Fleiri fréttir Til hamingju með daginn Árni Stefán Jónsson skrifar Þann 19. júní fyrir 97 árum fengu íslenskar konur fyrst kosningarétt og kjörgengi. Rétturinn var þó til að byrja með takmörkunum háður. Þennan sama dag, tæpum 40 árum síðar, skrifaði forseti Íslands undir Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 19. júní er því merkur dagur jafnréttis og mannréttinda í augum margra. Í tilefni dagsins er því viðeigandi að doka við og skoða aðeins betur stöðu kynjanna á Íslandi í dag. Hvar stöndum við í dag? Margt hefur sannarlega áunnist á þessum næstum 100 árum, enda baráttan oft verið bæði fjölmenn og hörð. 19.6.2012 11:00 Bara örfá dæmi Erla Hlynsdóttir skrifar Vinkonu minni hefur verið nauðgað þrisvar. Hún lagði aldrei fram kæru. Hún er lesbía. Einn af þeim sem nauðguðu henni var æskuvinur hennar. Hann vissi að hún var lesbía en var samt sannfærður um að ef hún fengi alvöru karlmann inn í sig, þá myndi hún skipta um skoðun. Hún var áfengisdauð þegar hann tók þessa ákvörðun. Þegar hú 19.6.2012 09:30 Leika golf meðfram þjóðvegi 1 Ragnar Örn Pétursson skrifar Að ganga eða hjóla hringveginn þykir nú á dögum ekkert tiltökumál og oftast gert til að safna fé til góðgerðamála og er það vel. Fyrir meira en ári fékk Kiwanisfélagi í Kiwanisklúbbnum Eldey í Kópavogi þá hugdettu, sagði í raun að hann hefði dreymt þetta verkefni, sem er að leika golf til fjáröflunar með fram þjóðvegi 1. 19.6.2012 06:00 Vondu fyrirmyndirnar okkar Ólafur Þ. Stephensen skrifar Furðulegt hefur verið að fylgjast með umræðum innan íþróttahreyfingarinnar undanfarna daga um flengingar sem einhvers konar hópefli og "busavígslu“ í íþróttaliðum. Málið komst í hámæli eftir að nýliði í landsliðinu í handbolta sagðist gera ráð fyrir að verða flengdur eftir fyrsta landsleikinn sinn og að það væri guðsþakkarvert að ein af handboltahetjunum okkar væri hætt í liðinu, af því að viðkomandi kempa væri svo harðhent. 19.6.2012 06:00 Nýir sigrar jafnréttisbaráttunnar Jóhanna Sigurðardóttir skrifar Kvenréttindadagurinn er greyptur í sögu jafnréttis kynjanna og mannréttinda hér á landi. Sjaldan eða aldrei sem í dag getum við fagnað jafn stórum áföngum á jafn stuttum tíma. Í dag þökkum við líka fyrir baráttu undangenginna kynslóða og ríka getu íslenskra kvenna til samstöðu og samvinnu um að stefna enn hærra. Við fögnum því að hafa þrjú ár í röð skipað efsta sætið á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir stöðu jafnréttismála á heimsvísu og ætlum að halda þessu forystusæti með því að sækja stöðugt fram. 19.6.2012 06:00 Réttlátara og betra samfélag Guðbjartur Hannesson skrifar Eftir nákvæmlega þrjú ár verður þess minnst að 100 ár verða liðin frá því að íslenskar konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt til Alþingis. Það var einmitt 19. júní fyrir 97 árum sem Danakonungur undirritaði lög þessa efnis en kosningaaldur kvenna átti svo að lækka um eitt ár á ári niður í 25 ár til jafns við karla. 19.6.2012 06:00 Valdsvið forseta Íslands Eiríkur Bergmann skrifar Merkilegt er hvað forsetaefnin virðast líta valdheimildir embættisins ólíkum augum. Fræðimenn hafa sömuleiðis að undanförnu rætt út og suður um stjórnskipun landsins, svo allt í einu er orðin óvissa um sjálfan grundvöll ríkisvaldsins – sem tæpast kann góðri lukku að stýra. Ruglingurinn ræðst einkum af því hve óskýr stjórnarskráin okkar er um hlutverk forseta í stjórnskipuninni. 19.6.2012 06:00 Áríðandi tilmæli Anna Kristine Magnúsdóttir skrifar Í Kattholti dvelja nú tuttugu nýfæddir kettlingar. Stjórn Kattavinafélags Íslands hefur á undanförnum vikum farið víða um höfuðborgarsvæðið í leit að heimilislausum köttum og reynt að koma þeim í skjól í Kattholti. Ástandið er skelfilegt. Hungraðar og hræddar kisur sem eiga í engin hús að venda halda til í fjöru, bak við gáma, fela sig bak við steina – þar til þær sjá mat. Þá verður hungrið hræðslunni yfirsterkara. 19.6.2012 06:00 Öryggi sjúklinga – dæmisaga úr kerfinu Teitur Guðmundsson skrifar Það er áhugavert að fylgjast með þeirri umræðu sem verið hefur um samtengda rafræna sjúkraskrá undanfarin ár og seinaganginn í því verkefni. Við höfum um nokkurt skeið verið með því sem næst sama sjúkraskrárkerfið á öllum heilsugæslustöðvum, heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum hérlendis, þá hafa einnig sérfræðilæknar og einkareknar læknastöðvar verið að notast við sama kerfið en það heitir Saga. 19.6.2012 06:00 Fornleifaskráning: Stefnuskrá óskast Birna Lárusdóttir skrifar Árið 1981 birtist stutt grein í Árbók hins íslenzka fornleifafélags. Hún lét ekki mikið yfir sér en var þó að mörgu leyti tímamótaverk og markaði upphaf á nýrri sýn á landslag og minjar. Í henni var skrá Kristjáns Eldjárns yfir örnefni og sýnilegar fornleifar á Bessastöðum á Álftanesi. Þar á meðal var hinn frægi Skans en líka túngarður, 19.6.2012 06:00 Tökum engu sem gefnu á degi kvenna Hrund Gunnsteinsdóttir skrifar Heimssýn okkar mannfólksins í árhundruð og fram til ársins 1543 var sú að jörðin væri miðja alheimsins. Tilvist okkar og lífssýn mótaðist út frá þessari "staðreynd“ í árhundruð. 19.6.2012 06:00 Á að fórna Nasa fyrir risahótel? Þóra Andrésdóttir skrifar Eigandi Nasa, Landsímahússins og hótels í Austurstræti 6, vill byggja enn stærra hótel. Það gæti orðið 3-400 herbergja, á við samanlagt tvær Hótel Borgir og eina Hótel Sögu. Eru borgaryfirvöld virkilega tilbúin að að fórna Nasa, og samþykkja leyfi fyrir slíku risahóteli á þessum viðkvæma stað? 19.6.2012 06:00 Halldór 18.06.2012 18.6.2012 16:00 Á leiðinni í flug Guðmundur Andri Thorsson skrifar Blaðamaður DV, Baldur Eiríksson, náði viðtali við Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóra í Kópavogi, í síðustu viku. Þar segir leiðtoginn að 23 prósenta launahækkun bæjarfulltrúa hafi ekki verið launahækkun heldur "leiðrétting“. Hann segir líka að sú eina og hálfa milljón á mánuði sem honum hefur tekist að hala sjálfan sig upp í hljóti að vera eðlileg laun "miðað við aðra í sambærilegum stöðum“. Ekki vitum við hverja hann ber sig saman við en mann grunar ýmislegt. 18.6.2012 06:00 Endurmeta þarf forvarnastefnuna Óli Kristján Ármannsson skrifar Nýjustu tölur um framleiðslu fíkniefna hér á landi gefa tilefni til vangaveltna um hvort ekki mætti eitthvað betur fara í hvernig hér er staðið að forvörnum og er þar áfengisstefnan ekki undanskilin. 18.6.2012 06:00 Veiðigjaldið kom fyrir löngu Kristinn H. Gunnarsson skrifar Veiðigjald er komið á fyrir löngu í sjávarútveginum. Það gerðu útvegsmenn sjálfir. Viðskipti með veiðiheimildir eru umfangsmiklar og verðið afar hátt. Veltan nemur tugum milljarða króna á hverju ári. Tekjurnar renna nær eingöngu til handhafa veiðiheimildanna. 18.6.2012 06:00 Hrunið í hægri endursýningu Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Líklega telur alvaldið mig tiltölulega tregan nemanda í lífsins skóla því eftir að hafa upplifað hrunið heima á Íslandi árið 2008 sit ég nú sama kúrs hér á Spáni fjórum árum síðar. Reyndar var farið gríðarlega hratt yfir námsefnið á Íslandi, þetta var spíttbraut frekar en hraðbraut, en það gerir ekkert til því nú fæ ég tækifæri til að fara yfir allt aftur í hægri endursýningu. 18.6.2012 06:00 Tom Cruise og allir hinir Tom Cruise kom til landsins í vikunni. Hann leikur aðalhlutverkið í stórmyndinni Oblivion, sem verður tekin upp að hluta hér á landi í sumar. Fjölmiðlar fjalla um hvert fótmál leikarans og ljóstra upp um dvalarstað hans með slíkri nákvæmni að ráðvilltar smástúlkur hugsa sér gott til glóðarinnar og mæta jafnvel á staðinn í von um að fá að baða sig í frægðarljóma stórstjörnunnar. 16.6.2012 06:00 Svör vegna spurninga um Fasteign (EFF) Árni Sigfússon skrifar Guðbrandur Einarsson, fyrrverandi oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, lagði fram spurningar í Fréttablaðinu 14. júní sl. um þær breytingar sem verið er að gera á Eignarhaldsfélaginu Fasteign (EFF), sem mér er ljúft og skylt að svara. 16.6.2012 11:00 Farsælla að vinna vel en hratt Steinunn Stefánsdóttir skrifar Sérstakur saksóknari og hans fólk hefur staðið í ströngu allt frá því embættið var stofnað fáeinum mánuðum eftir hrun. Embættið hefur engu að síður sætt talsverðri gagnrýni, bæði fyrir að ganga hart fram í málum en einnig vegna þess að mál hafa þótt vera þar lengi í vinnslu. Þetta hefur þótt binda hendur þeirra sem til rannsóknar hafa verið og koma í veg fyrir þátttöku þeirra í samfélaginu. Hins vegar hefur gagnrýnin komið frá þeim sem eru óþolinmóðir vegna þess að þeim þykir lítið ávinnast í uppgjörinu við hrunið. 16.6.2012 06:00 Forsetinn og "stefnan“ Þorsteinn Vilhjálmsson skrifar Getur forseti Íslands haft „stefnu” í utanríkismálum? Stefnu sem gæti staðið undir nafni og komið fram í verki? Svar mitt er nei. Það getur hann ekki frekar en stýrimaður á skipi getur haft „stefnu“ ef skipstjóri er á skipinu og því er stjórnað með eðlilegum og hefðbundnum hætti. Bæði forseti og stýrimaður geta hins vegar haft skoðun á málum, átt frumkvæði og sett fram hugmyndir, og sannarlega getur verið æskilegt að þeir geri það. Þegar hugmyndir þeirra hljóta hljómgrunn og verða jafnvel hluti af ríkjandi stefnu er þeim auðvitað frjálst að gleðjast en ekki endilega að eigna sér stefnuna eða framkvæmd hennar. 16.6.2012 06:00 Forsetinn og Skúli Finnur Torfi Stefánsson skrifar Skúli Magnússon, dósent við lagadeild HÍ, kvartar undan skrifum mínum hér í blaðið um völd forsetans og mér rennur blóðið til skyldunnar að standa betur fyrir máli mínu. Ágreiningur virðist vera milli okkar Skúla aðallega um tvennt. Í fyrsta lagi eðli starfsskyldna forseta eins og þeim er lýst í stjórnarskrá. Í öðru lagi hvað getur talist sem lögfræðilegur rökstuðningur þegar staðhæft er að forseti hafi málskotsrétt. 16.6.2012 06:00 Kosningar án málefna Þorsteinn Pálsson skrifar Mörgum finnst málefnabaráttan í forsetakosningunum heldur rýr í roðinu. Það leiðir af stjórnarskránni. Forsetanum eru einfaldlega ekki ætluð þau völd að kosningarnar geti snúist um málefni. 16.6.2012 06:00 Halldór 15,06,2012 15.6.2012 16:00 Laun bæjarstjóra hækkuðu um 3,5% Ármann Kr. Ólafsson skrifar Í umræðunni um þá ákvörðun bæjarráðs Kópavogs að afnema rúmlega þriggja ára frystingu launa allra bæjarfulltrúa og tengja þau aftur við þingfararkaup, sem samþykkt var af fulltrúum allra flokka, hefur því verið haldið á lofti að heildarlaun bæjarstjóra Kópavogs hafi um leið verið hækkuð um 23%. Þetta er fjarri sanni. 15.6.2012 06:00 Tölum tæpitungulaust við Kína Kína vill fá áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu, samstarfsvettvangi ríkjanna átta við heimskautið. Þetta er liður í langtímaáætlun Kínverja um að láta meira til sín taka á norðurslóðum og nýta möguleikana sem geta opnazt þegar loftslag hlýnar og ísinn hopar, meðal annars í samgöngum, viðskiptum og vinnslu olíu, gass og steinefna. 15.6.2012 06:00 Óður til knattspyrnunnar Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar Til er saga af hermanni frá Balkanskaganum sem barðist í seinni heimsstyrjöldinni og upplifði í stríðinu ólýsanlegan hrylling. Stuttu eftir að stríðinu lauk hætti hann að tala. Læknar fundu enga líkamlega áverka á manninum né greindu þeir heilaskaða. Hann gat lesið, skrifað, skilið tal annarra og fylgt skipunum. Sjálfur talaði hann hins vegar ekki við nokkurn mann, ekki einu sinni vini og fjölskyldu. Að lokum var manninum komið fyrir á sjúkraheimili fyrir slasaða hermenn og dvaldi hann þar í áratugi. 15.6.2012 06:00 Er forseti Íslands valdalaus? Skúli Magnússon skrifar Í grein í Fréttablaðinu 13. júní sl. fullyrðir lögfræðingurinn Finnur Torfi Stefánsson að forseti Íslands geti ekki beitt synjunarvaldi sínu nema með atbeina ráðherra og sé „efnislega með öllu valdalaus“. Þessa túlkun á stjórnarskránni telur Finnur Torfi byggja á „skýrum og óumdeilanlegum ákvæðum stjórnarskrárinnar“, en jafnframt lýsir hann furðu sinni yfir því „að heyra löglærða menn tala og skrifa í þeim dúr að unnt sé að breyta stjórnarskrá með því að brjóta hana fyrst og ná síðan samstöðu um brotið í fjölmiðlaumræðu“. Þessum orðum virðist, a.m.k. að einhverju leyti, vera beint að grein minni um vald forseta í Fréttablaðinu 7. júní sl. 15.6.2012 06:00 Heimshreyfing í þágu breytinga Ban Ki-moon skrifar Í næstu viku munu veraldarleiðtogar hittast að máli á þýðingarmiklum fundi, ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í Rio de Janeiro. Verður þetta árangursríkur fundur? Að mínu mati, já. Samningaviðræður hafa staðið yfir lengi. Meira að segja á þessari stundu er meiru ólokið en gengið hefur verið frá í svokölluðu "lokaskjali” fundarins. Á hinn bóginn er lokaskjalið í raun ekki einhlítur mælikvarði á árangur. Mest er um vert að Rio ráðstefnan hefur þegar skilað umtalsverðum árangri. Og sá árangur er að skapa heimshreyfingu í þágu breytinga. 15.6.2012 06:00 Að þurfa að hefna Pawel Bartoszek skrifar Eitt sinn var Plútó pláneta. Svo fóru að finnast hnettir sem voru svipaðir að stærð og Plútó, t.d. Eris. Vísindamennina grunaði að mjög margir slíkir hnettir gætu verið til. Það var ekki hægt að láta grunnskólabörn læra nöfn þeirra allra. Menn bjuggu því til nýja skilgreiningu á plánetum og afplánetuðu Plútó. 15.6.2012 06:00 Brúkum bekkina Unnur Pétursdóttir skrifar Á undanförnum árum hefur Félag íslenskra sjúkraþjálfara (FÍSÞ) staðið fyrir samfélagsverkefnum til að hvetja almenning til aukinnar hreyfingar. Eitt þeirra er verkefnið "Að brúka bekki“, framkvæmt í samvinnu við félög eldri borgara og sveitarfélög. 15.6.2012 06:00 Grænt hagkerfi á tímum vistkreppu Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Nýverið vöruðu tvær virtar stofnanir við alvarlegum afleiðingum örrar mannfjölgunar, neyslumenningar Vesturlanda og aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda. 15.6.2012 06:00 Á umfjöllun um ESB og EES heima í námskrám framhaldsskóla? Valgerður Húnbogadóttir skrifar Hvers vegna ætti Ísland að ganga í ESB? Þetta er spurning sem ég hef velt mikið fyrir mér síðastliðin ár og hefur svarið verið miklum breytingum háð. Eftir eins og hálfs árs búsetu í Brussel og eftir að hafa starfað bæði fyrir sendiráð Íslands í Brussel og EFTA geri ég mér æ betur grein fyrir því hversu miklir þátttakendur við í raun erum í ESB án þess að þó að hafa mikið um stöðu okkar innan þess að segja. Ísland er til dæmis fullur þátttakandi í Schengen samstarfinu en þegar kemur að ákvörðunartöku varðandi samstarfið höfum við engan atkvæðisrétt. 15.6.2012 06:00 Gamaldags, einskisnýt skotgrafapólitík! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sem almennum borgara og kjósanda blöskrar manni að horfa á og hlusta á umræður á Alþingi Íslendinga. Sérstaklega að undanförnu, þegar menn hafa verið að ræða kvóta og veiðigjaldsmálið, málefni SpKef, eða ESB, svo nokkur dæmi séu tekin. 15.6.2012 06:00 Bláu augun þín Jóhannes Kári Kristinsson skrifar Augu margra Íslendinga þola illa sólarljós. Geislar sólarinnar eru oft sterkir hér á landi og sólin liggur oft lágt á lofti, sem þýðir að geislarnir fara beint í augu. Sjómenn verða einnig fyrir miklu endurkasti sólarinnar af haffletinum og útivistarfólk af snjó. Vegna mikillar umræðu um áhrif sólarljóss á húð er fólk almennt farið að nota sólarvörn á sólríkum stöðum. Minna hefur verið rætt um mikilvægi þess að nota sólgleraugu til að hlífa augunum. Staðreyndin er þó sú, að ef það er einhver sem þarf á sólarvörn fyrir augun að halda, þá er það hinn dæmigerði ljóseygi Íslendingur. 15.6.2012 06:00 Metanól í bensín – markaðssetning tréspíra á Íslandi Hjalti Andrason skrifar Þann 12. apríl sl. var metanólverksmiðja Carbon Recycling International (CRI) í Svartsengi formlega opnuð. Stuttu áður birtist frétt í Morgunblaðinu undir yfirskriftinni "Metanól gæti komið í stað bensíns á Íslandi“ þar sem rætt er við framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar CRI sem segir að það séu "engin mikil ljón í veginum“ fyrir að reisa nýja metanólverksmiðju á höfuðborgarsvæðinu. 14.6.2012 06:00 Halldór14.06.2012 14.6.2012 16:00 Læri, læri, tækifæri Friðrika Benónýsdóttir skrifar Hugsum okkur að yfir standi Evrópumeistaramót í knattspyrnu kvenna. Sent er beint frá öllum leikum, áhorfið er gífurlegt og spennan mikil. Á Facebook skiptast menn á skoðunum um gæði liða og leikja, halda fram sínum konum og ulla á hinar. En hvað er nú þetta? Hver karlinn á fætur öðrum setur inn Facebook-status þar sem hann tjáir sig í löngu máli um stælta rassa og stinn læri stúlknanna inni á vellinum. Þetta gengur náttúrulega ekki og viðbrögð kvenna og meðvitaðra karla láta ekki á sér standa. Þetta er karlremba af verstu sort, niðurlæging fyrir konurnar sem hafa lagt hart að sér við æfingar og keppni og lýsir engu öðru en ógeðslegu innræti skrifarans. Og hana nú! 14.6.2012 06:00 Opið bréf til bæjarstjórans í Kópavogi Skafti Þ. Halldórsson skrifar Ég vil þakka þér fyrir kveðjurnar sem þú sendir okkur skólamönnum undir þinni stjórn í tilefni af því að þú fékkst 23% launahækkun. Þú orðaðir það raunar svo og réttlættir þessa launahækkun eða leiðréttingu með eftirfarandi orðum í DV þann 10. júní: 14.6.2012 06:00 Nýtt húsnæðisbótakerfi fyrir meðlagsgreiðendur Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar Nýlega kynnti samráðshópur um húsnæðisstefnu stjórnvalda tillögur að nýju húnsnæðisbótakerfi, í skýrslu sem var kynnt nú á dögunum. Þær leggja áherslu á aðstoð hins opinbera óháð búsetu og taka aukið tillit til ólíkra þjóðfélagshópa. Margt í tillögunum er gott og eru þær vísbending um aukið jafnræði í aðstoð hins opinbera til handa heimilunum í landinu. 14.6.2012 06:00 Lögleiðing siðleysis Óskar H. Valtýsson skrifar Undanfarin ár hefur verið unnið að endurskoðun gildandi laga um dýravernd. Áhugasamir um bætta og siðlega meðferð dýra, ekki síst eldisdýra, hafa gert sér vonir um að ný og endurskoðuð lög bönnuðu alfarið kvalafulla og hrottafengna meðferð þeirra en nú er starfsmönnum eldisbúa heimilt að framkvæma þjáningarfullar aðgerðir á eldisdýrum án deyfingar eða annarrar kvalastillandi meðferðar. 14.6.2012 06:00 Sátt eða sundrung Reynir Erlingsson skrifar Ég horfi á sundraða þjóð, meira sundraða en nokkurn tíma fyrr. Nánast hvar og hvert sem litið er eru erjur. Það er þyngra en tárum taki að örþjóð sem ekki telur nema rétt rúmlega 300 þúsund manns skuli ekki geta gert betur en raun ber vitni: Fjármálaöfl eru í átökum við skuldara, lífeyrisþegar við lífeyrissjóði, stjórnarliðar við stjórnarandstöðu, flokksbræður berjast, allir kæra alla ýmist fyrir meiðyrði eða annað og margs konar skaðabótamál eru viðhöfð. Ungt fólk flýr land og hafa fólksflutningar ekki mælst jafnmiklir í langan tíma, ef nokkurn tíma áður. Skattar hækka á meðan skattgreiðendum fækkar. Lífeyrissjóðir eiga ekki fyrir skuldbindingum á meðan lífeyrisþegum fjölgar. Heibrigðisþjónusta er skorin niður á meðan kröfur aukast um hið gagnstæða og læknum og sérfræðingum í heilbrigðikerfinu fækkar. Samhliða þessu fjölgar glæpum og ofbeldi. 14.6.2012 06:00 Vega tillögur stjórnlagaráðs að hagkvæmni í útgerð? Þorkell Helgason skrifar Að mati flestra hefur ekki fundist betra fyrirkomulag við fiskveiðistjórnun en aflamarkskerfi þar sem aflaheimild hvers skips er á hreinu en ríkið skiptir sér að öðru leyti sem minnst af veiðunum svo sem því hvort heimildirnar skipti um hendur eða ekki. Frjálst framsal aflaheimilda er lykilatriði í því að ná sem mestri hagkvæmni í sjávarútveginum. 14.6.2012 06:00 Þörf á skýrari stefnu – fyrsti þáttur – leiða þjóðina saman! Hannes Bjarnason skrifar Eftir viðtal við mig í morgunútvarpi á Rás2 fyrir nokkru, voru fræðingar fengnir til að rýna í viðtalið. Fram komu nokkrar athugasemdir við framsögu mína og önnur góð gagnrýni. Gagnrýni tel ég af hinu góða því gagnrýni gefur okkur færi á því að sjá og skilja eigin orð og gjörðir í nýju ljósi og þannig öðlast ríkari skilning á eigin hegðun, málflutningi og framkomu. Þakka ég fyrir þau orð sem féllu í minn garð og geri ég nú tilraun til þess að skýra stefnu mína – því nefnt var að ég gæti verið mun skýrari. Fyrst vil ég ræða það hvernig forseti getur og á að stuðla að sátt í samfélaginu. 14.6.2012 06:00 Jafnrétti er barni fyrir beztu Stundum getur ný löggjöf haft í för með sér miklar samfélagsbreytingar, sem jafnvel verða svo örar að þær gera lögin sem komu þeim af stað fljótlega úrelt. Ákvæði barnalaga um forsjá barna eru ágætt dæmi um þetta. Þegar möguleikinn á að foreldrar semdu um sameiginlega forsjá kom í lög fyrir tuttugu árum ýtti það við foreldrum sem stóðu í skilnaði að hugsa vandlega hvernig þeir vildu haga forsjá barnanna. Áhrifin urðu þau að innan við áratug síðar valdi meirihluti fólks sem skildi sameiginlega forsjá. 14.6.2012 06:00 Sjá næstu 50 greinar
Til hamingju með daginn Árni Stefán Jónsson skrifar Þann 19. júní fyrir 97 árum fengu íslenskar konur fyrst kosningarétt og kjörgengi. Rétturinn var þó til að byrja með takmörkunum háður. Þennan sama dag, tæpum 40 árum síðar, skrifaði forseti Íslands undir Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 19. júní er því merkur dagur jafnréttis og mannréttinda í augum margra. Í tilefni dagsins er því viðeigandi að doka við og skoða aðeins betur stöðu kynjanna á Íslandi í dag. Hvar stöndum við í dag? Margt hefur sannarlega áunnist á þessum næstum 100 árum, enda baráttan oft verið bæði fjölmenn og hörð. 19.6.2012 11:00
Bara örfá dæmi Erla Hlynsdóttir skrifar Vinkonu minni hefur verið nauðgað þrisvar. Hún lagði aldrei fram kæru. Hún er lesbía. Einn af þeim sem nauðguðu henni var æskuvinur hennar. Hann vissi að hún var lesbía en var samt sannfærður um að ef hún fengi alvöru karlmann inn í sig, þá myndi hún skipta um skoðun. Hún var áfengisdauð þegar hann tók þessa ákvörðun. Þegar hú 19.6.2012 09:30
Leika golf meðfram þjóðvegi 1 Ragnar Örn Pétursson skrifar Að ganga eða hjóla hringveginn þykir nú á dögum ekkert tiltökumál og oftast gert til að safna fé til góðgerðamála og er það vel. Fyrir meira en ári fékk Kiwanisfélagi í Kiwanisklúbbnum Eldey í Kópavogi þá hugdettu, sagði í raun að hann hefði dreymt þetta verkefni, sem er að leika golf til fjáröflunar með fram þjóðvegi 1. 19.6.2012 06:00
Vondu fyrirmyndirnar okkar Ólafur Þ. Stephensen skrifar Furðulegt hefur verið að fylgjast með umræðum innan íþróttahreyfingarinnar undanfarna daga um flengingar sem einhvers konar hópefli og "busavígslu“ í íþróttaliðum. Málið komst í hámæli eftir að nýliði í landsliðinu í handbolta sagðist gera ráð fyrir að verða flengdur eftir fyrsta landsleikinn sinn og að það væri guðsþakkarvert að ein af handboltahetjunum okkar væri hætt í liðinu, af því að viðkomandi kempa væri svo harðhent. 19.6.2012 06:00
Nýir sigrar jafnréttisbaráttunnar Jóhanna Sigurðardóttir skrifar Kvenréttindadagurinn er greyptur í sögu jafnréttis kynjanna og mannréttinda hér á landi. Sjaldan eða aldrei sem í dag getum við fagnað jafn stórum áföngum á jafn stuttum tíma. Í dag þökkum við líka fyrir baráttu undangenginna kynslóða og ríka getu íslenskra kvenna til samstöðu og samvinnu um að stefna enn hærra. Við fögnum því að hafa þrjú ár í röð skipað efsta sætið á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir stöðu jafnréttismála á heimsvísu og ætlum að halda þessu forystusæti með því að sækja stöðugt fram. 19.6.2012 06:00
Réttlátara og betra samfélag Guðbjartur Hannesson skrifar Eftir nákvæmlega þrjú ár verður þess minnst að 100 ár verða liðin frá því að íslenskar konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt til Alþingis. Það var einmitt 19. júní fyrir 97 árum sem Danakonungur undirritaði lög þessa efnis en kosningaaldur kvenna átti svo að lækka um eitt ár á ári niður í 25 ár til jafns við karla. 19.6.2012 06:00
Valdsvið forseta Íslands Eiríkur Bergmann skrifar Merkilegt er hvað forsetaefnin virðast líta valdheimildir embættisins ólíkum augum. Fræðimenn hafa sömuleiðis að undanförnu rætt út og suður um stjórnskipun landsins, svo allt í einu er orðin óvissa um sjálfan grundvöll ríkisvaldsins – sem tæpast kann góðri lukku að stýra. Ruglingurinn ræðst einkum af því hve óskýr stjórnarskráin okkar er um hlutverk forseta í stjórnskipuninni. 19.6.2012 06:00
Áríðandi tilmæli Anna Kristine Magnúsdóttir skrifar Í Kattholti dvelja nú tuttugu nýfæddir kettlingar. Stjórn Kattavinafélags Íslands hefur á undanförnum vikum farið víða um höfuðborgarsvæðið í leit að heimilislausum köttum og reynt að koma þeim í skjól í Kattholti. Ástandið er skelfilegt. Hungraðar og hræddar kisur sem eiga í engin hús að venda halda til í fjöru, bak við gáma, fela sig bak við steina – þar til þær sjá mat. Þá verður hungrið hræðslunni yfirsterkara. 19.6.2012 06:00
Öryggi sjúklinga – dæmisaga úr kerfinu Teitur Guðmundsson skrifar Það er áhugavert að fylgjast með þeirri umræðu sem verið hefur um samtengda rafræna sjúkraskrá undanfarin ár og seinaganginn í því verkefni. Við höfum um nokkurt skeið verið með því sem næst sama sjúkraskrárkerfið á öllum heilsugæslustöðvum, heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum hérlendis, þá hafa einnig sérfræðilæknar og einkareknar læknastöðvar verið að notast við sama kerfið en það heitir Saga. 19.6.2012 06:00
Fornleifaskráning: Stefnuskrá óskast Birna Lárusdóttir skrifar Árið 1981 birtist stutt grein í Árbók hins íslenzka fornleifafélags. Hún lét ekki mikið yfir sér en var þó að mörgu leyti tímamótaverk og markaði upphaf á nýrri sýn á landslag og minjar. Í henni var skrá Kristjáns Eldjárns yfir örnefni og sýnilegar fornleifar á Bessastöðum á Álftanesi. Þar á meðal var hinn frægi Skans en líka túngarður, 19.6.2012 06:00
Tökum engu sem gefnu á degi kvenna Hrund Gunnsteinsdóttir skrifar Heimssýn okkar mannfólksins í árhundruð og fram til ársins 1543 var sú að jörðin væri miðja alheimsins. Tilvist okkar og lífssýn mótaðist út frá þessari "staðreynd“ í árhundruð. 19.6.2012 06:00
Á að fórna Nasa fyrir risahótel? Þóra Andrésdóttir skrifar Eigandi Nasa, Landsímahússins og hótels í Austurstræti 6, vill byggja enn stærra hótel. Það gæti orðið 3-400 herbergja, á við samanlagt tvær Hótel Borgir og eina Hótel Sögu. Eru borgaryfirvöld virkilega tilbúin að að fórna Nasa, og samþykkja leyfi fyrir slíku risahóteli á þessum viðkvæma stað? 19.6.2012 06:00
Á leiðinni í flug Guðmundur Andri Thorsson skrifar Blaðamaður DV, Baldur Eiríksson, náði viðtali við Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóra í Kópavogi, í síðustu viku. Þar segir leiðtoginn að 23 prósenta launahækkun bæjarfulltrúa hafi ekki verið launahækkun heldur "leiðrétting“. Hann segir líka að sú eina og hálfa milljón á mánuði sem honum hefur tekist að hala sjálfan sig upp í hljóti að vera eðlileg laun "miðað við aðra í sambærilegum stöðum“. Ekki vitum við hverja hann ber sig saman við en mann grunar ýmislegt. 18.6.2012 06:00
Endurmeta þarf forvarnastefnuna Óli Kristján Ármannsson skrifar Nýjustu tölur um framleiðslu fíkniefna hér á landi gefa tilefni til vangaveltna um hvort ekki mætti eitthvað betur fara í hvernig hér er staðið að forvörnum og er þar áfengisstefnan ekki undanskilin. 18.6.2012 06:00
Veiðigjaldið kom fyrir löngu Kristinn H. Gunnarsson skrifar Veiðigjald er komið á fyrir löngu í sjávarútveginum. Það gerðu útvegsmenn sjálfir. Viðskipti með veiðiheimildir eru umfangsmiklar og verðið afar hátt. Veltan nemur tugum milljarða króna á hverju ári. Tekjurnar renna nær eingöngu til handhafa veiðiheimildanna. 18.6.2012 06:00
Hrunið í hægri endursýningu Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Líklega telur alvaldið mig tiltölulega tregan nemanda í lífsins skóla því eftir að hafa upplifað hrunið heima á Íslandi árið 2008 sit ég nú sama kúrs hér á Spáni fjórum árum síðar. Reyndar var farið gríðarlega hratt yfir námsefnið á Íslandi, þetta var spíttbraut frekar en hraðbraut, en það gerir ekkert til því nú fæ ég tækifæri til að fara yfir allt aftur í hægri endursýningu. 18.6.2012 06:00
Tom Cruise og allir hinir Tom Cruise kom til landsins í vikunni. Hann leikur aðalhlutverkið í stórmyndinni Oblivion, sem verður tekin upp að hluta hér á landi í sumar. Fjölmiðlar fjalla um hvert fótmál leikarans og ljóstra upp um dvalarstað hans með slíkri nákvæmni að ráðvilltar smástúlkur hugsa sér gott til glóðarinnar og mæta jafnvel á staðinn í von um að fá að baða sig í frægðarljóma stórstjörnunnar. 16.6.2012 06:00
Svör vegna spurninga um Fasteign (EFF) Árni Sigfússon skrifar Guðbrandur Einarsson, fyrrverandi oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, lagði fram spurningar í Fréttablaðinu 14. júní sl. um þær breytingar sem verið er að gera á Eignarhaldsfélaginu Fasteign (EFF), sem mér er ljúft og skylt að svara. 16.6.2012 11:00
Farsælla að vinna vel en hratt Steinunn Stefánsdóttir skrifar Sérstakur saksóknari og hans fólk hefur staðið í ströngu allt frá því embættið var stofnað fáeinum mánuðum eftir hrun. Embættið hefur engu að síður sætt talsverðri gagnrýni, bæði fyrir að ganga hart fram í málum en einnig vegna þess að mál hafa þótt vera þar lengi í vinnslu. Þetta hefur þótt binda hendur þeirra sem til rannsóknar hafa verið og koma í veg fyrir þátttöku þeirra í samfélaginu. Hins vegar hefur gagnrýnin komið frá þeim sem eru óþolinmóðir vegna þess að þeim þykir lítið ávinnast í uppgjörinu við hrunið. 16.6.2012 06:00
Forsetinn og "stefnan“ Þorsteinn Vilhjálmsson skrifar Getur forseti Íslands haft „stefnu” í utanríkismálum? Stefnu sem gæti staðið undir nafni og komið fram í verki? Svar mitt er nei. Það getur hann ekki frekar en stýrimaður á skipi getur haft „stefnu“ ef skipstjóri er á skipinu og því er stjórnað með eðlilegum og hefðbundnum hætti. Bæði forseti og stýrimaður geta hins vegar haft skoðun á málum, átt frumkvæði og sett fram hugmyndir, og sannarlega getur verið æskilegt að þeir geri það. Þegar hugmyndir þeirra hljóta hljómgrunn og verða jafnvel hluti af ríkjandi stefnu er þeim auðvitað frjálst að gleðjast en ekki endilega að eigna sér stefnuna eða framkvæmd hennar. 16.6.2012 06:00
Forsetinn og Skúli Finnur Torfi Stefánsson skrifar Skúli Magnússon, dósent við lagadeild HÍ, kvartar undan skrifum mínum hér í blaðið um völd forsetans og mér rennur blóðið til skyldunnar að standa betur fyrir máli mínu. Ágreiningur virðist vera milli okkar Skúla aðallega um tvennt. Í fyrsta lagi eðli starfsskyldna forseta eins og þeim er lýst í stjórnarskrá. Í öðru lagi hvað getur talist sem lögfræðilegur rökstuðningur þegar staðhæft er að forseti hafi málskotsrétt. 16.6.2012 06:00
Kosningar án málefna Þorsteinn Pálsson skrifar Mörgum finnst málefnabaráttan í forsetakosningunum heldur rýr í roðinu. Það leiðir af stjórnarskránni. Forsetanum eru einfaldlega ekki ætluð þau völd að kosningarnar geti snúist um málefni. 16.6.2012 06:00
Laun bæjarstjóra hækkuðu um 3,5% Ármann Kr. Ólafsson skrifar Í umræðunni um þá ákvörðun bæjarráðs Kópavogs að afnema rúmlega þriggja ára frystingu launa allra bæjarfulltrúa og tengja þau aftur við þingfararkaup, sem samþykkt var af fulltrúum allra flokka, hefur því verið haldið á lofti að heildarlaun bæjarstjóra Kópavogs hafi um leið verið hækkuð um 23%. Þetta er fjarri sanni. 15.6.2012 06:00
