Skammdegisþunglyndið 13. desember 2007 10:42 Veðurguðirnir kunna ekki að meta jólaskreytingarnar mínar í ár. Ég var ekki fyrr búinn að hengja upp útiseríurnar eftir samfelldum þakkantinum á góða húsinu mínu á bökkum Grafarvogs að mánudagshvellurinn reið yfir. Á að giska sextán rauðar ljósaperur sprungu í ofsanum. Seríur lágu eins og hráviði um allan garðinn. Upplýsti jólasveinninn minn ásamt fallega snjókarlinum hengu á lyginni uppi í runna; báðir slokknaðir. Eins og þetta hafi ekki verið nóg. Ég var ekki fyrr búinn að laga herlegheitin, skipta um perur og naglfesta skrautið að nýju, að fimmtudagshvellurinn reið yfir. Ég vaknaði upp við djöfulskapinn klukkan tvö í nótt. Seríurnar börðu húsið og vildu auðheyrilega komast í skjól. Enn var allt ónýtt, svona meira og minna. Þetta er gósentíð Húsamiðjunnar og annarra álíka búða. Veðurbarðir húsbændur vafra þar með höfuðin í herðakistlinum og kaupa sér enn fleiri kartún af jólaljósum. Þetta eru þögulir menn, giska þreyttir, svekktir og sumir reiðir. Ég veit ekki hvort það þarf að fresta jólunum vegna veðurs. Altént verða þetta ekki mjög upplýst jól. Það eru þrír veðurhvellir í kortunum næstu daga. Þrír, takk fyrir. 45 metrar á sekúndu í hviðunum. Ég ætla að láta draslið liggja um sinn. Eins og hráviði í garðinum. Lái mér hver sem vill. -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun
Veðurguðirnir kunna ekki að meta jólaskreytingarnar mínar í ár. Ég var ekki fyrr búinn að hengja upp útiseríurnar eftir samfelldum þakkantinum á góða húsinu mínu á bökkum Grafarvogs að mánudagshvellurinn reið yfir. Á að giska sextán rauðar ljósaperur sprungu í ofsanum. Seríur lágu eins og hráviði um allan garðinn. Upplýsti jólasveinninn minn ásamt fallega snjókarlinum hengu á lyginni uppi í runna; báðir slokknaðir. Eins og þetta hafi ekki verið nóg. Ég var ekki fyrr búinn að laga herlegheitin, skipta um perur og naglfesta skrautið að nýju, að fimmtudagshvellurinn reið yfir. Ég vaknaði upp við djöfulskapinn klukkan tvö í nótt. Seríurnar börðu húsið og vildu auðheyrilega komast í skjól. Enn var allt ónýtt, svona meira og minna. Þetta er gósentíð Húsamiðjunnar og annarra álíka búða. Veðurbarðir húsbændur vafra þar með höfuðin í herðakistlinum og kaupa sér enn fleiri kartún af jólaljósum. Þetta eru þögulir menn, giska þreyttir, svekktir og sumir reiðir. Ég veit ekki hvort það þarf að fresta jólunum vegna veðurs. Altént verða þetta ekki mjög upplýst jól. Það eru þrír veðurhvellir í kortunum næstu daga. Þrír, takk fyrir. 45 metrar á sekúndu í hviðunum. Ég ætla að láta draslið liggja um sinn. Eins og hráviði í garðinum. Lái mér hver sem vill. -SER.