Fleiri fréttir

Magic Numbers til Íslands

Breska hljómsveitin The Magic Numbers er væntanleg til Íslands og heldur tónleika hér í næsta mánuði. Tónleikarnir verða í Fríkirkjunni sunnudagskvöldið 21. október. Samkvæmt heimasíðunni Gigwise.com eru tónleikarnir haldnir á vegum Coca Cola í Evrópu.

Sverrir vinnur með Grammy-verðlaunahafa

Íslenski upptökustjórinn og Grammy-verðlaunahafinn Husky Höskulds hefur fallist á að hljóðblanda fyrstu sólóplötu Sverris Bergmann sem væntanleg er eftir áramót. Tónlistarmaðurinn er búinn að taka upp í Englandi og hyggst leggja lokahöndina á upptökurnar í hljóðveri Sigur Rósar á allra næstu dögum.

Kippi og töfratækin

Raftónlistarmaðurinn Kippi Kaninus, öðru nafni Guðmundur Vignir Karlsson, á tvö uppáhaldsforrit þegar kemur að tónlistarsköpun. Vignir, eins og hann er oftast kallaður, hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum tengdum tónlist og myndlist.

Færeyskir tónleikar í Norræna húsinu

Í kvöld verða færeyskir tónleikar í Norræna húsinu þar sem Jensina Olsen, Budam og Jógvan Íslandsvinur Hansen munu stíga á stokk. Budam er einn af ástsælustu listamönnum Færeyja og hefur fengið firnagóða dóma hér.

Miðasala á Iceland Airwaves hefst á morgun

Miðasala á hina árlegu tónlistarhátíð Iceland Airwaves hefst á morgun. Hátíðin fer fram í níunda sinn í miðborg Reykjavíkur dagana 17-21 október næstkomandi. Þegar hafa 160 hljómsveitir og flytjendur boðað komu sína á hátíðina en gert er ráð fyrir að þeir verði um 200.

Mezzoforte til Köben

Sigurður Kolbeinsson sem er í forsvari fyrir Hótelbókanir í Kaupmannahöfn mun standa fyrir tónleikum með hljómsveitinni Mezzoforte á skemmtistaðnum Vega í Kaupmannahöfn þann 25. apríl næstkomandi.

Ljótu Hálfvitarnir og Hvannadalsbræður á NASA

Ljótu Hálfvitarnir og Hvannadalsbræður munu leiða saman hesta sína fimmtudaginn 6. september og halda tónleika á NASA. Báðar sveitirnar gáfu út plötur snemma í sumar undir merkjum Senu. Hvannadalsbræður gáfu út diskinn "Skást off" þar sem skástu lög af þremur diskum sveitarinnar var safnað saman. Ljótu hálfvitarnir gáfu út frumraun sína "Ljótir Hálfvitar."

Fáanleg í október

Fyrsta sólóplata rokkstjörnunnar Magna Ásgeirssonar verður fáanleg í stafrænu formi í Bandaríkjunum frá og með 2. október næstkomandi. Magni á stóran aðdáendahóp í Bandaríkjunum eftir þátttöku sína í raunveruleikaþættinum Rock Star: Supernova og því verður fróðlegt að sjá hvernig viðtökur platan fær.

Melódísk poppmúsík

Laga- og textasmiðurinn Ólafur Sveinn Traustason hefur gefið út sína fyrstu plötu, sem nefnist einfaldlega Óli Trausta. Á plötunni, sem kemur út á vegum Zonet, eru tólf lög í flutningi söngvara á borð við Pál Rósinkranz, Sigurjón Brink og Edgar Smára Atlason.

Ánægður með Volta

Bandaríski tónlistarmaðurinn Josh Groban hefur miklar mætur á nýjustu plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Volta, sem kom út fyrr á árinu.

Unnið að komu Pearl Jam

Rokkarinn Chris Cornell hyggst nýta væntanlega Íslandsferð sína vel en hann heldur tónleika í Laugardalshöll laugardaginn 8.september. Rokkarinn kemur hingað ásamt eiginkonu sinni, Vicky Karayiannis, á fimmtudaginn og fer ekki fyrr en á sunnudeginum.

Kórfélagar sungu í MH

Fyrrum meðlimir kórs Menntaskólans við Hamrahlíð komu fram á tónleikum á fimmtudagskvöld í tilefni þess að kórinn er fertugur á árinu. Einnig var um styrktartónleika að ræða því allur ágóði rennur í ferðasjóð kórsins, sem er á leiðinni til Kína.

Funheit ferðalög Magga og KK

„Ferðaplötur“ KK og Magga Eiríks hafa selst í um 28 þúsund eintökum. Þeir félagar fá afhenta gullplötu fyrir þá síðustu, Langferðalög, á lokatónleikum sínum í Salnum 13. september.

Sjá næstu 50 fréttir