Haltu kjafti og vertu þæg Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 28. desember 2008 18:21 Enn erum við í jólaboðinu og biskupinn og allt hans hyski hefur sagt við okkur látlaust í stillilega rómnum alla jólahelgina: Verum stillt, verum stillt, rétt eins og fastahópar í jólamætingu þjóðkirkjunnar séu venjubundnir óróaseggir á þeim árstíma. Við sem heima sitjum erum til alls vís. Og á annan kölluðu æðstuprestar sjálfsdýrkunar með samviskubiti söfnuð sinn í líkamsræktarstöðvarnar þangað sem fólk sækir stritið, sem finnst ekki heima við, og félagsskapinn við ókunnuga, sem eru þægilegri samvistum en heimilisfólkið með sínar þarfir: Völd clash eða var það Vörld krass? Næst er að bíða lágkúrunnar í áramótaræðum stjórnmálaforingjanna, eins og þeir eru kallaðir, sem svo toppast á nýársdaginn sjálfan í nýjasta ákalli forsetans eftir vindátt: hvert blæs? Eitt er víst: stormurinn hefur ekki enn skekið svo valdastólana að neinn sé úr þeim fallinn. Ráðamenn ætla sér að þumbast við og láta sína menn sitja áfram: seðlabankastjórnina og stjórana; fjármálaeftirlitið, forstjóra og stjórn; ráðherrar fjármála og viðskipta skulu sitja áfram enda raunar ósanngjarnt að þeir sendlar víki: nær væri að henda forsætisráðherra og utanríkisráðherra sem bera á endanum ábyrgðina á frjálshyggjurústunum áður en skipt verður um settið í kosningum sem þau skötuhjú virðast staðráðin í að láta ekki henda þjóðina fyrr en í lengstu lög. Og frúin er tekin að ávarpa sjálfstæðismenn með orðfáum hótunum. Reyndar er óljóst um hennar eigið bakland: hvað ætla Samfylkingarmenn upp til hópa að láta lengi berja sig áfram í þunglyndislegan göngutúr með ráðvilltum sjálfstæðismönnum? Var þetta upphaf hinnar miklu sóknar jafnaðarstefnunnar? Hefur flokkurinn einhverja stefnu í Evrópumálinu annað en gefnar forsendur og almennt orðaða vinnutilhögun? Hver eru efnisatriðin? Og hvað ætlar íhaldið að gera nú: einhverjir kallar eru teknir að þvaðra um gömlu gildin og eiga þá við annað en forna hyglunar- og þöggunarflokkakerfið, heim heildsalanna og Moggans: það eru gildi eins og heiðarleiki í viðskiptum og ábyrgð. Sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir! Hó hó hó segir jólasveinninn. Komdu úr skápnum! Ekki hefur áður í sögu landsins horfið jafn snögglega grunnstoð undan félagshreyfingu eins og þegar frjálshyggjan skrapp út í tómið úr veröldinni kringum Valhöll, ekki einu sinni þegar flokkurinn missti kommúnismann og Kanann með örfárra ára bili. Nú er hátíð hinna forneskjulega trúarbragða sem eiga sér dygga fylgjendur í stjórnmálaflokkum, þá sem trúa á jólasveininn og ljúga til um fæðingu frelsara í Betlehem. Þeir safnast saman í hópa sem ætla að leiða almenning áfram á vegferðinni, að þessu sinni upp úr díki skuldanna sem hrekklaus almenningur lét gabba og ljúga sig útí. Burt frá gjaldþrota hugsjónum, ónýtum fyrirheitum og fagurgala stjórnmálahreyfinganna - en hvert? Hvert er best að láta teyma sig? Hvert er rétt að stefna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson Skoðun
Enn erum við í jólaboðinu og biskupinn og allt hans hyski hefur sagt við okkur látlaust í stillilega rómnum alla jólahelgina: Verum stillt, verum stillt, rétt eins og fastahópar í jólamætingu þjóðkirkjunnar séu venjubundnir óróaseggir á þeim árstíma. Við sem heima sitjum erum til alls vís. Og á annan kölluðu æðstuprestar sjálfsdýrkunar með samviskubiti söfnuð sinn í líkamsræktarstöðvarnar þangað sem fólk sækir stritið, sem finnst ekki heima við, og félagsskapinn við ókunnuga, sem eru þægilegri samvistum en heimilisfólkið með sínar þarfir: Völd clash eða var það Vörld krass? Næst er að bíða lágkúrunnar í áramótaræðum stjórnmálaforingjanna, eins og þeir eru kallaðir, sem svo toppast á nýársdaginn sjálfan í nýjasta ákalli forsetans eftir vindátt: hvert blæs? Eitt er víst: stormurinn hefur ekki enn skekið svo valdastólana að neinn sé úr þeim fallinn. Ráðamenn ætla sér að þumbast við og láta sína menn sitja áfram: seðlabankastjórnina og stjórana; fjármálaeftirlitið, forstjóra og stjórn; ráðherrar fjármála og viðskipta skulu sitja áfram enda raunar ósanngjarnt að þeir sendlar víki: nær væri að henda forsætisráðherra og utanríkisráðherra sem bera á endanum ábyrgðina á frjálshyggjurústunum áður en skipt verður um settið í kosningum sem þau skötuhjú virðast staðráðin í að láta ekki henda þjóðina fyrr en í lengstu lög. Og frúin er tekin að ávarpa sjálfstæðismenn með orðfáum hótunum. Reyndar er óljóst um hennar eigið bakland: hvað ætla Samfylkingarmenn upp til hópa að láta lengi berja sig áfram í þunglyndislegan göngutúr með ráðvilltum sjálfstæðismönnum? Var þetta upphaf hinnar miklu sóknar jafnaðarstefnunnar? Hefur flokkurinn einhverja stefnu í Evrópumálinu annað en gefnar forsendur og almennt orðaða vinnutilhögun? Hver eru efnisatriðin? Og hvað ætlar íhaldið að gera nú: einhverjir kallar eru teknir að þvaðra um gömlu gildin og eiga þá við annað en forna hyglunar- og þöggunarflokkakerfið, heim heildsalanna og Moggans: það eru gildi eins og heiðarleiki í viðskiptum og ábyrgð. Sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir! Hó hó hó segir jólasveinninn. Komdu úr skápnum! Ekki hefur áður í sögu landsins horfið jafn snögglega grunnstoð undan félagshreyfingu eins og þegar frjálshyggjan skrapp út í tómið úr veröldinni kringum Valhöll, ekki einu sinni þegar flokkurinn missti kommúnismann og Kanann með örfárra ára bili. Nú er hátíð hinna forneskjulega trúarbragða sem eiga sér dygga fylgjendur í stjórnmálaflokkum, þá sem trúa á jólasveininn og ljúga til um fæðingu frelsara í Betlehem. Þeir safnast saman í hópa sem ætla að leiða almenning áfram á vegferðinni, að þessu sinni upp úr díki skuldanna sem hrekklaus almenningur lét gabba og ljúga sig útí. Burt frá gjaldþrota hugsjónum, ónýtum fyrirheitum og fagurgala stjórnmálahreyfinganna - en hvert? Hvert er best að láta teyma sig? Hvert er rétt að stefna?
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun