Fleiri fréttir

Fjöldasamstaða kvenna

Í tilefni þess að 35 ár eru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum, stofnaði kvennahreyfingin ný regnhlífarsamtök Skotturnar sem hafa það hlutverk að halda utan um 24. okóber í ár. Undirbúningur hefur staðið yfir frá því í október. Þess má geta að Skottur voru kvendraugar sem gjarnan gengu í rauðum sokkum og erfitt var að kveða þær niður.

Umræða á grunni staðreynda

Ólafur Stephensen skrifar

Samþykkt Evrópusambandsins um að hefja aðildarviðræður við Ísland þýðir ekki að Ísland verði aðildarríki ESB. Það ræðst ekki fyrr en þjóðin greiðir atkvæði um aðildarsamning. En ákvörðunin er vendipunktur að því leyti að nú er aðildarferlið formlega hafið og þá er vonandi hægt að færa Evrópuumræðuna á Íslandi á grunn staðreynda.

Ein níðlaus vika?

Svavar Gestsson skrifar

Það er varla til svo lítið fyrirtæki á Íslandi að það hafi ekki svokallaðan almannatengil á sínum vegum. Stundum ganga þessir aðilar svo langt í að fegra fyrirtækin eða stofnanirnar sem þeir starfa fyrir að engu tali tekur. Ein stofnun á Íslandi hefur hins vegar brugðið á annað ráð. Þessi stofnun hefur 63 menn á fullum launum við að tala illa um stofnunina. Almannatenglarnir 63 tala ævinlega illa um vinnustaðinn sinn, þeir sjá aldrei neitt nema svarta bletti og vandamál þar sem þessi stofnun er annars vegar. Einn starfsmaður þessarar stofnunar komst þannig að orði á dögunum að stofnunin væri óþörf með öllu en tók samt ekki þá rökréttu ákvörðun að segja samstundis af sér störfum fyrir stofnunina.

Mikilvægur áfangi í sjálfstæðisbaráttunni

Jón Karl Helgason skrifar

Fyrir réttu ári síðan var verulegur meirihluti íslensku þjóðarinnar hlynntur því að teknar yrðu upp aðildarviðræður við Evrópusambandið. Í skoðanakönnun sem Morgunblaðið gerði á tímabilinu 28. maí til 4. júní 2009 og kynnti 13. júní kom fram að 57,9% atkvæðisbærra Íslendinga voru hlynnt aðildarviðræðum, 26,4% voru því mótfallin og 15,7% voru óákveðin. Þetta þýðir að rúmir 2/3 hlutar þeirra sem tóku afstöðu vildu hefja viðræður.

Ásælni óskast

Pawel Bartoszek skrifar

Ég fæ æluflog í hvert skipti sem ég heyri þá orðnotkun að einhverjir útlendingar ásælist íslenskar auðlindir, fyrirtæki, eða eitthvað annað sem íslenskt er. Í fyrsta lagi vegna þetta er ekki satt og í öðru lagi myndum við gjarnan vilja að það væri það. Við þurfum einfaldlega fleiri erlendar fjárfestingar, erlend fyrirtæki, erlent fagfólk og þá reynslu sem öllu þessu fylgir.

Ísland er velkomið

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Allar líkur eru á að leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykki á fundi sínum í dag að hefja aðildarviðræður við Ísland. Það er enn einn áfanginn í endurreisn íslenzks samfélags og efnahagslífs eftir hrunið. Ísland þarf á öflugum bandamönnum að halda, nothæfum gjaldmiðli og skýrum ramma um efnahagsstefnuna. Þetta fæst allt með inngöngu í ESB.

Ökum edrú

Við getum verið sammála um að ölvunarakstur getur haft í för með sér skelfilegar afleiðingar. Við þekkjum alltof mörg dæmi þess. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að aðalástæða ölvunaraksturs er neysla áfengis. Í gegnum tíðina hafa slys og óhöpp tengd ölvunarakstri tekið of háan toll í umferðinni. Það er okkar að bregðast við til að draga úr hættunni. Margar leiðir eru færar og hafa allar það markmið að hvetja ökumenn til að aka ekki eftir neyslu.

Vei Birgir

Fréttir bárust af því nýlega að Birgir Ármannsson hefði haldið langa tölu í umræðum um stjórnlagaþing, sem meirihluti á Alþingi vill koma á, sem og meirihluti þjóðarinnar. Birgir þingmaður brást þannig ekki skyldu sinni til þess að stuðla að því að sú virðing sem Alþingi nýtur meðal almennings héldist óbreytt enn um sinn, en alltaf er sú hætta fyrir hendi að það breytist ef enginn sinnir þessu verkefni.

Er ekki lýðræði í Hafnarfirði?

Það er alveg ljóst að lýðræðið í Hafnarfjarðarbæ er ekki að virka. Gengið var til sveitarstjórnarkosninga, þar sem Samfylkingunni og Lúðvíki Geirssyni bæjarstjóra var hafnað, en SAMT skulu sömu menn sitja áfram í bæjarstjórn með sama bæjarstjóra. Hvað er það sem oddviti vinstri grænna og Samfylkingin skilja ekki?

Herbalife og jurtir sem geta valdið lifrarskaða

Undirrituð birtu grein í marshefti Læknablaðsins um aukaverkanir af Herbalife og í maíhefti blaðsins birtust athugasemdir framleiðandans og svör okkar við þeim. Þar sem nokkuð hefur borið á röngum frásögnum af efni þessarar greinar viljum við árétta fáein atriði. Bent er á vefsíðu Læknablaðsins, www.laeknabladid.is, sem er öllum opin.

Kálsopi

Líf Magneudóttir skrifar

Það er orðið hálfgert tískufyrirbæri íslenskra stjórnmálamanna að boða sparnað með sameiningu ríkisstofnana. Vissulega er það ágætis leið þegar það er mögulegt að ná niður kostnaði með sameiningunum. En vel skal vanda það sem lengi skal standa segir máltækið og vísast er þörf á því að skipulag opinberra stofnana sé eins og best verður á kosið. Í því felst auðvitað að þjónustan sé góð og aðgengileg fyrir borgarana á sama tíma og reynt er að koma í veg fyrir alla sóun og bruðl. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis leiddi aldeilis í ljós brotalamir á íslenskri stjórnsýslu og er nauðsynlegt að koma í veg fyrir að sleifarlag fái að viðgangast í ríkiskerfinu, sem og annars staðar.

Ragnheiður Tryggvadóttir: Kakó á brúsa og smurt

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Hæ hó jibbíjei og jibbíjei sönglar í höfðinu á mér í dag, þjóðhátíðardaginn. Fólk fer að tygja sig niður í bæ fljótlega, bregður sér í betri fötin og stingur niður regnhlífum til öryggis. Svo hefst hringsólið við að finna stæði, rosaleg mannmergð er þetta alltaf hreint.

Ólafur Þ. Stephensen: Nær brosið endum saman?

Því verður ekki neitað að nýr andi sveif yfir vötnum í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær, þegar ný borgarstjórn tók við völdum. Jón Gnarr, nýr borgarstjóri Reykvíkinga, grínaðist meira en menn eiga að venjast í fyrstu ræðu sinni. Ekki er hægt annað en að brosa af og til þegar samstarfsyfirlýsing nýs meirihluta er lesin og sumir hlógu jafnvel upphátt þegar æviágrip nýja borgarstjórans var lesið á vef Reykjavíkurborgar í gær. Enda er markmið nýs meirihluta að „borginni verði stjórnað með bros á vör“.

Sautján veigamiklar ástæður hrunsins

Rannsóknarskýrslan var mjög góð kortlagning á viðskipta- og stjórnmálaumhverfi liðinna ára. Hér verða taldar til margar ástæður hrunsins, margar með innbyrðis tengsl.

Að skilja ríki og kirkju

Það er liðin tíð á Íslandi að stjórnmál, vísindi og listir lúti kenningarvaldi eða sjónarmiðum kirkjunnar. Aðgreining hins opinbera frá trúarsetningum er óumdeilanlegt fyrirkomulag um vestrænan heim og einkenni nútímans. Það þýðir hins vegar ekki að ríkisvaldið sé ósnortið af veruleika trúar og trúfélaga eða tengsl kirkju og ríkis séu ekki til staðar í einhverri mynd á hverjum tíma.

Kolbeinn Óttarsson Proppe: Gullfiskahjálparstarfið

Kolbeinn Óttarsson Proppe skrifar

Talið er að um 300 þúsund manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum á Haítí í janúar. Fólk víða um heim brást við, mis­skjótt að vísu, gaf fé, íslenskar hjálparsveitir mættu snemma á svæðið og unnu gott starf. Um hríð snerist öll þjóðfélagsumræða hér á landi um Haítí, sjónvarp, útvarp og blöðin voru uppfull af fréttum af hörmungunum - og það réttilega. En síðan tók hversdagslífið við, af nógum áhyggjum var svo sem að taka hér heima.

