Fleiri fréttir

Goðsögn og furðufugl

Sverrir Jakobsson skrifar

Sviplegt fráfall Michaels Jackson í seinustu viku markar tímamót fyrir fólk af minni kynslóð.

Fjarri viftum og tölvuskjám

Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar

Það er víst haft fyrir satt að sumarið nú hafi átt lélegustu innkomu í líf sólþyrstra Íslendinga í einn og hálfan áratug. Þetta las ég í það minnsta á fréttavefnum pressan.is og varð þó nokkuð hissa. Í fyrsta sinn frá því ég var barn að leik við læki og á melum og í móum hafði mér tekist að taka lit sem ekki var ættaður frá ströndum sólarlanda eða ljósabekkja, nú eða kemískum áburði.

Markvissari forgangsröðun

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Við Íslendingar erum fremur óvanir atvinnuleysi og fylgifiskum þess. Þó að atvinnuleysisprósentan hafi hér eitthvað hreyfst upp og niður er það svo að lengst af hefur hér verið vinnu að hafa fyrir alla þá sem geta og vilja vinna. Síðustu ár var atvinnuástandið svo þannig að hér á landi var of lítið vinnuafl miðað við þá atvinnu sem var í boði.

Icesave - verðmiði á trausti

Halldór Reynisson skrifar

Icesave-samningurinn liggur nú fyrir Alþingi. Áhöld eru um hvort hann verður samþykktur eða ekki. Ég óttast að það verði Íslands óhamingju að vopni felli þingið samninginn.

Á eyrinni

Einar Már Jónsson skrifar

Ef menn áttu leið á Ráðhús­torgið í París í vor mætti augum þeirra undarleg sýn: þar gekk hópur manna hring eftir hring, án afláts bæði dag og nótt.

Nýting og niðurrif

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar

Nú á miðju sumri hopar jafnvel ljótleiki kreppunnar dálítið fyrir birtunni, næstum allt virðist fallegra í góðu veðri. Ummerki hrunsins eru þó hvarvetna sýnileg, jafn sorglega æpandi og daglegar fréttir af atvinnuleysi og gjaldþrotum. Enginn er ósnortinn, nema að því er virðist þeir sem í eigin þágu hjuggu harðast í undirstöðurnar en sýna nú ekki snefil af eftirsjá.

Ágætur sáttmáli svo langt sem hann nær

Þorsteinn Pálsson skrifar

Um stöðugleikasáttmálann má segja að hann sé ágætur svo langt sem hann nær. Hann var betur gerður en ógerður. Að því leyti sem hann felur í sér nýmæli er fagnaðarefni að um þau skuli ríkja breið samstaða.

Stórir áfangar sem eyða óvissu

Jóhanna Sigurðardóttir skrifar

Á þeim björtu sumardögum sem nú gleðja landsmenn hillir undir að fast land verði á ný undir fótum í efnahagslífi þjóðarinnar eftir bankahrunið. Þessa dagana eru að nást gríðarlega mikilvægir áfangar í þeim stórmálum sem glímt hefur verið við á vettvangi ríkisstjórnarinnar í vetur.

50/50

Kristinn E. Hrafnsson skrifar

Það er alltaf fagnaðarefni þegar gefin er út bók um íslenska myndist og þá ekki sýst ísl. nútímalist. Sérstaklega ber auðvitað að fagna slíku framtaki ef það er fyrirfam frábær útgáfa, eins og segir í fréttatilkynningu um útgáfu bókarinnar Icelandic Art Today.

Dýrmæt skilaboð

Jón Kaldal skrifar

Undirskrift stöðugleikasáttmálans í gær er dýrmætur sigur fyrir alla sem að honum koma. Fyrir ríkis­stjórnina var þessi áfangi mikilvæg staðfesting á einbeittum vilja hennar til að ná breiðri samstöðu um áætlun við endurreisn efnahagslífsins. Það tókst og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafði því ríka ástæðu til að brosa breitt í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Þessi stund var ekki síst persónulegur sigur fyrir hana.

Það sem sameinar

Ögmundur Jónasson skrifar

Við Þorsteinn Pálsson, fyrrum ritstjóri, höfum skipst á skoðunum í Fréttablaðinu um það hvort skoðanamunur í ríkisstjórn sé veikleikamerki eða hvort hann vitni um gott pólitískt heilsufar. Tilefnið er gagnrýni mín á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og þá stefnu sem hann vill að ríkisstjórnin fylgi. Þorsteinn gefur sér í svari sínu til mín að stefna ríkisstjórnarinnar í efnahags- og ríkisfjármálum sé einvörðungu reist á áherslum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Umbúðalaust um stráka

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar

Drengir eru að dragast aftur úr. Það var heldur betur staðfest í frétt í Fréttablaðinu í vikunni. Þar kom fram að mun færri piltar verða teknir inn í MR (43% piltar, 57% stúlkur) og VÍ (37% piltar, 63% stúlkur) í haust. Á mannamáli þýðir þetta að tveir vinsælustu framhaldsskólarnir taka nú inn 50% fleiri stúlkur. Í okkar annars ágæta skólakerfi hefur það gerst undanfarin ár að piltar hafa kerfisbundið dregist aftur úr stúlkum. Þrátt fyrir að fleiri drengir séu í hverjum árgangi í grunnskólum hafa á undanförnum árum 50% fleiri stúlkur brautskráðst úr framhaldsskólum en drengir. Það er sláandi munur.

Fimm ára gelgja

Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar

Vinkona mín var einu sinni súpermódel í viku þegar hún sat fyrir í auglýsingu fyrir ónefnda sófabúð á Smáratorgi. Árið 2006. Þá tæplega þrítug. Við rifjuðum þá dásemd upp um daginn. Það var eins og hún hefði unnið nóbelinn þá helgi sem hún birtist á Mogga-opnunni í hvítum leðursófa og sófamódelið kynntist nýju þrepi í virðingarstiganum.

Löglegt? Siðlegt?

Þorvaldur Gylfason skrifar

Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og Stefán Már Stefánsson prófessor hafa í nokkrum greinum í Morgunblaðinu fært rök að því, að Íslendingum beri ekki lagaskylda til að axla IceSave-ábyrgðirnar og að Alþingi eigi því að hafna samningi fjármálaráðherra við Breta og Hollendinga um greiðslur vegna ábyrgðanna. Þeir Lárus og Stefán Már hafa lýst eftir rökstuðningi fyrir því, að íslenzka ríkinu beri að lögum að efla Tryggingasjóð innlána umfram lögbundið lágmark og greiða ábyrgðirnar, en þau rök hafa ekki komið fram, segja þeir, hvorki innan þings né utan. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari og Sigurður Líndal prófessor hafa líkt og Lárus og Stefán Már lýst þeirri skoðun í fjölmiðlum, að rétt væri að vísa málinu til dómstóla.

Heimspeki á laugardags­kvöldi

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Ætlarðu að drulla þér frá eða á ég að þurfa að ýta þér?" spurði maður sem langaði að komast að barboðinu þar sem ég sat nokkra stund á laugardagsnótt. Ég leit á manninn og átti satt best að segja von á því að sjá ógæfulegan og sauðdrukkinn mann fyrir aftan mig en svo var ekki. Hann var samkvæmt mínum fordómum afar ólíklegur til að gera sig sekan um slíkan dónaskap.

Þorkell á betra skilið

Margeir Pétursson skrifar

Það verður ekki hjá því komist að gera alvarlega athugasemd við umfjöllun dr. Þorvaldar Gylfasonar, prófessors í Fréttablaðinu sl. fimmtudag undir fyrirsögninni „Fjórar bækur um hrun“. Þar fjallar hann um nýja bók með eftirfarandi hætti:

Þöggunarhugsun Ögmundar

Þorsteinn Pálsson skrifar

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra skrifaði mánudagsgrein hér í blaðið undir fyrirsögninni: Þöggunarkrafa Þorsteins. Þar var vísað til þeirra ummæla minna að ráðherrann tali enn gegn samstarfssamningnum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ég dró þá ályktun af þessari staðreynd að hún væri veikleikamerki fyrir ríkisstjórnina. Ráðherrann telur að í því mati felist krafa um þöggun.

Hönnun og list

Talsverðar umræður hafa spunnist út af bókun okkar í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur út af vali á borgarlistamanni í ár. Eins og gjarnan gerist koma fram ýkjur og oftúlkanir, og rökræn niðurstaða nokkrum setningum síðar er sú að undirrituð séu óbærilega hrokafull og gjörræðisleg. Svona vill þetta nú oft verða í umræðum á Íslandi, fólk verður stóryrtara en það þarf að vera.

Uppnám í vali nemenda

Páll Baldvin Baldvinsson skrifar

Hún er æf, móðirin. Faðirinn tekur þessu létt. Krakkinn er í losti. Það er búið að berja á allar dyr og svörin eru blandin. Alla vega kemst krakkinn ekki í Versló og heldur ekki í MR eða Kvennó. Ármúlinn blasir við.

Valkosturinn við alþjóðasamstarf

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Gerðar hafa verið lærðar úttektir á mismuninum á stöðu Íslands og Nýfundnalands. Nokkru eftir seinna stríð varð ofan á hjá nágrönnum okkar í vestri að ganga til liðs við Kanada, meðan Íslendingar völdu leið sjálfstæðis og sjálfstjórnar.

Grípa þarf til bankaátaks

Mikil umræða fer nú fram um bankakerfið hér á landi og margir orðnir óþreyjufullir eftir að í því kerfi fari hlutirnir að snúast hraðar. Ríkisvaldið stýrir hér með einum eða öðrum þætti um 75 prósentum af öllu bankakerfinu.

Fjandskapur við skriðsóley

Páll Baldvin Baldvinsson skrifar

Umhverfis grösin er sprottið þétt fagurgrænt teppi af arfa. Kræklurnar standa uppúr teppinu en undir er einhver tegund sem ég ber ekki kennsl á. Þar í bland sé ég fornan fjanda minn í garðrækt, skriðsóleyjaranga. Í jaðrinu eru gott ef ekki er njólablöð. Ofar öllu eru mín glæstu kartöflugrös. Stæðileg og fönguleg liggja þau í brúskum ofan á illgresinu sem er svo þétt í smágervðri rótinni að stinga má fingrum undir teppið og svopta ví burtu með einu handtaki svo lófastórt gat verður eftir í grænni voðinni.

Efnahagslegt heilsuleysi

Jónína Michaelsdóttir. skrifar

Þegar Sesselja Sigmundsdóttir, stofnandi Sólheima í Grímsnesi, var að alast upp á Brúsastöðum í Þingvallasveit kom farandkennari á veturna, bjó á heimilinu um hríð og kenndi börnunum. Þetta var ung kona, Unnur Vilhjálmsdóttir, afbragðskennari og í miklum metum hjá fjölskyldunni. Þegar Sesselja ákveður að stofna heimili fyrir munaðarlaus börn og koma þeim til manns, fer hún utan til að afla sér þekkingar og reynslu og biður föður sinn að fylgjast með ef gott jarðnæði losnar í nágrenni Reykjavíkur meðan hún er erlendis, því hún ætlar að stunda búskap. Hún skrifar gamla kennaranum sínum um hagi sína og framtíðaráform, og Unnur svarar um hæl, samgleðst henni og hvetur til dáða. „Lærðu það sem veitir þér atvinnu og peninga, svo að þú þurfir ekki að vera upp á aðra komin, svo þú getir verið sjálfstæður borgari, hvort heldur er karl eða kona." Þetta var árið 1927.

Að fleyta rjómann

Langt er síðan hætt var að flokka nemendur eftir getu í grunnskólum landsins. Hraðferð og hægfærð í nútímaskólastarfi á ekkert skylt við tossabekki fyrri ára.

Þöggunarkrafa Þorsteins

Ögmundur Jónasson skrifar um grein Þorsteins Pálssonar. Þorsteinn Pálsson segir í Fbl. um helgina að mismunandi sjónarmið og áherslur í ríkisstjórn séu jafnan veikleikamerki; ágreiningur dragi „kjarkinn“ úr ríkisstjórn „til að taka á viðfangsefnum af því afli sem til þarf“. Ritstjórinn fyrrverandi telur greinilega heppilegra að menn leggi sannfæringu sinni svo göngulag og taktur verði samræmdur í pólitískum aflraunum. Undirritaður er tekinn sem dæmi um varasamt frávik: „...heilbrigðisráðherrann talar áfram gegn samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eins og þegar hann var í stjórnarandstöðu.“

Ógn við öryggi og sjálfstæði þjóðar – og framtíð evrópsks samstarfs

Herdís Þorgeirsdóttir skrifar

Fámenn þjóð á hjara veraldar stendur ein andspænis voldugum nágrannaríkjum, þjóðum sem hún til langs tíma hefur álitið vinaþjóðir. Þessari þjóð sem háð hefur harða lífsbaráttu á mörkum hins byggilega heims í meira en þúsund ár er gert að kokgleypa samning um óviðráðan­legar skuldir sem kunna að gera út af við efnahagslegt sjálfstæði hennar og skerða grundvallarréttindi þeirra sem áttu engan þátt í að stofna til þeirra. Skuldir sem urðu til í útrás fjármálafyrirtækja, sem uxu ríkinu yfir höfuð þegar þau tóku þátt í darraðardansi óheftrar markaðshyggju.

Hvað verður um þegna þessa lands?

Björg Þórðardóttir skrifar

Ég hef velt því fyrir mér síðustu daga hvort ég búi virkilega í sama landi og þau Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon. Það eru þau og flokkssystkini þeirra sem eru afrakstur „Búsáhaldabyltingarinnar“ og stór hluti þjóðarinnar lagði traust sitt á að þau kæmu hinum almenna borgara til hjálpar. Leiðréttu skuldastöðu heimilanna og kæmu bönkum í starfhæft ástand þannig að þeir færu að sinna fjárþörf fyrirtækjanna svo hjólin færu að snúast á nýjan leik.

Prump er ekki list

Þórður Grímsson skrifar

Undirritaður gerir sér grein fyrir því að gagnrýni á ákvörðun Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar, undir stjórn Christians Schoen framkvæmdastjóra, um að velja Ragnar Kjartansson og verk hans „The End“ sem fulltrúa Íslands á Feneyjatvíæringnum, kann að hljóma eins og biturt, öfundsjúkt og innantómt þvaður fyrir hinni íslensku listaelítu og fleirum. Undirritaður biður þó lesanda að skoða nokkur atriði áður en hann lofar þetta merkilega verk og listamanninn að baki því.

Pólitísk lausung er veikleikamerki

Þorsteinn Pálsson skrifar

Flestir eru á einu máli um að endurreisn efnahagslífsins er möguleg. Hitt er alveg sjálfstæð spurning hvort þannig verði haldið á málum að það takist. Fram hjá því verður ekki horft að ýmis veikleikamerki blasa við.

Pólitísk lausung er veikleikamerki

Þorsteinn Pálsson skrifar

Flestir eru á einu máli um að endurreisn efnahagslífsins er möguleg. Hitt er er alveg sjálfstæð spurning hvort þannig verði haldið á málum að það takist. Fram hjá því verður ekki horft að ýmis veikleikamerki blasa við.

Hverjir mega segja hvað?

Jón Kaldal skrifar

Tilveran getur verið undarlega öfugsnúin og mótsagnakennd. Meðal þess sem fyrst var gagnrýnt eftir hrunið í haust var frammistaða fjölmiðla landsins á góðæristímanum. Fjölmiðlarnir þóttu ekki hafa staðið vaktina nægilega vel. Þeir voru sagðir hafa verið of gagnrýnislausir, ef ekki beinlínis meðvirkir með viðskiptalífinu. Þeir áttu að hafa forðast að ræða tiltekin mál og farið silkihönskum um valda einstaklinga.

Fullkomið jafnrétti?

Halla Gunnarsdóttir skrifar

"Hér er fullkomið jafnrétti milli karla og kvenna og hefur lengi verið." Það væri eflaust hægt að nota ofangreind ummæli í spurningakeppni og láta þátttakendur giska á hvenær þau féllu og af hvaða tilefni. Sjálf gæti ég haldið að þau væru úr einhverri framtíðarkvikmyndinni og ættu raunar ekki við fyrr en árið 4312. Svo er þó ekki. Þessi orð eru úr leiðara Morgunblaðsins frá árinu 1926.

Sómi Íslands

Brynhildur Björnsdóttir skrifar

Vinur minn er í Jónafélaginu. Í því eru allir, hvort sem þeir vita það eða ekki, sem heita nöfnum sem dregin eru af nafni Jóhannesar skírara í Biblíunni. Í Jónafélaginu eru því allir Jónar, Jónasar, Jensar, Jóhannesar og Jóhannar, og svo líka þeir sem heita Hannes, Ívan, Jean og John, Sean, Giovanni og öðrum skyldum nöfnum. Og svo auðvitað allar Jónur, Hönnur og Jóhönnur.

Fjórar bækur um hrun

Þorvaldur Gylfason skrifar

Íslenzkir kvikmyndagerðarmenn munu vonandi búa til góðar bíómyndir um hrunið líkt og ítalskir kvikmyndamenn hafa gert mynd eftir mynd um spillinguna á Ítalíu. Sumt fólk kýs að horfa heldur á bíómyndir og fara í leikhús en lesa blöð og bækur. Bíó, bækur, háskólar og leikhús eiga að hjálpast að við að upplýsa almenning um ástandið í samfélaginu. Pólitískt leikhús er varla til á Íslandi, ekki enn. Nýleg undantekning er sýningin Þú ert hér eftir Mindgroup í Borgarleikhúsinu. Þar var fjallað um hrunið. Eitt fyndnasta og áhrifamesta atriði sýningarinnar var löng og mærðarmikil lofræða manns í blindfullum embættisskrúða um Ísland og Íslendinga, á meðan tveir aðrir hámuðu í sig pylsur hinum megin á sviðinu, ca þúsund pylsur. Ræðan var höfð orðrétt eftir biskupi og forseta Íslands.

Dauðum hrafni veifað

Karen D. Kjartansdóttir skrifar

Félagi minn, sem telur sig allra manna fróðastan um bíla, bauðst fyrir nokkru til að aka fjölskyldubílnum á bílasölu til þess að kanna hvort fyrir hann mætti fá góðan jeppa. Nokkrum mínútum eftir að hann kom á staðinn hringdi bílaáhugamaðurinn og spurði hvort fjölskylda mín gæti hugsað sér að skipta á Volvónum góða og svörtum Range Rover með „milljón á milli“ eins og hann orðaði það.

