað með sér traust viðskiptasamband, að sögn fréttastofunnar Arab News. 12.1.2007 11:00
Minni hagnaður hjá Samsung Hagnaður suður-kóreska tækniframleiðandans Samsung dróst saman um 8,5 prósent á síðasta fjórðungi liðins árs. Helsta ástæðan eru verðlækkanir á minnikortum, farsímum og flatskjássjónvörpum. 12.1.2007 09:39
Verðbólgan mælist 6,9 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,26 prósent á milli mánaða, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Þetta jafngildir því að verðbólgan hafi lækkað úr 7,0 prósentum í 6,9 prósent síðastliðna 12 mánuði. Greiningardeildir viðskiptabankanna voru ekki á einu máli í spám sínum og gerðu ráð fyrir allt frá óbreyttri vísitölu neysluverðs á milli mánaða til 0,2 prósenta hækkunar og að verðbólga gæti farið niður í allt að 6,6 prósent. 12.1.2007 09:00
Fótboltatreyjur gefa gott spark Sportvörukeðjan JJB Sports skilaði ágætri jólasölu og auknum hagnaði miðað við sama tíma árið áður, þökk sé mikilli sölu á fótboltatreyjum vinsælustu félagsliðanna í ensku úrvalsdeildinni. Mesta salan liggur í treyjum Manchester Utd. en mikil ásókn hefur enn fremur verið í treyjur Liverpool. 12.1.2007 06:45
Evra sækir á dal í bókhaldi fyrirtækja Fyrirtæki sem gera vilja upp í erlendri mynt þurfa að sækja um það til ársreikningaskrár. Frá árinu 2002 hafa 167 fyrirtæki fengið slíka heimild, tæp 60 prósent í Bandaríkjadölum og tæpur þriðjungur í evrum. Fyrir ári var tæpur fjórðungur í evrum. 12.1.2007 06:30
OR fær lánshæfiseinkunn frá Moody"s Orkuveita Reykjavíkur hefur fengið lánshæfiseinkunnina Aa2 frá matsfyrirtækinu Moody"s og eru framtíðarhorfur fyrirtækisins sagðar stöðugar. 12.1.2007 06:30
Breyttur Hanza-hópur Bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa selt hlut sinn í Hanza-hópnum ehf. til Merlu ehf. Merla er félag í eigu Róberts Melax. 12.1.2007 06:30
Peningaskápurinn ... Norska blaðið Dagens Næringsliv rifjaði upp spár nokkurra sérfræðinga sem fengnir voru til að gefa ráð um hvaða félög myndu gefa besta ávöxtun árið 2006. Einn þessara sérfræðinga var Jan Petter Sissener, hinn litríki forstjóri Kaupþings í Noregi, og kom hann ágætlega út í samanburði við aðra. 12.1.2007 06:00
Kaupþing með nýtt verðmat á Össuri Greiningardeild Kaupþings hefur gefið út uppfært verðmat á stoðtækjafyrirtækinu Össuri samhliða birtingu afkomuspár fyrir fjórða ársfjórðung. Deildin spáir því að Össur muni skila þriggja milljóna dala eða 217,6 milljóna króna tapi á fjórða ársfjórðungi með fyrirvörum. Bankinn mælir með því að fjárfestar kaupi bréf í stoðtækjafyrirtækinu. 11.1.2007 16:52
Landsbankinn spáir 0,2 prósenta lægri verðbólgu Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverð hækki um 0,2 prósent á milli mánaða. Gangi spáin eftir lækkar verðbólga úr 7,0 prósentum í 6,8 prósent í þessum mánuði. Hagstofan birtir niðurstöður verðmælinga sinna í fyrramálið. 11.1.2007 16:45
Hagvöxtur í Þýskalandi tekur stökk Hagvöxtur í Þýskalandi jókst um 2,5 prósent í fyrra samanborið við 0,9 prósenta hagvöxt árið 2005. Hagvöxtur í Þýskalandi hefur ekki verið jafn mikill síðastliðin sex ár, samkvæmt upplýsingum þýsku hagstofunnar. 11.1.2007 16:25
Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum á evrusvæðinu. Greinendur leita nú vísbendinga hvort Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri, fylgi fordæmi peningamálanefndar Englandsbanka og hækki stýrivexti í febrúar eða mars. Stýrivextir á evrusvæðinu standa í 3,5 prósentum og hafa aldrei verið hærri 11.1.2007 13:40
Stýrivextir hækka í Bretlandi Englandsbanki ákvað í dag að hækka stýrivexti bankans um 25 punkta og verða stýrivextir í Bretlandi eftirleiðis 5,25 prósent. Ákvörðunin kom greinendum talsvert á óvart enda bjuggust flestir við að stýrivextir yrðu ekki hækkaðir fyrr en í næsta mánuði. Þeir höfðu engu að síður þrýst á um hærri vexti. 11.1.2007 12:34