Fleiri fréttir

Útivist í borgarumhverfi

Hjálmar Sveinsson skrifar

Það eru magnaðir tímar sem við lifum. Þótt komið sé fram í miðjan janúar er varla kominn vetur á höfuðborgarsvæðinu. Einstök tíð til útivistar. Reykvíkingar hafa svo sannarlega kunnað að njóta þess.

Aukabúgrein

Magnús Guðmundsson skrifar

Fyrsta skrefið að framförum er oftar en ekki fólgið í skilningi.

Tómt

Berglind Pétursdóttir skrifar

Ég skellti mér út að borða með vinkonum mínum um daginn.

Traust er forsenda góðs samstarfs

Elín Björg Jónsdóttir skrifar

Ástæða er til að óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í þeim mörgu mikilvægu verkefnum sem framundan eru á þessu kjörtímabili.

Heim í hús

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Oft er talað um að æðsta skylda formanns Sjálfstæðisflokksins sé að halda liðinu saman – gagnstætt því sem manni virðist stundum að leiðtogum jafnaðarmanna á Íslandi þyki brýnasta verkefni sitt: að halda liðinu sundruðu.

Stærsta málið

Kristín Þorsteinsdóttir skrifar

Upp úr aldamótum ákvað Gordon Brown, þáverandi fjármálaráðherra Bretlands, að skattaálögur skildu lækkaðar á dísilbíla en hækkaðar á bensínbíla. Stýra átti Bretum í þá átt að kaupa frekar dísilbíla en bensínbíla, enda voru vísindamenn almennt sammála um að þeir fyrrnefndu væru umhverfisvænni.

Góðlátlegar lygar, að eilífu, amen

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Í svefnherberginu mínu er kommóða sem fyllir mig í senn fjörgandi gleði og lamandi harmi. Kommóðan er barmafull af barnafötum sem sjö mánaða sonur minn er að mestu vaxinn upp úr. En þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að grisja skúffurnar og búa til pláss fyrir föt sem passa liggur framtíðarfatnaður drengsins vegalaus

Offita fyrr og nú

Óttar Guðmundsson skrifar

Í Egilssögu er sagt frá landnámsmanni sem Ketill hét, blundur. Sonur hans, Geir hinn auðgi, kvæntist Þórunni, systur Egils Skallagrímssonar. Þau eignuðust synina Blund-Ketil, Þorgeir blund og Þórodd hrísablund. Ég hélt alltaf að þessi fjölskylda hefði þjáðst af svefnsýki en

Einsdæmi

Hörður Ægisson skrifar

Ef ríkið fengi í dag afhenta ávísun upp á 400 milljarða, væri hagsmunum þess best borgið ef þeim fjármunum yrði ráðstafað til fjárfestinga í hlutabréfum í íslenskum bönkum?

Vandvirk vandlæting

Hildur Björnsdóttir skrifar

Það er átakanlegt að lesa athugasemdakerfi vefmiðla. Stundum svolítið skemmtilegt en aðallega átakanlegt. Sóðaleg uppröðun orða vefst ekki fyrir mannskapnum.

Brexit – hvert skal haldið?

Árni Páll Árnason skrifar

Í hinni frægu barnabók Lísu í Undralandi spyr Lísa köttinn hvert hún eigi að fara. Kötturinn svarar að það fari nú eftir því hvert hana langi að komast. Það má segja að staða bresku ríkisstjórnarinnar nú, við undirbúning Brexit-viðræðna við Evrópusambandið (ESB), vekji í huga áhorfandans ákveðnar hliðstæður við samræður Lísu og kattarins.

Til hamingju með daginn

Þórlindur Kjartansson skrifar

Eftir að ég heyrði fyrst um þá hjátrú að það væri sérstakur óheilladagur þegar þrettánda dag mánaðarins ber upp á föstudag þá fylltist ég alltaf óttablandinni eftirvæntingu þegar dagatalið raðaðist með þessum hætti.

Haraldur Bessason og vesturíslenska

Kristín M. Jóhannsdóttir skrifar

Nú í ár eru liðin þrjátíu ár frá því Haraldur kvaddi íslenskudeildina í Manitoba og gerðist rektor hins nýstofnaða háskóla á Akureyri. Það að skólanum lánaðist að fá Harald til þess að standa í brúnni á fyrstu mótunarárunum hefur óneitanlega haft áhrif á það hvernig skólinn þróaðist og dafnaði og því er það eðlilegt að nú þegar haldið er upp á þessi fyrstu þrjátíu ár hefjist afmælisárið með málþingi helguðu Haraldi Bessasyni og mótunarárum skólans. Þingið fer fram í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri, frá þrjú til fimm, föstudaginn 13. og er öllum opið.

Listamannalaun – hví þessi læti?

Guðmundur Edgarsson skrifar

Nú er í gangi hin árlega umræða um listamannalaunin. Nokkur hundruð listamenn fengu nefnilega úthlutað styrk úr listamannasjóði fyrir nokkru. Allmargir, sér í lagi frjálshyggjumenn, keppast við að gagnrýna þessa styrki

Trump og King

Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Undanfarið kosningamisseri bjó ég í Atlanta í Georgíu og las við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Emory háskóla. Það var merkileg reynsla að fylgjast með umræðum og viðbrögðum samnemenda minna við hvert fótmál forsetakosninganna og þegar úrslitin urðu ljós var mörgum svo brugðið að sorg og reiði brast út

Grænu skrefin

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Umhverfisvernd fær býsna veigamikinn sess í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur líklega aldrei áður átt aðild að ríkisstjórn þar sem umhverfisvernd er gert jafn hátt undir höfði.

Grátt silfur og sjálfsmörk

Þorvaldur Gylfason skrifar

Sumar stjórnarmyndanir eru misráðnar, t.d. myndun ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen 1980. Efnahagsmálin voru þá í enn meiri ólestri en jafnan fyrr. Verðbólgan hafði verið 45% árið áður, 1979. Sparifé landsmanna stóð í björtu báli enda var verðtryggingu þá ekki til að dreifa.

Heiðarleg uppskera

Frosti Logason skrifar

Eitt mikilvægasta veganestið sem ég var sendur með út í lífið voru þau einföldu sannindi að besta leiðin til að forðast vandræði væri að segja aldrei ósatt.

Nokkrar hugleiðingar listamannalaunþega

Greta Salóme skrifar

Það er þessi árstími aftur. Listamannalaunin eru tilkynnt sem og viðtakendur þeirra og umræðan fer í gang á mismálefnalegum nótum rétt eins og árið á undan.

Opið bréf til þingmanna

Guðjón Jensson skrifar

Að greinast með krabbamein er mikið áfall. Eg undirritaður varð að sætta mig við þetta undir lok október 2015. Síðan hefi eg verið í ótal rannsóknum, meðferðum þar sem geislum og meðulum hefur verið beitt á meinsemdina, skurðaðgerð og eftirmeðferð. Alltaf hef eg hitt mjög vingjarnlegt og hjálpsamt starfsfólk

Óvissan í samskiptum við hið opinbera hefur margfaldast

Brynjólfur Eyjólfsson skrifar

Stundum verður manni brugðið við það sem maður les eða heyrir. Stundum er það sem maður les eða heyrir eiginlega út úr kú. Þegar ég heyrði og las að Óttarr Proppé vildi gera gagn með því sem hann er að gera varð mér um og ó.

Aldraðir þurfi ekki að kvíða morgundeginum!

Björgvin Guðmundsson skrifar

Á þeim undanförnum 10 árum, sem ég hef unnið að málefnum eldri borgara, hef ég kynnst kjörum mikils fjölda aldraðra. Þeir hafa greint mér frá kjörum sínum og hvernig þeim hafi gengið að láta enda ná saman af þeim litla lífeyri, sem ríkið hefur skammtað þeim.

Opið bréf til setts hæstaréttardómara

Gunnar Árnason skrifar

Greinarhöfundur veltir fyrir sér hvort dómari við Hæstarétt sé hæfur til að fara með mál þegar fyrirsvarsmaður aðila sem fer með 95% hlutafjár aðila að dómsmáli er skyldur dómara, með þeim hætti að faðir dómara og amma fyrirsvarsmannsins eru systkini og náinn og langvarandi vinskapur er milli dómara og fyrirsvarsmanns

Öflugra viðbragð borgar sig

Guðjón Sigurbjartsson skrifar

Fjölgun fólks fylgir að öðru jöfnu fjölgun slysa, sjúkdómstilfella, leita og björgunaraðgerða þar sem sérhæfingar er þörf. Bættur lífsstíll og forvarnir draga aftur á móti verulega úr.

Af snjóflóðum og sinnuleysi í Bláfjöllum

Árni Alfreðsson skrifar

Ein eftirminnilegasta stund lífs míns varð 26. febrúar 2015. Var á leið niður gamalgróna skíðaleið á Eldborgar/Framsvæðinu þegar snjórinn undir vélsleðanum fór skyndilega á hreyfingu. Það má segja að hálft fjallið hafi komið á eftir mér úr öllum áttum.

Aukin einkavæðing stef nýrrar ríkisstjórnar

Guðríður Arnardóttir skrifar

Í stjórnarsáttmála hægri stjórnarinnar er fjallað um fjölbreytt rekstrarform í menntakerfinu. Upp á almennilega íslensku eru þetta fyrirheit um frekari einkavæðingu.

Hugsjónir á ís

Magnús Guðmundsson skrifar

Frosthörkurnar sem gengið hafa yfir meginland Evrópu að undaförnu og ekki sér fyrir endann á virðast eiga sér táknræna hliðstæðu í íslenskum stjórnmálum.

Barnaníð

Bjarni Karlsson skrifar

Hvert barn sem fæðist er gætt þeim stórkostlega hæfileika að geta myndað tengsl. Jafnvel strax í móðurkviði venst það röddum og hljóðum sem það byrjar að tengja sig við. Í dag bregða margir foreldrar nýbura á það ráð ef barnið er órólegt, að fara á netið og finna upptökur af innyflahljóðum úr manneskju.

Löggjöf um líffæragjafir: Er franska leiðin skynsamleg fyrir Íslendinga?

Runólfur Pálsson og Birgir Jakobsson skrifar

Að undanförnu hefur verið talsverð umfjöllun um líffæragjafir í fjölmiðlum í tilefni af lagabreytingu í Frakklandi á þann veg að allir þegnar séu sjálfkrafa líffæragjafar við andlát, hafi þeir ekki áður lýst sig andvíga með skriflegri yfirlýsingu.

Knattspyrnusögur

Þorvaldur Gylfason skrifar

Knattspyrna, drottning allra íþrótta, er dauðans alvara. Þegar landslið Mið-Ameríkuríkjanna El Salvadors og Hondúrass mættust í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið í Mexíkó 1970 í höfuðborg Hondúrass, Tegucigalpa, sem var þá

Hvað með aðskilnað ríkis og kirkju?

Siðmennt skrifar

Fyrir kosningar sendi Siðmennt öllum framboðunum til Alþingiskosninga spurningar sem m.a. vörðuðu afstöðu þeirra til aðskilnaðar ríkis og kirkju og hvort þeir ætluðu að setja málið í ferli á kjörtímabilinu.

Um kennara í nýjum stjórnarsáttmála

Guðríður Arnardóttir skrifar

Ráð mitt til nýrrar ríkisstjórnar er þetta:Hækkið laun kennara, búið vel að skólakerfinu og sjá; vandamálið mun leysast.

Kína og erfiður tími fyrir Bitcoin

Lars Christensen skrifar

Sýndargjaldmiðillinn“ Bitcoin hefur fengið mikla athygli undanfarin ár – aðallega af því að gengi Bitcoin hefur leitað mjög sterkt upp á við en einnig af því að það hefur verið mjög óstöðugt. Síðustu tvær vikur hefur áhuginn á Bitcoin aukist enn meira eftir að gengi Bitcoin náði fyrst methæðum gagnvart bandaríska dollarnum en féll síðan í síðustu viku um meira en 20% á einum degi.

Hvað segir þú skíthæll?

Daníel Þórarinsson skrifar

Það er eitt af einkennum þeirra sem stunda einelti að þeir kannast ekki við að ástunda það og finnst ásakanir um slíkt út í hött. Það er þannig með RÚV, stofnunin kannast ekki við að hafa lagt Sigmund Davíð Gunnlaugsson í einelti.

Dulinn kostnaður vegna ágreiningsmála

Lilja Bjarnadóttir skrifar

Flestum finnst óþægilegt að eiga í ágreiningi eða útistöðum við aðra. Þegar við lendum í aðstæðum sem okkur finnst óþægilegar er algengt að fyrstu viðbrögð okkar séu að forðast þær. Vandamálið er að ágreiningsmál eiga það til að verða erfiðari úrlausnar því lengur sem þau fá að vera óáreitt. Spennan eykst og oft stigmagnast ágreiningurinn því fólk verður harðara í eigin afstöðu. Þessir þættir geta gert það erfiðara að leysa úr ágreiningnum, auk þess sem kostnaðurinn sem fellur til við ágreining eykst.

Meira um gos

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Þegar bent er á skaðsemi sykurs í fjölmiðlum þá rísa gosdrykkjaframleiðendur upp á afturfæturna. Þeir setja sig í sóknarstellingar og baráttan fyrir þeirra hagsmunum fer í annan gír. Svona til að tryggja að þjóðin haldi nú alveg örugglega áfram að drekka sig í spik. Því þá græða þeir áfram peninga.

Er íslenska óþörf?

Linda Markúsdóttir skrifar

Ég lifi og hrærist í vernduðu málaumhverfi. Fólkið sem ég umgengst hefur að miklu leyti sömu lífssýn, sömu gildi og sömu skoðun á mikilvægi íslenskrar tungu og ég sjálf. Nýlega steig ég út úr þessu verndaða umhverfi og sótti námskeið ásamt fólki alls staðar að úr atvinnulífinu.

Átakaferlið

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar

Hátíðirnar með sínum samviskulausu huggulegheitum eru liðnar. Skyldunni til að njóta æðislega mikið og troða í sig lokið. Og maður er rétt búinn að bölva síðasta flugeldinum á þrett­ándanum þegar skellurinn kemur.

Sjá næstu 50 greinar