Fleiri fréttir

Skipafélagsbréf í arð við skráning

Til greina kemur að hluthafar Burðaráss fái bréf í Eimskipafélaginu í arð þegar félagið verður skráð á markað. Þetta kom fram í ræðu Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórnarformanns Burðaráss í ræðu á aðalfundi félagsins. Eimskipafélagið er að fullu í eigu Burðaráss.

Olíuverð fór yfir 53 dollara

Heimsmarkaðsverð á olíu náði fjögurra mánaða hámarki í gær þegar verðið á tunnunni fór yfir fimmtíu og þrjá dollara. Að sögn sérfræðinga á olíumarkaði er ástæða hækkunarinnar aukin eftirspurn eftir olíu á heimsvísu.

Ráðinn forstjóri Húsasmiðjunnar

Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri markaðs-og sölusviðs Flugleiða eða Icelandair, hefur verið ráðinn forstjóri Húsasmiðjunnar í stað Árna Haukssonar. Steinn Logi hefur störf 11. mars næstkomandi. Hann segist hlakka til að takast á við nýja starfið og segir fyrirtækið öflugt og eigendur þess metnaðarfulla.

Undirbúa dómsmál vegna kaupanna

Samtök fjárfesta í Danmörku undirbúa dómsmál gegn fyrrverandi stjórn verslanakeðjunnar Magasin du Nord þar sem þau telja að smærri hluthafar félagsins hafi verið hlunnfarnir þegar nokkrir Íslendingar undir forystu Baugs keyptu meirihluta keðjunnar.

Reynir Baugur yfirtöku að nýju?

Baugur er talinn líklegur til að reyna nýja leið til að yfirtaka bresku matvælakeðjuna Somerfield Plc. samkvæmt heimildamanni Reuters-fréttastofunnar. Þar er ekki endilega átt við að hærra tilboð verði gert í keðjuna en það sem gert var í febrúar þegar Baugur bauð 190 pens á hlut.

Bílainnflutningur eykst um 30%

Innflutningur bifreiða jókst um rúm 30 prósent í fyrra miðað við árið 2003. Samkvæmt upplýsingum Umferðarstofu voru 16.500 bílar fluttir til landsins í fyrra en árið á undan voru 12.600 bílar fluttir til landsins.

Samskip í hóp hinna stærstu

"Þetta er vissulega afar stórt skref fyrir Samskip og stór biti að kyngja fjárhagslega en við erum fullir bjartsýni og teljum okkur hafa gert góð kaup," segir Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa erlendis, eftir að tilkynnt var að félagið hefði keypt hollenska gámafyrirtækið Geest North Sea Line.

Mikil aukning í bílainnflutningi

Á fyrstu tveimur mánuðum ársins voru 2.406 bílar nýskráðir hér á landi. Þetta er 63 prósentum meira en sömu mánuði í fyrra. Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að í heild verði um sextán prósent fleiri nýjar fólksbifreiðar skráðar en á árinu 2004.

"Group" í tísku

Á aðalfundi Flugleiða í næstu viku verður gerð tillaga um það að nafni fyrirtækisins verði breytt í FL Group. Flugleiðir verða því þriðja félagið í Kauphöllinni sem gera sams konar nafnabreytingu á mjög skömmum tíma.

Lyfjamarkaðurinn opinn öllum

Vegna umfjöllunar fjölmiðla um samkeppnisumhverfi og verðmyndun lyfja á Íslandi vill lyfjafyrirtækið Actavis taka fram að íslenski markaðurinn sé opinn öllum þeim sem sækist eftir að selja lyf á markaðnum og uppfylla skilyrði Lyfjastofnunar.

Hyggja á frekari fjárfestingar

Flugleiðir hyggja á frekari fjárfestingar erlendis og hefur félagið til þess 350 milljónir dollara í eigið fé. Þetta segir Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, í viðtali við þýska viðskiptadagblaðið <em>Handelsblatt</em>.

Auka hlut sinn í Árvakri

Frændgarður Kristins Björnssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, ræður nú tæplega 30 prósenta hlut í Árvakri, útgefanda Morgunblaðsins.

Magasin keypt og selt

:Nýir eigendur Magasin du Nord hafa ákveðið að nýta sér kauprétt á fasteign stórverslunarinnar við Kóngsins Nýjatorg. Magasin átti kauprétt að fasteigninni og var það lykillinn að kaupum íslenskra fjárfesta á fyrirtækinu.

Baugur íhugar formlegt boð

Baugur íhugar nú að bjóða á nýjan leik í verslanakeðjuna Somerfield og að þessu sinni með formlegum hætti. Frá þessu greindu breskir fjölmiðlar í gærkvöldi. Haft er eftir forsvarsmönum Baugs að félagið sé að endurmeta stöðuna varðandi Somerfield og hugsanlegt sé að tilboð verði lagt fram fljótlega.

Verðbólga hærri en hjá EES-ríkjum

Samræmd vísitala neysluverðs í ríkjum EES var 115,9 stig í janúar síðastliðnum og lækkaði um 0,5% frá desember, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Á sama tíma var vísitalan fyrir Ísland 129,5 stig og lækkaði hún um 0,4% frá fyrra mánuði. Frá janúar 2004 til janúar 2005 var verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, 2,0% að meðaltali í ríkjum EES en 2,7% á Íslandi.

Íhugar kaup á French Connection

Baugur stefnir að því að kaupa bresku tískufatakeðjuna French Connection sem rekur hundruð verslana víða um heim, samkvæmt fréttum í breska dagblaðinu <em>Daily Telegraph</em> í dag. Þar segir að íslenska fyrirtækið, sem þegar eigi verslanir á borð við Hamleys og Oasis í Bretlandi, hafi áhuga á að kaupa þrjú prósent í French Connection til að byrja með fyrir sem svarar til um rúmlega eins milljarðs íslenskra króna.

Kauphöllin áminnir Íbúðalánasjóð

Kauphöll Íslands hefur ákveðið að áminna Íbúðalánasjóð opinberlega fyrir brot á reglum Kauphallarinnar í tengslum við lánshæfismat á sjóðnum.

Kaupið heystakkinn

Ef ég hefði vitað um framtíðarárangur Warren Buffet 1973 þegar ég skrifaði A Random Walk Down Wall Street, þá hefði ég að sjálfsögðu ráðlagt fólki að fjárfesta í sjóð hans, Bekrshire Hathaway, frekar en í vísitölusjóði," segir Burton G. Malkiel, hagfræðiprófessor við Princeton, sem staddur er hér á landi í boði Íslandsbanka.

Krónan hefur kallað á stríð

Ný verðstefna sem kom til framkvæmda hjá Krónunni um helgina hefur hrint af stað verðstríði á matvörumarkaði, að sögn rekstrarstjóra fyrirtækisins. Talsmenn Bónuss og Nettó segja að ekkert verði gefið eftir. </font /></b />

KB banki hækkar vexti

KB banki hefur ákveðið að hækka vexti óverðtryggðra lána frá og með morgundeginum um allt að 0,3 prósentustig. Vaxtabreytingin er gerð í kjölfar tilkynningar Seðlabankans um hækkun stýrivaxta.

Mistök við pökkun greiðsluseðla

Við útskrift og pökkun greiðsluseðla VISA-reikninga í síðustu viku urðu þau mistök að íbúar í sama stigagangi fengu í sumum tilfellum greiðsluseðla annarra. Ekki er um sundurliðaða reikninga að ræða, aðeins heildarupphæð reikningsins. Í bréfi til korthafa biðst VISA innilegrar afsökunar og harmar mistökin sem eru sögð hafa orðið vegna breytinga á tækni og verklagi.

Vinningar DAS í peningum

Happdrætti DAS greiðir út í peningum til vinningshafa þó það sé óheimilt samkvæmt lögum.  Framkvæmdastjóri Happdrættis DAS, Sigurður Ágúst Sigurðsson, segir löggiltan endurskoðanda á vegum dómsmálaráðuneytisins samþykkja uppgjör happdrættisins. Bein fjárgreiðsla sé því með vitund ráðuneytisins og hafi tíðkast lengi.

Víkingar í jakkafötum

Íslenskir kaupsýslumenn og innrás þeirra í breskt viðskipalíf er umfjöllunarefnið í langri grein Lundúnablaðsins <em>Sunday Times</em> í dag og því velt upp hvernig þeir fari að þessu. Titill greinarinnar er „Víkingar í jakkafötum“.

Baugi ekki vandaðar kveðjurnar

65 starfsmönnum Magasínverslunarinnar í Álaborg í Danmörku hefur verið sagt upp í kjölfar þess að ákveðið hefur verið að loka versluninni þann 31. júlí næstkomandi. Danskir fjölmiðlar fara ekki fögrum orðum um hina nýju íslensku eigendur í dag og segja þá ekki fylgja eftir gömlum hefðum í rekstri sínum á Magasín-keðjunni en hún hafði verið í eigu Dana í 136 ár.

Magasin í Álaborg lokað

Ákveðið hefur verið að loka Magasin-vöruhúsinu í Álaborg en fyrirtækið er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta. Afkoma verslunarinnar hefur verið slök.

Kátir með aukna samkeppni

Framkvæmdastjóri Bónuss segist sallarólegur með verðlækkun Krónunnar í dag og jafnvel bara nokkuð kátur með aukna samkeppni. Þeir séu bara upp með sér að verslanakeðja á sama markaði þurfi að lækka sig um allt að 25% til að bjóða sambærilegt verð og Bónus.

3,6 milljarða sveifla vöruskipta

3,6 milljarða munur er á hagnaði á vöruskiptum við útlönd í janúar í ár og í sama mánuði í fyrra. Í sl. mánuði voru fluttar út vörur fyrir 14 milljarða króna og inn fyrir 17,3 milljarða króna. Vöruskiptin í janúar voru því óhagstæð um 3,3 milljarða en í janúar 2004 voru þau hagstæð um 0,3 milljarða á föstu gengi.

Olíuverð hækkar vegna vetrarhörku

Olíuverð stefnir í 52 dollara fatið á heimsmarkaði en hæst fór verðið í 55 dollara á síðasta ári. Vetrarharka í Bandaríkjunum er meginástæða þess að verðið hækkar auk þess sem leiðtogar OPEC-olíuframleiðsluríkjanna virðast sáttir við verðið og vilja ekki slá á það.

Icelandair pantar nýjar vélar

Icelandair hefur pantað tvær nýjar Boeing-787 Dreamliner þotur sem verða teknar í notkun á leiðum félagsins eftir fimm ár. Enn er verið vinna að lokahönnun þessarar flugvélagerðar sem spáð er miklum vinsældum, enda verður hærra til lofts og víðar til veggja en í nútímaþotum og þægindi því öllu meiri en farþegar hafa átt að venjast.

Eimskip og Faroe Ship sameinast

Eimskip og Faroe Ship í Danmörku hafa ákveðið að sameina félögin Eimskip Denmark A/S og Faroe Ship A/S undir nafninu Eimskip - Faroe Ship Denmark A/S. Breytingin er liður í þeirri þróun og stefnumótum hjá Eimskip á Norðurlöndunum að auka hagkvæmni í rekstri ásamt því að veita viðskiptavinum skilvirkari og betri þjónustu.

Methagnaður hjá Flugleiðum

Hagnaður Flugleiða á síðasta ári nam 3,4 milljörðum króna og ríflega þrefaldaðist frá árinu á undan. Er þetta er besta afkoma í sögu félagsins. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að heildarveltan hafi verið 43 í fyrra en það er fimm milljarða króna veltuaukning frá árinu áður.

Góður hagnaður hjá Eimskipi

Hagnaður Eimskips nam samtals 991 milljón króna í fyrr og jókst um 85 prósent miðað við árið á undan. Í fréttatilkynningu segir að góð afkoma endurspegli breytingar á skipulagi og rekstri Eimskips sem hafa að markmiði að bæta arðsemi félagsins, auka verðmæti þess og efla þjónustu við viðskiptavini.

Hagnaður Burðaráss 9,3 milljarðar

Burðarás hagnaðist um rúma 9,3 milljarða á síðasta ári. Þar af nam hagnaður af fjárfestingarstarfsemi 8.461 milljónum króna og segir í fréttatilkynningu að hann megi rekja til sölu á sjávarútvegsarmi félagsins í dótturfélögum Brims og mikillar hækkunar á innlendum hlutabréfamarkaði í fyrra. Innleystur hagnaður dótturfélagsins Eimskipafélags Íslands var 990 milljónir.

Avion opnar nýjar höfuðstöðvar

Íslenska fyrirtækið Avion Group er orðið stærst í rekstrarleigu flugvéla á heimsvísu en grunnur fyrirtækisins var lagður með sölu þjóðarþotunnar árið 1989. Nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins voru opnaðar í Bretlandi í dag.

Stjórn Somerfield hikar

Stjórn Somerfield ákvað á fundi sínum að hafna tilboði Baugs í fyrirtækið. Stjórnin taldi ekki rétt að svo komnu máli að hleypa Baugi að bókum fyrirtækisins án frekari vissu um framhaldið. Þetta mun ekki þýða að stjórnin hafi hafnað verðtilboði Baugs, en ótti virðist í stjórninni við að enda í svipaðri stöðu og stjórn Big Food Group gerði þegar áreiðanleikakönnun lækkaði verðið á félaginu.

Bauhaus til Íslands

Þýska lágvöruverslanakeðjan Bauhaus, sem verslar með byggingavörur, ætlar að opna stórverslun hér á landi eftir rúmt ár. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Bauhaus þegar tryggt sér lóð í Kópavogi fyrir um það bil 20 þúsund fermetra verslunarhús. Keðjan rekur 180 verslanir víða í Evrópu.

Úrvalsvísitalan farin að lækka

Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni er skyndilega farin að lækka eftir stöðuga hækkun frá áramótum, sem nemur ellefu prósentum. Í gær og í fyrradag lækkaði hún hins vegar um tæp fjögur prósent og í gær var mun meira af sölutilboðum en kauptilboðum í umferð sem bendir til að margir vilji losa sig við íslensk hlutabréf.

Olíuverð hækkar enn

Heimsmarkaðsverð á olíu náði þriggja mánaða hámarki í gær þegar verðið á tunnunni fór vel yfir 51 dollara. Ástæður hækkunarinnar eru sagðar kalt veður og hugsanlegur samdráttur í framleiðslu á olíu. Olíuverð er fimmtíu prósentum hærra nú en fyrir ári og sömu sögu er að segja um nær allar afurðir olíu.

Sóttvarnalæknir verðlaunaður

IcePro, samstarfsvettvangur um eflingu rafrænna samskipta, hefur ákveðið að sóttvarnalæknir hljóti IcePro-verðlaunin 2005 fyrir innleiðingu rafrænna skráninga bólusetninga frá heilsugæslustöðvum.

Söluþrýstingur í Kauphöll

Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni er skyndilega farin að lækka ört eftir að hafa hækkað um ellefu prósent frá áramótum og hefur nú myndast söluþrýstingur.

Litli hluthafinn í aðalhlutverki

Davíð tókst á við Golíat á aðalfundi Símans í gær og hafði verr. Fjármálaráðherra ræður 99 prósenta hlut í Símanum, en hávær minnihluti í birtingarmynd Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hélt uppi meirihluta umræðna á fundinum.

Meiður kaupir 16% í VÍS

Sterkur einkafjárfestir bættist í hóp samvinnufyrirtækja í eigendahópi VÍS með kaupum Meiðs á sextán prósenta hlut í félaginu </font /></b />

Launavísitalan hækkað um 6,6%

Launavísitalan í janúar hækkaði um 2,2%  frá fyrra mánuðiog var 261,1 stig. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan því hækkað um 6,6%. Launavísitala sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána í mars er 5710 stig.

Skeljungur hættir verslunarrekstri

Verslunarrekstur Skeljungs færist yfir til 10-11 verslanakeðjunnar frá og með 1. mars næstkomandi. Skeljungur hefur rekið svokallaðar Select-verslanir á sumum þjónustustöðvum sínum.

Bréf Actavis lækkuðu um 9%

Gengi bréfa í lyfjafyrirtækinu Actavis hefur lækkað um tæp 9% í Kauphöllinni í dag eftir að fyrirtækið kynnti ársuppgjör fyrir árið 2004. Niðurstöðurnar voru undir væntingum og ollu því vonbrigðum.

Sjá næstu 50 fréttir