Ekki lesa ekki neitt Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir skrifar 2. júní 2012 06:00 Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu um að efla þurfi lestur barna og unglinga en ekki er víst að fólk geri sér almennt grein fyrir því hversu mikið tapast þegar börnin þeirra líta ekki í bók hátt í þrjá mánuði yfir sumartímann. SumarlesturErlendar rannsóknir sýna að þeim nemendum sem ekki opna bók í sumarleyfinu fer aftur. Á ensku nefnist þetta summer reading loss (eða summer learning loss) og vísar í þá afturför í lestrarfærni sem á sér stað yfir sumarið þegar börnin hljóta ekki formlega lestrarkennslu. Þetta er ekki bara tilfinning eða ágiskun kennara, heldur skráð og rannsakað fyrirbæri (sjá til dæmis Kim, JS. 2011 og 2012, og Moynihan, L. 2011). Staðreyndin er sú að lestrarfærni þeirra sem lesa ekkert á sumrin stendur ekki í stað milli vors og hausts heldur hrakar henni marktækt og það getur tekið nemendur allt að tvo mánuði að vinna sig upp í sömu færni og þeir höfðu við upphaf sumarleyfis. Lestrarfærni þeirra barna sem lesa eitthvað stendur í stað eða batnar jafnvel. Þessar sömu rannsóknir sýna að það eru oftast þeir sem síst mega við því sem lesa minnst í sumarfríinu og standa því enn verr að hausti. Þetta vindur svo upp á sig og þeir sem ekkert lesa standa sífellt verr, eru lengur að vinna sig upp og ná jafnvel ekki jafnöldrum sínum yfir skólaárið. Það sem helst spáir fyrir um hvort lestrarkunnáttu barns hrakar yfir sumartímann er hvort það les eða ekki og það hvort barnið les yfir sumartímann ræðst að mestu af því hvort það hefur aðgang að bókum eða ekki. Ábyrgð foreldraÁ sumrin, þegar börn og unglingar fá ekki það aðhald sem skólastofan veitir, er ekki ólíklegt að þau þurfi hvatningu til lestrar og stuðning við val á lesefni. Hér gegna foreldrar og forráðamenn lykilhlutverki. Fáðu lánaða eða kauptu bók handa ungmenninu þegar þú grípur bók handa þér, krakkar hafa alveg jafn gaman af nýju lesefni og við hin. Hinir fullorðnu ættu að hafa í huga að gera ungmennunum auðvelt að nálgast bækur sem henta áhuga og getu. Lestu bókina sem ungmennið les, vertu tilbúin til viðræðna um bókina og ræddu um aðrar bækur sem þú lest. Umræður um lestur efla áhugann á lestri. Með því að gera lestur að sameiginlegri tómstundaiðju fjölskyldunnar yfir sumarið skapast skemmtilegar samverustundir og um leið aukast líkurnar á því að börnin mæti í skólann að hausti þokkalega búin undir skólaárið. En það eru fleiri en foreldrar sem geta haft áhrif. Á ráðstefnunni Alvara málsins, bókaþjóð í ólestri í janúar 2012 var bent á að ábyrgðin á bókmenntauppeldinu væri samfélagsins alls. Heimilin, skólarnir, fjölmiðlar og ekki síst yfirvöld þurfa að taka höndum saman og gera lestur að áhugaverðri og gildri iðju sem fær jákvæða athygli. Við undirritaðar teljum verulega þörf á sumarlestrarátaki á Íslandi – áberandi, sýnilegu og ágengu átaki sem nær til allra sem að málinu koma – allra Íslendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu um að efla þurfi lestur barna og unglinga en ekki er víst að fólk geri sér almennt grein fyrir því hversu mikið tapast þegar börnin þeirra líta ekki í bók hátt í þrjá mánuði yfir sumartímann. SumarlesturErlendar rannsóknir sýna að þeim nemendum sem ekki opna bók í sumarleyfinu fer aftur. Á ensku nefnist þetta summer reading loss (eða summer learning loss) og vísar í þá afturför í lestrarfærni sem á sér stað yfir sumarið þegar börnin hljóta ekki formlega lestrarkennslu. Þetta er ekki bara tilfinning eða ágiskun kennara, heldur skráð og rannsakað fyrirbæri (sjá til dæmis Kim, JS. 2011 og 2012, og Moynihan, L. 2011). Staðreyndin er sú að lestrarfærni þeirra sem lesa ekkert á sumrin stendur ekki í stað milli vors og hausts heldur hrakar henni marktækt og það getur tekið nemendur allt að tvo mánuði að vinna sig upp í sömu færni og þeir höfðu við upphaf sumarleyfis. Lestrarfærni þeirra barna sem lesa eitthvað stendur í stað eða batnar jafnvel. Þessar sömu rannsóknir sýna að það eru oftast þeir sem síst mega við því sem lesa minnst í sumarfríinu og standa því enn verr að hausti. Þetta vindur svo upp á sig og þeir sem ekkert lesa standa sífellt verr, eru lengur að vinna sig upp og ná jafnvel ekki jafnöldrum sínum yfir skólaárið. Það sem helst spáir fyrir um hvort lestrarkunnáttu barns hrakar yfir sumartímann er hvort það les eða ekki og það hvort barnið les yfir sumartímann ræðst að mestu af því hvort það hefur aðgang að bókum eða ekki. Ábyrgð foreldraÁ sumrin, þegar börn og unglingar fá ekki það aðhald sem skólastofan veitir, er ekki ólíklegt að þau þurfi hvatningu til lestrar og stuðning við val á lesefni. Hér gegna foreldrar og forráðamenn lykilhlutverki. Fáðu lánaða eða kauptu bók handa ungmenninu þegar þú grípur bók handa þér, krakkar hafa alveg jafn gaman af nýju lesefni og við hin. Hinir fullorðnu ættu að hafa í huga að gera ungmennunum auðvelt að nálgast bækur sem henta áhuga og getu. Lestu bókina sem ungmennið les, vertu tilbúin til viðræðna um bókina og ræddu um aðrar bækur sem þú lest. Umræður um lestur efla áhugann á lestri. Með því að gera lestur að sameiginlegri tómstundaiðju fjölskyldunnar yfir sumarið skapast skemmtilegar samverustundir og um leið aukast líkurnar á því að börnin mæti í skólann að hausti þokkalega búin undir skólaárið. En það eru fleiri en foreldrar sem geta haft áhrif. Á ráðstefnunni Alvara málsins, bókaþjóð í ólestri í janúar 2012 var bent á að ábyrgðin á bókmenntauppeldinu væri samfélagsins alls. Heimilin, skólarnir, fjölmiðlar og ekki síst yfirvöld þurfa að taka höndum saman og gera lestur að áhugaverðri og gildri iðju sem fær jákvæða athygli. Við undirritaðar teljum verulega þörf á sumarlestrarátaki á Íslandi – áberandi, sýnilegu og ágengu átaki sem nær til allra sem að málinu koma – allra Íslendinga.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun