Fleiri fréttir

Playstation 3 ekki í góðum málum

Margir markaðssérfræðingar segja að fá fyrirtæki í ár hafi klúðrað málunum jafn gróflega og Sony. Sony átti stærstu hlutdeildina í tölvuleikjamarkaðnum fyrir stuttu, en þar réði Playstation 2 ríkjum.

Algjörlega byggður á myndasögunum

Í þessari viku kemur út leikurinn Superman Returns á Playstation 2 og segja menn að nú sé loks kominn alvöru Superman-leikur. Þótt nafnið gefi til kynna að leikurinn sé byggður á kvikmyndinni þá er það ekki alveg rétt.

Nintendo Wii uppseld í Japan

Leikjatölvan Nintendo Wii kom á markað í Japan um síðustu helgi, en tvær vikur eru síðan tölvan var sett á markað í Bandaríkjunum. Rúmlega 400 þúsund eintök voru í fyrsta upplagi tölvunnar sem kom á laugardaginn var og seldust þau öll upp samdægurs.

Wii-tölvan uppseld

Nýjasta leikjatölvan frá Nintendo, Wii, rauk hraðar út en heitar lummur þegar fyrsta sendingin kom til landsins á fimmtudag í síðustu viku. Fjöldi manns hafði lagt inn pöntun fyrir tölvunni en þar sem færri leikjatölvur bárust til landsins en vonir stóðu til varð að draga úr hatti hverjir fengju eintak.

Engin Playstation 4

Eftir allt braskið við gerð Playstation 3 efast forsvarsmenn Sony um að fjórða tölvan verði gerð. Ljóst er að Playstation 3 og Nintendo Wii verða helstu leikjatölvur ársins og næstu ára og hafa greiningardeildir spáð báðum fyrirtækjum ýmist himinháum gróða eða bullandi tapi.

Tveir nýir Manager-leikir

Nýir Football Manager-leikir eru komnir út fyrir Xbox 360 og á Playstation Portable. Leikurinn á PSP nefnist Football Manager Handheld en í honum er að finna fjöldann allan af nýjum möguleikum sem gera leikmönnum auðveldara að stýra leiknum.

Nintendo með forskot á PS3

Japanski leikjatölvuframleiðandinn Nintendo seldi rúmlega 600.000 eintök af nýjustu tölvu fyrirtækisins, Nintendo Wii, rúmri viku eftir að tölvan kom á markað í Bandaríkjunum 19. nóvember síðastliðinn.

Sjá næstu 50 fréttir