Regluvæðing fjármálakerfisins 16. júní 2010 06:00 Það hefur tekið næstum tvö ár frá falli Lehman Brothers og rúm þrjú ár frá upphafi fjármálakreppunnar fyrir Bandaríkin og Evrópu að gera umbætur á regluverki á fjármálamarkaði. Það ber líklega að fagna nýlegum betrumbótum á regluverki í Bandaríkjunum og Evrópu. Það er jú allt að því almenn sátt um að orsakir fjármálakreppunnar megi rekja til afnáms regluverks, sem hófst á tímum Margaret Thatcher og Ronalds Reagan fyrir 30 árum. Óbeislaðir markaðir eru hvorki skilvirkir né stöðugir. En orrustan - og jafnvel sigurinn - hefur skilið eftir óbragð í munni. Fæstir þeirra sem bera ábyrgð á mistökum - hvort eð heldur seðlabankar Bandaríkjanna, Bretlands og Evrópu eða bandaríska fjármálaráðuneytið - hafa gengist við þeim. Bandarískir bankar sem skildu eftir sig sviðna jörð í hagkerfi heimsins þráast við að grípa til nauðsynlegra aðgerða. Það sem verra er þá njóta þeir enn stuðnings frá seðlabankanum, sem hefði mátt búast við að myndi fara sér gætilegar í ljósi fyrri mistaka. Eftirlitsstofnanir hafa heilmikil ítök. Stóra spurningin er: getum við treyst þeim? Í mínum huga er svarið afdráttarlaust nei. Þess vegna verður að tengja stærri hluta af regluverkinu framhjá eftirlitsstofnunum. Það gengur ekki að útdeila eftirlitsaðilum ábyrgðinni en eftirláta þeim útfærsluna. Þetta vekur aðra spurningu: hverjum er treystandi? Í flóknum heimi fjármála hefur traustið hvílt hjá bönkunum (fyrst þeir græddu svona mikið, hlutu þeir að vera að gera eitthvað rétt!) og eftirlitsaðilum, sem margir hverjir höfðu áður starfað á fjármálamörkuðunum. Atburðir liðinna ára eru hins vegar vitni um það að bankamenn geta grætt á tá og fingri um leið og þeir grafa undan hagkerfinu og valda fyrirtækjum sínum miklu tapi. Það hefur líka sýnt sig að bankamönnum er „siðferðislega ábótavant". Dómstóll á til dæmis eftir að skera úr um hvort Goldman Sachs hafi brotið lög með því að taka stöðu gegn afurð sem fyrirtækið hafði búið til. Dómstóll fólksins hefur aftur á móti þegar kveðið upp sinn dóm um siðferðishlið sama gjörnings. Smáatriðin geta hins vegar ráðið úrslitum og erindrekar fjármálageirans hafa lagt mikið á sig til að tryggja að smáatriðin í nýjum reglunum séu vinnuveitendum þeirra í hag. Fyrir vikið líður líklega langur tími þar til við getum metið árangurinn af hverjum þeim lögum sem Bandaríkjaþing samþykkir að lokum. En skilyrðin sem lögin verða að uppfylla eru skýr: lögin verða að stemma stigu við þeim vinnubrögðum sem tefldu hagkerfi heimsins í tvísýnu, og stuðla að því að fjármálakerfið snúi sér aftur að raunverulegu hlutverki sínu - áhættustýringu, að ráðstafa fjármagni, lánveitingum (sérstaklega til smárra og meðalstórra fyrirtækja) og starfrækja skilvirkt launakerfi. Ný löggjöf mun vonandi gefa góða raun á ýmsum sviðum; afleiðuviðskipti verða færð í kauphallirnar og takmörk verða sett á verstu vinnubrögðin á íbúðalánamarkaði. Þá er útlit fyrir að hin svívirðilegu færslugjöld verði lækkuð en þau eru í raun eins konar skattur sem rennur beint í vasa kaupahéðna í stað samfélagsins. Annað er ólíklegt að nái fram að ganga: bankar sem eru of stórir til að falla eru stærra vandamál núna en fyrir kreppu. Bandarísk stjórnvöld hafa ekki sýnt kjark til að nota þau úrræði sem þau hafa heldur borgað reikninginn fyrir hluthafa og skuldabréfaeigendur. Á því verður líklega ekki breyting meðan enn eru til bankar sem eru of stórir til að falla. Það eru ýmsar leiðir til að halda aftur af óhófi stóru bankanna, til dæmis kröftug útgáfa af hinni svonefndu Volcker-reglu (sem gengur út á að skikka banka sem njóta ríkisábyrgðar að halda sig fyrst og fremst við lánveitingar). Það væri kæruleysi af stjórnvöldum að nota ekki tækifærið og breyta kerfinu. ©Project Syndicate Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur tekið næstum tvö ár frá falli Lehman Brothers og rúm þrjú ár frá upphafi fjármálakreppunnar fyrir Bandaríkin og Evrópu að gera umbætur á regluverki á fjármálamarkaði. Það ber líklega að fagna nýlegum betrumbótum á regluverki í Bandaríkjunum og Evrópu. Það er jú allt að því almenn sátt um að orsakir fjármálakreppunnar megi rekja til afnáms regluverks, sem hófst á tímum Margaret Thatcher og Ronalds Reagan fyrir 30 árum. Óbeislaðir markaðir eru hvorki skilvirkir né stöðugir. En orrustan - og jafnvel sigurinn - hefur skilið eftir óbragð í munni. Fæstir þeirra sem bera ábyrgð á mistökum - hvort eð heldur seðlabankar Bandaríkjanna, Bretlands og Evrópu eða bandaríska fjármálaráðuneytið - hafa gengist við þeim. Bandarískir bankar sem skildu eftir sig sviðna jörð í hagkerfi heimsins þráast við að grípa til nauðsynlegra aðgerða. Það sem verra er þá njóta þeir enn stuðnings frá seðlabankanum, sem hefði mátt búast við að myndi fara sér gætilegar í ljósi fyrri mistaka. Eftirlitsstofnanir hafa heilmikil ítök. Stóra spurningin er: getum við treyst þeim? Í mínum huga er svarið afdráttarlaust nei. Þess vegna verður að tengja stærri hluta af regluverkinu framhjá eftirlitsstofnunum. Það gengur ekki að útdeila eftirlitsaðilum ábyrgðinni en eftirláta þeim útfærsluna. Þetta vekur aðra spurningu: hverjum er treystandi? Í flóknum heimi fjármála hefur traustið hvílt hjá bönkunum (fyrst þeir græddu svona mikið, hlutu þeir að vera að gera eitthvað rétt!) og eftirlitsaðilum, sem margir hverjir höfðu áður starfað á fjármálamörkuðunum. Atburðir liðinna ára eru hins vegar vitni um það að bankamenn geta grætt á tá og fingri um leið og þeir grafa undan hagkerfinu og valda fyrirtækjum sínum miklu tapi. Það hefur líka sýnt sig að bankamönnum er „siðferðislega ábótavant". Dómstóll á til dæmis eftir að skera úr um hvort Goldman Sachs hafi brotið lög með því að taka stöðu gegn afurð sem fyrirtækið hafði búið til. Dómstóll fólksins hefur aftur á móti þegar kveðið upp sinn dóm um siðferðishlið sama gjörnings. Smáatriðin geta hins vegar ráðið úrslitum og erindrekar fjármálageirans hafa lagt mikið á sig til að tryggja að smáatriðin í nýjum reglunum séu vinnuveitendum þeirra í hag. Fyrir vikið líður líklega langur tími þar til við getum metið árangurinn af hverjum þeim lögum sem Bandaríkjaþing samþykkir að lokum. En skilyrðin sem lögin verða að uppfylla eru skýr: lögin verða að stemma stigu við þeim vinnubrögðum sem tefldu hagkerfi heimsins í tvísýnu, og stuðla að því að fjármálakerfið snúi sér aftur að raunverulegu hlutverki sínu - áhættustýringu, að ráðstafa fjármagni, lánveitingum (sérstaklega til smárra og meðalstórra fyrirtækja) og starfrækja skilvirkt launakerfi. Ný löggjöf mun vonandi gefa góða raun á ýmsum sviðum; afleiðuviðskipti verða færð í kauphallirnar og takmörk verða sett á verstu vinnubrögðin á íbúðalánamarkaði. Þá er útlit fyrir að hin svívirðilegu færslugjöld verði lækkuð en þau eru í raun eins konar skattur sem rennur beint í vasa kaupahéðna í stað samfélagsins. Annað er ólíklegt að nái fram að ganga: bankar sem eru of stórir til að falla eru stærra vandamál núna en fyrir kreppu. Bandarísk stjórnvöld hafa ekki sýnt kjark til að nota þau úrræði sem þau hafa heldur borgað reikninginn fyrir hluthafa og skuldabréfaeigendur. Á því verður líklega ekki breyting meðan enn eru til bankar sem eru of stórir til að falla. Það eru ýmsar leiðir til að halda aftur af óhófi stóru bankanna, til dæmis kröftug útgáfa af hinni svonefndu Volcker-reglu (sem gengur út á að skikka banka sem njóta ríkisábyrgðar að halda sig fyrst og fremst við lánveitingar). Það væri kæruleysi af stjórnvöldum að nota ekki tækifærið og breyta kerfinu. ©Project Syndicate
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun