Fleiri fréttir Sprengjuregn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Þá eru það áramótin enn á ný og án vafa munu Íslendingar ekki slá slöku við sprengingarnar. Eftir nokkra klukkutíma stöndum við gónandi upp í loftið og dáumst að ljósadýrðinni. Einn mun kvarta yfir óhófi, annar hávaðanum, einhver spáir í hvað verður um öll skoteldaprikin - en flest munum við hafa gaman af og njóta. 31.12.2008 06:00 Vinningurinn Einar Már Jónsson skrifar Fyrir nokkrum árum tóku ýmsir auglýsendur upp á undarlegum sið. Þeir sendu mönnum bréf sem hófst á orðinu „Bravo" með heimsstyrjaldarletri og enn stærra upphrópunarmerki á eftir, og síðan kom tilkynning um að viðkomandi hefði unnið mikinn happdrættisvinning, einhverja svimháa tölu. 31.12.2008 06:00 Ný landsýn – breytt stefna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar Ein dýpsta heimskreppa hagsögunnar skall á í september 2008 þegar burðarvirki hins reglulausa hnattræna fjármagnsmarkaðar leystist upp fyrir augliti allrar heimsbyggðarinnar. 31.12.2008 00:01 Tortryggnin Þorsteinn Pálsson skrifar Eftir að íslenska krónan hrundi endanlega á haustdögum féllu viðskiptabankarnir. Flestir sáu hrun krónunnar fyrir. Færri vildu trúa að bankarnir fylgdu í kjölfarið. Hvernig sem því víkur við er það veruleiki sem ekki verður umflúinn. 30.12.2008 09:04 Kórfélagi hitar upp sósu Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Söngfuglarnir sungu úr sér lungun síðustu daga þessa árs. Það er þrældómur að syngja í kór en aldrei finnst kórafólki jafn gaman og þegar raddirnar eru þandar kvöld eftir kvöld til undirbúnings desembertörninni. Þá leggjast allir á árarnar og veikt og sterkt er sungið, hátt og lágt. Fram undan eru útgáfutónleikar, stórvirki kórbókmenntanna og síðan allt messuhaldið. Það er hin andlega spekt sem heldur utan um kóralífið að mestu þótt margt sé furðu veraldlegt í kórastarfi. 30.12.2008 00:01 Setti ég Ísland á hausinn? Jón Ásgeir Jóhannesson skrifar Sumir halda því fram að ég beri ábyrgð á því íslenskt fjármálalíf fór á hliðina nú í haust. Ég hef verið kallaður óreiðumaður, glæpamaður, fjárglæframaður, „þúsundmilljarðamaðurinn", ég hafi „komið Íslandi á hausinn" og svo framvegis. Þessa viðhorfs virðist gæta víða í þjóðfélaginu, meira að segja á Alþingi og í Seðlabankanum. Þessi viðurnefni og upphrópanir byggjast ekki á mikilli yfirvegun eða ígrundun, en eru að einhverju leyti skiljanleg í andrúmslofti reiði og öryggisleysis. Ég tek þessa dóma nærri mér og er ekki sáttur við þá. Ég er hins vegar reiðubúinn að ræða mín viðskiptamál með rökum og staðreyndum, og axla þá sanngjörnu ábyrgð sem mér ber. 29.12.2008 14:52 Útkall í desember Desembermánuður hefur verið annasamur hjá sjálfboðaliðum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þúsundir klukkustunda hafa farið í aðstoð við samborgarana. Ekki skiptir máli hvort fergja þurfi þakplötu á höfuðborgarsvæðinu eða aðstoða fastan bíl á fjallvegi á Hellisheiði; björgunarsveitirnar eru alltaf viðbúnar og sinna kallinu. 29.12.2008 06:00 Glópagullöldin Guðmundur Andri Thorsson skrifar Hér gæti verið fyrirmyndarsamfélag. Þetta er fámennt millistéttarsamfélag þar sem obbinn af fólki hefur það býsna gott og ætti að vera nóg afgangs til að rétta þeim hjálparhönd sem standa höllum fæti, reka fyrirmyndarskóla, trausta spítala og hlýleg elliheimili, leggja beina og breiða vegi, starfrækja öflugt almannaútvarp, efla nýsköpun, hlúa að sprotum í atvinnulífi… og svo framvegis. Það hvernig komið er fyrir þjóðinni er algerlega fáránlegt. Það er yfirgengilegt. Það er óskiljanlegt. 29.12.2008 05:00 Stöðugleiki í stað eilífðarsveiflna Svanborg Sigmarsdóttir skrifar Viðburðaríku ári fer nú senn að ljúka. Ári sem komandi kynslóðir eiga eftir að læra um í sinni Íslandssögu og það er því upp á okkur komið hvernig kennslustundin verður. Munum við ná að vinna okkur út úr bankahruninu með skynsemi, eða mun kennslustundin fjalla um hvernig margar rangar ákvarðanir héldu áfram að hlaða undir vandann í staðinn fyrir að leysa hann? 29.12.2008 04:00 Viltu giftast mér, ástin mín? Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar Vinur minn hefur í töluverðan tíma íhugað að biðja sér konu. Ekki þó bara einhverrar kvensniftar, heldur hinnar einu og sönnu. Reyndar hafa þau tvö prufukeyrt hjónalífið í heilan áratug með býsna vel heppnaðri sambúð og uppeldi tveggja barna, svo varla hefur hann að ráði óttast hryggbrot. 29.12.2008 00:01 Haltu kjafti og vertu þæg Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Enn erum við í jólaboðinu og biskupinn og allt hans hyski hefur sagt við okkur látlaust í stillilega rómnum alla jólahelgina: Verum stillt, verum stillt, rétt eins og fastahópar í jólamætingu þjóðkirkjunnar séu venjubundnir óróaseggir á þeim árstíma. Við sem heima sitjum erum til alls vís. 28.12.2008 18:21 Jólakettir Kettir þykja mér merkilegar skepnur. Slík dýr hafa ávallt átt samastað á heimili mínu. Fletti ég jólamyndum bregst það sjaldnast að við systurnar sitjum við jólatré uppáklæddar og ríghöldum í vansælan kött sem við höfum þvingað í dúkkuklæði sem okkur hafa þótt við hæfi að hann klæddist í tilefni hátíðanna. Líklega eru kattaminningarnar mínar orsökin fyrir því að mér þykir engin goðsagnavera jólanna jafn merkileg og jólakötturinn. 28.12.2008 00:01 Innlendir vendipunktar: Íslenska krónan - in memoriam Staða íslensku krónunnar hefur líklega aldrei verið veikari en eftir hrakningar haustsins og ófáir telja að hún eigi sér ekki viðreisnar von. Benedikt Jóhannesson segir að enn um sinn verði krónan gjaldmiðill þjóðarinnar - engum til gleði eða gagns. 28.12.2008 00:01 Evrópuslagurinn Björn Ingi Hrafnsson skrifar Stjórnmálaflokkarnir hafa brugðist í því að leiða spurninguna um aðild að Evrópusambandinu til lykta. Margt bendir þvert á móti til að flokkakerfið hér á landi hafi alls ekki ráðið við mál af þessari stærðargráðu og margir hafi beinlínis veigrað sér við að ræða það, af ótta við að rugga bátnum og efna til ófriðar, jafnvel klofnings. 27.12.2008 09:00 Innlendir vendipunktar: Flugleiðin til Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Frá Malaví og heim er 32ja tíma ferð úr höfga regntímabilsins í hvítan jólasnjó. Í kjöltu mér þegar flugvélin brunar í átt að þrumuskýjum: Ræða seðlabankastjóra hjá Viðskiptaráði. Ég undirbý mig andlega fyrir heimkomu. Niðri sprettur maís á ökrum. 27.12.2008 08:00 Jólajóla Guðmundur Steingrímsson skrifar Verslunarmanneskja í vinsælli búð á Laugaveginum hafði á orði við mig á mánudaginn að jólin núna væru þau afslöppuðustu sem hún hefði upplifað. Hún meinti ekki að það væri lítið að gera í búðinni. Það var nóg að gera, jafnvel meira en áður. En fólkið var afslappaðra, sagði hún. Minni æsingur. 27.12.2008 07:00 SÍBS í þágu landsmanna Hinn 24. október 1938 komu berklasjúklingar saman á Vífilsstaðahæli til að stofna Samband íslenskra berklasjúklinga. Tilgangurinn var að hjálpa útskrifuðum berklasjúklingum að ná fótfestu í lífinu, eftir ára eða áratuga dvöl á heilsuhælum. mína að éta og aldrei holla fæðu, skjólföt sæmileg átti ég engin." 27.12.2008 06:00 Hinar raunverulegu gjafir Steinunn Stefánsdóttir skrifar Á aðfangadegi jóla er numið staðar. Jólaundirbúningnum er lokið og hátíðin tekur við. Eftir annasama aðventu tekur við hvíld og samvera við fjölskyldu og aðra ástvini. 24.12.2008 06:00 Skýin eru eins og þang Einar Már Jónsson skrifar Skömmu eftir að þess var minnst að níutíu ár voru liðin síðan heimsstyrjöldinni fyrri lauk og fáum mánuðum eftir að síðasti hermaðurinn sem þá hafði barist í franska hernum hvarf inn í skugganna ríki, slæddist ég inn í bókabúð utarlega í 19. hverfi Parísarborgar. 24.12.2008 06:00 Umbreytingin mikla Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Það gerðist í gær, lesandi góður, meira að segja áður en ég byrjaði að skrifa þennan pistil svo í þínum sporum myndi ég bara fara að lesa jólakort eða eitthvað. 24.12.2008 06:00 Eftirlaun og stjórnmálamenn Jón Kaldal skrifar Þáttaskil urðu í gær í einhverju umdeildasta pólitíska máli seinni tíma. Fimm árum eftir að alþingismenn tóku sér með lögum mun rausnarlegri eftirlaunakjör en aðrir þjóðfélagshópar, komst loks í verk að lagfæra þann dómgreindarlausa sérhagsmunagjörning. 23.12.2008 07:30 Þorláksmessa Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Þorkláksmessa er loksins runnin upp. Hjá sumum kannski allt of snemma því hið vel þekkta jólastress rís gjarnan hæst í dag. Verslanir eru opnar þar til klukkan fer að ganga miðnætti í kvöld og margir eyða allri þorláksmessunni í síðustu innkaupin fyrir jólin. Fótafúnir hlaupa menn milli búða og leita uppi eitthvað, bara eitthvað sem gæti hentað í jólapakkann. 23.12.2008 06:30 Gleði og gjafir Jónína Michaelsdóttir skrifar Frelsi og fögnuður eru orðin sem hljóma í kirkjum landsins á næstu dögum í tali og tónum þegar haldið er upp á fæðingu höfundar fagnaðarerindisins. Orð sem við þyljum eða syngjum árum saman, fallega texta sem minna okkur á jól bernskunnar. En hvert er erindi fagnaðarerindisins? Frá hverju erum við frelsuð? Þegar kerfinu sem við höfum komið okkur upp í kringum þessa kenningu sleppir, hvert er þá erindið? Erum við frjáls af okkur sjálfum? Frjáls af áliti annarra, öfund, heift, tilætlunarsemi og vanþakklæti? Varla. En jólin minna okkur engu að síður á að þetta tilboð stendur enn. 23.12.2008 06:00 Í aldingarðinum Gerður Kristný skrifar Árið sem senn er á enda á ekki eftir að líða þeim, sem komin eru til vits og ára, úr minni. Draumar margra um trygga atvinnu hafa brostið og vetraráform um sumarferðalag til útlanda virðast hálfsyndsamleg. Á dauða okkar áttum við von en ekki því að íslenska hagkerfið hryndi til grunna. Fólk sem alltaf virtist rekið áfram af háleitum hugsjónum hefur reynst úlfar í sauðagæru, stjórnmálamenn jafnt sem fjölmiðlamenn. Nú lofa þeir bót og betrun en „Að venju þykir vafi leika um sum / þau aldin sem nýjust glóa á greinum trjánna" eins og segir í ljóðinu Í aldingarðinum eftir Þorstein frá Hamri. 22.12.2008 06:00 Óþol gæti aukist að hátíðahaldi loknu Óli Kristján Ármannsson skrifar Furðu vekur að fjögur af fimm stærstu sveitarfélögum landsins skuli kjósa að láta kröfur sínar á hendur einstaklingum í hendurnar á innheimtufyrirtækjum á borð við Intrum eða Momentum. 22.12.2008 06:00 Blóðugur skurður er nauðsynlegur Svanborg Sigmarsdóttir skrifar Það er lítið mál að skila góðum rekstri þegar vel árar. Vandamálin koma fyrst upp á yfirborðið þegar harðnar á dalnum. 19.12.2008 14:34 Jólakötturinn Þórgunnur Oddsdóttir skrifar Af öllu hyskinu hennar Grýlu hefur mér alltaf þótt jólakötturinn verstur. Strákapör jólasveinanna þrettán má fyrirgefa en gæludýrið á heimilinu er svo óforskammað að maður getur ekki annað en fyllst hryllingi við tilhugsunina. Grýla étur bara óþæg börn sem eiga það skilið en kötturinn hennar leggst svo lágt að ráðast á fátæklinga sem enga nýja flík fá fyrir jólin. 19.12.2008 04:00 Á eða undir borði Steinunn Stefánsdóttir skrifar Krafan um opna umræðu og að upplýsingum sé miðlað á skilvirkan hátt til almennings hefur orðið æ háværari í kjölfar bankahrunsins. 18.12.2008 10:45 Humm Dr. Gunni skrifar Tveir mánuðir eru liðnir síðan skelfdur Haarde bað Guð að blessa þjóðina. Þá þyrmdi yfir hressustu stuðbolta og ég var með í maganum dögum saman á meðan daglegir blaðamannafundir skullu á þjóðinni. Í nokkrar vikur var allt á fullu í hausnum á mér, og í hverjum einasta haus á skerinu, að því er virtist. 18.12.2008 06:00 Kvótinn varðaði veginn Þorvaldur Gylfason skrifar Kreppan á Íslandi er dýpri en í öðrum löndum, enda hafa Íslendingar einir þjóða í Vestur-Evrópu óskað eftir og fengið neyðarhjálp á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Staðhæfingar stjórnvalda um, að Ísland sé saklaust fórnarlamb erlendra fjármálasviptinga, eru villandi og duga ekki til að firra stjórnarvöldin ábyrgð á ítrekuðum afglöpum og yfirsjónum. 18.12.2008 06:00 Forgangsraða! Ísland þarf nú að endurbyggja samfélagið á jöfnuði. Vinda ofan af misskiptingunni sem seinasta ríkisstjórn hafði unnið leynt og ljóst að. Til þess þarf að beina hugarfarsbreytingunni sem er að verða, í réttan farveg. Augljós farvegur eru fjárlög íslenska ríkisins sem nú eru til umræðu. 18.12.2008 06:00 Bændabylting? Í nýju fjárlagafrumvarpi boðar ríkisstjórnin einhliða riftun á búvörusamningum til bænda. Ríkisstjórnin ætlar að fella niður þá vísitölutengingu sem bundin er í búvörusamningum. Þetta þýðir, ef verðbólguspár ganga eftir, skerðingu upp á 9-10 prósent. Þetta er skerðing á tekjum til bænda sem nemur 700-800 milljónum. 18.12.2008 05:00 Þvæla útvarpsstjóra Bergsteinn Sigurðsson skrifar Í reglum um fréttir og dagskrárefni tengt þeim í Ríkisútvarpinu, segir meðal annars: "Útvarpsstjóri setur starfsmönnum Ríkisútvarpsins sem vinna að fréttaskrifum, fréttaflutningi og tengdu dagskrárefni eftirfarandi reglur: [...] 9. "Óheimilt er að útvarpa án leyfis ummælum manns ef hann vissi ekki að þau voru hljóð- eða myndrituð, nema ummælin hafi verið viðhöfð á opnum vettvangi." 18.12.2008 04:30 Stærra andlegt umhverfi Jón Kaldal skrifar Víglínan í baráttunni um afstöðu þjóðarinnar liggur nú fyrir bein og öllum sýnileg. Öðrum megin er Evrópusambandið og evran. Hinum megin óbreytt ástand og króna. 17.12.2008 06:00 Náttúruvernd Umhverfisráðherra hefur nýverið lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um náttúruverndaráætlun til næstu 5 ára. Samkvæmt tillögunni er friðuðum svæðum í náttúru Íslands enn fjölgað. 17.12.2008 06:00 Atvinnubætur Einar Már Jónsson skrifar Þegar rætt er um nytsemi Evrópusambandsins vill það oft gleymast, að ofan á allt annað er það eitt hið voldugasta tæki í baráttunni gegn atvinnuleysi, og hefur gegnum tíðina stuðlað mjög að úrbótum í þeim efnum. 17.12.2008 06:00 Misjöfn eru morgunverkin Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Dagur rís á ný og ég bý mig undir verkefni dagsins. Þar sem ég er í ríkisstjórn er annasamur dagur framundan. Það er fundur á eftir og við þurfum að fara betur yfir fjárlagafrumvarpið. Hvar eigum við að skera niður í þessari ólgutíð? Þó við höfum sagst ætla að efla menntun í kreppunni er nú ansi mikið sem fer í þann málaflokk og allsstaðar verður að skera niður. Og hvað með Vatnsveginn upp á 110 milljónir. Nei hann verður að vera. Úff, ýmist er maður skammaður fyrir að skera niður á Landspítalanum, sagður vega að rekstri hjúkrunarheimila háskólans. Jæja Þjóðkirkjan er í það minnsta sæmilega sátt. Best að fara að koma sér. Mikið vona ég að ekki verði mikið af fólki við Tjarnargötuna með þessi ótætis hróp. Það er þó alltaf hægt að nota bakdyrnar. 17.12.2008 06:00 Skortir viljann? Þorsteinn Pálsson skrifar Annað verður ekki ráðið en heilindi hafi ríkt í samstarfi forystumanna ríkisstjórnarflokkanna. Margvíslegar yfirlýsingar ráðherra, þingmanna og stuðningsmanna beggja flokkanna að undanförnu eru hins vegar vísbending um veikleika í samstarfinu. 16.12.2008 05:30 Ljómi sjálfsblekkingarinnar Karen D. Kjartansdóttir skrifar Vilji maður trúa á hæfni einhvers þarf ekki nema ein meðmæli til að fullvissa mann um gæði viðkomandi. 16.12.2008 10:14 Hrímaðar kveðjur Á gráum og votum haustdögum tóku stúdenta- og námsmannahreyfingar landsins höndum saman og sameinuðust um óskir til ríkisstjórnar. Helsta beiðnin var sú að fjármagn til LÍN yrði ekki skert enda vissum við öll af hættunni: að sneiðar Lánasjóðsins og háskólanna frá ríkinu yrðu minni en vonir stæðu til. Fáir gerðu ráð fyrir þeim óðaniðurskurði tveggja fyrrnefndra eininga sem nýjustu fjárlög gera ráð fyrir. Ríkisstjórn mælir fyrir 1.360 milljóna niðurskurði hjá LÍN nú þegar hlutverk sjóðsins er margfalt brýnna en í góðæri. Hvernig sú ákvörðun ætlar að mæta þeirri fjölgun stúdenta sem neyðast til að taka námslán á komandi misserum er óskiljanlegt. Nú þegar hefur óðaverðbólga étið upp hækkun námslána síðan í vor og útlit fyrir góða Lánasjóðssamninga næsta vor er sótsvart. 16.12.2008 06:45 Við þurfum samvinnu Á götum úti heyrist kallað eftir nýrri hugsun og nýjum hugmyndum fyrir nýtt Ísland. Vinstri grænir segja að best sé að gera ekki neitt, á meðan Samfylkingin telur að Evrópusambandið leysi öll heimsins vandamál. Sjálfstæðisflokkurinn neitar að gera upp við frjálshyggjuna og skilur ekki hvað hugtakið að axla ábyrgð þýðir og Frjálslyndi flokkurinn veit ekki hvort hann er að koma eða fara. Eini flokkurinn sem virðist ætla að svara kalli almennings eftir endurnýjun og uppgjör við fortíðina er Framsóknarflokkurinn. 16.12.2008 06:15 Fjármálaeftirlitið og Fiskistofa Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og einn ráðherra hafa nýlega, í blaðagrein og blaðaviðtali, borið saman starfsmannafjölda Fjármálaeftirlitsins og Fiskistofu. Það er mér hulið hvað þessi samanburður á að þýða, ég kem ekki auga á hvað geti verið sambærilegt í starfsemi þessara stofnana. Þjónar það einhverjum tilgangi að bera saman starfsmannafjölda í Fjármálaeftirlitinu og fjölda veiðieftirlitsmanna Fiskistofu til sjós og lands? Ég get ekki séð það, en get upplýst að eftirlitsmenn Fiskistofu, í almennu eftirliti, á aðalskrifstofunni, á 6 starfsstöðvum úti á landi og í fullvinnsluskipum, eru samtals 42. 16.12.2008 06:00 Engar lausnir Sverrir Jakobsson skrifar Ríkisstjórnin hefur lekið út andlitslyftingu um áramótin - ráðherrum verður skipt út og aðrir settir inn í staðinn. Hugsanlega mun hrókunin ná til Seðlabankans líka enda líta margir á formann bankastjórnar sem tákngerving kreppunnar. 16.12.2008 06:00 Gefins þrotabú Nú berast almenningi fréttir af því að ,,nýju” bankarnir hafi verið að endurselja aðilum sem farnir eru í þrot, gömlu fyrirtækin þeirra á bakvið luktar dyr. Ekkert auglýst! Ekkert uppi á borðum! Í Kastljósi 10. desember síðastliðinn var fjallað um að Apple-verslanirnar, hérlendis og á Norðurlöndunum, hefðu ekki verið auglýstar til sölu, heldur hefði verið samið við fyrrum eigendur um kaup á þrotabúinu. Að sögn skiptastjóra lá svo mikið á af því verslanirnar máttu ekki loka svo verðmæti færu ekki forgörðum. Þá má spyrja: Gat bankinn ekki rekið verslanirnar í nokkrar vikur á meðan reynt var að fá gott verð fyrir þær, hvort sem væri hér innanlands eða erlendis? Eiga þeir aðilar sem fóru með félag í þrot allt í einu nóga peninga til að kaupa þrotabúið? 16.12.2008 05:00 Og enn sitja þau Guðmundur Andri Thorsson. skrifar Íslensk stjórnvöld virðast ekki treysta sér til þess að lögsækja bresku stjórnina eftir beitingu hryðjuverkalaganna gagnvart íslensku bönkunum. Málið er þæft. Það er hummað. Það er bent. Í austur og vestur?… Nei, hinir eiga að gera það, nei, þetta er ekki í mínum verkahring?…? 15.12.2008 10:23 Sjá næstu 50 greinar
Sprengjuregn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Þá eru það áramótin enn á ný og án vafa munu Íslendingar ekki slá slöku við sprengingarnar. Eftir nokkra klukkutíma stöndum við gónandi upp í loftið og dáumst að ljósadýrðinni. Einn mun kvarta yfir óhófi, annar hávaðanum, einhver spáir í hvað verður um öll skoteldaprikin - en flest munum við hafa gaman af og njóta. 31.12.2008 06:00
Vinningurinn Einar Már Jónsson skrifar Fyrir nokkrum árum tóku ýmsir auglýsendur upp á undarlegum sið. Þeir sendu mönnum bréf sem hófst á orðinu „Bravo" með heimsstyrjaldarletri og enn stærra upphrópunarmerki á eftir, og síðan kom tilkynning um að viðkomandi hefði unnið mikinn happdrættisvinning, einhverja svimháa tölu. 31.12.2008 06:00
Ný landsýn – breytt stefna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar Ein dýpsta heimskreppa hagsögunnar skall á í september 2008 þegar burðarvirki hins reglulausa hnattræna fjármagnsmarkaðar leystist upp fyrir augliti allrar heimsbyggðarinnar. 31.12.2008 00:01
Tortryggnin Þorsteinn Pálsson skrifar Eftir að íslenska krónan hrundi endanlega á haustdögum féllu viðskiptabankarnir. Flestir sáu hrun krónunnar fyrir. Færri vildu trúa að bankarnir fylgdu í kjölfarið. Hvernig sem því víkur við er það veruleiki sem ekki verður umflúinn. 30.12.2008 09:04
Kórfélagi hitar upp sósu Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Söngfuglarnir sungu úr sér lungun síðustu daga þessa árs. Það er þrældómur að syngja í kór en aldrei finnst kórafólki jafn gaman og þegar raddirnar eru þandar kvöld eftir kvöld til undirbúnings desembertörninni. Þá leggjast allir á árarnar og veikt og sterkt er sungið, hátt og lágt. Fram undan eru útgáfutónleikar, stórvirki kórbókmenntanna og síðan allt messuhaldið. Það er hin andlega spekt sem heldur utan um kóralífið að mestu þótt margt sé furðu veraldlegt í kórastarfi. 30.12.2008 00:01
Setti ég Ísland á hausinn? Jón Ásgeir Jóhannesson skrifar Sumir halda því fram að ég beri ábyrgð á því íslenskt fjármálalíf fór á hliðina nú í haust. Ég hef verið kallaður óreiðumaður, glæpamaður, fjárglæframaður, „þúsundmilljarðamaðurinn", ég hafi „komið Íslandi á hausinn" og svo framvegis. Þessa viðhorfs virðist gæta víða í þjóðfélaginu, meira að segja á Alþingi og í Seðlabankanum. Þessi viðurnefni og upphrópanir byggjast ekki á mikilli yfirvegun eða ígrundun, en eru að einhverju leyti skiljanleg í andrúmslofti reiði og öryggisleysis. Ég tek þessa dóma nærri mér og er ekki sáttur við þá. Ég er hins vegar reiðubúinn að ræða mín viðskiptamál með rökum og staðreyndum, og axla þá sanngjörnu ábyrgð sem mér ber. 29.12.2008 14:52
Útkall í desember Desembermánuður hefur verið annasamur hjá sjálfboðaliðum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þúsundir klukkustunda hafa farið í aðstoð við samborgarana. Ekki skiptir máli hvort fergja þurfi þakplötu á höfuðborgarsvæðinu eða aðstoða fastan bíl á fjallvegi á Hellisheiði; björgunarsveitirnar eru alltaf viðbúnar og sinna kallinu. 29.12.2008 06:00
Glópagullöldin Guðmundur Andri Thorsson skrifar Hér gæti verið fyrirmyndarsamfélag. Þetta er fámennt millistéttarsamfélag þar sem obbinn af fólki hefur það býsna gott og ætti að vera nóg afgangs til að rétta þeim hjálparhönd sem standa höllum fæti, reka fyrirmyndarskóla, trausta spítala og hlýleg elliheimili, leggja beina og breiða vegi, starfrækja öflugt almannaútvarp, efla nýsköpun, hlúa að sprotum í atvinnulífi… og svo framvegis. Það hvernig komið er fyrir þjóðinni er algerlega fáránlegt. Það er yfirgengilegt. Það er óskiljanlegt. 29.12.2008 05:00
Stöðugleiki í stað eilífðarsveiflna Svanborg Sigmarsdóttir skrifar Viðburðaríku ári fer nú senn að ljúka. Ári sem komandi kynslóðir eiga eftir að læra um í sinni Íslandssögu og það er því upp á okkur komið hvernig kennslustundin verður. Munum við ná að vinna okkur út úr bankahruninu með skynsemi, eða mun kennslustundin fjalla um hvernig margar rangar ákvarðanir héldu áfram að hlaða undir vandann í staðinn fyrir að leysa hann? 29.12.2008 04:00
Viltu giftast mér, ástin mín? Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar Vinur minn hefur í töluverðan tíma íhugað að biðja sér konu. Ekki þó bara einhverrar kvensniftar, heldur hinnar einu og sönnu. Reyndar hafa þau tvö prufukeyrt hjónalífið í heilan áratug með býsna vel heppnaðri sambúð og uppeldi tveggja barna, svo varla hefur hann að ráði óttast hryggbrot. 29.12.2008 00:01
Haltu kjafti og vertu þæg Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Enn erum við í jólaboðinu og biskupinn og allt hans hyski hefur sagt við okkur látlaust í stillilega rómnum alla jólahelgina: Verum stillt, verum stillt, rétt eins og fastahópar í jólamætingu þjóðkirkjunnar séu venjubundnir óróaseggir á þeim árstíma. Við sem heima sitjum erum til alls vís. 28.12.2008 18:21
Jólakettir Kettir þykja mér merkilegar skepnur. Slík dýr hafa ávallt átt samastað á heimili mínu. Fletti ég jólamyndum bregst það sjaldnast að við systurnar sitjum við jólatré uppáklæddar og ríghöldum í vansælan kött sem við höfum þvingað í dúkkuklæði sem okkur hafa þótt við hæfi að hann klæddist í tilefni hátíðanna. Líklega eru kattaminningarnar mínar orsökin fyrir því að mér þykir engin goðsagnavera jólanna jafn merkileg og jólakötturinn. 28.12.2008 00:01
Innlendir vendipunktar: Íslenska krónan - in memoriam Staða íslensku krónunnar hefur líklega aldrei verið veikari en eftir hrakningar haustsins og ófáir telja að hún eigi sér ekki viðreisnar von. Benedikt Jóhannesson segir að enn um sinn verði krónan gjaldmiðill þjóðarinnar - engum til gleði eða gagns. 28.12.2008 00:01
Evrópuslagurinn Björn Ingi Hrafnsson skrifar Stjórnmálaflokkarnir hafa brugðist í því að leiða spurninguna um aðild að Evrópusambandinu til lykta. Margt bendir þvert á móti til að flokkakerfið hér á landi hafi alls ekki ráðið við mál af þessari stærðargráðu og margir hafi beinlínis veigrað sér við að ræða það, af ótta við að rugga bátnum og efna til ófriðar, jafnvel klofnings. 27.12.2008 09:00
Innlendir vendipunktar: Flugleiðin til Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Frá Malaví og heim er 32ja tíma ferð úr höfga regntímabilsins í hvítan jólasnjó. Í kjöltu mér þegar flugvélin brunar í átt að þrumuskýjum: Ræða seðlabankastjóra hjá Viðskiptaráði. Ég undirbý mig andlega fyrir heimkomu. Niðri sprettur maís á ökrum. 27.12.2008 08:00
Jólajóla Guðmundur Steingrímsson skrifar Verslunarmanneskja í vinsælli búð á Laugaveginum hafði á orði við mig á mánudaginn að jólin núna væru þau afslöppuðustu sem hún hefði upplifað. Hún meinti ekki að það væri lítið að gera í búðinni. Það var nóg að gera, jafnvel meira en áður. En fólkið var afslappaðra, sagði hún. Minni æsingur. 27.12.2008 07:00
SÍBS í þágu landsmanna Hinn 24. október 1938 komu berklasjúklingar saman á Vífilsstaðahæli til að stofna Samband íslenskra berklasjúklinga. Tilgangurinn var að hjálpa útskrifuðum berklasjúklingum að ná fótfestu í lífinu, eftir ára eða áratuga dvöl á heilsuhælum. mína að éta og aldrei holla fæðu, skjólföt sæmileg átti ég engin." 27.12.2008 06:00
Hinar raunverulegu gjafir Steinunn Stefánsdóttir skrifar Á aðfangadegi jóla er numið staðar. Jólaundirbúningnum er lokið og hátíðin tekur við. Eftir annasama aðventu tekur við hvíld og samvera við fjölskyldu og aðra ástvini. 24.12.2008 06:00
Skýin eru eins og þang Einar Már Jónsson skrifar Skömmu eftir að þess var minnst að níutíu ár voru liðin síðan heimsstyrjöldinni fyrri lauk og fáum mánuðum eftir að síðasti hermaðurinn sem þá hafði barist í franska hernum hvarf inn í skugganna ríki, slæddist ég inn í bókabúð utarlega í 19. hverfi Parísarborgar. 24.12.2008 06:00
Umbreytingin mikla Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Það gerðist í gær, lesandi góður, meira að segja áður en ég byrjaði að skrifa þennan pistil svo í þínum sporum myndi ég bara fara að lesa jólakort eða eitthvað. 24.12.2008 06:00
Eftirlaun og stjórnmálamenn Jón Kaldal skrifar Þáttaskil urðu í gær í einhverju umdeildasta pólitíska máli seinni tíma. Fimm árum eftir að alþingismenn tóku sér með lögum mun rausnarlegri eftirlaunakjör en aðrir þjóðfélagshópar, komst loks í verk að lagfæra þann dómgreindarlausa sérhagsmunagjörning. 23.12.2008 07:30
Þorláksmessa Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Þorkláksmessa er loksins runnin upp. Hjá sumum kannski allt of snemma því hið vel þekkta jólastress rís gjarnan hæst í dag. Verslanir eru opnar þar til klukkan fer að ganga miðnætti í kvöld og margir eyða allri þorláksmessunni í síðustu innkaupin fyrir jólin. Fótafúnir hlaupa menn milli búða og leita uppi eitthvað, bara eitthvað sem gæti hentað í jólapakkann. 23.12.2008 06:30
Gleði og gjafir Jónína Michaelsdóttir skrifar Frelsi og fögnuður eru orðin sem hljóma í kirkjum landsins á næstu dögum í tali og tónum þegar haldið er upp á fæðingu höfundar fagnaðarerindisins. Orð sem við þyljum eða syngjum árum saman, fallega texta sem minna okkur á jól bernskunnar. En hvert er erindi fagnaðarerindisins? Frá hverju erum við frelsuð? Þegar kerfinu sem við höfum komið okkur upp í kringum þessa kenningu sleppir, hvert er þá erindið? Erum við frjáls af okkur sjálfum? Frjáls af áliti annarra, öfund, heift, tilætlunarsemi og vanþakklæti? Varla. En jólin minna okkur engu að síður á að þetta tilboð stendur enn. 23.12.2008 06:00