Tölum tæpitungulaust við Kína Kína vill fá áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu, samstarfsvettvangi ríkjanna átta við heimskautið. Þetta er liður í langtímaáætlun Kínverja um að láta meira til sín taka á norðurslóðum og nýta möguleikana sem geta opnazt þegar loftslag hlýnar og ísinn hopar, meðal annars í samgöngum, viðskiptum og vinnslu olíu, gass og steinefna. 15.6.2012 06:00
Óður til knattspyrnunnar Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar Til er saga af hermanni frá Balkanskaganum sem barðist í seinni heimsstyrjöldinni og upplifði í stríðinu ólýsanlegan hrylling. Stuttu eftir að stríðinu lauk hætti hann að tala. Læknar fundu enga líkamlega áverka á manninum né greindu þeir heilaskaða. Hann gat lesið, skrifað, skilið tal annarra og fylgt skipunum. Sjálfur talaði hann hins vegar ekki við nokkurn mann, ekki einu sinni vini og fjölskyldu. Að lokum var manninum komið fyrir á sjúkraheimili fyrir slasaða hermenn og dvaldi hann þar í áratugi. 15.6.2012 06:00
Er forseti Íslands valdalaus? Skúli Magnússon skrifar Í grein í Fréttablaðinu 13. júní sl. fullyrðir lögfræðingurinn Finnur Torfi Stefánsson að forseti Íslands geti ekki beitt synjunarvaldi sínu nema með atbeina ráðherra og sé „efnislega með öllu valdalaus“. Þessa túlkun á stjórnarskránni telur Finnur Torfi byggja á „skýrum og óumdeilanlegum ákvæðum stjórnarskrárinnar“, en jafnframt lýsir hann furðu sinni yfir því „að heyra löglærða menn tala og skrifa í þeim dúr að unnt sé að breyta stjórnarskrá með því að brjóta hana fyrst og ná síðan samstöðu um brotið í fjölmiðlaumræðu“. Þessum orðum virðist, a.m.k. að einhverju leyti, vera beint að grein minni um vald forseta í Fréttablaðinu 7. júní sl. 15.6.2012 06:00
Heimshreyfing í þágu breytinga Ban Ki-moon skrifar Í næstu viku munu veraldarleiðtogar hittast að máli á þýðingarmiklum fundi, ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í Rio de Janeiro. Verður þetta árangursríkur fundur? Að mínu mati, já. Samningaviðræður hafa staðið yfir lengi. Meira að segja á þessari stundu er meiru ólokið en gengið hefur verið frá í svokölluðu "lokaskjali” fundarins. Á hinn bóginn er lokaskjalið í raun ekki einhlítur mælikvarði á árangur. Mest er um vert að Rio ráðstefnan hefur þegar skilað umtalsverðum árangri. Og sá árangur er að skapa heimshreyfingu í þágu breytinga. 15.6.2012 06:00
Að þurfa að hefna Pawel Bartoszek skrifar Eitt sinn var Plútó pláneta. Svo fóru að finnast hnettir sem voru svipaðir að stærð og Plútó, t.d. Eris. Vísindamennina grunaði að mjög margir slíkir hnettir gætu verið til. Það var ekki hægt að láta grunnskólabörn læra nöfn þeirra allra. Menn bjuggu því til nýja skilgreiningu á plánetum og afplánetuðu Plútó. 15.6.2012 06:00
Brúkum bekkina Unnur Pétursdóttir skrifar Á undanförnum árum hefur Félag íslenskra sjúkraþjálfara (FÍSÞ) staðið fyrir samfélagsverkefnum til að hvetja almenning til aukinnar hreyfingar. Eitt þeirra er verkefnið "Að brúka bekki“, framkvæmt í samvinnu við félög eldri borgara og sveitarfélög. 15.6.2012 06:00
Grænt hagkerfi á tímum vistkreppu Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Nýverið vöruðu tvær virtar stofnanir við alvarlegum afleiðingum örrar mannfjölgunar, neyslumenningar Vesturlanda og aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda. 15.6.2012 06:00
Á umfjöllun um ESB og EES heima í námskrám framhaldsskóla? Valgerður Húnbogadóttir skrifar Hvers vegna ætti Ísland að ganga í ESB? Þetta er spurning sem ég hef velt mikið fyrir mér síðastliðin ár og hefur svarið verið miklum breytingum háð. Eftir eins og hálfs árs búsetu í Brussel og eftir að hafa starfað bæði fyrir sendiráð Íslands í Brussel og EFTA geri ég mér æ betur grein fyrir því hversu miklir þátttakendur við í raun erum í ESB án þess að þó að hafa mikið um stöðu okkar innan þess að segja. Ísland er til dæmis fullur þátttakandi í Schengen samstarfinu en þegar kemur að ákvörðunartöku varðandi samstarfið höfum við engan atkvæðisrétt. 15.6.2012 06:00
Gamaldags, einskisnýt skotgrafapólitík! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sem almennum borgara og kjósanda blöskrar manni að horfa á og hlusta á umræður á Alþingi Íslendinga. Sérstaklega að undanförnu, þegar menn hafa verið að ræða kvóta og veiðigjaldsmálið, málefni SpKef, eða ESB, svo nokkur dæmi séu tekin. 15.6.2012 06:00
Bláu augun þín Jóhannes Kári Kristinsson skrifar Augu margra Íslendinga þola illa sólarljós. Geislar sólarinnar eru oft sterkir hér á landi og sólin liggur oft lágt á lofti, sem þýðir að geislarnir fara beint í augu. Sjómenn verða einnig fyrir miklu endurkasti sólarinnar af haffletinum og útivistarfólk af snjó. Vegna mikillar umræðu um áhrif sólarljóss á húð er fólk almennt farið að nota sólarvörn á sólríkum stöðum. Minna hefur verið rætt um mikilvægi þess að nota sólgleraugu til að hlífa augunum. Staðreyndin er þó sú, að ef það er einhver sem þarf á sólarvörn fyrir augun að halda, þá er það hinn dæmigerði ljóseygi Íslendingur. 15.6.2012 06:00
Metanól í bensín – markaðssetning tréspíra á Íslandi Hjalti Andrason skrifar Þann 12. apríl sl. var metanólverksmiðja Carbon Recycling International (CRI) í Svartsengi formlega opnuð. Stuttu áður birtist frétt í Morgunblaðinu undir yfirskriftinni "Metanól gæti komið í stað bensíns á Íslandi“ þar sem rætt er við framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar CRI sem segir að það séu "engin mikil ljón í veginum“ fyrir að reisa nýja metanólverksmiðju á höfuðborgarsvæðinu. 14.6.2012 06:00
Læri, læri, tækifæri Friðrika Benónýsdóttir skrifar Hugsum okkur að yfir standi Evrópumeistaramót í knattspyrnu kvenna. Sent er beint frá öllum leikum, áhorfið er gífurlegt og spennan mikil. Á Facebook skiptast menn á skoðunum um gæði liða og leikja, halda fram sínum konum og ulla á hinar. En hvað er nú þetta? Hver karlinn á fætur öðrum setur inn Facebook-status þar sem hann tjáir sig í löngu máli um stælta rassa og stinn læri stúlknanna inni á vellinum. Þetta gengur náttúrulega ekki og viðbrögð kvenna og meðvitaðra karla láta ekki á sér standa. Þetta er karlremba af verstu sort, niðurlæging fyrir konurnar sem hafa lagt hart að sér við æfingar og keppni og lýsir engu öðru en ógeðslegu innræti skrifarans. Og hana nú! 14.6.2012 06:00
Opið bréf til bæjarstjórans í Kópavogi Skafti Þ. Halldórsson skrifar Ég vil þakka þér fyrir kveðjurnar sem þú sendir okkur skólamönnum undir þinni stjórn í tilefni af því að þú fékkst 23% launahækkun. Þú orðaðir það raunar svo og réttlættir þessa launahækkun eða leiðréttingu með eftirfarandi orðum í DV þann 10. júní: 14.6.2012 06:00
Nýtt húsnæðisbótakerfi fyrir meðlagsgreiðendur Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar Nýlega kynnti samráðshópur um húsnæðisstefnu stjórnvalda tillögur að nýju húnsnæðisbótakerfi, í skýrslu sem var kynnt nú á dögunum. Þær leggja áherslu á aðstoð hins opinbera óháð búsetu og taka aukið tillit til ólíkra þjóðfélagshópa. Margt í tillögunum er gott og eru þær vísbending um aukið jafnræði í aðstoð hins opinbera til handa heimilunum í landinu. 14.6.2012 06:00
Lögleiðing siðleysis Óskar H. Valtýsson skrifar Undanfarin ár hefur verið unnið að endurskoðun gildandi laga um dýravernd. Áhugasamir um bætta og siðlega meðferð dýra, ekki síst eldisdýra, hafa gert sér vonir um að ný og endurskoðuð lög bönnuðu alfarið kvalafulla og hrottafengna meðferð þeirra en nú er starfsmönnum eldisbúa heimilt að framkvæma þjáningarfullar aðgerðir á eldisdýrum án deyfingar eða annarrar kvalastillandi meðferðar. 14.6.2012 06:00
Sátt eða sundrung Reynir Erlingsson skrifar Ég horfi á sundraða þjóð, meira sundraða en nokkurn tíma fyrr. Nánast hvar og hvert sem litið er eru erjur. Það er þyngra en tárum taki að örþjóð sem ekki telur nema rétt rúmlega 300 þúsund manns skuli ekki geta gert betur en raun ber vitni: Fjármálaöfl eru í átökum við skuldara, lífeyrisþegar við lífeyrissjóði, stjórnarliðar við stjórnarandstöðu, flokksbræður berjast, allir kæra alla ýmist fyrir meiðyrði eða annað og margs konar skaðabótamál eru viðhöfð. Ungt fólk flýr land og hafa fólksflutningar ekki mælst jafnmiklir í langan tíma, ef nokkurn tíma áður. Skattar hækka á meðan skattgreiðendum fækkar. Lífeyrissjóðir eiga ekki fyrir skuldbindingum á meðan lífeyrisþegum fjölgar. Heibrigðisþjónusta er skorin niður á meðan kröfur aukast um hið gagnstæða og læknum og sérfræðingum í heilbrigðikerfinu fækkar. Samhliða þessu fjölgar glæpum og ofbeldi. 14.6.2012 06:00
Vega tillögur stjórnlagaráðs að hagkvæmni í útgerð? Þorkell Helgason skrifar Að mati flestra hefur ekki fundist betra fyrirkomulag við fiskveiðistjórnun en aflamarkskerfi þar sem aflaheimild hvers skips er á hreinu en ríkið skiptir sér að öðru leyti sem minnst af veiðunum svo sem því hvort heimildirnar skipti um hendur eða ekki. Frjálst framsal aflaheimilda er lykilatriði í því að ná sem mestri hagkvæmni í sjávarútveginum. 14.6.2012 06:00
Þörf á skýrari stefnu – fyrsti þáttur – leiða þjóðina saman! Hannes Bjarnason skrifar Eftir viðtal við mig í morgunútvarpi á Rás2 fyrir nokkru, voru fræðingar fengnir til að rýna í viðtalið. Fram komu nokkrar athugasemdir við framsögu mína og önnur góð gagnrýni. Gagnrýni tel ég af hinu góða því gagnrýni gefur okkur færi á því að sjá og skilja eigin orð og gjörðir í nýju ljósi og þannig öðlast ríkari skilning á eigin hegðun, málflutningi og framkomu. Þakka ég fyrir þau orð sem féllu í minn garð og geri ég nú tilraun til þess að skýra stefnu mína – því nefnt var að ég gæti verið mun skýrari. Fyrst vil ég ræða það hvernig forseti getur og á að stuðla að sátt í samfélaginu. 14.6.2012 06:00
Jafnrétti er barni fyrir beztu Stundum getur ný löggjöf haft í för með sér miklar samfélagsbreytingar, sem jafnvel verða svo örar að þær gera lögin sem komu þeim af stað fljótlega úrelt. Ákvæði barnalaga um forsjá barna eru ágætt dæmi um þetta. Þegar möguleikinn á að foreldrar semdu um sameiginlega forsjá kom í lög fyrir tuttugu árum ýtti það við foreldrum sem stóðu í skilnaði að hugsa vandlega hvernig þeir vildu haga forsjá barnanna. Áhrifin urðu þau að innan við áratug síðar valdi meirihluti fólks sem skildi sameiginlega forsjá. 14.6.2012 06:00
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun