Fleiri fréttir

Ættleiðir tvo hunda

Strandvarðagellan fyrrverandi, Pamela Anderson, hefur ættleitt tvo hunda sem voru yfirgefnir í kjölfar olíulekans við Mexíkóflóa. Anderson er heiðursformaður dýraverndunarsamtakanna PETA og komst í mikið uppnám þegar hún frétti af því að fimmtíu hundar hefðu verið yfirgefnir eftir lekann.

Tiger vill kvænast að nýju

Tiger Woods ku vera í brúðkaupshugleiðingum þrátt fyrir að skilnaður hans og Elinar Nordegren sé enn ekki fullfrágenginn.

Ólétt fyrirsæta

Sá orðrómur er á sveimi að fyrirsætan Miranda Kerr og leikarinn Orlando Bloom eigi von á barni. Parið, sem gifti sig á laun fyrir stuttu síðan, hefur þó ekki staðfest þessar fregnir en vinnufélagi Kerr fullyrti þetta við fjölmiðla vestanhafs. Jessica White fyrirsæta sagði að Kerr væri ólétt og að ný

Þakkar fyrir lífið

Breska söngkonan Cheryl Cole þakkar læknunum sem læknuðu hana af malaríuveirunni og íhugar að gefa spítalanum peningagjöf sem þakklætisvott. Cole sást í fyrsta sinn opinberlega í vikunni en mánuður er

Erfitt að fara frá börnunum

Jennifer Lopez, 41 árs, finnst hræðilegt að þurfa að fara frá börnunum sínum í vinnuna. Jennifer á tveggja ára tvíburana Max og Emme með eiginmanni sínum, Marc Anthony. Eitt ár er síðan Jennifer ákvað að fara að vinna aftur en henni finnst mjög erfitt að fara frá börnunum. „Mér finnst alveg rosalega erfitt að skilja þau eftir þegar ég fer í vinnuna á morgnana. Það kvelur mig," sagði Jennifer. „Ég hugsa alltaf ætli þau sakni mín? Vita þau ekki örugglega hvað ég elska þau mikið og að ég hugsa stöðugt um þau?"

Var við það að missa vitið yfir móðurhlutverkinu

Danska ofurfyrirsætan Helena Christensen, 41 árs, segir að móðurhlutverkið hafi verið erfitt á stundum. Á meðgöngunni var hún til að mynda við það að missa vitið. Helena, sem á 10 ára son, Mingus, með fyrrverandi eiginmanni sínum, fyrrum Prada fyrirsætunni og leikaranum Norman Reedus, sagði að þegar hún gekk með Mingus voru allir að segja henni hvað það væri frábært að verða móðir. „Ég hugsaði stöðugt um ábyrgðina sem fylgdi því að eignast barn og það var að gera mig geðveika," sagði Helena. „Ég er ekki ströng móðir. Til dæmis þegar Mingus fann snák á götu í New York vildi hann ólmur taka hann með heim. Við settum við snákinn í glerflösku og fórum með hann í greiningu í dýraverslun. Þar fengum við staðfest að þetta var ekki kóbraslanga þannig að við tókum hann heim. Snákurinn býr núna í stóru búri hjá okkur og við fæðum hann með engisprettum daglega," útskýrði Helena. Helena ráðleggur mæðrum að láta hlutina bara gerast þegar kemur að uppeldinu. Samband milli móður og barns gerist á náttúrulegan máta segir hún. „Öll börn vilja ást og rútínu, góðan nætursvefn og hollan og góðan mat. Svo lengi sem þau eru elskuð held ég að þau geti tekist á við hvað sem er." „En ég veit ekki hvernig ég get gefið góð ráð. Þegar þú ert móðir lærir þú nýja hluti á hverjum einasta degi og ég er ekki með neinar sérstakar reglur þannig að ég get ekki gefið ráð hvað það varðar. Öll börn eru ólík og við foreldrar erum líka ólíkir."

Byrjuð í strangri megrun fyrir brúðkaupið

Söngkonan Katy Perry, 25 ára, borðar fimm máltíðir á dag til að komast í gott líkamlegt form fyrir væntanlegt brúðakaup en hún ætlar að giftast breska grínistanum Russell Brand síðar á þessu ári. Katy vill líta sem best út þegar hún játast verðandi eiginmanni sínum, Russell og æfir því eins og skepna. Á milli þess sem Katy kynnir nýju plötuna sína, Teenage Dream, eyðir hún tíma með einkaþjálfaranum sínum, Harley Pasternak, sem hjálpar henni að komast í besta form ævinnar. „Katy borðar fimm litlar máltíðir á dag sem allar innihalda næringu sem hún þarf á að halda," sagði Harley einkaþjálfari. „Eggjahvítuhræra, full skál af berjum, epli og próteindrykkur, salat og síðan fiskur í kvöldmatinn samhliða æfingum," útlistaði þjálfarinn beðinn um að lýsa degi í lífi Katy sem elskar franskar kartöflur og djúpsteiktan kjúkling.

Væri asnalegt að segja: Elska bílinn minn hann er æði?

Við gerðum könnun á meðal lesenda Lífsins á Facebook síðunni okkar og spurðum: Hvað kanntu sannarlega að meta í tilveru þinni? Ekki stóð á svörunum sem voru mörg og ólík. „Fjölskylduna og heilsuna." „Fjölskylduna og vini. Allt góða fólkið. Hreina vatnið og nattúruna! Frið, Hamingju, heilbrigði og ást." „Lífið sjálft ætla eg að segja. Ég get bara ekki valið úr öllum þeim dásamlegu hlutum sem gerast á hverjum degi, bæði litlum og stóru. „Börnin mín og fjölskyldan. Svo ætla ég að láta fylgja með. Heiðarleiki, góðvild og hjálpsemi." „Að hafa heilsuna í lagi nr 1, 2 og 3, þá er allt hitt svo gott." „Búa á íslandi þar sem er ekkert stríð eða hættulegir hvirfibylir og svoleiðis." „Kann svo sannarlega að meta börnin mín 2 og mannin minn." „Mömmu." „Dóttir mín er það sem fullkomnar mitt líf og það að hún og ég ásamt nánast flestum í stórfjölskyldunni eru við góða heilsu andlega sem líkamlega." „Börnin mín og barnabörn." „Heilsan er það dýrmætasta sem hægt er að meta og í raun það eina sem við eigum." „Fjölskylduna mína og loftið sem ég anda inn á hverjum degi." „Væri asnalegt að segja, elska bílinn minn hann er æði?" Þökkum fyrir þátttökuna.

Lady Gaga var djúpt sokkin í neyslu

Söngkonan Lady Gaga, 24 ára, segist nota eiturlyf nokkrum sinnum á ári. Söngkonan þakkar föður sínum, Joseph, fyrir að hjálpa sér að losa sig við eiturlyfin og komast á rétt ról.

Fann ekki draumaprinsinn

Söngkonan Alicia Keys tilkynnti fyrir stuttu að hún ætlaði að ganga í hið heilaga með unnusta sínum, tónlistarmanninum Swizz Beatz. Það hefur þó komið á daginn að kauði er enginn draumaprins.

Jennifer Lopez tekur við dómarasætinu í Idol

Allt stefnir í að leik- og söngkonan Jennifer Lopez taki við dómarasætinu af Ellen DeGeneres í sjónvarpsþáttunum vinsælu American Idol. Leik- og söngkonan Jennifer Lopez hefur verið í samningaviðræðum við sjónvarpsstöðina Fox um að taka við dómarasætinu af Ellen DeGeneres í sjónvarpsþáttunum vinsælu American Idol.

Jordan segir skilnaðarbörn vera heppin

Glamúrfyrirætan Jordan hefur nú komið með enn einn gullmolann. Hún greindi frá því nýlega að í raun kæmi skilnaður hennar og söngvarans Peter Andre til með að hafa góð áhrif á börn þeirra.

Lék í The Hangover til að kaupa dóp

Mike Tyson, 44 ára, notaði launin sem hann fékk greidd fyrir leiks sinn í kvikmyndinni The Hangover í eiturlyfjakaup. Mike lék sjálfan sig í kvikmyndinni The Hangover árið 2009 ásamt leikaranum Bradley Cooper. Mike ræddi opinberlega um kaupin og hvernig hann leitaði stöðugt að fjármagni fyrir ólögleg lyf til endursölu. Þannig fjármagnaði hann eigin neyslu. Ég tók að mér hlutverkið til að kaupa meira dóp," sagði Mike í útvarpsþætti í Las Vegas. Til stóð að selja það síðan og græða fullt af peningum í kjölfarið." Mike notaði sjálfur eiturlyf en hann var kærður fyrir að vera með kokaín og fleira óæskilegt í blóði sínu árið 2007. Í dag hefur Mike snúið við lífi sínu og leggur sig fram við að lifa heilbrigðara l´lifi.

Ráðin í vinnu hjá indverskum svifvængjaframleiðanda

„Ég rak augun í frétt í Cross Country, sem er breskt tímarit sem fjallar um svifvængjaflug, um nýtt fyrirtæki á Indlandi sem var að leita að vængjahönnuðum og tilraunaflugmönnum,“ segir Aníta Hafdís Björnsdóttir, sem var nýlega ráðinn kynningarfulltrúi indverska fyrirtækisins Sun Paragliders sem framleiðir svifvængi.

Peningar breyta ekki fólki

„Miklir peningar breyta ekki fólki heldur ýta þeir undir þá eiginleika sem eru þegar til staðar innra með því," lét leikarinn og söngvarinn Will Smith hafa eftir sér. Á meðfylgjandi myndum má sjá Will ásamt fjölskyldu sinni stilla sér upp á rauða dreglinum þegar kvikmyndin The Karate Kid var frumsýnd í Bandaríkjunum. Sonur hans Jaden Smith fer með aðalhlutverkið í myndinni sem sýnd er um þessar mundir hér á landi. Will og eiginkona hans, Jada Pinkett Smith, framleiða kvikmyndina.

Sleppir öllu sem er gott til að líta vel út

Leikkonan Jessica Biel segist eiga við vandamál að stríða og það er að vera sjúk í ost. Jessica er á sérstöku heilsufæði til að halda sér í góð formi en þegar kemur að ostum þá stenst hún ekki mátið. „Ég er á ströngum matarkúr þegar ég er í vinnunni en þegar ég er ekki að vinna flýgur hollustan út um gluggann. Ég elska pizzur, brauð, pasta og osta," sagði Jessica í viðtali við BANG Showbiz. Leikkonan segist þurfa að hafa mikið fyrir því að vera í góðu líkamlegu formi. „Þetta gerist ekki á náttúrulegan máta. Ég borða rétt, hreyfi mig og sneyði hjá sykri, kaffi og brauði. Eða öllu heldur sleppi ég öllu sem er gott bara til að líta vel út."

Velgengni og djamm fara ekki saman

Leikkonan Cameron Diaz segir velgengni hennar í Hollywood byggjast á því að hún er jarðtengd og leggur sig fram við að lifa eðlilegu lífi. Cameron er meðvituð um að það er erfitt að ná árangri í Hollywood. „Að mæta í flottu veislurnar og vinna langa vinnudaga tekur á og í flestum tilfellum gefast ungar leikkonur upp á lifnaðarhætti sem þessum og hraðanum sem fylgir starfinu. Cameron lofaði sjálfri sér að djamma ekki samhliða vinnunni strax á unga aldri. „Annað hvort hugsar þú vel um þig og vinnur eins og geðsjúklingur eða þú sleppir þessu alveg. Ég hef í gegnum tíðina passað mig á að djamma ekki mikið heldur einblína á að hafa það gaman," sagði Cameron. Um þessar mundir kynnir Cameron kvikmyndina Knight and Day þar sem hún fer með aðalhlutverkið ásamt Tom Cruise.

Lífið er of stutt til að telja kaloríur

Leikkonan Kate Hudson telur lífið vera allt of stutt til að telja stöðugt kaloríur ofan í sig. Hollywoodstjarnan Kate, sem hefur alltaf hugsað vel um heilsuna með því að hreyfa sig og borðað heilsusamlegt mataræði, byrjaði nýverið með Muse rokkaranum Matt Bellamy. Að sögn vinkonu er hún hætt að telja kaloríurnar í fæðunni sem hún neytir því Matt segir leikkonunni daglega að hún er gullfalleg hvort sem hún er grindhoruð eða í mýkri kantinum. Kate æfir fimm daga vikunnar en hefur gefið eftir hvað það varðar og nýtur þess í stað samverunnar með Matt. „Hún áttaði sig loksins á því að lífið er of stutt til að svelta sig og telja kalroríur alla daga. Matt hefur gert henni grein fyrir því að hún er falleg eins og hún er og ætti að njóta lífsins betur með því að borða það sem hana langar í þegar hana langar í það," sagði umrædd vinkona.

Hættur að vera eigingjarn

Leikarinn Matthew Perry, 40 ára, var eigingjarn að eigin sögn áður en hann byrjaði að leggja sig fram við að bæta sjálfan sig. Leikarinn, sem varð heimsfrægur þegar hann fór með hlutverk Chandler Bing, í bandarísku sjónvarpsþáttaseríunni Friends, vinnur nú hörðum höndum að því að kynna nýja sjónvarpsþáttaröð sem ber heitið Mr. Sunshine. Matthew skrifar handritið sjálfur og segir Mr. Sunshine ganga að mörgu leiti út á hans eigið líf. „Þættirnir fjalla um þennan eigingjarna karaketer, eins og ég var fyrir fimm árum, semer með gráa fiðringinn. „En ég tek það fram að ég er miklu almennilegri í dag en ég var þá," sagði Matthew.

Erfitt að vera heimsfræg

Leikkonan Kristen Stewart sem fer með hlutverk Bellu Swan í Twilight myndunum, er ósátt við að sterkar ákveðnar konur eru kallaður tíkur. Kristen segir að velgengni Twilight myndanna hafi komið henni á óvart. Leikkonunni þykir ennþá erfitt að takast á við heimsfrægðina og áreitið sem henni fylgir. Að vera opinber manneskja er óþægilegt því það er farið fram á að ég hagi mér á vissan máta. Það er miklu auðveldara fyrir stráka að takast við frægð. Þeir virðast mega segja hvað þeir vilja en ef við konurnar erum ákveðnar erum við hiklaust kallaðar tíkur," sagði Kristen. Kristen er þekkt fyrir að neita alfarið að tala opinberlega um sitt persónulega líf og þá sér í lagi um samband hennar við Robert Pattinson sem leikur á móti henni í umræddum myndum en því hefur verið haldið fram að þau eigi í ástarsambandi.

Gangið hægt um gleðinnar dyr

Leikkonan Eva Longoria Parker vakti athygli þegar hún sást með tjaldvagn í eftirdragi á ferðinni í Normandy í Frakklandi ásamt eiginmanni sínum Tony Parker. „Að vera með sama manninum það sem eftir er kann að hljóma leiðinlegt en þegar þú hefur fundið þann eina sanna þá fyrst veistu að það er alls ekki þannig," sagði Eva. Við báðum lesendur Lífsins um góð ráð fyrir verslunarmannahelgina á Facebook síðunni okkar. Það stóð ekki á svörunum:

Þolir ekki þegar hún er fótósjoppuð

Breska leikkonan Emily Blunt segist engan veginn þola þegar myndum af henni er breytt með aðstoð myndvinnsluforrita, því þá lítur hún út eins og Barbie-dúkka. Leikkonan kýs að birtast eins og hún er í raunveruleikanum í tímaritum og á kynningarplakötum þar sem engu hefur verið breytt með aðstoð tölvutækninnar. „Ég þoli ekki þegar búið er að breyta líkamanum mínum þar sem ég lít út fyrir að vera grindhoruð og miklu yngri en ég er í raunveruleikanum. Þessi þróun brenglar kröfur ungra stúlkna," lætur Emily hafa eftir sér í september útgáfu Elle tímaritsins. „Þá líður mér eins og Barbie og hver í ósköpunum vill líta út eins og hún?"

Edda besta fjölmiðlakona Íslands

Edda Andrésdóttir er besta fjölmiðlakona Íslands að mati álitsgjafa okkar sem eru lesendur Lífsins. Lesendum Lífsins gafst kostur á að kjósa bestu fjölmiðlakonu Íslands í gær í gegnum Facebook síðuna sem við höldum úti.

Þyngdist um 5 kg á 5 vikum

Leikkonan Julia Roberts, 42 ára, bætti á sig 5 kílóum á fimm vikum við tökur á kvikmyndinni Eat, Pray, Love. Myndin „Eat, Pray, Love" sem er byggð á ævisögu rithöfundarins Elizabeth Gilbert sem ferðast um heiminn til að komast yfir erfiðan skilnað, var tekin upp á Ítalíu og Indlandi meðal annars. Á meðan á tökunum stóð þurfti Julia að leggja sér til munns mikið magn af pizzum og pasta. Á tímabili hætti hún að nærast áður en hún mætti á tökustað því þar biðu hennar krásirnar og það nánast daglega. „Ég fékk mér ekki morgunmat áður en við byrjuðum að taka upp því ég var stöðugt látin borða pizzur. Einn morguninn borðaði ég til að mynda átta pizzur á 45 mínútum," sagði Julia. „Skyndilega voru buxurnar orðnar allt of þröngar í mittið og þá ákvað ég að sleppa brauðinu." Eiginmaður Juliu, Danny Moder, fylgdi henni á meðan á tökum stóð og sömuleiðis börnin þeirra. Tviburarnir Hazel og Phinnaeus, 5 ára, og 3 ára Henry.

Læknar Jacksons ekki sóttir til saka

Þeir sjö læknar sem meðhöndluðu popparann Michael Jackson á árunum fyrir dauða hans verða ekki sóttir til saka. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum Kaliforníuríkis sem lögreglan í Los Angeles hafði óskað eftir. Einn þeirra þarf þó að svara ásökunum um að hafa ávísað lyfseðilsskyldum lyfjum á Jackson undir fölsku nafni.

Westboro ræðst gegn Bieber

Hinn umdeildi trúarsöfnuður Westboro-baptistakirkjan í Kansas í Bandaríkjunum, hefur nú enn einu sinni látið til skarar skríða. Í þetta sinn er það gegn ungstirninu Justin Bieber.

Íslandsmótið í póker haldið í Hveragerði

„Þetta mót er prófsteinn á hversu stór senan er orðin,“ segir Valur Heiðar Sævarsson, ritari og formaður mótanefndar Pókersambands Íslands. Íslandsmótið í póker fer fram á Hótel Örk í Hveragerði helgina 15. til 17. október. Í fyrra komst 191 spilari að á mótinu sem var haldið á Hilton hótel Nordica. Valur segir að fjöldinn verði ekki takmarkaður í ár, en hversu mörgum er hægt að taka á móti?

Hellvar spilar í Bandaríkjunum

Hljómsveitin Hellvar leggur í tónleikaferð til Bandaríkjanna eftir helgi. Bandið kemur fram í norðurhéruðum New York-ríkis á þremur tónleikum og endar ferðina á tónleikum í New York.

Fræg á fölskum forsendum

Belgíski tónlistarmaðurinn Plastic Bertrand hefur viðurkennt að hafa ekki sungið lagið Ca Plane Pour Moi sem kom út árið 1977 við miklar vinsældir. Bertrand er ekki sá fyrsti sem slær í gegn á fölskum forsendum.

Bjarnólfur gæti verið íslenski Duncan

„Félagarnir hafa verið að gera grín að þessu og sagt að þetta gæti verið maður sjálfur þarna," segir knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Bjarnólfur Lárusson.

Engar lýtaaðgerðir takk

Ítalska leikkonan Monica Bellucci, 45 ára, er ánægð með útlit sitt en útilokar ekki að gangast undir lýtaaðgerð í framtíðinni. Monica segist ekki eyða miklum tíma fyrir framan spegilinn og velta sér upp úr því hvernig hún lítur út eða hvort ný hrukka hafi bæst í safnið. „Ég hugsa einfaldlega ekki um að láta laga mig á einhvern máta. Mér líður virkilega vel með sjálfa mig," sagði Monica. „En ég á eflaust eftir að skipta um skoðun eftir tíu ár." Leikkonan er gift leikaranum Vincent Cassell og saman eiga þau tvær dætur. Devu, 5 ára og Léonice, 2 mánaða. Monica segir að fjölskyldan jarðtengi hana. „Ég er mjög sátt við líf mitt. Ég er í starfi sem ég elska og ég eignaðist nýverið aðra dóttur. Þær hjálpa mér að jarðtengja mig. Ég er miklu fullnægðari í dag heldur en var fyrir tuttuguu eða þrjátíu árum," sagði hún.

Kate alvara með sambandinu

Leikkonan Kate Hudson hefur ákveðið að byrja að búa með nýja kærastanum, söngvara hljómsveitarinnar Muse, Matt Bellamy. Parið byrjaði saman í apríl á þessu ári og þau hafa verið óaðskiljanleg síðan. Nú síðast elti Kate popparann til Bretlands til að sjá hann spila á Glastonbury tónlistarhátíðinni. Þau leita um þessar mundir að hentugri íbúð í New York þar sem Ryder sex ára sonur Kate fær sér herbergi og Matt upptökuver, þar sem hann getur unnið að tónlistinni. „Kate er virkilega hamingjusöm með Matt," er haft eftir nánum vini leikkonunnar. „Sambandið er afslappað og áreynslulaust."

Besta fjölmiðlakona Íslands

Nú stendur yfir kosning á síðunni okkar á Facebook um bestu fjölmiðlakonu Íslands. Álitsgjöfum okkar, lesendur Lífsins á Vísi, gefst kostur á að kjósa til klukkan 08:00 í fyrramálið bestu fjölmiðlakonu landsins á síðunni okkar á Facebook. Taktu þátt og kjóstu hér.

Britney býr til billjónir

Britney Spears, 28 ára, hefur sett á heimsmarkað nýtt ilmvatn. Það níunda í röðinni. Í gærkvöldi setti Britney nýja auglýsingamynd af sér á Twitter síðuna sína þar sem hún auglýsir nýtt ilmvatn undir slagorðinu: Veldu örlög þín! Britney segist vera stolt af nýja ilminum og bíður spennt eftir að heyra viðbrögð aðdáenda sinna. Ilmurinn lætur allar konur verða meðvitaðri um eigin fegurð," skrifaði Britney. Britney þénaði 100 milljón bandaríkjadala á fyrsta ilminum, Curious, sem hún setti á markað árið 2004. Síðan þá hefur hún selt í eigin nafni ilmina: Fantasy, Curious In Control, Midnight Fantasy, Believe, Curious Heart, Hidden Fantasy og Circus Fantasy. Ilmirnir hennar Britney hafa selst fyrir meira en 1.5 billjón dollara á heimsvísu.

Lopez leið eins og blæðandi dýri

Jennifer Lopez, 41 árs, segist vera ein af þeim sem verður ástfangin á örskotsstundu og þegar samböndin tóku enda þá leið henni eins og deyjandi dýri. Jennifer hefur gengið í gegnum tvo skilnaði og þó nokkuð mörg ástarsamböndum. Þar má nefna tónlistarmanninn P. Diddy og leikarann Ben Affleck. Jennifer, sem er í dag hamingjusamlega gift söngvaranum Marc Anthony, segir að hjarta hennar hafi upplifað sársauka allt of oft í gegnum tíðina. Hún varð ástfangin af mönnum sem voru engan veginn réttir fyrir hana. „Ég gerði alltaf sömu mistökin aftur og aftur. Ég gaf mig alla í samböndin því ég trúi á ástina og ég geri það enn þrátt fyrir öll vonbrigðin og sársaukann sem ég upplifði svo oft," sagði Jennifer. „Stundum óskaði ég mér að ég væri með hjarta úr stáli því mér sveið í hjartanu þegar samböndin slitnuðu. Mér leið eins og blæðandi dýri í öll skiptin."

Vill kyssa Portman

Söngkonan Katy Perry hefur lýst því yfir að hana langi mikið til að kyssa leikkonuna Natalie Portman. „Ef það er einhver kona sem mig langar til að kyssa í heiminum er það Portman. Hún er bæði sæt og gáfuð,“ segir Perry og bætir við að hún hafi einnig viljað kyssa leikkonuna Megan Fox en þegar hún gifti sig fyrir stuttu skipti Perry um skoðun. Nú beinir hún athygli sinni að Portman.

Óvænt tónleikaferð

Madonna er sögð ætla í nýja tónleikaferð sem sækir innblástur í uppvöxt hennar í New York-borg. Söngkonan er þessa dagana að hnýta lausa enda áður en tilkynning þess efnis fer í loftið. Tónleikaferðin á að hefjast í haust og standa yfir í hálft ár. Madonna hélt prufur í London í síðustu viku fyrir dansara sem eiga að taka þátt í ferðinni og gengu þær vel. „Þetta verður stærsta og óvæntasta tónleikaferð hennar til þessa,“ sagði heimildarmaður. „Hún ætlar að snúa sér að rótum sínum úr New York með hip hop-áhrifum og leggur mikla áherslu á flott dansatriði.“

Hættir að drekka á tónleikum

Jamie Reynolds, bassaleikari og söngvari The Klaxons, segir að hljómsveitin spili núna edrú á öllum tónleikum. Þetta ákváðu þeir félagar eftir að hafa unnið með upptökustjóranum Ross Robinson við gerð annarrar plötu sinnar, Surfing the Void.

Nær ekki toppnum

Nýjasta kvikmynd Angelinu Jolie, spæjaramyndin Salt, náði ekki að slá kvikmyndina Inception af toppi aðsóknarmestu kvikmynda í Bandaríkjunum. Myndin var frumsýnd um helgina og var búið að spá því að hún myndi velta draumamynd Christophers Nolan, Inception, úr sessi en sú er búin að sitja á toppnum frá því hún var frumsýnd í byrjun mánaðarins.

Carla Bruni-Sarkozy byrjuð að leika

Forsetafrú Frakklands, Carla Bruni-Sark­ozy, getur nú bætt leikarafaginu á ferilskrána eftir að tökur hófust á nýrri mynd Woody Allen, Midnight in Paris. Bruni leikur safnstjóra í myndinni og á móti henni leikur Hollywood-stjarnan Owen Wilson. Þetta er í fyrsta sinn sem forsetafrúin leikur en hún hefur bæði gefið út tónlist og setið fyrir á ljósmyndum.

Russel Crowe í Ben Húr

Leikarinn Russell Crowe hefur samþykkt að taka þátt í Ben Húr-sýningu sem verður haldin í föðurlandi hans, Ástralíu. Sýningin er byggð á samnefndri kvikmynd og fjallar um þræl sem bauð rómverska keisaraveldinu birginn, rétt eins og Crowe gerði í myndinni Gladiator. Í þetta sinn verður leikarinn í hlutverki sögumanns og verður því eingöngu á bak við tjöldin.

Tekin upp í Svíþjóð

Eins og flestum er kunnugt vinnur leikstjórinn David Fincher nú hörðum höndum að því að undirbúa tökur á myndinni, The girl with the dragon tattoo, sem er byggð á metsölubókinni Karlar sem hata konur eftir sænska höfundinn Stieg Larsson.

Sjá næstu 50 fréttir