Í aldingarðinum Gerður Kristný skrifar Árið sem senn er á enda á ekki eftir að líða þeim, sem komin eru til vits og ára, úr minni. Draumar margra um trygga atvinnu hafa brostið og vetraráform um sumarferðalag til útlanda virðast hálfsyndsamleg. Á dauða okkar áttum við von en ekki því að íslenska hagkerfið hryndi til grunna. Fólk sem alltaf virtist rekið áfram af háleitum hugsjónum hefur reynst úlfar í sauðagæru, stjórnmálamenn jafnt sem fjölmiðlamenn. Nú lofa þeir bót og betrun en „Að venju þykir vafi leika um sum / þau aldin sem nýjust glóa á greinum trjánna" eins og segir í ljóðinu Í aldingarðinum eftir Þorstein frá Hamri. 22.12.2008 06:00
Óþol gæti aukist að hátíðahaldi loknu Óli Kristján Ármannsson skrifar Furðu vekur að fjögur af fimm stærstu sveitarfélögum landsins skuli kjósa að láta kröfur sínar á hendur einstaklingum í hendurnar á innheimtufyrirtækjum á borð við Intrum eða Momentum. 22.12.2008 06:00
Blóðugur skurður er nauðsynlegur Svanborg Sigmarsdóttir skrifar Það er lítið mál að skila góðum rekstri þegar vel árar. Vandamálin koma fyrst upp á yfirborðið þegar harðnar á dalnum. 19.12.2008 14:34
Jólakötturinn Þórgunnur Oddsdóttir skrifar Af öllu hyskinu hennar Grýlu hefur mér alltaf þótt jólakötturinn verstur. Strákapör jólasveinanna þrettán má fyrirgefa en gæludýrið á heimilinu er svo óforskammað að maður getur ekki annað en fyllst hryllingi við tilhugsunina. Grýla étur bara óþæg börn sem eiga það skilið en kötturinn hennar leggst svo lágt að ráðast á fátæklinga sem enga nýja flík fá fyrir jólin. 19.12.2008 04:00
Á eða undir borði Steinunn Stefánsdóttir skrifar Krafan um opna umræðu og að upplýsingum sé miðlað á skilvirkan hátt til almennings hefur orðið æ háværari í kjölfar bankahrunsins. 18.12.2008 10:45
Humm Dr. Gunni skrifar Tveir mánuðir eru liðnir síðan skelfdur Haarde bað Guð að blessa þjóðina. Þá þyrmdi yfir hressustu stuðbolta og ég var með í maganum dögum saman á meðan daglegir blaðamannafundir skullu á þjóðinni. Í nokkrar vikur var allt á fullu í hausnum á mér, og í hverjum einasta haus á skerinu, að því er virtist. 18.12.2008 06:00
Kvótinn varðaði veginn Þorvaldur Gylfason skrifar Kreppan á Íslandi er dýpri en í öðrum löndum, enda hafa Íslendingar einir þjóða í Vestur-Evrópu óskað eftir og fengið neyðarhjálp á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Staðhæfingar stjórnvalda um, að Ísland sé saklaust fórnarlamb erlendra fjármálasviptinga, eru villandi og duga ekki til að firra stjórnarvöldin ábyrgð á ítrekuðum afglöpum og yfirsjónum. 18.12.2008 06:00
Forgangsraða! Ísland þarf nú að endurbyggja samfélagið á jöfnuði. Vinda ofan af misskiptingunni sem seinasta ríkisstjórn hafði unnið leynt og ljóst að. Til þess þarf að beina hugarfarsbreytingunni sem er að verða, í réttan farveg. Augljós farvegur eru fjárlög íslenska ríkisins sem nú eru til umræðu. 18.12.2008 06:00
Bændabylting? Í nýju fjárlagafrumvarpi boðar ríkisstjórnin einhliða riftun á búvörusamningum til bænda. Ríkisstjórnin ætlar að fella niður þá vísitölutengingu sem bundin er í búvörusamningum. Þetta þýðir, ef verðbólguspár ganga eftir, skerðingu upp á 9-10 prósent. Þetta er skerðing á tekjum til bænda sem nemur 700-800 milljónum. 18.12.2008 05:00
Þvæla útvarpsstjóra Bergsteinn Sigurðsson skrifar Í reglum um fréttir og dagskrárefni tengt þeim í Ríkisútvarpinu, segir meðal annars: "Útvarpsstjóri setur starfsmönnum Ríkisútvarpsins sem vinna að fréttaskrifum, fréttaflutningi og tengdu dagskrárefni eftirfarandi reglur: [...] 9. "Óheimilt er að útvarpa án leyfis ummælum manns ef hann vissi ekki að þau voru hljóð- eða myndrituð, nema ummælin hafi verið viðhöfð á opnum vettvangi." 18.12.2008 04:30
Stærra andlegt umhverfi Jón Kaldal skrifar Víglínan í baráttunni um afstöðu þjóðarinnar liggur nú fyrir bein og öllum sýnileg. Öðrum megin er Evrópusambandið og evran. Hinum megin óbreytt ástand og króna. 17.12.2008 06:00
Náttúruvernd Umhverfisráðherra hefur nýverið lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um náttúruverndaráætlun til næstu 5 ára. Samkvæmt tillögunni er friðuðum svæðum í náttúru Íslands enn fjölgað. 17.12.2008 06:00
Atvinnubætur Einar Már Jónsson skrifar Þegar rætt er um nytsemi Evrópusambandsins vill það oft gleymast, að ofan á allt annað er það eitt hið voldugasta tæki í baráttunni gegn atvinnuleysi, og hefur gegnum tíðina stuðlað mjög að úrbótum í þeim efnum. 17.12.2008 06:00
Misjöfn eru morgunverkin Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Dagur rís á ný og ég bý mig undir verkefni dagsins. Þar sem ég er í ríkisstjórn er annasamur dagur framundan. Það er fundur á eftir og við þurfum að fara betur yfir fjárlagafrumvarpið. Hvar eigum við að skera niður í þessari ólgutíð? Þó við höfum sagst ætla að efla menntun í kreppunni er nú ansi mikið sem fer í þann málaflokk og allsstaðar verður að skera niður. Og hvað með Vatnsveginn upp á 110 milljónir. Nei hann verður að vera. Úff, ýmist er maður skammaður fyrir að skera niður á Landspítalanum, sagður vega að rekstri hjúkrunarheimila háskólans. Jæja Þjóðkirkjan er í það minnsta sæmilega sátt. Best að fara að koma sér. Mikið vona ég að ekki verði mikið af fólki við Tjarnargötuna með þessi ótætis hróp. Það er þó alltaf hægt að nota bakdyrnar. 17.12.2008 06:00
Skortir viljann? Þorsteinn Pálsson skrifar Annað verður ekki ráðið en heilindi hafi ríkt í samstarfi forystumanna ríkisstjórnarflokkanna. Margvíslegar yfirlýsingar ráðherra, þingmanna og stuðningsmanna beggja flokkanna að undanförnu eru hins vegar vísbending um veikleika í samstarfinu. 16.12.2008 05:30
Ljómi sjálfsblekkingarinnar Karen D. Kjartansdóttir skrifar Vilji maður trúa á hæfni einhvers þarf ekki nema ein meðmæli til að fullvissa mann um gæði viðkomandi. 16.12.2008 10:14
Hrímaðar kveðjur Á gráum og votum haustdögum tóku stúdenta- og námsmannahreyfingar landsins höndum saman og sameinuðust um óskir til ríkisstjórnar. Helsta beiðnin var sú að fjármagn til LÍN yrði ekki skert enda vissum við öll af hættunni: að sneiðar Lánasjóðsins og háskólanna frá ríkinu yrðu minni en vonir stæðu til. Fáir gerðu ráð fyrir þeim óðaniðurskurði tveggja fyrrnefndra eininga sem nýjustu fjárlög gera ráð fyrir. Ríkisstjórn mælir fyrir 1.360 milljóna niðurskurði hjá LÍN nú þegar hlutverk sjóðsins er margfalt brýnna en í góðæri. Hvernig sú ákvörðun ætlar að mæta þeirri fjölgun stúdenta sem neyðast til að taka námslán á komandi misserum er óskiljanlegt. Nú þegar hefur óðaverðbólga étið upp hækkun námslána síðan í vor og útlit fyrir góða Lánasjóðssamninga næsta vor er sótsvart. 16.12.2008 06:45
Við þurfum samvinnu Á götum úti heyrist kallað eftir nýrri hugsun og nýjum hugmyndum fyrir nýtt Ísland. Vinstri grænir segja að best sé að gera ekki neitt, á meðan Samfylkingin telur að Evrópusambandið leysi öll heimsins vandamál. Sjálfstæðisflokkurinn neitar að gera upp við frjálshyggjuna og skilur ekki hvað hugtakið að axla ábyrgð þýðir og Frjálslyndi flokkurinn veit ekki hvort hann er að koma eða fara. Eini flokkurinn sem virðist ætla að svara kalli almennings eftir endurnýjun og uppgjör við fortíðina er Framsóknarflokkurinn. 16.12.2008 06:15
Fjármálaeftirlitið og Fiskistofa Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og einn ráðherra hafa nýlega, í blaðagrein og blaðaviðtali, borið saman starfsmannafjölda Fjármálaeftirlitsins og Fiskistofu. Það er mér hulið hvað þessi samanburður á að þýða, ég kem ekki auga á hvað geti verið sambærilegt í starfsemi þessara stofnana. Þjónar það einhverjum tilgangi að bera saman starfsmannafjölda í Fjármálaeftirlitinu og fjölda veiðieftirlitsmanna Fiskistofu til sjós og lands? Ég get ekki séð það, en get upplýst að eftirlitsmenn Fiskistofu, í almennu eftirliti, á aðalskrifstofunni, á 6 starfsstöðvum úti á landi og í fullvinnsluskipum, eru samtals 42. 16.12.2008 06:00
Engar lausnir Sverrir Jakobsson skrifar Ríkisstjórnin hefur lekið út andlitslyftingu um áramótin - ráðherrum verður skipt út og aðrir settir inn í staðinn. Hugsanlega mun hrókunin ná til Seðlabankans líka enda líta margir á formann bankastjórnar sem tákngerving kreppunnar. 16.12.2008 06:00
Gefins þrotabú Nú berast almenningi fréttir af því að ,,nýju” bankarnir hafi verið að endurselja aðilum sem farnir eru í þrot, gömlu fyrirtækin þeirra á bakvið luktar dyr. Ekkert auglýst! Ekkert uppi á borðum! Í Kastljósi 10. desember síðastliðinn var fjallað um að Apple-verslanirnar, hérlendis og á Norðurlöndunum, hefðu ekki verið auglýstar til sölu, heldur hefði verið samið við fyrrum eigendur um kaup á þrotabúinu. Að sögn skiptastjóra lá svo mikið á af því verslanirnar máttu ekki loka svo verðmæti færu ekki forgörðum. Þá má spyrja: Gat bankinn ekki rekið verslanirnar í nokkrar vikur á meðan reynt var að fá gott verð fyrir þær, hvort sem væri hér innanlands eða erlendis? Eiga þeir aðilar sem fóru með félag í þrot allt í einu nóga peninga til að kaupa þrotabúið? 16.12.2008 05:00
Og enn sitja þau Guðmundur Andri Thorsson. skrifar Íslensk stjórnvöld virðast ekki treysta sér til þess að lögsækja bresku stjórnina eftir beitingu hryðjuverkalaganna gagnvart íslensku bönkunum. Málið er þæft. Það er hummað. Það er bent. Í austur og vestur?… Nei, hinir eiga að gera það, nei, þetta er ekki í mínum verkahring?…? 15.12.2008 10:23