Samskip í hóp hinna stærstu 3. mars 2005 00:01 "Þetta er vissulega afar stórt skref fyrir Samskip og stór biti að kyngja fjárhagslega en við erum fullir bjartsýni og teljum okkur hafa gert góð kaup," segir Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa erlendis, eftir að tilkynnt var að félagið hefði keypt hollenska gámafyrirtækið Geest North Sea Line. Með kaupunum verður sameinað fyrirtæki Samskipa og Geest eitt stærsta gámaflutningafyrirtæki í Evrópu. Mun rekstur Samskipa erlendis verða sameinaður rekstri Geest og segir Ásbjörn, sem verður stjórnarformaður hins nýja fyrirtækis, að tækifærin samfara kaupunum séu mörg. "Geest er mjög virt fyrirtæki í flutningageiranum og ég hef þegar fengið mikil jákvæð viðbrögð hvaðanæva að í Evrópu vegna þessara kaupa okkar. Fyrir það fyrsta þá féll flutninganet Geest afar vel að okkar kerfi og má segja að það hafi smellpassað. Þeir eru afar sterkir á Englandi í á Írlandi og við höfum verið að leita hófanna með viðskipti þar um hríð. VIð sjáum fyrir okkur aukin sóknarfæri þar og enn víðar og ég tel víst að kaupin opna ýmsar dyr sem ekki stóðu okkur opnar áður. Þess utan er fyrirtækið framarlega á tæknilega sviðinu og hafa til að mynda verið frumkvöðlar í flutningi á 45 feta gámum til að ná sem bestri samkeppnisstöðu gagnvart flutningabílum." Allur gámarekstur Samskipa að undanskildum íslandsflutningum verður undir hatti Geest en það verður engu að síður dótturfyrirtæki Samskipa. Áætlanir gera ráð fyrir að velta sameinaðs félags verði um 45 milljarðar króna með starfsemi í 19 þjóðlöndum auk umboðsmanna víðar. Eimskip var um tíma einnig í viðræðum um kaup á þessu hollenska fyrirtæki sem nú tilheyrir Samskipum en að sögn Baldurs Guðnasonar, forstjóra, var fallið frá kaupum þar sem verðhugmyndir Hollendinganna þóttu of háar. "Þarna er að ýmsu leyti um gott og framsækið fyrirtæki að ræða en þeir fóru fram á rúma 3.5 milljarða króna og það þótti okkur ekki fýsilegt en á móti kemur að áherslur okkar liggja ekki á sama stað og hjá Samskipum." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira
"Þetta er vissulega afar stórt skref fyrir Samskip og stór biti að kyngja fjárhagslega en við erum fullir bjartsýni og teljum okkur hafa gert góð kaup," segir Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa erlendis, eftir að tilkynnt var að félagið hefði keypt hollenska gámafyrirtækið Geest North Sea Line. Með kaupunum verður sameinað fyrirtæki Samskipa og Geest eitt stærsta gámaflutningafyrirtæki í Evrópu. Mun rekstur Samskipa erlendis verða sameinaður rekstri Geest og segir Ásbjörn, sem verður stjórnarformaður hins nýja fyrirtækis, að tækifærin samfara kaupunum séu mörg. "Geest er mjög virt fyrirtæki í flutningageiranum og ég hef þegar fengið mikil jákvæð viðbrögð hvaðanæva að í Evrópu vegna þessara kaupa okkar. Fyrir það fyrsta þá féll flutninganet Geest afar vel að okkar kerfi og má segja að það hafi smellpassað. Þeir eru afar sterkir á Englandi í á Írlandi og við höfum verið að leita hófanna með viðskipti þar um hríð. VIð sjáum fyrir okkur aukin sóknarfæri þar og enn víðar og ég tel víst að kaupin opna ýmsar dyr sem ekki stóðu okkur opnar áður. Þess utan er fyrirtækið framarlega á tæknilega sviðinu og hafa til að mynda verið frumkvöðlar í flutningi á 45 feta gámum til að ná sem bestri samkeppnisstöðu gagnvart flutningabílum." Allur gámarekstur Samskipa að undanskildum íslandsflutningum verður undir hatti Geest en það verður engu að síður dótturfyrirtæki Samskipa. Áætlanir gera ráð fyrir að velta sameinaðs félags verði um 45 milljarðar króna með starfsemi í 19 þjóðlöndum auk umboðsmanna víðar. Eimskip var um tíma einnig í viðræðum um kaup á þessu hollenska fyrirtæki sem nú tilheyrir Samskipum en að sögn Baldurs Guðnasonar, forstjóra, var fallið frá kaupum þar sem verðhugmyndir Hollendinganna þóttu of háar. "Þarna er að ýmsu leyti um gott og framsækið fyrirtæki að ræða en þeir fóru fram á rúma 3.5 milljarða króna og það þótti okkur ekki fýsilegt en á móti kemur að áherslur okkar liggja ekki á sama stað og hjá Samskipum."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira