Fleiri fréttir

Hægri vinstri snú

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Í leiðara laugardagsblaðsins vakti Morgunblaðið ástríðufulla athygli á hugvekju Péturs Gunnarssonar rithöfundar um þær ógöngur sem einkabílisminn hefur fyrir löngu leitt okkur út í.

Fílar í postulínsbúð

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Í götumynd lágreistra timburhúsa frá aldamótunum 1900 er falið brot af sögu þjóðarinnar.

Stjórnmálamönnum er sjálfrátt

Páll Baldvin Baldvinsson skrifar

Skipan í stöður hins opinbera laut lengst flokkslegum sjónarmiðum. Ráðamenn iðkuðu þann leiða leik að láta flokksskírteinin ráða, hundsuðu reynslu, virtu að vettugi hæfni og létu það duga að nýr starfsmaður hafði rétt tengsl við Flokkinn.

Dvínandi afli í Evrópu

Þorvaldur Gylfason skrifar

Evrópusambandið var í öndverðu reist á þeirri snjöllu hugmynd, að millilandaátök um náttúruauðlindir, einkum kol og stál, hefðu haft svo hörmulegar afleiðingar í álfunni, þar á meðal þrjár styrjaldir á sjötíu árum, að nauðsyn bæri til að færa þessar auðlindir undir sameiginlega yfirstjórn til að koma í veg fyrir frekari stríðsátök í Evrópu.

Flugeldaveislu hlýtur að ljúka

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Árið 2008 er gengið í garð með tilheyrandi sprengjugný og eldglæringum. Íslendingar létu ekki óveður á áramótum halda tiltakanlega aftur af sér í sprengigleði og björgunarsveitir og aðrir sem tekjur hafa af flugeldasölu geta unað glaðir við sitt.

Veður til að skapa

Þorsteinn Pálsson skrifar

Endurnýjun kjarasamninga er mikilvægasta og um leið eldfimasta verkefni sem við blasir í upphafi nýs árs. En það er kvika í því umhverfi sem þeir hrærast í sem leiða eiga þessa mikilvægu samninga til lykta.

Kossinn í Avignon

Einar Már Jónsson skrifar

Eins og lög gera ráð fyrir féll að lokum dómur á mál stúlkunnar sem smellti kossi á einlitt og mjallahvítt málverk eftir Cy Wombly, þannig að það var ekki einlitt og mjallahvítt lengur heldur kom á það eldrautt far eftir varalit.

Handhafar sannleikans

Jón Kaldal skrifar

Á árinu sem nú er að baki komst hlýnun jarðar af manna völdum á hvers manns varir og öðlaðist almenna viðurkenningu.

Nú árið er fokið

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Það er svo mikið rok þessa dagana að engu er líkara en að maður sé staddur á lokasíðu Hundrað ára einsemdar eftir Marquez.

Ísland á jaðrinum

Auðunn Arnórsson skrifar

Nú um áramótin fjölgar aðildarríkjum Evrópska myntbandalagsins um tvö, þegar Kýpur og Malta verða fjórtánda og fimmtánda landið sem taka upp evruna. Um þessi áramót verða jafnframt þau tímamót, að Slóvenía tekur við formennskunni í Evrópusambandinu, fyrst nýju aðildarríkjanna í mið- og austanverðri álfunni. Reyndar verður Slóvenía væntanlega eitt síðasta ríkið sem gegnir formennskuhlutverkinu í sambandinu með þeim hætti sem hefð hefur verið fyrir allt frá stofnun þess fyrir hálfri öld.

Árangur með samstilltu átaki

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Íslendingar aka nú að meðaltali nærri þremur kílómetrum hægar á klukkustund en þeir gerðu í fyrra. Meðalhraðinn samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar á tíu stöðum á hringveginum var í fyrra 97 km á klukkustund en er í ár 94,1.

Auðvald sem sat að svikráðum

Jón Kaldal skrifar

Fyrir réttum tveimur árum skrifaði Matthías Johannessen skorinorða ádrepu um nútímann í Lesbók Morgunblaðsins.

Skíðahöll rísi við Úlfarsfell

Páll Baldvin Baldvinsson skrifar

Síðustu sólarhringana fyrir hátíðar taka íslenskar fjölskyldur að búa sig til skíðaferða. Þær sækja burt úr skarkalanum og halda jól undir snævi þöktum brekkum, halda hátíð ljóssins í snjóbirtu og skemmta sér hátíðardagana á skíðum.

Skynsamlega unnið úr aðstæðum

Auðunn Arnórsson skrifar

Á komandi vori mun sveit franskra orrustuþotna taka sér í fyrsta sinn stöðu á Keflavíkurflugvelli og stunda æfingar í íslenzku lofthelginni um nokkurra vikna skeið.

Auðlindaskattur,réttlæti og laun: Lítil umræða

Þorsteinn Pálsson skrifar

Alþingi hefur að tillögu sjávarútvegsráðherra fellt tímabundið niður auðlindaskatt af þorskveiðiréttindum. Óveruleg umræða hefur farið fram um þessa breytingu. Skýringin er hugsanlega sú að hér er um að ræða tiltölulega hóflegan skatt.