Þögn er samþykki

Í ljósi umræðna síðustu mánuði um fíkniefnaleit í framhaldsskólum langar mig að velta eftirfarandi fram:

Regluvæðing fjármálakerfisins

Það hefur tekið næstum tvö ár frá falli Lehman Brothers og rúm þrjú ár frá upphafi fjármálakreppunnar fyrir Bandaríkin og Evrópu að gera umbætur á regluverki á fjármálamarkaði. Það ber líklega að fagna nýlegum betrumbótum á regluverki í Bandaríkjunum og Evrópu. Það er jú allt að því almenn sátt um að orsakir fjármálakreppunnar megi rekja til afnáms regluverks, sem hófst á tímum Margaret Thatcher og Ronalds Reagan fyrir 30 árum. Óbeislaðir markaðir eru hvorki skilvirkir né stöðugir.

Kirkjan og hjónaband

Sótt hefur verið að kirkju og biskupi landsins í sambandi við framkomið frumvarp um ein hjúskaparlög sem nú er orðið að lögum. Hver greinin á fætur annarri hefur birst hér og ástæða til að bregðast aðeins við. Nú er um viðkvæmt mál að ræða sem snertir djúpar tilfinningar, annars vegar samkynhneigðra og hins vegar fólks sem vill taka trú sína og trúarsannfæringu alvarlega í þessu máli. Erfitt er að sætta þau sjónarmið. Hluti af áróðrinum hefur verið að vísa til 90 presta og guðfræðinga, sem reyndar hefur fækkað í 83, en ekki tekið fram að vel á annað hundrað guðfræðingar og prestar skrifuðu ekki undir stuðning við ein hjúskaparlög þó svo vissulega séu forsendur fólks í því efni misjafnar. Málinu er því ekki lokið þegar að kirkjunni kemur og vonandi ber hún gæfu til að fara eign leið í því.

Ný umræðuhefð?

Ólafur Stephensen skrifar

Sú málamiðlun, sem náðist í allsherjarnefnd Alþingis um breytingar á frumvarpinu um stjórnlagaþing, virðist vera fremur til bóta og óskandi væri að málið fengi afgreiðslu á þinginu, sem nú er að ljúka. Samkvæmt breytingartillögu fulltrúa allra flokka á meðal annars að fela stjórnlagaþinginu að fjalla um tvennt, sem láðist að nefna í upphaflegu frumvarpi forsætisráðherra; annars vegar framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála og hins vegar umhverfismál, þar á meðal eignarhald á auðlindum. Hvort tveggja eru mál, sem mörgum finnst að eigi heima í nútímalegri stjórnarskrá.

Aðildarumsókn er tímabær

Það er skynsamleg ákvörðun að Íslendingar leiti aðildar að Evrópusambandinu. Í EES erum við áhrifalaust annars flokks fylgiríki og sú staða er allsendis ófullnægjandi til lengdar. Í annan stað erum við um þessar mundir að taka nýja viðspyrnu til framtíðar eftir alvarlegt hrun. Því er einmitt tímabært að taka aðild að ESB inn í stefnumótun þjóðarinnar núna. Þetta gerum við sem frjáls og fullvalda þjóð.

Hættur á ferðamannastöðum

Sérstaða Íslands sem ferðamannalands er meðal annars fólgin í því frelsi og óhefta aðgengi sem fólk finnur fyrir þegar það heimsækir landið. Í tilefni slyssins við Látrabjarg á dögunum vil ég lengstra orða biðja þar til bær yfirvöld að hugsa sinn gang áður en farið er að setja upp rammgerðar girðingar og tálmanir hvar sem hætta getur leynst við vinsæla ferðamannastaði.

Sanngjarnar skuldaleiðréttingar

Alþingi afgreiðir nú endurbætt og vönduð úrræði fyrir verst settu skuldarana. Einar sér eru slíkar lausnir þó líkt og að bera sólarljós inn í gluggalaust hús, því hætt er við að án víðtækra almennra skuldaleiðréttinga bætist við ný vandamál jafn harðan og leysist úr hinum eldri. Þess vegna er fagnaðarefni að fyrir Alþingi liggur einnig stjórnarfrumvarp félagsmálaráðherra um almennar aðgerðir vegna bílalána. Enn hefur þó ekki náðst samstaða um almennar aðgerðir vegna húsnæðislána almennings sem hafa ýmist orðið fyrir gengishruni eða verðbólgusprengju.

Skrattinn og amman

Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar

Vuvuzela-lúðrarnir eru við það að eyðileggja heilabú heimilisfólks. Góu-þrennan, Prins, Æði og Hraunbitar og þurrkrydduðu blönduðu lambalærissneiðarnar, mega sín lítils gegn lamandi hávaðanum sem berst alla leið frá Suður-Afríku og inn í stofu. Enginn sá fyrir að einhver annar en steríótýpa stemningamorðingjans, konan með ryksuguna, gæti eyðilagt HM í fótbolta.

Bótanískt útlendingahatur

Ólafur Stephensen skrifar

Það er miður júní og breiður af bláum blómum gleðja augað víða um land. Hæðir og holt í nágrenni höfuðborgarinnar, þar sem áður voru uppblásin moldarbörð, eru blá yfir að líta; einstaklega falleg sjón í sumarblíðunni að undanförnu. Lúpínan setur svip sinn á landið, klæðir það með þykku teppi þar sem áður var enginn, lítill eða rytjulegur gróður.

Jarðsamband óskast

Kristján G. Gunnarsson skrifar

Ítrekað hefur komið fram í fréttum að mesta atvinnuleysi á landinu er hér á Suðurnesjum. Þar má nefna að um 20% félaga í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur eru nú án atvinnu. Jafnframt er hlutfall heimila í greiðsluvanda hér gríðarlega hátt. Ekki bætir heldur úr skák að þeim fer nú ört fjölgandi sem eiga ekki lengur kost á atvinnuleysisbótum af því að þeir hafa verið án atvinnu lengur en þrjú ár. Þessu fólki virðast allar bjargir bannaðar.

Detox og átröskun

Ólafur Gunnar Sæmundsson skrifar

Enn eina ferðina er „eldhuginn“ Jónína Benediktsdóttir í kastljósi fjölmiðla og nú vegna detox meðferðar sinnar sem hún rekur á Keflavíkurflugvelli. Ég hef áður gagnrýnt detox meðferðina sem byggir ekki á neinni vísindalegri þekkingu heldur á gervivísindum og kukli. Ég mun ekki fjalla um ristilskolunarbullið eða þá bitru staðreynd að fólk hafi lent á bráðadeild vegna þess að það hafi hætt á lyfjum, svo sem blóðþrýstingslyfjum. Heldur vil ég eyða nokkrum orðum á það mataræði sem boðið er upp á í meðferðinni sem er í algjöru ósamræmi við eðlilega og heilbrigða neysluhætti.

Enginn getur átt það

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Innan um og saman við allt morfís-þruglið sem liggur yfir alþingi eins og suður-afrísk lúðrasveit koma þar samt til umræðu og afgreiðslu mál sem varða okkur - varða framtíð okkar, sjálfa þjóðfélagsskipanina, það hvernig Ísland á eiginlega að vera; þetta sem pólitík snýst í raun og veru um og skiptir fólki í flokka sérhyggju og félagshyggju, hægri og vinstri.

Kirkjan og ný hjúskaparlög

Siguður Pálsson skrifar

Undanfarið hefur hópur presta farið mikinn í hvatningu sinni til kirkjustjórnarinnar og Alþingis að samþykkja ný hjúskaparlög. Í umræðunni hefur verið gefið í skyn að þeir sem ekki væru sama sinnis væru kærleikssnauðir, haldnir homofóbíu, andstæðingar mannréttinda og talsmenn óréttlætis.

Afnám umdeildra vatnalaga

Á fundi iðnaðarnefndar Alþingis í morgun var afgreitt frumvarp iðnaðarráðherra um afnám hinna umdeildu vatnalaga frá 2006. Það var niðurstaða meirihluta nefndarinnar, fulltrúa Samfylkingarinnar, VG og Hreyfingarinnar að nema bæri lögin úr gildi en fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu til að gildistöku laganna yrði enn frestað, nú í þriðja sinn.

Ja hérna hér

Undanfarið hefur verið umfjöllun um svokallaða detox-meðferð og afstöðu Landlæknisembættisins til málsins.

Afnám mismununar

Ólafur Stephensen skrifar

Gærdagurinn var merkisdagur í sögu mannréttindabaráttu á Íslandi. Alþingi samþykkti frumvarp um að ein hjúskaparlög gildi fyrir samkynhneigða og gagnkynhneigða. Hjónaband samkynhneigðra para verður ekki lengur sett í annan flokk og kallað staðfest samvist; það heitir nú hjónaband að lögum.

Stefnumót við heiminn

Bergsteinn Sigurðsson skrifar

Fótbolti verður smurningin á gírum samfélagsins næsta mánuðinn eða svo, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Þótt ég sé enginn sérstakur áhugamaður um fótbolta finnst mér einhver óræð en þægileg stemning fylgja HM. Kannski er það vegna þess að keppnin ber alltaf uppi á besta tíma ársins, þegar allir eru frekar „ligeglad" og hamingjusamir. Fyrir nokkrum árum tók reyndar ég andspyrnuna fram yfir knattspyrnuna; lék tuddavörn með tuðliðinu og reyndi að skensa þá sem höfðu gaman af leiknum með athugasemdum um hvað það væri asnaleg íþrótt sem gengi út á að hlaupa á eftir bolta til þess að sparka honum frá sér aftur.

Virðing Alþingis

Ólafur Stephensen skrifar

Engin leið hefur verið að sjá nokkur merki þess á Alþingi undanfarna daga að gömlu stjórnmálaflokkarnir fjórir séu nýkomnir úr sveitarstjórnarkosningum þar sem þeir fengu skell allir sem einn. Kjósendur reyndust ginnkeyptir fyrir nýjungum, jafnvel þótt þær væru settar fram undir merkjum gríns fremur en alvöru. Gestkomandi gætu reyndar haldið að gömlu flokkarnir hefðu brugðizt við með því að setja á svið gamanleikrit á þjóðþinginu, en vanir kjósendur vita að það er því miður sami lélegi farsinn og í fyrra - og árið þar áður.

Calabría

Davíð Þór Jónsson skrifar

Um daginn átti ég erindi norður til Akureyrar. Ferðafélagi minn hafði það þá á orði að helsti munurinn á Reykjavík og Akureyri væri hve Esjan væri nálægt á Akureyri. Það reyndist rétt hjá honum. Fjallið hinum megin við fjörðinn er miklu nær en í Reykjavík. Það heitir að vísu eitthvað allt annað en Esja.

Í skjóli Kína?

Ólafur Stephensen skrifar

Gjaldeyrisskiptasamningur seðlabanka Íslands og Kína, sem undirritaður var í gær, markar að ýmsu leyti tímamót. Slíkir samningar hafa ekki verið gerðir við erlenda seðlabanka frá því fyrir hrun. Seðlabankar Bandaríkjanna og Evrópu hafa til að mynda hafnað slíku.

Feyneyjar stefna í auðn

Þorvaldur Gylfason skrifar

Fyrir mörgum árum hringdi til mín kunnur athafnamaður, þetta var seint um kvöld, til að fræða mig um tillögu, sem hann hugðist bera fram á viðeigandi vettvangi, gott ef hann sagði ekki í Sjálfstæðisflokknum. Þegar þetta var, hafði gapandi og getulaus stjórnmálastéttin hrint þjóðarbúinu fram á bjargbrúnina eina ferðina enn. Horfurnar voru sótsvartar, verðbólga og verkföll. Maðurinn sagði: Mig langar að leggja til, að við drögum fram orf og ljái, skilvindur, strokka og rokka, ræsum kembivélarnar, breytum Íslandi í þímpark (hans orð, ekki mitt) og seljum inn. Ég þóttist ekki skilja grínið. Sauðkindin dregur ekki að, sagði ég alvarlegur í bragði, ekki útlendinga.

Um forgang í leikskóla

Þórður Ingi Guðjónsson ritar grein í Fréttablaðið 5. júní þar sem hann leggur út af úrslitum borgarstjórnarkosninganna og telur þau sýna að stjórnmálamenn hafi misst tengslin við kjósendur sína. Dæmið sem hann velur til að endurspegla þá kenningu sína eru breytingar sem gerðar voru á svokölluðum systkinaforgangi – reglu sem kvað á um að börn sem áttu systkini sem hafði leikskólavist skyldu hafa forgang að vist í sama leikskóla fram yfir eldri börn. Þar sem umræðan um systkinaforgang hefur verið á villigötum, og jafnvel sá misskilningur uppi að systkini fái ekki að vera saman í skólum, er mikilvægt að árétta hér að barn getur ávallt komist í leikskóla eldra systkinis eftir kennitöluröð.

Sláttuvélablús

Páll Baldvin Baldvinsson skrifar

Sameign á framleiðslutækjum er víðs fjarri smáborgaranum íslenska. Hann verður að eiga sitt. Það blasir við þegar menn setja sig í athafnagírinn og stika út á túnin með sláttuvélarnar sínar.

Sjá næstu 50 greinar