Fleiri fréttir Nútímalegt sjúkrahús – hvað þarf til? Jóhannes Gunnarsson og Gyða Baldursdóttir skrifar Stórstígar breytingar eru á starfsemi sjúkrahúsa frá ári til árs. Miklar framfarir hafa undanfarið orðið í rannsóknum og meðferð sjúklinga, sem margar hverjar fela í sér nýjar tæknilausnir. Þær þjóðir sem vilja bjóða sjúklingum góða þjónustu standa því frammi fyrir áskorunum um að reisa nýjar byggingar sem hæfa nútímalegri sjúkrahússtarfsemi. Nýbygging Landspítala við Hringbraut snýst um að íslensk sjúkrahúsþjónusta haldi takti við þróun þekkingar og tækni. 2.6.2012 06:00 Einelti, samfélagslegur fjandi! Héðinn Sveinbjörnsson skrifar Í mörg ár hefur verið rætt um einelti og afleiðingar þess og þekkja margir þennan fjanda sem einelti er. Margir hafa verið þolendur eineltis og margir hafa verið gerendur. 2.6.2012 06:00 Ekki lesa ekki neitt Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir skrifar Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu um að efla þurfi lestur barna og unglinga en ekki er víst að fólk geri sér almennt grein fyrir því hversu mikið tapast þegar börnin þeirra líta ekki í bók hátt í þrjá mánuði yfir sumartímann. 2.6.2012 06:00 Hnípin þjóð í vanda Ari Teitsson skrifar Hrunadansinn kringum gullkálfinn á fyrstu árum þessarar aldar skildi eftir sig hnípna þjóð í vanda. Sá vandi er margþættur en meðal þess erfiðasta er atvinnuleysi með tilheyrandi landflótta og nálægt þúsund milljarðar króna sem binda verður með gjaldeyrishöftum svo þeir flýi ekki land og valdi þannig gengishruni, óðaverðbólgu og skuldsöfnun fólks og fyrirtækja. 2.6.2012 06:00 Sameiningarafl þjóðarinnar Jón Þór Ólafsson skrifar Þegar sameiningartákn þjóðarinnar sat á Bessastöðum gaf þingið sjávarauðlind þjóðarinnar, tók verðtryggingu af launum en ekki skuldum, einkavinavæddi ríkisbankana og svo má lengi telja. Okkur leið vel með táknrænan forseta. En þegar við kjósum til embættisins í sumar skulum við samt spyrja hvort okkur liði ekki betur í dag hefði forsetinn skotið þessum málum til þjóðarinnar. Við værum eflaust með réttlátara fiskveiðikerfi, verðtryggingin væri án efa minningin ein og hér hefði mögulega ekki orðið bankahrun, eða í það minnsta ekki jafn stórt. 2.6.2012 06:00 Rifist um snittur Atli Fannar Bjarkason skrifar Í sturlaðri umræðu um málskotsrétt og hlutverk hefur gleymst að ræða það sem skiptir máli: Dagleg störf forseta Íslands. Hvernig verður opinberri heimsókn á Vestfirði háttað sumarið 2013? Ætlar forsetinn að þiggja gómsætar kleinur? Eða kallar Nýja Ísland á forseta sem sneiðir hjá kolvetnum? Kjósendur eiga einnig skilið að vita hvernig tekið verður á móti erlendum þjóðhöfðingjum. Verða þeir kysstir eða verður þétt handaband látið duga? Verður mögulega tekið upp á því að bjóða upp á innileg faðmlög? 2.6.2012 06:00 Landsbankinn þinn Hafþór Eide Hafþórsson skrifar Eftir stofnun Nýja Landsbankans var því lýst yfir að bankinn og starfsmenn hans skorist ekki undan ábyrgð á verkum sínum síðustu ár og það ítrekað að vilji sé til þess að læra af því sem misfórst. Meðal þess sem var ýtt úr vör innan bankans var langt og strangt stefnumótunarferli og var afrakstur þess kynntur 2. Október 2010. Nýja mottóið úr þessu kostnaðarsama ferli var “Landsbankinn þinn”. 2.6.2012 08:48 Verndarsvæði í vítahring ÓLafur Þ. Stephensen skrifar Borgaryfirvöld í Reykjavík eru í klemmu með skipulag miðborgarinnar. Þrátt fyrir að húsverndarsjónarmiðum hafi vaxið fiskur um hrygg undanfarna áratugi hefur enginn borgarstjórnarmeirihluti treyst sér til að taka af skarið og kveða upp úr um að setja skuli vernd byggingararfleifðar Reykjavíkur í forgang. Of langt hefur verið gengið í hverju skipulaginu á fætur öðru í að heimila niðurrif eldri húsa og leyfa miklu meira byggingarmagn á lóðunum, í þágu framfara og nútímavæðingar. Árangurinn blasir við um alla miðborg og stingur oftast skelfilega í augun. 2.6.2012 06:00 Ein stoð fer undan stjórnarsáttmálanum Þorsteinn Pálsson skrifar Ólafur Ragnar Grímsson hét því á dögunum að tryggja að þjóðin fengi úrslitavald um aðildarsamning að Evrópusambandinu því ekki yrði unað við það ráðgefandi þjóðaratkvæði sem ríkisstjórnin hefur ákveðið. Þetta getur aðeins gerst með því að synjunarvaldinu verði beitt eftir að Alþingi hefur samþykkt lög um aðildarsamninginn. Yfirlýsing Þóru Arnórsdóttur um að þjóðin fái lokaorðið gæti þýtt það sama þó að hún hafi ekki talað jafn tæpitungulaust. 2.6.2012 06:00 Jarðarber og fljúgandi svín Sigga Dögg skrifar Um daginn var ég að undirbúa kynfræðslu fyrir efstu bekki grunnskóla og fór að pæla í því hvað gerir kynlíf eftirsóknarvert. Vissulega er það löngun sem knýr mann áfram. Einhver innri kláði sem grátbiður um að fá markvissa snertingu. En hvað er kynlíf? Og það sem meira er, hvernig er fullnæging? 1.6.2012 21:00 Halldór 01.06.2012 1.6.2012 16:00 Hjólhýsin í miðborginni Ólafur Rastrick skrifar Við Íslendingar erum dálítið blankir af efnislegum minjum um liðna tíma. Við eigum til dæmis heldur lítið úrval af byggingum frá liðnum öldum í stíl við þau glæstu stórhýsi sem fyrirfinnast í útlendum stórborgum. Í gegnum tíðina hefur mörgum Íslendingum þótt þetta heldur bagalegt og byggingararfleifðin þótt t.d. í harla litlu samræmi við frægan bókmenntaarf sem útlendingum hefur lengi þótt dálítið varið í. 1.6.2012 06:00 Þjóðin ráði Björn Þór Sigbjörnsson skrifar Það virðist vera nokkur stemning fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum í samfélaginu og háværir menn tala um nauðsyn þess að slíkar atkvæðagreiðslur fari sem oftast fram og um sem flest. Lengi vel þótti fulltrúalýðræði hentugt stjórnarfyrirkomulag en eftir bankahrunið þykir það hin mesta ósvinna. Vandséð er þó að kjósendur hefðu með atkvæðum sínum komið í veg fyrir þann hörmungarkafla í Íslandssögunni. 1.6.2012 06:00 Ekki þannig forseta Haukur Sigurðsson skrifar Nú færist hiti í kosningabaráttu forsetaefna eftir sprengjuviðtal við Ólaf Ragnar Grímsson þann 13. maí. Hann hjó á báðar hendur og boðaði að hann yrði í stjórnarandstöðu, öllum óháður nema sjálfum sér og er áfram tilbúinn að leika sér með Ólaf Ragnar Grímsson á hvern þann veg sem honum líkar best hverju sinni. Hann hefur uppgötvað að forsetinn er sveigjanlegur og yfirlýsingar breytilegar eftir aðstæðum. 1.6.2012 06:00 Enn um Landspítalann Sighvatur Björgvinsson skrifar Ég á ekki í deilum við nokkurn mann um Landsspítala/háskólasjúkrahús – og ætla mér það ekki. Ég hef bara spurt nokkurra spurninga – en fátt verið um svör. Í grein Jóhannesar Gunnarssonar er miklu rými varið í að vitna í meira en tveggja áratuga gömul ummæli mín - en svör engin gefin. Í síðari grein sinni vísar hann spurningu einfaldlega frá sér. Í greinum Ólafs Baldurssonar og Kristjáns Erlendssonar er álíka miklu rými varið í að ræða gæði íslenska heilbrigðiskerfisins og Lsp. Ég spurði ekki um það. Það veit ég. Þessi viðbrögð eru hins vegar dæmigerð um viðbrögð Íslendinga þegar þeir eru beðnir um að ræða kjarna máls. Málum drepið á dreif. 1.6.2012 11:00 Nýr tíðarandi, næsti forseti Gunnar Hersveinn skrifar Næsti forseti Íslands þarf nauðsynlega að tilheyra þeim tíðaranda sem nú blæs um landið. Næsti forseti má alls ekki tilheyra tíðaranda hrokans þar sem útvaldir Íslendingar áttu að njóta aðdáunar annarra með því að fara um heiminn líkt og uppdiktaðir víkingar í útrás. 1.6.2012 06:00 Hvers vegna að vanda sig þegar hægt er að gera hlutina illa? Orri Vésteinsson skrifar Allsherjar- og menntamálanefnd hefur afgreitt til annarrar umræðu með einróma nefndaráliti frumvarp til laga um menningarminjar. Þetta er eitt af þessum litlu málum sem komast ekki í fréttir og fáir láta sig varða, eitt af tugum frumvarpa sem verða afgreidd með hraði og án mikillar, ef nokkurrar, umræðu á síðustu dögum þingsins. 1.6.2012 06:00 Guðlaugur Gauti leiðréttur Ingólfur Þórisson skrifar Guðlaugur Gauti Jónsson arkitekt skrifar grein í Fréttablaðið fimmtudaginn 31. maí um nýjan Landspítala. Það er ekki mitt að finna að stílbrögðum annarra. Ég tel þó nauðsynlegt að leiðrétta Guðlaug Gauta því hann gefur sér rangar forsendur og dregur af þeim stóryrtar fullyrðingar. 1.6.2012 06:00 Gríman 2012 – íslensku sviðslistaverðlaunin Ása Richardsdóttir skrifar Í dag klukkan fimm síðdegis verða tilnefningar valnefnda til íslensku sviðslistaverðlaunanna – Grímunnar – kunngjörðar í Tjarnarbíói – miðstöð sviðslista. 89 verk hafa verið frumsýnd á Íslandi á nýliðnu leikári og keppa þau öll til verðlauna. 1.6.2012 06:00 Brunað áfram í blindni ólafur Þ. Stephensen skrifar Miðað við þá gríðarlega miklu og rökstuddu gagnrýni sem fram hefur komið á kvótafrumvörp ríkisstjórnarinnar, jafnt frá hagsmunaaðilum sem fræðimönnum og sérfræðingum, er vægast sagt furðulegt hversu veigalitlar breytingar meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis leggur til á þeim. 1.6.2012 06:00 Framsækin fjárfestingaáætlun Ólína Þorvarðardóttir skrifar Nýlega kynnti ríkisstjórnin nýja og framsækna fjárfestingaáætlun. Áætlunin er liður í nýrri sókn eftir efnahagshrunið og þær hremmingar sem þjóðin hefur mátt þola eftir áratuga stjórnartíð sjálfstæðis- og framsóknarmanna. Samkvæmt henni munu 39 milljarðar króna leiða til fjárfestinga og framkvæmda fyrir 88 milljarða króna. Tugir milljarða munu þar með flæða um lífæðar samfélagsins og glæða bæði atvinnu og hagvöxt. 1.6.2012 06:00 Eitt EM fyrir alla Pawel Bartoszek skrifar Evrópumeistaramót karla í knattspyrnu hefst í næstu viku. Evrópumeistaramót kvenna verður á næsta ári. Í daglegu tali er karlamótið þó oftast einfaldlega kallað "EM“ en kvennamótið "EM kvenna“, ef það er yfirhöfuð kallað nokkuð. Oftast láta menn eins og síðarnefnda mótið sé varla til. 1.6.2012 06:00 Halldór 31.05.2012 31.5.2012 16:00 RÚV lamað vegna fjölmiðlaframboðs Ástþór Magnússon skrifar Ritstjóri helsta umræðuþáttar ríkisfjölmiðlanna, Kastljós RÚV, hefur tjáð mér að hann og hans starfsfólk sé vanhæft til að fjalla um forsetakosningarnar, forsetaframbjóðendur, taka viðtöl við frambjóðendur og skipuleggja kosningaumfjöllun ríkisfjölmiðlanna. 31.5.2012 13:18 "Ég er bara 5 ára…“ Ég er bara 5 ára og kenna á því fæ,“ söng skáldið um árið. Reglulega kemur upp umræða um 5 ára börn í leikskólum. Því miður sprettur sú umræða sorglega oft upp vegna hagræðingaraðgerða sveitarfélaga og þ.a.l. gleymist oft að ræða hvað er 5 ára börnum fyrir bestu. 31.5.2012 06:00 Hinar snjóhengjurnar Gauti Kristmannsson skrifar Umræðan um íslensku krónuna og óttinn við hana fer um víðan völl og ekki vantar uppástungurnar um lausnir sem vitanlega er þegar mótmælt af andstæðingum því rökræða virðist orðin ógjörningur hér á landi. Á það kannski rætur að rekja til hins pólitíska stíls sem Davíð Oddsson kom í mikla tísku á sínum tíma, en hann felst í því að vera á móti öllum tillögum "hinna“ óháð því hversu góðar hann sjálfur teldi þær vera. 31.5.2012 06:00 Innlimun hvað? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Ekkert er t.d. verið að upplýsa fólk um að eitt af meginmarkmiðum ESB, með því að ná samningum um innlimun Íslands, er að ná yfirráðum yfir stórum hluta Norður-Atlantshafsins með aðgengi að Norður-Íshafinu. Án þessa aðgengis getur Evrópusambandið aldrei orðið það stórveldi sem það vill vera í alþjóðlegu tilliti.“ 31.5.2012 06:00 Nýr Landspítali – Hneyksli aldarinnar? Guðl. Gauti Jónsson skrifar Það hefur verið bent á að byggingamagn á lóð nýja Landspítalans verði meira en sem nemur fjórum Smáralindum. Það má einnig miða við að byggingamagnið verður meira en það er samanlagt í öllu Fellahverfi og Mjódd. Þá er meðtalið atvinnuhúsnæði, íbúðarhúsnæði, skólar, bílskúrar og allt sem nöfnum tjáir að nefna. (Heimild: Skipulagssjá í maí 2012) 31.5.2012 06:00 Samhengi skuldanna Þórólfur Matthíasson skrifar Ekkert einfalt samband ríkir milli skuldaaukningar eða skuldaminnkunar einstakra fyrirtækja annars vegar og heildarskulda þeirrar atvinnugreinar sem fyrirtækið tilheyrir hins vegar. Skoðum fjögur dæmi: 31.5.2012 06:00 Allt rangt hjá Þorsteini Kristinn H. Gunnarsson skrifar Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, setur fram staðhæfingar um jákvæð áhrif af framsali kvóta. Opinber gögn sýna hins vegar að fullyrðingar Þorsteins eru rangar. 31.5.2012 06:00 Bætt aðgengi að starfsnámi Björgvin G. Sigurðsson skrifar Árlega stunda 7-8.000 nemendur hér á landi starfsnám af ýmsum toga á framhaldsskólastigi. Flestir þeirra þurfa að ljúka vinnustaðanámi eða starfsþjálfun á námsbraut sinni sem getur tekið allt frá 3 vikum til 126 af heildarnámsferli þeirra. Skilvirkasta leiðin til að draga verulega úr brottfalli á framhaldsskólastigi, sem er eitt það mesta í OECD, er án efa að efla iðn- og starfsnám. Með því skapast mikil samfélagsleg verðmæti í yfirgripsmikilli verk- og tækniþekkingu. 31.5.2012 06:00 Mengun hafsins: Áfangar í rétta átt Svandís Svavarsdóttir skrifar Árið 1956 fór að bera á undarlegum veikindum í japanska fiskveiðibænum Minamata. Sumir dóu, miklu fleiri sýktust og börn fæddust hræðilega vansköpuð. Sökudólgurinn fannst eftir nokkra leit, hættuleg kvikasilfurssambönd sem verksmiðja á staðnum dældi út í sjó, en fundu sér leið til baka í sjávarfangi. 31.5.2012 06:00 Píka til sölu, kostar eina tölu Friðrika Benónýsdóttir skrifar Ég vissi að ég fengi þig til að lesa þennan pistil ef ég setti orðið píka í fyrirsögn. Það er nefnilega svo femínískt og frjálst að tala um píkur. Og merkilegt nokk virðast allir hafa áhuga og skoðanir á því hvernig það líffæri á að líta út og fúnkera. Hver greinin af annarri um það hvernig píkur eigi eða eigi ekki að vera birtist í fjölmiðlum og allar fá þær massívan lestur og mikil húrrahróp. Ég sem hélt að píkur væru eins misjafnar og þær eru margar og ekkert merkilegri en önnur líffæri. En svo lengi lærir sem lifir. 31.5.2012 06:00 Fordómar úr Kvennahreyfingu Samfylkingar Jakobína Ingunn Ólafsdóttir skrifar Á bloggsíðu Egils Helgasonar heldur Hrafnhildur Ragnarsdóttir, formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, því fram að Rósa Erlingsdóttir, sem einnig situr í Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar, sé að skrifa fræðigrein um pólitík og að greina orðræðu í kosningabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar í grein sem birtist á Visir.is undir fyrirsögninni Orð forsetans um "skrautdúkku“. 31.5.2012 06:00 Að elska kvalarann Þórður Snær Júlíusson skrifar Nýverið samþykkti aðalfundur Bakkavarar Group að heimila bræðrunum Ágústi og Lýð Guðmundssonum að eignast allt að fjórðung í félaginu að nýju. Þeir sem samþykktu þetta voru aðrir kröfuhafar og hluthafar félagsins. Þorri þeirra eru íslenskir lífeyrissjóðir og íslenskir bankar. Heildarvirði Bakkavarar er talið vera mun hærra en það verð sem bræðurnir þurfa að greiða fyrir hlutinn. Gangi endurskipulagning Bakkavarar Group eftir eru því allar líkur á því að þeir muni hagnast á samkomulaginu. 31.5.2012 06:00 Er vaxtahækkun svarið? Ólafur Margeirsson skrifar Verðbólguvandinn er fyrst og fremst tilkominn vegna væntinga um að ekkert verði gert til þess að stöðva hana. Verðbólgan er í rauninni sjálfsprottin. Fólk og fyrirtæki sem óttast verðbólgu í framtíðinni hækka verð og krefjast hærri launa í dag. Þannig rætast væntingar fólks af sjálfu sér svo fremi sem Seðlabankinn gerir ekkert í málunum.” 31.5.2012 06:00 Eitrað fyrir þjóðum Jón Ormur Halldórsson skrifar Skelfilegur endir er betri en endalaus skelfing. Segir þýskt máltæki, eignað prússneskum herforingja. Þessi sannindi tauta nú margir Germanar í barm sinn. Sumir bæta kannski við einhverjum einföldustu sannindum sem nokkru sinni hafa verið höfð eftir nóbelsverðlaunahafa í hagfræði en þau eru þessi: Það sem getur ekki haldið áfram gerir það ekki. Valið í Evrópu er á milli afarkosta. Efnahagslegra skelfinga eða pólitískrar erfiðsvinnu. Og hjá valinu verður ekki komist. 31.5.2012 06:00 Halldór 30.05.2012 30.5.2012 16:00 Stuðningsgrein: Ég treysti Andreu Gunnar Skúli Ármannsson skrifar Andrea Ólafsdóttir er ung kona með reynslu og hún býður sig fram til forseta Íslands. Ég er mjög sáttur við þá ákvörðun hennar. Hún hefur staðið sig frábærlega fyrir Hagsmunasamtök heimilanna. Þar hafa eiginleikar hennar fengið að njóta sín og endurspegla manngerðina. 30.5.2012 14:00 Þingræðið og meint málþóf Ragnheiður Elín Árnadóttir skrifar Þingflokksformaður vinstri grænna beinir þeim tilmælum til forseta Alþingis í gegnum fjölmiðla að beita ákvæði þingskapa til að stöðva umræður á þinginu og láta mál ganga til atkvæða. 30.5.2012 11:00 Af leðjuslag: "Skrautdúkkan“ Gunnlaugur Sigurðsson skrifar Einn frambjóðenda til forsetakjörs hefur sætt ásökunum um "kynjuð ummæli“ sín. Hann hafði látið þá skoðun sína í ljós að ekki dygði að hafa í forsetaembætti "skrautdúkku“. "Puntudúkka“ væri að vísu mun þjálla í munni og bókmenntalegra en frambjóðandinn er ekki að eltast við slíkt í greiningu sinni á þeim mannkostum sem síst duga í forsetaembætti. Greining hans er vísindaleg og byggð á mikilli reynslu. Annars vegar tekur hún til iðju forsetans í embætti. Þar fáum við að vita að ekki dugi forseta að lesa bækur. Hins vegar til persónuleika forsetans. Þar hefur frambjóðandinn fundið út að sé mesta óráð að hafa "skrautdúkku“ í forsetastóli. 30.5.2012 11:00 Bjartsýni Björn B. Björnsson skrifar Fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar sem nýlega var kynnt er um margt merkilegt plagg, sérstaklega sá hluti hennar sem snýr að skapandi greinum. Sagt er að starfshópur undir forystu Katrínar Jakobsdóttur og Dags B. Eggertssonar hafi unnið þessar tillögur með aðkomu Guðmundar Steingrímssonar og Heiðu K. Helgadóttur. Hér hafa því stjórnmálamenn af yngri kynslóðinni varðað veg til framtíðar þar sem verðmætasköpun í samfélaginu getur byggt á hugviti ekki síður en hefðbundnum auðlindum. 30.5.2012 11:00 Verður fiskur veiddur áfram? Kvótakerfið sætir endurskoðun og deilt er um hvernig beri að skipta almannagæðum þjóðarinnar svo sanngjarnt sé. Nú ætti að gilda sú regla að menn fái það sem mönnum ber, hvorki meira né minna. Afrakstur mannsins er jú hans einkaeign og honum ætti að vera heimilt að taka til sín það sem hann þarfnast. Þegar gæði og verðmæti eru til staðar kemur alltaf upp sú staða hverjir eigi réttmætt tilkall til þeirra og hvernig við hámörkum þau takmörkuðu gæði sem bjóðast svo allir njóti góðs af. 30.5.2012 11:00 Drusl!? Svavar Hávarðsson skrifar Í Alþýðuskólanum á Eiðum naut ég þeirra forréttinda að sitja tíma hjá náunga sem heitir Hans Uwe Vollertsen. Hann er mikill tungumálamaður og þrátt fyrir að hafa aðeins dvalið hér á landi í nokkra mánuði þegar þetta var, hafði hann náð undraverðum tökum á íslensku máli. Eitt og annað við okkar ástkæra ylhýra vafðist þó fyrir Hans. Á þeim tíma fannst honum til dæmis óþarfi að hafa á valdi sínu tvö orð yfir sama hlutinn og lagði til að orðin drasl og rusl rynnu saman í nýtt og miklu betra orð. Drusl. 30.5.2012 11:00 Stuðningsgrein: Mannasætti á Bessastaði Róbert Ragnarsson skrifar Við erum fámenn þjóð og einsleit. Hagsmunir Íslendinga eru í meginatriðum þeir sömu og við erum sammála um megin gildi samfélagsins. Að sjálfsögðu greinir fólk á um útfærslur, en þar liggur einmitt möguleiki til sátta. Við ætlum öll á sama áfangastað, en erum ekki sammála um hvaða leið eigi að fara og í hvaða sjoppu eigi að stoppa. 30.5.2012 14:09 Sjá næstu 50 greinar
Nútímalegt sjúkrahús – hvað þarf til? Jóhannes Gunnarsson og Gyða Baldursdóttir skrifar Stórstígar breytingar eru á starfsemi sjúkrahúsa frá ári til árs. Miklar framfarir hafa undanfarið orðið í rannsóknum og meðferð sjúklinga, sem margar hverjar fela í sér nýjar tæknilausnir. Þær þjóðir sem vilja bjóða sjúklingum góða þjónustu standa því frammi fyrir áskorunum um að reisa nýjar byggingar sem hæfa nútímalegri sjúkrahússtarfsemi. Nýbygging Landspítala við Hringbraut snýst um að íslensk sjúkrahúsþjónusta haldi takti við þróun þekkingar og tækni. 2.6.2012 06:00
Einelti, samfélagslegur fjandi! Héðinn Sveinbjörnsson skrifar Í mörg ár hefur verið rætt um einelti og afleiðingar þess og þekkja margir þennan fjanda sem einelti er. Margir hafa verið þolendur eineltis og margir hafa verið gerendur. 2.6.2012 06:00
Ekki lesa ekki neitt Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir skrifar Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu um að efla þurfi lestur barna og unglinga en ekki er víst að fólk geri sér almennt grein fyrir því hversu mikið tapast þegar börnin þeirra líta ekki í bók hátt í þrjá mánuði yfir sumartímann. 2.6.2012 06:00
Hnípin þjóð í vanda Ari Teitsson skrifar Hrunadansinn kringum gullkálfinn á fyrstu árum þessarar aldar skildi eftir sig hnípna þjóð í vanda. Sá vandi er margþættur en meðal þess erfiðasta er atvinnuleysi með tilheyrandi landflótta og nálægt þúsund milljarðar króna sem binda verður með gjaldeyrishöftum svo þeir flýi ekki land og valdi þannig gengishruni, óðaverðbólgu og skuldsöfnun fólks og fyrirtækja. 2.6.2012 06:00
Sameiningarafl þjóðarinnar Jón Þór Ólafsson skrifar Þegar sameiningartákn þjóðarinnar sat á Bessastöðum gaf þingið sjávarauðlind þjóðarinnar, tók verðtryggingu af launum en ekki skuldum, einkavinavæddi ríkisbankana og svo má lengi telja. Okkur leið vel með táknrænan forseta. En þegar við kjósum til embættisins í sumar skulum við samt spyrja hvort okkur liði ekki betur í dag hefði forsetinn skotið þessum málum til þjóðarinnar. Við værum eflaust með réttlátara fiskveiðikerfi, verðtryggingin væri án efa minningin ein og hér hefði mögulega ekki orðið bankahrun, eða í það minnsta ekki jafn stórt. 2.6.2012 06:00
Rifist um snittur Atli Fannar Bjarkason skrifar Í sturlaðri umræðu um málskotsrétt og hlutverk hefur gleymst að ræða það sem skiptir máli: Dagleg störf forseta Íslands. Hvernig verður opinberri heimsókn á Vestfirði háttað sumarið 2013? Ætlar forsetinn að þiggja gómsætar kleinur? Eða kallar Nýja Ísland á forseta sem sneiðir hjá kolvetnum? Kjósendur eiga einnig skilið að vita hvernig tekið verður á móti erlendum þjóðhöfðingjum. Verða þeir kysstir eða verður þétt handaband látið duga? Verður mögulega tekið upp á því að bjóða upp á innileg faðmlög? 2.6.2012 06:00
Landsbankinn þinn Hafþór Eide Hafþórsson skrifar Eftir stofnun Nýja Landsbankans var því lýst yfir að bankinn og starfsmenn hans skorist ekki undan ábyrgð á verkum sínum síðustu ár og það ítrekað að vilji sé til þess að læra af því sem misfórst. Meðal þess sem var ýtt úr vör innan bankans var langt og strangt stefnumótunarferli og var afrakstur þess kynntur 2. Október 2010. Nýja mottóið úr þessu kostnaðarsama ferli var “Landsbankinn þinn”. 2.6.2012 08:48
Verndarsvæði í vítahring ÓLafur Þ. Stephensen skrifar Borgaryfirvöld í Reykjavík eru í klemmu með skipulag miðborgarinnar. Þrátt fyrir að húsverndarsjónarmiðum hafi vaxið fiskur um hrygg undanfarna áratugi hefur enginn borgarstjórnarmeirihluti treyst sér til að taka af skarið og kveða upp úr um að setja skuli vernd byggingararfleifðar Reykjavíkur í forgang. Of langt hefur verið gengið í hverju skipulaginu á fætur öðru í að heimila niðurrif eldri húsa og leyfa miklu meira byggingarmagn á lóðunum, í þágu framfara og nútímavæðingar. Árangurinn blasir við um alla miðborg og stingur oftast skelfilega í augun. 2.6.2012 06:00
Ein stoð fer undan stjórnarsáttmálanum Þorsteinn Pálsson skrifar Ólafur Ragnar Grímsson hét því á dögunum að tryggja að þjóðin fengi úrslitavald um aðildarsamning að Evrópusambandinu því ekki yrði unað við það ráðgefandi þjóðaratkvæði sem ríkisstjórnin hefur ákveðið. Þetta getur aðeins gerst með því að synjunarvaldinu verði beitt eftir að Alþingi hefur samþykkt lög um aðildarsamninginn. Yfirlýsing Þóru Arnórsdóttur um að þjóðin fái lokaorðið gæti þýtt það sama þó að hún hafi ekki talað jafn tæpitungulaust. 2.6.2012 06:00
Jarðarber og fljúgandi svín Sigga Dögg skrifar Um daginn var ég að undirbúa kynfræðslu fyrir efstu bekki grunnskóla og fór að pæla í því hvað gerir kynlíf eftirsóknarvert. Vissulega er það löngun sem knýr mann áfram. Einhver innri kláði sem grátbiður um að fá markvissa snertingu. En hvað er kynlíf? Og það sem meira er, hvernig er fullnæging? 1.6.2012 21:00
Hjólhýsin í miðborginni Ólafur Rastrick skrifar Við Íslendingar erum dálítið blankir af efnislegum minjum um liðna tíma. Við eigum til dæmis heldur lítið úrval af byggingum frá liðnum öldum í stíl við þau glæstu stórhýsi sem fyrirfinnast í útlendum stórborgum. Í gegnum tíðina hefur mörgum Íslendingum þótt þetta heldur bagalegt og byggingararfleifðin þótt t.d. í harla litlu samræmi við frægan bókmenntaarf sem útlendingum hefur lengi þótt dálítið varið í. 1.6.2012 06:00
Þjóðin ráði Björn Þór Sigbjörnsson skrifar Það virðist vera nokkur stemning fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum í samfélaginu og háværir menn tala um nauðsyn þess að slíkar atkvæðagreiðslur fari sem oftast fram og um sem flest. Lengi vel þótti fulltrúalýðræði hentugt stjórnarfyrirkomulag en eftir bankahrunið þykir það hin mesta ósvinna. Vandséð er þó að kjósendur hefðu með atkvæðum sínum komið í veg fyrir þann hörmungarkafla í Íslandssögunni. 1.6.2012 06:00
Ekki þannig forseta Haukur Sigurðsson skrifar Nú færist hiti í kosningabaráttu forsetaefna eftir sprengjuviðtal við Ólaf Ragnar Grímsson þann 13. maí. Hann hjó á báðar hendur og boðaði að hann yrði í stjórnarandstöðu, öllum óháður nema sjálfum sér og er áfram tilbúinn að leika sér með Ólaf Ragnar Grímsson á hvern þann veg sem honum líkar best hverju sinni. Hann hefur uppgötvað að forsetinn er sveigjanlegur og yfirlýsingar breytilegar eftir aðstæðum. 1.6.2012 06:00
Enn um Landspítalann Sighvatur Björgvinsson skrifar Ég á ekki í deilum við nokkurn mann um Landsspítala/háskólasjúkrahús – og ætla mér það ekki. Ég hef bara spurt nokkurra spurninga – en fátt verið um svör. Í grein Jóhannesar Gunnarssonar er miklu rými varið í að vitna í meira en tveggja áratuga gömul ummæli mín - en svör engin gefin. Í síðari grein sinni vísar hann spurningu einfaldlega frá sér. Í greinum Ólafs Baldurssonar og Kristjáns Erlendssonar er álíka miklu rými varið í að ræða gæði íslenska heilbrigðiskerfisins og Lsp. Ég spurði ekki um það. Það veit ég. Þessi viðbrögð eru hins vegar dæmigerð um viðbrögð Íslendinga þegar þeir eru beðnir um að ræða kjarna máls. Málum drepið á dreif. 1.6.2012 11:00
Nýr tíðarandi, næsti forseti Gunnar Hersveinn skrifar Næsti forseti Íslands þarf nauðsynlega að tilheyra þeim tíðaranda sem nú blæs um landið. Næsti forseti má alls ekki tilheyra tíðaranda hrokans þar sem útvaldir Íslendingar áttu að njóta aðdáunar annarra með því að fara um heiminn líkt og uppdiktaðir víkingar í útrás. 1.6.2012 06:00
Hvers vegna að vanda sig þegar hægt er að gera hlutina illa? Orri Vésteinsson skrifar Allsherjar- og menntamálanefnd hefur afgreitt til annarrar umræðu með einróma nefndaráliti frumvarp til laga um menningarminjar. Þetta er eitt af þessum litlu málum sem komast ekki í fréttir og fáir láta sig varða, eitt af tugum frumvarpa sem verða afgreidd með hraði og án mikillar, ef nokkurrar, umræðu á síðustu dögum þingsins. 1.6.2012 06:00
Guðlaugur Gauti leiðréttur Ingólfur Þórisson skrifar Guðlaugur Gauti Jónsson arkitekt skrifar grein í Fréttablaðið fimmtudaginn 31. maí um nýjan Landspítala. Það er ekki mitt að finna að stílbrögðum annarra. Ég tel þó nauðsynlegt að leiðrétta Guðlaug Gauta því hann gefur sér rangar forsendur og dregur af þeim stóryrtar fullyrðingar. 1.6.2012 06:00
Gríman 2012 – íslensku sviðslistaverðlaunin Ása Richardsdóttir skrifar Í dag klukkan fimm síðdegis verða tilnefningar valnefnda til íslensku sviðslistaverðlaunanna – Grímunnar – kunngjörðar í Tjarnarbíói – miðstöð sviðslista. 89 verk hafa verið frumsýnd á Íslandi á nýliðnu leikári og keppa þau öll til verðlauna. 1.6.2012 06:00
Brunað áfram í blindni ólafur Þ. Stephensen skrifar Miðað við þá gríðarlega miklu og rökstuddu gagnrýni sem fram hefur komið á kvótafrumvörp ríkisstjórnarinnar, jafnt frá hagsmunaaðilum sem fræðimönnum og sérfræðingum, er vægast sagt furðulegt hversu veigalitlar breytingar meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis leggur til á þeim. 1.6.2012 06:00
Framsækin fjárfestingaáætlun Ólína Þorvarðardóttir skrifar Nýlega kynnti ríkisstjórnin nýja og framsækna fjárfestingaáætlun. Áætlunin er liður í nýrri sókn eftir efnahagshrunið og þær hremmingar sem þjóðin hefur mátt þola eftir áratuga stjórnartíð sjálfstæðis- og framsóknarmanna. Samkvæmt henni munu 39 milljarðar króna leiða til fjárfestinga og framkvæmda fyrir 88 milljarða króna. Tugir milljarða munu þar með flæða um lífæðar samfélagsins og glæða bæði atvinnu og hagvöxt. 1.6.2012 06:00
Eitt EM fyrir alla Pawel Bartoszek skrifar Evrópumeistaramót karla í knattspyrnu hefst í næstu viku. Evrópumeistaramót kvenna verður á næsta ári. Í daglegu tali er karlamótið þó oftast einfaldlega kallað "EM“ en kvennamótið "EM kvenna“, ef það er yfirhöfuð kallað nokkuð. Oftast láta menn eins og síðarnefnda mótið sé varla til. 1.6.2012 06:00
RÚV lamað vegna fjölmiðlaframboðs Ástþór Magnússon skrifar Ritstjóri helsta umræðuþáttar ríkisfjölmiðlanna, Kastljós RÚV, hefur tjáð mér að hann og hans starfsfólk sé vanhæft til að fjalla um forsetakosningarnar, forsetaframbjóðendur, taka viðtöl við frambjóðendur og skipuleggja kosningaumfjöllun ríkisfjölmiðlanna. 31.5.2012 13:18
"Ég er bara 5 ára…“ Ég er bara 5 ára og kenna á því fæ,“ söng skáldið um árið. Reglulega kemur upp umræða um 5 ára börn í leikskólum. Því miður sprettur sú umræða sorglega oft upp vegna hagræðingaraðgerða sveitarfélaga og þ.a.l. gleymist oft að ræða hvað er 5 ára börnum fyrir bestu. 31.5.2012 06:00
Hinar snjóhengjurnar Gauti Kristmannsson skrifar Umræðan um íslensku krónuna og óttinn við hana fer um víðan völl og ekki vantar uppástungurnar um lausnir sem vitanlega er þegar mótmælt af andstæðingum því rökræða virðist orðin ógjörningur hér á landi. Á það kannski rætur að rekja til hins pólitíska stíls sem Davíð Oddsson kom í mikla tísku á sínum tíma, en hann felst í því að vera á móti öllum tillögum "hinna“ óháð því hversu góðar hann sjálfur teldi þær vera. 31.5.2012 06:00
Innlimun hvað? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Ekkert er t.d. verið að upplýsa fólk um að eitt af meginmarkmiðum ESB, með því að ná samningum um innlimun Íslands, er að ná yfirráðum yfir stórum hluta Norður-Atlantshafsins með aðgengi að Norður-Íshafinu. Án þessa aðgengis getur Evrópusambandið aldrei orðið það stórveldi sem það vill vera í alþjóðlegu tilliti.“ 31.5.2012 06:00
Nýr Landspítali – Hneyksli aldarinnar? Guðl. Gauti Jónsson skrifar Það hefur verið bent á að byggingamagn á lóð nýja Landspítalans verði meira en sem nemur fjórum Smáralindum. Það má einnig miða við að byggingamagnið verður meira en það er samanlagt í öllu Fellahverfi og Mjódd. Þá er meðtalið atvinnuhúsnæði, íbúðarhúsnæði, skólar, bílskúrar og allt sem nöfnum tjáir að nefna. (Heimild: Skipulagssjá í maí 2012) 31.5.2012 06:00
Samhengi skuldanna Þórólfur Matthíasson skrifar Ekkert einfalt samband ríkir milli skuldaaukningar eða skuldaminnkunar einstakra fyrirtækja annars vegar og heildarskulda þeirrar atvinnugreinar sem fyrirtækið tilheyrir hins vegar. Skoðum fjögur dæmi: 31.5.2012 06:00
Allt rangt hjá Þorsteini Kristinn H. Gunnarsson skrifar Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, setur fram staðhæfingar um jákvæð áhrif af framsali kvóta. Opinber gögn sýna hins vegar að fullyrðingar Þorsteins eru rangar. 31.5.2012 06:00
Bætt aðgengi að starfsnámi Björgvin G. Sigurðsson skrifar Árlega stunda 7-8.000 nemendur hér á landi starfsnám af ýmsum toga á framhaldsskólastigi. Flestir þeirra þurfa að ljúka vinnustaðanámi eða starfsþjálfun á námsbraut sinni sem getur tekið allt frá 3 vikum til 126 af heildarnámsferli þeirra. Skilvirkasta leiðin til að draga verulega úr brottfalli á framhaldsskólastigi, sem er eitt það mesta í OECD, er án efa að efla iðn- og starfsnám. Með því skapast mikil samfélagsleg verðmæti í yfirgripsmikilli verk- og tækniþekkingu. 31.5.2012 06:00
Mengun hafsins: Áfangar í rétta átt Svandís Svavarsdóttir skrifar Árið 1956 fór að bera á undarlegum veikindum í japanska fiskveiðibænum Minamata. Sumir dóu, miklu fleiri sýktust og börn fæddust hræðilega vansköpuð. Sökudólgurinn fannst eftir nokkra leit, hættuleg kvikasilfurssambönd sem verksmiðja á staðnum dældi út í sjó, en fundu sér leið til baka í sjávarfangi. 31.5.2012 06:00
Píka til sölu, kostar eina tölu Friðrika Benónýsdóttir skrifar Ég vissi að ég fengi þig til að lesa þennan pistil ef ég setti orðið píka í fyrirsögn. Það er nefnilega svo femínískt og frjálst að tala um píkur. Og merkilegt nokk virðast allir hafa áhuga og skoðanir á því hvernig það líffæri á að líta út og fúnkera. Hver greinin af annarri um það hvernig píkur eigi eða eigi ekki að vera birtist í fjölmiðlum og allar fá þær massívan lestur og mikil húrrahróp. Ég sem hélt að píkur væru eins misjafnar og þær eru margar og ekkert merkilegri en önnur líffæri. En svo lengi lærir sem lifir. 31.5.2012 06:00
Fordómar úr Kvennahreyfingu Samfylkingar Jakobína Ingunn Ólafsdóttir skrifar Á bloggsíðu Egils Helgasonar heldur Hrafnhildur Ragnarsdóttir, formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, því fram að Rósa Erlingsdóttir, sem einnig situr í Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar, sé að skrifa fræðigrein um pólitík og að greina orðræðu í kosningabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar í grein sem birtist á Visir.is undir fyrirsögninni Orð forsetans um "skrautdúkku“. 31.5.2012 06:00
Að elska kvalarann Þórður Snær Júlíusson skrifar Nýverið samþykkti aðalfundur Bakkavarar Group að heimila bræðrunum Ágústi og Lýð Guðmundssonum að eignast allt að fjórðung í félaginu að nýju. Þeir sem samþykktu þetta voru aðrir kröfuhafar og hluthafar félagsins. Þorri þeirra eru íslenskir lífeyrissjóðir og íslenskir bankar. Heildarvirði Bakkavarar er talið vera mun hærra en það verð sem bræðurnir þurfa að greiða fyrir hlutinn. Gangi endurskipulagning Bakkavarar Group eftir eru því allar líkur á því að þeir muni hagnast á samkomulaginu. 31.5.2012 06:00
Er vaxtahækkun svarið? Ólafur Margeirsson skrifar Verðbólguvandinn er fyrst og fremst tilkominn vegna væntinga um að ekkert verði gert til þess að stöðva hana. Verðbólgan er í rauninni sjálfsprottin. Fólk og fyrirtæki sem óttast verðbólgu í framtíðinni hækka verð og krefjast hærri launa í dag. Þannig rætast væntingar fólks af sjálfu sér svo fremi sem Seðlabankinn gerir ekkert í málunum.” 31.5.2012 06:00
Eitrað fyrir þjóðum Jón Ormur Halldórsson skrifar Skelfilegur endir er betri en endalaus skelfing. Segir þýskt máltæki, eignað prússneskum herforingja. Þessi sannindi tauta nú margir Germanar í barm sinn. Sumir bæta kannski við einhverjum einföldustu sannindum sem nokkru sinni hafa verið höfð eftir nóbelsverðlaunahafa í hagfræði en þau eru þessi: Það sem getur ekki haldið áfram gerir það ekki. Valið í Evrópu er á milli afarkosta. Efnahagslegra skelfinga eða pólitískrar erfiðsvinnu. Og hjá valinu verður ekki komist. 31.5.2012 06:00
Stuðningsgrein: Ég treysti Andreu Gunnar Skúli Ármannsson skrifar Andrea Ólafsdóttir er ung kona með reynslu og hún býður sig fram til forseta Íslands. Ég er mjög sáttur við þá ákvörðun hennar. Hún hefur staðið sig frábærlega fyrir Hagsmunasamtök heimilanna. Þar hafa eiginleikar hennar fengið að njóta sín og endurspegla manngerðina. 30.5.2012 14:00
Þingræðið og meint málþóf Ragnheiður Elín Árnadóttir skrifar Þingflokksformaður vinstri grænna beinir þeim tilmælum til forseta Alþingis í gegnum fjölmiðla að beita ákvæði þingskapa til að stöðva umræður á þinginu og láta mál ganga til atkvæða. 30.5.2012 11:00
Af leðjuslag: "Skrautdúkkan“ Gunnlaugur Sigurðsson skrifar Einn frambjóðenda til forsetakjörs hefur sætt ásökunum um "kynjuð ummæli“ sín. Hann hafði látið þá skoðun sína í ljós að ekki dygði að hafa í forsetaembætti "skrautdúkku“. "Puntudúkka“ væri að vísu mun þjálla í munni og bókmenntalegra en frambjóðandinn er ekki að eltast við slíkt í greiningu sinni á þeim mannkostum sem síst duga í forsetaembætti. Greining hans er vísindaleg og byggð á mikilli reynslu. Annars vegar tekur hún til iðju forsetans í embætti. Þar fáum við að vita að ekki dugi forseta að lesa bækur. Hins vegar til persónuleika forsetans. Þar hefur frambjóðandinn fundið út að sé mesta óráð að hafa "skrautdúkku“ í forsetastóli. 30.5.2012 11:00
Bjartsýni Björn B. Björnsson skrifar Fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar sem nýlega var kynnt er um margt merkilegt plagg, sérstaklega sá hluti hennar sem snýr að skapandi greinum. Sagt er að starfshópur undir forystu Katrínar Jakobsdóttur og Dags B. Eggertssonar hafi unnið þessar tillögur með aðkomu Guðmundar Steingrímssonar og Heiðu K. Helgadóttur. Hér hafa því stjórnmálamenn af yngri kynslóðinni varðað veg til framtíðar þar sem verðmætasköpun í samfélaginu getur byggt á hugviti ekki síður en hefðbundnum auðlindum. 30.5.2012 11:00
Verður fiskur veiddur áfram? Kvótakerfið sætir endurskoðun og deilt er um hvernig beri að skipta almannagæðum þjóðarinnar svo sanngjarnt sé. Nú ætti að gilda sú regla að menn fái það sem mönnum ber, hvorki meira né minna. Afrakstur mannsins er jú hans einkaeign og honum ætti að vera heimilt að taka til sín það sem hann þarfnast. Þegar gæði og verðmæti eru til staðar kemur alltaf upp sú staða hverjir eigi réttmætt tilkall til þeirra og hvernig við hámörkum þau takmörkuðu gæði sem bjóðast svo allir njóti góðs af. 30.5.2012 11:00
Drusl!? Svavar Hávarðsson skrifar Í Alþýðuskólanum á Eiðum naut ég þeirra forréttinda að sitja tíma hjá náunga sem heitir Hans Uwe Vollertsen. Hann er mikill tungumálamaður og þrátt fyrir að hafa aðeins dvalið hér á landi í nokkra mánuði þegar þetta var, hafði hann náð undraverðum tökum á íslensku máli. Eitt og annað við okkar ástkæra ylhýra vafðist þó fyrir Hans. Á þeim tíma fannst honum til dæmis óþarfi að hafa á valdi sínu tvö orð yfir sama hlutinn og lagði til að orðin drasl og rusl rynnu saman í nýtt og miklu betra orð. Drusl. 30.5.2012 11:00
Stuðningsgrein: Mannasætti á Bessastaði Róbert Ragnarsson skrifar Við erum fámenn þjóð og einsleit. Hagsmunir Íslendinga eru í meginatriðum þeir sömu og við erum sammála um megin gildi samfélagsins. Að sjálfsögðu greinir fólk á um útfærslur, en þar liggur einmitt möguleiki til sátta. Við ætlum öll á sama áfangastað, en erum ekki sammála um hvaða leið eigi að fara og í hvaða sjoppu eigi að stoppa. 30.5.2012 14:09
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun