Fastir pennar

Kosningavíxlar?

Starfsfélagar mínir í Íslandi í dag tóku á þriðjudaginn saman eftirfarandi lista yfir loforð ráðherra síðasta misserið og nú er spurt hvort þetta séu kosningavíxlar? Þið verðið að dæma um það sjálf. Vinstri græn vilja banna stór loforð ráðherra síðustu mánuði fyrir kosningar - ætli sé ástæða til þess?



1. Nýr samningur um starfsskilyrði sauðfjárræktar

Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra undirrita samning um starfsskilyrði sauðfjárræktar á Íslandi. Samningurinn til 6 ára og kostnaður amk. kr. 19.635.000.000,- vísitölutryggt (um 25 mia framreiknað).

Samningurinn á Word-formi (56 KB): Samningur um starfsskilyrði

sauðfjárræktar



http://www.landbunadarraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/814




11.1.2007

2. Samningur um kennslu og rannsóknir við Háskóla Íslands

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra undirritar samning við

Háskóla Íslands upp á 3.000.000.000,- í lok samningstímabilsins, árið 2011.

http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Frettatilkynningar/nr/3849



14.11.2006

3. Samkomulag um eflingu íslenskrar kvikmyndagerðar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og Árni M. Mathiesen,

fjármálaráðherra undirrita samning til næstu fjögurra ára um eflingu

íslenskrar kvikmyndagerðar. Eykst úr 372 milljónum í 700 milljónir á ári

árið 2010. Viðbót samtals um 982 milljónir kr.



http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Frettatilkynningar/nr/3784




3.1.2007

4. Menntamálaráðherra og Akureyrarbær undirrita þriggja ára samning um

menningarmál á Akureyri

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og Kristján Þór

Júlíusson, þáverandi bæjarstjóri á Akureyri og núverandi 1. maður á lista

Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum undirrita þriggja ára samning um

menningarmál á Akureyri. Alls upp á kr. 360.000.000,- frá ríki fyrir

2007-2009.



http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Frettatilkynningar/nr/3836




12.12.2006

5. Börn styðja börn

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra setur af stað sérstakt

þróunarverkefni í Úganda og Malaví. Kostnaður er kr. 110.000.000,- á ári,

verkefnið er til tveggja ára svo um er að ræða kr. 220.000.000,-



http://www.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/frettatilkynningar/nr/3332




8.1.2007

6. Þjónustusamningur um málefni fatlaðra á Eyjafjarðarsvæðinu

Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra undirritar þjónustusamning til

þriggja ára um málefni fatlaðra á Eyjafjarðarsvæðinu. Rúmir 2,2 milljarðar

króna + 95 milljónir fyrir geðfatlaða.

http://www.felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3052



20.12.2006

7. Samningur um þjónustu við fatlaða á Norðurlandi vestra

Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra gerir þjónustusamning til 6 ára milli

ráðuneytis síns og samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra, í kjördæmi

ráðherrans upp á 1900 milljónir.



http://www.felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3027




28.12.2006

8. Samið um aukna þjónustu við Bláa lónið

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra semur við Bláa Lónið um þjónustu

við psoriasis- og exemsjúklinga, kr. 45.000.000,- á ári til 6 ára =

2.700.000.000 kr. + 25.000.000,- kr. styrks til rannsókna á ári eða

100.000.000,- kr. á fjórum árum.

http://www.heilbrigdisraduneyti.is/frettir/nr/2366



27.03.2007

9. Þróunarsjóður innflytjenda stofnaður

Magnús Stefánsson tilkynnir um stofnun Þróunarsjóðs innflytjenda á

íbúaþingi á Ísafirði, kjördæmi ráðherrans. Úr sjóðnum skal veita 10.000.000

kr. árlega auk þess sem ráðherra tilkynnti um að ráðist verði í sérstök

tilraunaverkefni í Bolungarvík og Fjarðarbyggð, kostnaður ekki tilgreindur.

Ef aðeins er miðað við næstu 4 ár er ráðherra að lofa hér 40.000.000,- auk

tilraunaverkefnisins.



http://felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3144




27.03.2007

10. Ferðasjóður íþrótta

Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að koma á fót ferðasjóði íþróttafélaga í

samræmi við tillögur nefndar sem menntamálaráðherra fól að fjalla um

ferðakostnað íþróttafélaga. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar felur í sér að

stefnt verði að því að framlag til sjóðsins verði 90 m.kr. á ársgrundvelli

og að því marki verði náð á þremur árum. Framlagið verði þannig 30 m.kr.

árið 2007, 60 m.kr. árið 2008 og 90 m.kr. árið 2009 og 2010 eða samtals

270.000.000 á næstu 4 árum.

http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Frettatilkynningar/nr/4006



12.02.2007

11. Samgönguáætlun 2007-2018

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra kynnti samgönguáætlun 2007-2018 á

Ísafirði, kjördæmi ráðherrans, sama dag og henni var dreift á Alþingi.

Heildartekjur og framlög til samgönguáætlunar verða 381,4 milljarðar króna.

http://samgonguraduneyti.is/frettir/nr/1132



01.02.2007

12. Hert umferðareftirlit - átak til tveggja ára

Sturla Böðvarsson, samgöngumálaráðherra hefur ákveðið að umferðareftirlit

lögreglunnar verði stóraukið á næstunni með öflugri tækjabúnaði. 218

milljónum verður veitt í sjálfvirkt hraðaeftirlit á þjóðvegum næstu tvö

árin.

https://secure.fmv.is/MediaMonitoring/MediaLookup/ViewScriptPublic.aspx?script=399444



06.02.2007

13. Iðnaðarráðuneytið - 3ja ára samningur við Vistorku

Iðnaðarráðuneytið hefur gert samning við Vistorku um 225.000.000 kr. á

næstu þremur árum um stuðning sem tryggir samfellu í vetnisrannsóknum.

http://secure.fmv.is/MediaMonitoring/_output/attachments/6.2.2007

/401337_633063324261375542.pdf




23.03.2007

14. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - hækkun um 1.4 mia til næstu 2ja ára

Árni Mathiesen, fjármálaráðherra og Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra

hafa undirritað viljayfirlýsingu um helmings hækkun framlaga í Jöfnunarsjóð

sveitarfélaga, úr 700 í 1.400 milljónir á ári næstu tvö ár.

http://secure.fmv.is/MediaMonitoring/_output/attachments/23.3.2007

/424239_633102566534503332.pdf




27.03.2007

15. Vesturfarasetrið - 5 ára samningur

Vesturfarasetrið á Hofsósi fær tæplega 140 milljóna króna framlag úr

ríkissjóði næstu 5 árin samkvæmt samningi sem var undirritaður í dag.

http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/2573



22.03.2007

16. Samningur Utanríkisráðherra við Háskólann á Akureyri

Utanríkisráðherra hefur undirritað samstarfssamning við Háskólann á

Akureyri, í kjördæmi ráðherrans, um fjárhagslegan og faglegan stuðning við

meistaranám í heimskautarétti við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á

Akureyri. Samkvæmt samningnum mun utanríkisráðuneytið leggja fram samtals 18 milljónir króna á næstu þremur árum.

http://www.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/frettatilkynningar/nr/3561



08.03.2007

17. Samningur við Utanríkisráðuneytisins við Landsnefnd UNIFEM

Samstarfssamningur utanríkisráðuneytisins og Landsnefndar UNIFEM gildir í

þrjú ár, frá 2007 til 2009 og hljóðar upp á 15.000.000 kr.

http://www.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/frettatilkynningar/nr/3534



30.04.2007

18. Félagsmálaráðherra semur um búsetuúrræði fyrir fatlaða í Þingeyjasýslum

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og BergurElías Ágústsson sveitarstjóri

undirrituðu í dag þjónustusamning um málefni fatlaðra og samkomulag um ný búsetuúrræði og eflingu dagþjónustu og dagvist fyrir geðfatlað fólk í

Þingeyjarsýslum. Samningurinn er til þriggja ára og samningsfjárhæð er

liðlega 280 milljónir króna.

http://www.felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3289

30.04.2007

19. Félagsmálaráðherra semur um búsetuúrræði fyrir fatlaða á Austurlandi

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Soffía Lárusdóttir,

framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Austurlandi (SAUST),

undirrituðu í dag samkomulag um verkefni til að fjölga búsetuúrræðum og

efla dagþjónustu og dagvist fyrir geðfatlað fólk á Austurlandi.

Samkomulagið er gert í samræmi við átak í þjónustu við geðfatlað fólk,

stefnu og framkvæmdaáætlun ráðuneytisins 2006-2010. Samkomulagið felur í sér að félagsmálaráðuneytið ver samtals 70,8 milljónum króna á árinu 2007 til þess að styðja verkefni gagnvart geðfötluðu fólki á Austurlandi.

http://www.felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3287

30.04.2007

20. Félagsmálaráðherra gerir samning um þjónustu við fatlaða á Hornafirði

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri

undirrituðu í morgun þjónustusamning milli félagsmálaráðuneytisins og

Sveitarfélagsins Hornafjarðar um þjónustu við fatlaða. Síðastliðin tíu ár

hefur slíkur samningur verið í gildi milli þessara aðila. Þessi nýi

samningur er að fjárhæð 26,7 milljónir króna og gildir til sex ára, allt

til ársins 2012.



http://www.felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3286


10.11.2006

21. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra - frumvarp um hækkun bóta til örorku- og ellilífeyrisþega.

Hækkun bóta til elli- og örorkulífeyrisþega kostar 27 milljarða króna fram

til ársins 2010, samkvæmtlagafrumvarpi sem heilbrigðisráðherra mælti fyrir

í gær.

http://www.althingi.is/altext/133/s/0353.html



27.04.2007

22. Menningarsamningur menntamálaráðherra við Eyþing

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra undirritaði samninginn

f.h. ríkisins en Björn Ingimarsson, formaður sveitarfélaganna í Eyþingi,

undirritaði samninginn fyrir hönd sveitarfélaganna. Framlög ríkisins til

samningsins verða 25 m.kr. á árinu 2007, 30 m.kr. árið 2008 og 31 m.kr .

árið 2009.

http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Frettatilkynningar/nr/4054

07.04.2007

23. Menningarsamningur menntamálaráðherra við Hvalasafnið

Samningur til tveggja ára um fjárframlög að upphæð 20 milljónir á

samningstímanum.

http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Frettatilkynningar/nr/4049

27.04.2007

24. Háskólinn á Akureyri fær 100 milljónir til að hefja framkvæmdir við IV

áfanga byggingarinnar á Sólborg

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur tilkynnt að

ríkisstjórnin hafi ákveðið að verja 100 milljónum króna til að hefja

framkvæmdir við IV áfanga byggingarinnar á Sólborg á árinu 2007. Heildarkostnaður við byggingu IV áfanga ásamt lóðaframkvæmdum er áætlaður um 700 milljónir króna og stefnt er að því að verkinu verði lokið á þremur árum.



http://www.unak.is/?m=news&f=viewItem&id=90




01.02.2007

25. Samningur ríkisins um dreifingu Rúv um gervihnött

Báðum útvarpsrásum Ríkisútvarpsins og Sjónvarpinu verður endurvarpað um

gervihnött frá og með 1. apríl. Við það geta útsendingar Ríkisútvarpsins

náðst um allt land og miðin, sem og víða í útlöndum. Skrifað var undir

þríhliða samkomulag þessa efnis í dag milli Ríkisútvarpsins, Fjarskipasjóðs

og gervihnattafyrirtækisins Telenor. Áætlaður heildarkostnaður við

verkefnið er um 150 milljónir króna á næstu þremur árum og veitir

fjarskiptasjóður fé til þess í samræmi við markmið fjarskiptaáætlunar.

https://secure.fmv.is/MediaMonitoring/MediaLookup/ViewScriptPublic.aspx?script=399416



2.5.2007

26. Menningarsamningar við landshluta

Menningarsamningar undirritaðir - Sturla Böðvarsson kemur færandi hendi með samninga við Vestfirði og Norðurland vestra fyrir árin 2007, 2008 og 2009 samtals upp á 190 milljónir króna.

Menningarsamningar menntamálaráðuneytis og samgönguráðuneytis við

sveitarfélög á Vestfjörðum og sveitarfélög á Norðurlandi vestra voru

undirritaðir í gær.

http://www.samgonguraduneyti.is/frettir/nr/1199

Menningarsamningur við Suðurland verður undirritaður í dag og við Suðurnes á næstu dögum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×