Málæði er lýðræði

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Meðal þeirra skringistöðva í sjónvarpinu sem sú frábæra uppfinning fjarstýringin hefur gert manni kleift að staldra við á meðan aðrir heimilismeðlimir bregða sér frá er sú sem sendir frá Alþingi. Þar hef ég séð háttvirta þingmenn halda ræðu sem viðkomandi ræðumaður virtist ekki einu sinni sjálfur vera að hlusta á.

Togstreita réttinda og öryggis

Svanborg Sigmarsdóttir skrifar

Eitt sinn sagði Milan Kundera að réttindi byggist nú á kröfu einstaklingsins að þrár hans séu uppfylltar. Þegar nútímamaðurinn vilji eitthvað telji hann sig eiga heimtingu á því að eignast það. Til að ítreka mál sitt er lögð fram krafa á grundvelli mannréttinda.

Úrbótavilji í verki

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Skólakerfið hefur verið talsvert rætt undanfarnar vikur. Full ástæða er til að fagna því að umræða um þennan mikilvæga málaflokk eigi sér stað. Tilefni umræðunnar er annars vegar niðurstöður alþjóðlegu samanburðarkönnunarinnar sem kennd er við Pisa og birt var á dögunum og hins vegar frumvörp til laga um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla sem menntamálaráðherra lagði fram í þinginu um svipað leyti og niðurstöður samanburðarkönnunarinnar voru kynntar.

Samviskuveiki?

Þorsteinn Pálsson skrifar

Á liðnu vori var gerður samningur um yfirfærslu á vatnsréttindum ríkissjóðs í Þjórsá til Landsvirkjunar. Gera átti út um endurgjaldið á síðari stigum. Í reynd var um að ræða tilfærslu á eignarréttindum innan ríkiskerfisins. Ríkisendurskoðun hefur komist að þeirri niðurstöðu að gildi samningsins sé eftir fjárreiðulögum háð samþykki Alþingis.

Afbrot eða afrek?

Þorsteinn Pálsson skrifar

Tveir alþingismenn hafa að undanförnu borið stjórnarmenn í Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar þungum sökum. Þeir eru sagðir hafa brotið lög og misfarið með eignir ríkisins með því að selja þær vinum og vandamönnum undir markaðsverði á bak við tjöldin.

Koma óorði á fjöldann

Jón Kaldal skrifar

Fréttir undanfarinna vikna hljóta að vera þungbærar fyrir útlendinga á Íslandi. Það einfaldar örugglega ekki tilveru fjölmargra Pólverja og Litháa hér á landi þegar fréttir eru sagðar af því að landar þeirra hafi verið handteknir grunaðir um alvarlega glæpi.

Tekið í nauðhemilinn

Auðunn Arnórsson skrifar

Meðal umtöluðustu frétta utan úr heimi í liðinni viku var að hinar sextán leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hefðu komizt að þeirri niðurstöðu í sameiginlegri skýrslu, að stjórnvöld í Íran ynnu ekki markvisst að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum og hefðu raunar hætt því þegar árið 2003.

Auðmenn og almenningur

Björgvin Guðmundsson skrifar

Fólk mun ekki græða mikið á hlutabréfakaupum í ár. Hækkun á verði hlutabréfa stærstu fyrirtækja í Kauphöll Íslands, sem mynda úrvalsvísitöluna, hefur að mestu leyti gengið til baka.

Gæði kennslu og gæði náms

Íslenskir skólakrakkar skora heldur lágt á alþjóðlega prófinu þessa dagana. Þeir eru fyrir neðan meðaltal OECD-ríkjanna.

Skólinn í Skuggahverfi

Páll Baldvin Baldvinsson skrifar

Í gær var gengið frá samkomulagi milli Listaháskóla Íslands og Samson Properties um lóðaskipti á lóð í Vatnsmýri sem fráfarandi borgarstjórnarmeirihluti úthlutaði skólanum og lóðum sem Samson Properties hefur keypt upp á liðnum misserum við Frakkastíg milli Laugavegs og Hverfisgötu.

Glöð á góðum degi

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Andrúmsloftið í hátíðarsal Háskóla Íslands var þrungið spennu þegar skýrsla Þróunarstofnunar Sameinuðu Þjóðanna var kynnt í síðustu viku.

Til varnar vinstri grænum

Ég verð að taka upp hanskann fyrir vinstri græna í umræðunni um ræðutíma þingmanna.

Trúaruppeldi

Björgvin Guðmundsson skrifar

Umburðarlyndi og siðgæðisvitund verður ekki til í tómarúmi. Við þurfum að ræða gildi okkar og fræðast um sjónarmið annarra til að þroska með okkur lífsviðhorf sem við byggjum ákvarðanir okkar á.

Sjá næstu 50 greinar