Óþol gæti aukist að hátíðahaldi loknu Óli Kristján Ármannsson skrifar 22. desember 2008 06:00 Furðu vekur að fjögur af fimm stærstu sveitarfélögum landsins skuli kjósa að láta kröfur sínar á hendur einstaklingum í hendurnar á innheimtufyrirtækjum á borð við Intrum eða Momentum. Frá þessu greindi í forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær. Einungis Hafnarfjörður tekur annan pól í hæðina. Þar á bæ hafa menn komist að því að hagkvæmara sé að sveitarfélagið annist innheimtuna sjálft. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri lýsti í fréttinni jafnframt öðrum sjónarmiðum sem hljóta að vega jafnþungt í það minnsta og hagkvæmnissjónarmiðin. Hann bendir á að hjá sveitarfélögunum sé að ræða alls kyns viðkvæma innheimtu, svo sem vegna félagsíbúða, skólamáltíða og annars. „Þetta er vandmeðfarið og við viljum stýra því hvernig meðferð hvert mál fær," segir hann og bendir á að taka kunni tillit til sérstakra aðstæðna og þá henti ekki að búa til fjarlægð milli sveitarfélagsins og skuldarans með því að fyrirtæki úti í bæ hafi milligöngu um innheimtuna. Viðhorfi Hafnarfjarðarbæjar ber að fagna, enda lýsir það ábyrgri og mannlegri stjórnsýslu. Nú sem aldrei fyrr ríður á að ekki sé farið offari í innheimtu skulda fólks og þar ættu opinberar stofnanir að fara á undan með góðu fordæmi, í stað þess að ganga á undan í hugsunarlausri og harðneskjulegri innheimtu. Auðvitað á fólk að standa skil á sínu og greiða til samfélagsins eftir settum reglum. Sveitarfélög hafa hins vegar alla burði til að annast sín innheimtumál sjálf og eiga ekki að þurfa að nýta sér innheimtuþjónustu úti í bæ. Nægir aðrir eru til þess. Opinberar skuldir eiga ekki að fara í sama ferli og kröfur vídeóleigna sem nota milligöngufyrirtæki til að hrella meinta skuldara. Á næstu vikum rennur út uppsagnarfrestur hjá fjölda fólks og um leið hætt við frekari vandkvæðum fyrirtækja sem hér berjast við að halda sjó í vaxtapíningu og óvissu um framtíð gjaldmiðilsins. Því er fyrirséð að æ fleiri lendi í því að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar og um leið fari óánægja mjög vaxandi í samfélaginu og óþol yfir getuleysi stjórnvalda til að marka skýra stefnu til framtíðar. Í slíku árferði þarf ekki mikinn neista til að friðsamleg mótmæli vindi upp á sig. Þrír mánuðir eru liðnir frá hruni bankakerfisins og tími kominn til að mörkuð verði leiðin út úr þeim vandræðum sem þjóðin hefur ratað í. Þar hlýtur að vera líklegust til að afla þjóðinni trausts á ný að taka upp aukið samstarf við aðrar Evrópuþjóðir og sækja þangað bæði umgjörð og bakland handa íslenskum iðnaði að starfa í. Í þessum efnum eigum við að líta til reynslu nágrannaþjóða okkar og læra af reynslu þeirra og kannski ekki síður mistökum. Á morgun er Þorláksmessa og við tekur jóla- og áramótahald með góðum fríum sem fólk nær vonandi að nýta sér til að safna kröftum fyrir baráttuna sem í hönd fer. Á fyrstu vikum næsta árs fer svo fyrir alvöru að reyna á langlundargeðið í bið eftir svörum og stefnu til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun
Furðu vekur að fjögur af fimm stærstu sveitarfélögum landsins skuli kjósa að láta kröfur sínar á hendur einstaklingum í hendurnar á innheimtufyrirtækjum á borð við Intrum eða Momentum. Frá þessu greindi í forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær. Einungis Hafnarfjörður tekur annan pól í hæðina. Þar á bæ hafa menn komist að því að hagkvæmara sé að sveitarfélagið annist innheimtuna sjálft. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri lýsti í fréttinni jafnframt öðrum sjónarmiðum sem hljóta að vega jafnþungt í það minnsta og hagkvæmnissjónarmiðin. Hann bendir á að hjá sveitarfélögunum sé að ræða alls kyns viðkvæma innheimtu, svo sem vegna félagsíbúða, skólamáltíða og annars. „Þetta er vandmeðfarið og við viljum stýra því hvernig meðferð hvert mál fær," segir hann og bendir á að taka kunni tillit til sérstakra aðstæðna og þá henti ekki að búa til fjarlægð milli sveitarfélagsins og skuldarans með því að fyrirtæki úti í bæ hafi milligöngu um innheimtuna. Viðhorfi Hafnarfjarðarbæjar ber að fagna, enda lýsir það ábyrgri og mannlegri stjórnsýslu. Nú sem aldrei fyrr ríður á að ekki sé farið offari í innheimtu skulda fólks og þar ættu opinberar stofnanir að fara á undan með góðu fordæmi, í stað þess að ganga á undan í hugsunarlausri og harðneskjulegri innheimtu. Auðvitað á fólk að standa skil á sínu og greiða til samfélagsins eftir settum reglum. Sveitarfélög hafa hins vegar alla burði til að annast sín innheimtumál sjálf og eiga ekki að þurfa að nýta sér innheimtuþjónustu úti í bæ. Nægir aðrir eru til þess. Opinberar skuldir eiga ekki að fara í sama ferli og kröfur vídeóleigna sem nota milligöngufyrirtæki til að hrella meinta skuldara. Á næstu vikum rennur út uppsagnarfrestur hjá fjölda fólks og um leið hætt við frekari vandkvæðum fyrirtækja sem hér berjast við að halda sjó í vaxtapíningu og óvissu um framtíð gjaldmiðilsins. Því er fyrirséð að æ fleiri lendi í því að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar og um leið fari óánægja mjög vaxandi í samfélaginu og óþol yfir getuleysi stjórnvalda til að marka skýra stefnu til framtíðar. Í slíku árferði þarf ekki mikinn neista til að friðsamleg mótmæli vindi upp á sig. Þrír mánuðir eru liðnir frá hruni bankakerfisins og tími kominn til að mörkuð verði leiðin út úr þeim vandræðum sem þjóðin hefur ratað í. Þar hlýtur að vera líklegust til að afla þjóðinni trausts á ný að taka upp aukið samstarf við aðrar Evrópuþjóðir og sækja þangað bæði umgjörð og bakland handa íslenskum iðnaði að starfa í. Í þessum efnum eigum við að líta til reynslu nágrannaþjóða okkar og læra af reynslu þeirra og kannski ekki síður mistökum. Á morgun er Þorláksmessa og við tekur jóla- og áramótahald með góðum fríum sem fólk nær vonandi að nýta sér til að safna kröftum fyrir baráttuna sem í hönd fer. Á fyrstu vikum næsta árs fer svo fyrir alvöru að reyna á langlundargeðið í bið eftir svörum og stefnu til framtíðar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun