Fleiri fréttir

Fækkun ráðuneyta

Þorsteinn Pálsson ritstjóri spurði um daginn beittrar spurningar í leiðara þessa blaðs. Úr því að Frökkum duga fimmtán ráðuneyti handa sextíu milljónum manns, hvers vegna þurfa Íslendingar tólf? Svarið blasir við.

Kvennaathvarf í aldarfjórðung

Samtök um kvennaathvarf verða 25 ára næstkomandi laugar­dag, 2. júní. Kvennaathvarfið tók svo til starfa hálfu ári síðar, í desember 1982. Fyrsta kvennaathvarfið var stofnað í Bretlandi í upphafi áttunda áratugarins en hugmyndin breiddist hratt út og hefur skotið rótum í vestrænu samfélagi.

Þróun og ábyrgð

Það er ósmátt áfall fyrir lítið byggðarlag þegar burðar­ás atvinnulífsins leggur upp laupana. Í húfi er ekki aðeins atvinna fjölda fólks. Eignir þess eru einnig í uppnámi. Lokun sjávarútvegsfyrirtækisins Kambs á Flateyri er að því leyti meiri tíðindi en önnur af svipuðum toga.

Hvað veldur?

Kynferðislegt ofbeldi gegn konum á Íslandi fer vaxandi, samkvæmt ársskýrslu Stígamóta sem greint er frá hér í Fréttablaðinu í dag. Stingur í stúf sú gífurlega aukning sem er á nauðgunum auk þess sem hópnauðgunum hefur fjölgað. Ofbeldismennirnir eru jafnframt fleiri.

Skapandi stjórnmál

Ef marka má upphafið ætlar Nicolas Sarkozy að reynast margbrotnari forseti en margir töldu. Það hefur komið mörgum á óvart að hann skipaði Bernard Kouchner sem utanríkisráðherra. Kouchner er stofnandi samtakanna Læknar án landamæra, nýtur mikillar virðingar, en er til vinstri í stjórnmálum...

VG gerir Samfylkingunni tilboð

Nýr þingmaður VG og náinn vinur Steingríms J. segir að VG og Framsókn séu sammála um að leggja til við forsetann að Ingibjörg Sólrún fái umboð til stjórnarmyndunar með myndun þriggja flokka R-listastjórnar fyrir augum....

Ný viðreisn

Það er sagt að Geir og Ingibjörgu Sólrúnu ætti að reynast hægðarleikur að mynda ríkisstjórn. Það er þó ekki alveg víst. Maður gengur út frá því að þetta verði stjórn sem byggir á jöfnum skiptum, flokkarnir fái jafn mörg ráðuneyti og að stjórnarsáttmálinn verði nokkuð jöfn málamiðlun. En hvað fær Samfylkingin fyrir sinn snúð?

Tvö þingsæti í forgjöf

Lýðræði er meðal snjöllustu uppátækja mannsins ásamt blönduðum markaðsbúskap, eldinum, hjólinu og hjónabandinu. Höfuðkostur lýðræðisins er ekki sá, að þannig fái kjósendur ævinlega beztu stjórnina, sem völ er á, því að það gerist ekki alltaf í kjölfar kosninga. Nema hvað: sitt sýnist hverjum um það, hvers konar stjórn hentar bezt á hverjum tíma.

Kjósendur eru bjánar

Þegar kjósendur tala, þá er betra að svara með auðmýkt en hroka. Annars er eins og menn séu að segja að þeir séu bjánar. En líklega var þetta fólk úr öðrum flokkum sem kaus Sjálfstæðisflokkinn til þess eins að geta strikað út Björn Bjarnason...

Framsókn hikar – Vinstri grænir tilbúnir

Framsókn hikar og Sjálfstæðisflokkurinn hikar líka. Innan beggja flokkanna er andstaða gegn því að treina stjórnarsamstarfið áfram. Hversu mikil alvara er í viðræðum Geirs við framsóknarmenn? Kann að vera að hann viti að þetta sé vonlaust...

Framsókn áfram í ríkisstjórn

Þingmenn Framsóknar eru ekki nema sjö. Það gæti verið praktískt erfitt fyrir flokkinn að starfa í ríkisstjórn. En á því er lausn. Ráðherrar flokksins munu ekki setjast á þing, heldur verður kallað á varamenn. Þannig komast líka fleiri framsóknarmenn að...

Traust Geirs

Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstrihreyfingin grænt framboð eru sigurvegarar kosninganna. Segja má að í því séu fógin nokkuð þverstæðukennd skilaboð frá kjósendum. Kaldi veruleikinn er hins vegar sá að ríkisstjórnin hélt velli og stjórnarandstöðunni mistókst ætlunarverk sitt.

Kvöldið eftir kosningar

Þetta er vandasamt spil. Flokksleiðtogar verða að sýna áhuga, en samt ekki of mikinn. Þá virkar það eins og þeir séu á útsölu. En þeir verða líka að passa sig á að missa ekki af tækifærinu. Ljóst er að bæði Vinstri grænir og Samfylkingin þrá að komast í stjórn...

Stórt kosningasilfur

Kosningarnar verða gerðar upp í Silfri Egils í dag. Meðal gesta í þættinum eru Þorgerður Katrín, Össur, Ögmundur, Margrét Sverris, Hannes Hólmsteinn, Gunnar Smári, Hallgrímur Helgason, Björn Ingi og Jón Magnússon...

Ef ég tek ofan flokksgleraugun

Kosningabaráttan hefur verið um margt skemmtileg. Og fróðleg. Þú hittir mann og annan, kynnist kjörum fólks, lífsháttum og skoðunum. Stundum nöldrinu en langoftast hreinskilni og kurteisi. Íslendingar eru dannað fólk.

Kvöldið fyrir kosningar

Hér er smá stöðutékk kvöldið fyrir kosningar en síðar í greininni eru vangaveltur um stjórnarmyndun að þeim loknum. Niðurstaðan er að líklegustu kostirnir séu Sjálfstæðisflokkur og Samfylking eða Samfylking, VG og Framsókn...

Kosningavíxlar?

Starfsfélagar mínir í Íslandi í dag tóku saman eftirfarandi lista yfir loforð ráðherra síðasta misserið og nú er spurt hvort þetta séu kosningavíxlar? Þið verðið að dæma um það sjálf. Vinstri græn vilja banna stór loforð ráðherra síðustu mánuði fyrir kosningar – ætli sé ástæða til þess?

Tækifærið er núna

Góð menntun er undirstaða fjölbreyttrar atvinnu og öflugs samfélags. Íslendingar eiga enn mörg verkefni óunnin í menntun landsmanna. Þar skiptir miklu að hugmyndir okkar Vinstri–grænna um fjölbreytni og menntun verði hafðar að leiðarljósi. En hvaða tækifæri eru framundan í íslenskum menntamálum?

Stjórnmálaviðhorfið

Eins og stendur aukast líkurnar á að Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin myndi stjórn dag frá degi. Maður heyrir að sjálfstæðismenn eru unnvörpum að komast á þá skoðun að það sé raunhæfasti kosturinn. Þeir voru dálítið heillaðir af Vinstri grænum en svo hugsuðu þeir sig aðeins betur um...

Mál málanna

Óréttmætt er að halda því fram að umræður um menntastefnu og rannsóknir hafi með öllu verið skugga megin í kosningabaráttunni. Þær hafa eigi að síður verið minni en efni standa til. Hvers vegna þarf að ræða þessi viðfangsefni öðrum fremur?

Kosið um velferðina

Allt tekur enda, líka þessi skrif mín í Fréttablaðið. Samkomulag hefur orðið á milli ritstjórnar og mín um að þetta verði síðasta grein mín í þennan fastadálk – og kannski tími til kominn. Við, á mínum aldri, sem erum svo heppin að eiga barnabörn, horfum á þau og hugsum hvað tíminn líði hratt, mér áskotnaðist önnur mælistika um hraða tímans þegar það rann upp fyrir mér að ég hef haldið þessum skrifum úti í þrjú ár – kannski tími til kominn að hætta.

Hvað á að endurbyggja?

Annars vegar er bílastæðisminn með sinn groddaskap og hins vegar ofstækisfull verndunarsjónarmið. Við þurfum aðeins meira loft í þessa umræðu...

Tímabært framtak

Það er fagnaðarefni að ráðizt skyldi í að móta með þessum hætti heildstæða stefnu fyrir Íslands hönd í alþjóðlegum mannréttindamálum.

Raunaleg saga vinstri flokka, stórhýsi í bænum, Framsókn grætir lítið barn

Ef úrslit kosninganna verða þau að ríkisstjórnin heldur velli og Samfylkingin og VG þurfa að eyða enn einu kjörtímabili í stjórnarandstöðu, munu þessir flokkar þurfa að endurskoða hernaðarlist sína gjörsamlega. Annars blasir við að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar verði eilífðarvél.

Monthús og mannvirki

Að stækka styttuna af Ingólfi Arnarsyni á Arnarhóli í Frelsisstyttustærð og hafa útsýnispall í spjótinu er einhver allra flottasta tillaga sem opinber hugmyndasamkeppni um skipulagsmál hefur getið af sér.

Framtíðin

Núna stendur yfir kosningabarátta þar sem stjórnmálaflokkar demba yfir okkur slagorðum og auglýsingum í örfáar vikur sem eiga að fá okkur til að gleyma öllu því sem hefur gerst á Íslandi undanfarin fjögur ár.

Húsverkin aftur í umræðuna

Hugmyndir unglinga um kynhlutverk eru íhaldssamari nú en þær voru árið 1992. Þetta þýðir að unglingar í dag eru líklegri til að finnast sjálfsagt að konur sjái um heimilisverk eins og að þvo þvotta og þrífa híbýli en þeir voru fyrir hálfum öðrum áratug.

Tilgangurinn með þessu

Brasilíski rithöfundurinn Paulo Coelho segir snjalla sögu. Ferðalangur kemur til Dresden skömmu eftir seinni heimsstyrjöld og sér þrjá menn að vinnu í borgarrústunum. „Hvað eruð þið að fást við?“ spyr komumaður. „Ég er að flytja steina,“ svarar sá fyrsti.

Hlutverk forsetans

Nú í aðdraganda alþingiskosninga hafa sést og heyrst bollaleggingar um hugsanleg áhrif forseta Íslands, ef til myndunar nýrrar ríkisstjórnar kemur að þeim loknum. Sú umræða hefur vakið upp það álitaefni hvort hætta geti verið á að forsetinn beiti sér fyrir niðurstöðu öndvert við lýðræðislegan vilja kjósenda.

Íslandshreyfingin fer á taugum, tópasbyltingin, starfslok Bjarna, gamli Moggi

Væntingarnar voru talsverðar og vonbrigðin því mikil. Liðsmenn Íslandshreyfingarinnar virðast aðallega fá útrás með því að ráðast á fjölmiðlamenn. Margrét Sverrisdóttir skrifar grein þar sem hún úthúðar fjölmiðlamönnum, finnur umfjöllun þeirra um kosningarnar allt til foráttu...

Burt úr borginni

Á mánudaginn síðasta var greint frá því í Fréttablaðinu að fólk af Reykjavíkursvæðinu festi sér húsnæði í auknum mæli á Reykjanesinu. Ástæðurnar fyrir því eru nokkrar. Meðal annars uppbygging í Reykjanesbæ sem gerir svæðið að góðum valkosti og tvöföldun Reykjanesbrautarinnar sem auðveldar allar samgöngur.

Ekki má rýra traust sem byggt hefur verið upp

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Nokkur tímamót urðu hjá Glitni banka í byrjun vikunnar. Breytingarnar koma í kjölfar breytinga á eignarhaldi bankans í byrjun apríl þegar Karl Wernersson og Einar Sveinsson seldu í bankanum hlutabréf fyrir rúma 70 milljarða til Baugs og viðskiptafélaga.

Sjá næstu 50 greinar