Íran/Ísland

Páll Baldvin Baldvinsson skrifar

Hálfa leið um hnöttinn reis fólk úr rekkju í morgun eftir órólega nótt. Gærdaginn var mótmælt á götum. Lögregla hefur farið um götur og hús, leitað nafntogaða menn uppi og fangelsað með hörkulegum hætti: blaðamenn, sem reynst hafa iðnir síðustu viku að greina frá massífum mótmælum, eru horfnir bak við lás og slá. Skeinuhættum stjórnvöldum hefur tekist að koma helstu gagnrýnendum sínum í bann. Útvarpssendingar frá erlendum stöðvum eru djammaðar, vefsetrum lokað, SMS-sendingar læstar, fjölmiðlar lúta valdi stjórnvalda. Klerkaveldið nötrar og sjálfskipuð stjórn sem situr eftir spilltar kosningar situr magnþrota með ónýtt umboð. Um göturnar fer ungt fólk og konur eru í framlínunni. Næstu dagar verða örlagaríkir: munu mótmæli almennings hrinda valdhöfum sem eru kennistéttunum þóknanlegar, lýtur valdastéttin í lægra haldi fyrir „skrílnum"?

Vörður staðinn um Strætó

Jórunn Frímannsdóttir skrifar

Stjórn og stjórnendur Strætó bs. hafa undan­farna mánuði unnið að mótun stefnu og framtíðar­sýnar fyrir fyrirtækið ásamt því að endurskilgreina hlutverk þess sem þjónustufyrirtækis. Stefnumótunin hefur, eðli máls samkvæmt, verið undir áhrifum af þeim efnahagslegu þrengingum sem við búum við um þessar mundir. Fjármagn er af skornum skammti og sterk krafa er um það í samfélaginu að vel sé farið með almannafé um leið og leitast er við að veita góða og styrka þjónustu.

Tökum skref í átt til jafnréttis

Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar

Þann 19. júní 1915 fengu íslenskar konur fjörutíu ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Við minnumst þess í dag og fögnum þeim skrefum sem hafa verið tekin áfram á veginum til samfélags þar sem konur standa jafnfætis körlum. Sú spurning kemur eðlilega upp í hugann hvað séu brýnustu verkefnin sem þarf að leysa nú á krepputímum til að jafnrétti megi ríkja í samfélaginu.

Misskilningurinn um Evu Joly

Jón Kaldal skrifar

Meinlegur misskilningur virðist vera útbreiddur um hlutverk Evu Joly hér á landi. Svo virðist sem margir haldi að Joly hafi beina aðkomu að rannsókn bankahrunsins, sé jafnvel í því starfi með sérstökum saksóknara, Ólafi Þór Haukssyni. Gildir þetta bæði um aðdáendur Joly, og ýmsa af hinum sem eru minna hrifnir af henni. Hið rétta er að sú norsk-franska er „sérstakur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar vegna rannsókna á efnahagsbrotum sem tengjast hruni fjármálakerfisins“, eins og stóð í fréttatilkynningu forsætisráðuneytisins þegar hún var ráðin.

Raunir ráðherrans – munaður þingmannsins

Vigdís Hauksdóttir skrifar

Sinnaskipti formanns Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs eru afar umfangsmikil. Samfylkingin hefur sett stefnuna á Brussel, hvar Steingrímur Jóhann Sigfússon stendur í brúnni glaður og reifur, og að því virðist áttavilltur – þvert á það sem hann ræddi um fyrir kosningar. Nú hefur hann tekið kollsteypu í samningaviðræðunum við Breta og Hollendinga í Icesave-deilunni.

Blendnar tilfinningar á þjóðhátíðardegi

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Þjóðhátíðardagurinn er í dag og bærst sjálfsagt víða blendnar tilfinningar í brjósti fólks. Þjóðin hefur orðið fyrir gífurlegu áfalli eftir hrun bæði gjaldmiðils og fjármálakerfis og sjálfstraustið er skert. Ekki er því útilokað að einhverjir sveifli fána með hálfum hug í rigningarsudda á Austurvelli í dag.

Viltu skrifa upp á fyrir mig?

Eygló Harðardóttir skrifar

Ég hef verið beðin um að skrifa upp á rúmlega 730 milljarða kúlulán. Það er að segja, lánið stendur í 730 milljörðum núna, en þetta er myntkörfulán og þeir sem sitja uppi með slík lán vita að þau hafa ekki gert annað en hækka síðustu misseri.

Sjá næstu 50 greinar