Opið bréf til setts hæstaréttardómara Gunnar Árnason skrifar 12. janúar 2017 07:00 Greinarhöfundur veltir fyrir sér hvort dómari við Hæstarétt sé hæfur til að fara með mál þegar fyrirsvarsmaður aðila sem fer með 95% hlutafjár aðila að dómsmáli er skyldur dómara, með þeim hætti að faðir dómara og amma fyrirsvarsmannsins eru systkini og náinn og langvarandi vinskapur er milli dómara og fyrirsvarsmanns, áratugum saman. Dómurum er falið það vandasama verk að vera dómarar í eigin sök þegar kemur að því að gæta að hæfi sínu. Í því felst að dómari leggur sjálfur mat á það hverju sinni hvort hann sé hæfur samkvæmt ákvæðum laga til þess að fara með tiltekið mál fyrir dómi. Um þetta er fjallað í 6. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, og ákvæði 5. gr. sömu laga fjallar um þau tilvik þegar dómari telst ekki hæfur til að fara með mál fyrir dómi og ber þar af leiðandi að víkja sæti. Ákvæðið hefur verið túlkað vítt, það er að segja, reglum um hæfi dómara er ætlað að stuðla að trausti aðilanna og almennings til hlutleysis dómstóla, og séu uppi efasemdir um að dóminn skorti tilfinnanlega yfirbragð fyllsta hlutleysis, ber ávallt að túlka það umræddum sjónarmiðum í vil. Í vafatilviki á dómari að víkja sæti frekar en að stefna umræddu trausti í hættu. Skoðum hvernig Ingveldur Einarsdóttir, sem verið hefur settur dómari við Hæstarétt frá árinu 2012, gætir að því hvort hún sé hæf til að fara með mál eða hvort hún skuli víkja sæti. Umrædd Ingveldur er skyld Dagnýju Halldórsdóttur að öðrum lið til hliðar, og samkvæmt lögum er dómari vanhæfur til að fara með mál þegar hann tengist eða hefur tengst fyrirsvarsmanni aðila með fyrrgreindum hætti. Umrædd Dagný, sem er gift Finni Sveinbjörnssyni, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings og Sparisjóðabankans, gegndi stjórnarformennsku í þriggja manna stjórn ISB Holding ehf. frá árinu 2013 og fram í apríl 2016, eða um þriggja ára skeið. Um er að ræða eignarhaldsfélag sem fer með 95% alls hlutafjár í Íslandsbanka hf. Mikill og náinn vinskapur og tengsl eru til staðar milli umræddrar Ingveldar og Dagnýjar, sem varað hefur áratugum saman. Umrætt rekur sig til náins vinskapar í æsku, útskriftar í námi og langvarandi vinasambands að þeim tíma liðnum, í nær hálfa öld. Ef til vill er því best lýst með orðinu systir, sem þeim frænkum og vinum er tamt að nota um hvor aðra. Íslandsbanki hf. og forveri bankans, Glitnir, tengjast fjölda úrlausnarefna sem hafa komið til kasta Hæstaréttar frá árinu 2009, með aðild Íslandsbanka hf. og forvera, að dómsmálum einkaréttarlegs eðlis og í málum ákæruvaldsins á hendur einstaklingum og lögaðilum, þar sem Íslandsbanki hf. og forveri tengjast sakarefninu. Öll rök standa til þess að umrædd Ingveldur víki sæti í málum sem eru með aðild Íslandsbanka hf. og forvera, byggt á fyrrgreindum tengslum við uppeldisfrænku sína, Dagnýju Halldórsdóttur, sem gegndi hlutverki stjórnarformanns aðila sem fer með nær öll hlutabréf í Íslandsbanka hf., að undanskyldum 5% - með öðrum orðum, situr á æðsta valdastóli í bankanum. Nú hefur komið í ljós að umrædd Ingveldur var umsvifamikil í hlutabréfaviðskiptum og átti hlut í umræddum bönkum á árunum fyrir hrun, og tapaði fjármunum.Tilefni til að efast um óhlutdrægni Þegar ytri aðstæður og atvik, sem eru öðrum sýnileg og aðgengileg, eru með framangreindum hætti, gefur slíkt réttmætt tilefni til að efast um óhlutdrægni dómara í málinu og tilefni til að ætla að dóminn skorti tilfinnanlega fyllsta yfirbragð óhlutdrægni. Við þær aðstæður ber dómara að víkja sæti. Er það eitthvert vafamál? Það er eðlilegt að spurt sé af hverju umræddur hæstaréttardómari skuli aldrei hafa vikið sæti í fjölda mála sem henni hefur verið úthlutað undanfarin fjögur ár, þar sem svo háttar til að Íslandsbanki hf. eða forveri hans eiga aðild að málum með beinum hætti eða svo háttar til að ákæruvaldið er að höfða mál gegn aðilum og ákvarða þeim mögulega refsiábyrgð samkvæmt ákvæðum hegningarlaga, og Íslandsbanki og forveri hans tengjast sakarefninu. Hvernig má það vera að dómari komist að fyrrgreindri niðurstöðu um aðkomu sína að málum, þegar slíkir skyldleikar eru með dómara og fyrirsvarsmanni aðila máls? Hvernig má það vera að umræddum dómara sé ítrekað úthlutað málum með fyrrgreindri aðild? Getur slíkt fyrirkomulag verið grunnur að trausti og trúverðugleika almennings gagnvart dómstólum landsins – er hægt að bera fullt traust til niðurstöðu mála þegar svo háttar til? Dæmi nú hver fyrir sig. Voru meðdómarar hæstaréttardómarans þaulsetna upplýstir um málavexti hvað varðar fyrrgreindan skyldleika eða var því haldið leyndu? Eðlilegt er að leitað sé skýringa á því.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Greinarhöfundur veltir fyrir sér hvort dómari við Hæstarétt sé hæfur til að fara með mál þegar fyrirsvarsmaður aðila sem fer með 95% hlutafjár aðila að dómsmáli er skyldur dómara, með þeim hætti að faðir dómara og amma fyrirsvarsmannsins eru systkini og náinn og langvarandi vinskapur er milli dómara og fyrirsvarsmanns, áratugum saman. Dómurum er falið það vandasama verk að vera dómarar í eigin sök þegar kemur að því að gæta að hæfi sínu. Í því felst að dómari leggur sjálfur mat á það hverju sinni hvort hann sé hæfur samkvæmt ákvæðum laga til þess að fara með tiltekið mál fyrir dómi. Um þetta er fjallað í 6. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, og ákvæði 5. gr. sömu laga fjallar um þau tilvik þegar dómari telst ekki hæfur til að fara með mál fyrir dómi og ber þar af leiðandi að víkja sæti. Ákvæðið hefur verið túlkað vítt, það er að segja, reglum um hæfi dómara er ætlað að stuðla að trausti aðilanna og almennings til hlutleysis dómstóla, og séu uppi efasemdir um að dóminn skorti tilfinnanlega yfirbragð fyllsta hlutleysis, ber ávallt að túlka það umræddum sjónarmiðum í vil. Í vafatilviki á dómari að víkja sæti frekar en að stefna umræddu trausti í hættu. Skoðum hvernig Ingveldur Einarsdóttir, sem verið hefur settur dómari við Hæstarétt frá árinu 2012, gætir að því hvort hún sé hæf til að fara með mál eða hvort hún skuli víkja sæti. Umrædd Ingveldur er skyld Dagnýju Halldórsdóttur að öðrum lið til hliðar, og samkvæmt lögum er dómari vanhæfur til að fara með mál þegar hann tengist eða hefur tengst fyrirsvarsmanni aðila með fyrrgreindum hætti. Umrædd Dagný, sem er gift Finni Sveinbjörnssyni, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings og Sparisjóðabankans, gegndi stjórnarformennsku í þriggja manna stjórn ISB Holding ehf. frá árinu 2013 og fram í apríl 2016, eða um þriggja ára skeið. Um er að ræða eignarhaldsfélag sem fer með 95% alls hlutafjár í Íslandsbanka hf. Mikill og náinn vinskapur og tengsl eru til staðar milli umræddrar Ingveldar og Dagnýjar, sem varað hefur áratugum saman. Umrætt rekur sig til náins vinskapar í æsku, útskriftar í námi og langvarandi vinasambands að þeim tíma liðnum, í nær hálfa öld. Ef til vill er því best lýst með orðinu systir, sem þeim frænkum og vinum er tamt að nota um hvor aðra. Íslandsbanki hf. og forveri bankans, Glitnir, tengjast fjölda úrlausnarefna sem hafa komið til kasta Hæstaréttar frá árinu 2009, með aðild Íslandsbanka hf. og forvera, að dómsmálum einkaréttarlegs eðlis og í málum ákæruvaldsins á hendur einstaklingum og lögaðilum, þar sem Íslandsbanki hf. og forveri tengjast sakarefninu. Öll rök standa til þess að umrædd Ingveldur víki sæti í málum sem eru með aðild Íslandsbanka hf. og forvera, byggt á fyrrgreindum tengslum við uppeldisfrænku sína, Dagnýju Halldórsdóttur, sem gegndi hlutverki stjórnarformanns aðila sem fer með nær öll hlutabréf í Íslandsbanka hf., að undanskyldum 5% - með öðrum orðum, situr á æðsta valdastóli í bankanum. Nú hefur komið í ljós að umrædd Ingveldur var umsvifamikil í hlutabréfaviðskiptum og átti hlut í umræddum bönkum á árunum fyrir hrun, og tapaði fjármunum.Tilefni til að efast um óhlutdrægni Þegar ytri aðstæður og atvik, sem eru öðrum sýnileg og aðgengileg, eru með framangreindum hætti, gefur slíkt réttmætt tilefni til að efast um óhlutdrægni dómara í málinu og tilefni til að ætla að dóminn skorti tilfinnanlega fyllsta yfirbragð óhlutdrægni. Við þær aðstæður ber dómara að víkja sæti. Er það eitthvert vafamál? Það er eðlilegt að spurt sé af hverju umræddur hæstaréttardómari skuli aldrei hafa vikið sæti í fjölda mála sem henni hefur verið úthlutað undanfarin fjögur ár, þar sem svo háttar til að Íslandsbanki hf. eða forveri hans eiga aðild að málum með beinum hætti eða svo háttar til að ákæruvaldið er að höfða mál gegn aðilum og ákvarða þeim mögulega refsiábyrgð samkvæmt ákvæðum hegningarlaga, og Íslandsbanki og forveri hans tengjast sakarefninu. Hvernig má það vera að dómari komist að fyrrgreindri niðurstöðu um aðkomu sína að málum, þegar slíkir skyldleikar eru með dómara og fyrirsvarsmanni aðila máls? Hvernig má það vera að umræddum dómara sé ítrekað úthlutað málum með fyrrgreindri aðild? Getur slíkt fyrirkomulag verið grunnur að trausti og trúverðugleika almennings gagnvart dómstólum landsins – er hægt að bera fullt traust til niðurstöðu mála þegar svo háttar til? Dæmi nú hver fyrir sig. Voru meðdómarar hæstaréttardómarans þaulsetna upplýstir um málavexti hvað varðar fyrrgreindan skyldleika eða var því haldið leyndu? Eðlilegt er að leitað sé skýringa á því.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar