Viðskipti innlent

Stofnfé SpKef á tilboðsmarkaði

Skipulögð viðskipti eru hafin með stofnfé Sparijóðsins í Keflavík.
Skipulögð viðskipti eru hafin með stofnfé Sparijóðsins í Keflavík.

Viðskipti með stofnfé Sparisjóðsins í Keflavík hófust á skipulögðum stofnfjármarkaði sparisjóðsins í gær. „Með tilboðsmarkaði og skýrum reglum um framkvæmd viðskipta með stofnfjárhluti, hæfi til kaupa og upplýsingagjöf til stofnfjáreigenda vill stjórn SpKef leitast við að gera viðskipti með stofnfé gagnsæ og tryggari fyrir stofnfjáreigendur,“ segir í tilkynningu á heimasíðu sparisjóðsins.

Þetta er annar markaður sinnar tegundar á Íslandi, en SPRON hefur starfrækt eigin stofnfjármarkað frá haustinu 2004.

Mikil viðskipti hafa verið með stofnfé í SpKef á gráa markaðnum að undanförnu og hefur gengi stofnfjárbréfanna hækkað um þriðjung á skömmum tíma. Þennan mikla áhuga má meðal annars rekja til skráningar Existu í Kauphöll Íslands á haustdögum. SpKef, sem átti þá þriggja prósenta hlut í Existu, bókfærði 3.840 milljónir króna í hagnað við skráninguna. Til samanburðar var eigið fé sparisjóðsins 4.662 milljónir króna um mitt síðasta ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×