Fleiri fréttir

Hrukkur gera okkur fallegri

Leikkonan Jennifer Aniston, 41 ára, segir að hrukkur geri konur fallegri ef eitthvað er. Jennifer segist æfa sig reglulega, hugsa vel um andlitið með því að bera á sig nærandi krem og svo borðar hún aldrei sætindi. Jennifer er fullkomlega sátt við útlitið og vill meina að konur eru hamingjusamastar þegar þær eru 28 ára en fallegastar þegar þær eru fertugar og eldri. „Allir verða hrukkóttir. Mér finnst hrukkur gera konur fallegri. Ég er með hrukkur á enninu og þær birtast alltaf þegar ég brosi og ég elska að brosa," sagði Jennifer. Jennifer segist hugsa vel um andlit sitt. Hún þvær það á hverjum morgni og áður en hún fer að sofa. Daglega setur hún nærandi sólarvörn á andlitið.

Borga skuldirnar, bjarga íbúðinni og kaupa nýjar tennur

„Ég geymi peningana mína þar sem ég get alltaf séð þá. Hangandi í skápnum mínum!" sagði Sarah Jessica Parker leikkona þegar hún var spurð út í peninga en hún segist eyða peningunum sínum í fatnað og skó. Við gerðum könnun á síðunni okkar á Facebook þar sem við spurðum lesendur Lífsins hvað þeir gerðu ef þeir ynnu stóra pottinn í Lottóinu? Athyglisvert er að flesta dreymir um að borga skuldirnar sínar. „Byrja á að borga reikninganna mína til að bjarga íbúðinni minni en síðan fara til Thailands og láta gera við tennurnar mínar svo ég geti loksins brosað óhikandi." „1. borga skuldir. 2. ferðast um heiminn með fjölskylduna. Ef þetta væri meira myndi ég kaupa hús." „Kaupa mér íbúð! Og nýjan bíl. Borga lánin og skuldir. Fara svo til sólarstranda í 3 vikur og njóta þess." „Kaupa íbúð og bíl og hjálpa mömmu að borga upp skuldir...hjálpa konunni eitthvað sem ól mann upp, ætti það fyllilega skilið. „Losa mig og mína við skuldir koma mér í gott frí, leggja restina inn og lifa á vöxtum ekkert óðagot." „Borga skuldir og leggja inná reikninga fyrir börnin mín. Svo væri nú gott að komast einu sinni til útlanda. „Gera eitthvað wild, fara í heimsreisu , fara til ASÍU og borða humar öll kvöld mm..." „Allt annað en skuldir." Vertu með okkur á Facebook.

Það líður ekki sá dagur að ég hugsa ekki um Michael

Katherine Jackson hefur ekki náð að jafna sig síðan sonur hennar, Michael Jackson, féll frá á heimili sínu í Los Angeles 25. júní á siðasta ári. Hún segist reyna eins og hún getur að takast á við sorgina og söknuðinn. „Ég hef ekki náð mér á strik síðan Michael lést en með því að fara með bænir og vera í kringum fjölskyldu og vini næ ég að takast á við lífið án hans. Það líður ekki sá dagur að ég hugsa ekki um Michael," sagði Katherine. Nýverið kom út bókin Never Can Say Goodbye þar sem Katherine rifjar upp stundirnar með syni sínum. „Ég skrifaði bókina Never Can Say Goodbye af því ég vil að fólk fái að kynnast Michael Jackson betur. Hann var yndsleg manneskja sem lýsti upp tilveru mína og annarra."

Vandræðalegt að spila fyrir eiginmanninn

Leikkonan Gwyneth Paltrow syngur nýjan kántríslagara, Country Strong, sem hljómar á öldum ljósvakans erlendis en um er að ræða titillag við samnefnda kvikmynd sem verður frumsýnd í lok desember á þessu ári. Gwyneth syngur mikið í myndinni og þótti því tilvalið að taka upp eins og einn kántríslagara sem gagnrýnendur segja vera henni til sóma. Gwyneth, sem er gift söngvara hljómsveitarinnar Coldplay, Chris Martin, viðukennir að hafa fengið aðstoð hjá eiginmanni sínum við sönginn en Chris kenndi henni tímunum saman að spila á gítar. „Hann var svo hjálpsamur og ljúfur. Svo hvatti hann mig stöðugt áfram. Mér fannst vandræðalegt að spila á gítar fyrir framan hann líka af því að hann er í einni af vinsælustu hljómsveit heimsins."

Hugsar stöðugt um lýtaaðgerðir

Fyrrverandi ofurfyrirsætan Janice Dickinson, 55 ára, segist öllum stundum hugsa um að gangast undir fleiri lýtaaðgerðir því hún vill stöðugt bæta útlit sitt. Janice er þekkt fyrir að ræða opinskátt um aðgerðirnar sem hún hefur gengst undir eins og brjóstastækkunina sem hún lét gera á sér eftir að hún varð móðir. Það er ekkert til sem heitir of mikið. Ef einstaklingum sem fara í lýtaaðgerðir líður betur er það hið besta mál. Eftir að ég eignaðist son minn litu brjóstin á mér út eins og pönnukökur þannig að ég lét laga þau, viðurkenndi hún í viðtali við tímaritið Closer. Svo eftir að ég varð fertug lét ég setja bótox í andlitið á mér og hef gert það síðan á hálfs árs fresti. Ég er alltaf að hugsa um að láta laga meira. Ég ætla að verða fallegasta líkið í heiminum," sagði hún. Janice hefur mikið fyrir því að líta vel út og vera í góðu líkamlegu formi. Hún segist borða rétt og stunda líkamsrækt á hverjum degi.

Myndskreytir heimasíðu Cörlu Bruni

Erla María Árnadóttir var nýlega valin í hóp til að myndskreyta heimasíðu forestafrúar Frakklands, Cörlu Bruni Sarkozy. Heimasíðan heldur utan um málefni sem forsetafrúin berst fyrir.

Geri mjög svo lítið sem er bara fyrir mig

Tíminn sem ég ætti að eyða í sjálfa mig fer í að endurskipuleggja heimili mitt og versla inn fyrir breytingarnar sem ég hanna sjálf í frítíma mínum. Mig hefur nefnilega lengi dreymt um að verða innanhúsarkitekt," sagð leikkonan Sandra Bullock sem ættleiddi drenginn Louis í byrjun ársins. Við könnuðum á meðal lesenda Lífsins á síðunni sem við höldum úti á Facebook hvað þeir gera fyrir sjálfan sig. „Einfalt svar of lítið! Kaupi annars slagið háralit í búðinni þegar rótin er orðin svakaleg. Ætli það sé ekki svona þriðja hvern mánuð sem ég geri eitthvað sem er bara fyrir mig." „Úfffff hugsa reyndar lítið út í það. Kaupi ekki meira en ég þarf nema þegar kemur að garni." „Ég geri mjög svo lítið sem er bara fyrir mig. Öll mín orka fer í það að hugsa um drengina mína þrjá sem eru mér allt." „Er dugleg ad fara í nudd og láta dekra vid mig . Fer á hárgreidslustofu annan hvern mánuð og læt dekra við mig tar." „Ég fer í fótabað 2-3 á viku á meðan ég þarf að læra... tekur 2 mínútur að láta renna í bala einhverja sápu ofaní og þetta er rosa kósí á meðan maður er að lesa eða skrifa ritgerðir. Svo stundum geri ég extra og set maska í andlitið og djúpnæringu í hárið." „Eftir að hafa vanrækt mig síðastliðin 20 ár vegna mömmustarfa þá er ég farin að hugsa nokkuð vel um mig barasta. Fer í sund á hverjum degi, fæ mér góðan kaffibolla á hverjum degi..."

Lætur montrassana eiga sig

Leikkonan Jessica Biel, 28 ára, þolir ekki yfirborðskennda karlmenn en hún er hrifin af mönnum sem eru metnaðarfullir og framkvæma hlutina í staðinn fyrir að tala um hvað þeir eru frábærir. Jessica hefur átt í ástarsambandi með Justin Timberlake, 29 ára, undanfarin 3 ár og segist vera sátt í sambandinu þrátt fyrir háværar raddir um að þau séu að hætta saman. „Ég er hrifin af karlmönnum með sjálfstraust en montrassana læt ég eiga sig. Karlmenn sem eru fyndnir og taka sjálfa sig ekki of alvarlega eru að mínu skapi. Að hlæja og hafa gaman er mikilvægt," sagði Jessica.

Sportið hjálpar þegar kemur að karlmönnum

Leikkonan Cameron Diaz, 37 ára, is er ánægð með þá staðreynd að hún hefur brennandi áhuga á íþróttum því það auðveldar henni að tala við karlmenn. Cameron elskar að stunda íþróttir og að ekki sé minnst á að tala um þær við fólk með svipað áhugamál. „Ég ólst upp við að stunda íþróttir. Ég elska að hreyfa mig og að tala um sport. Það hefur komið sér vel fyrir mig þegar kemur að hinu kyninu því þá líður mér ekki utangátta," sagði Cameron. Hún veit fátt eins skemmtilegt og að spila körfubolta um helgar en segist hafa lítinn tíma aflögu til að leika sér. Cameron er sífellt spurð hvort hún vilji ekki hægja aðeins á sér, vinna minna og stofna fjölskyldu. „Ég er opin fyrir öllu en vil alls ekki breyta lífinu sem ég lifi í dag."

Verðlaunamyndin þessa vikuna

Vinningshafi í Ljósmyndasamkeppni Panasonic og Vísis þessa vikuna er Inga Rós Gunnarsdóttir sem býr í Vestmannaeyjum. Innilega til hamingju Inga. Við sendum þér Panasonic síma í vikunni. Deildu bestu myndum þínum með okkur og þú átt möguleika á glæsilegum verðlaunum. Sendu inn ljósmyndir fyrir 21. ágúst 2010. Sjá nánar hér. Ljósmyndasamkeppnin á Facebook - vertu með okkur í sumar.

Vill alls ekki sýnast flatbrjósta

Leikkonan Natalie Portman, 29 ára, segist vera meðvitaðri um útlit sitt í fyrstu 3D kvikmyndinni sem hún leikur í. Hún hefur áhyggjur af því að barmur hennar líti út fyrir að vera flatur. Natalie, sem leikur hjúkrunarkonuna Jane Foster í kvikmyndinni Thor, segist hafa miklar áhyggjur af því hvernig aðdáendur upplifi hana á hvíta tjaldinu. „Ég vil ekki að fók haldi að ég sé flatbrjósta," lét Natalie hafa eftir sér á fjölmiðlafundi hjá Marvel Studios þegar hún kynnti kvikmyndina.

Blessun þegar ekkert gekk upp

Drew Barrymore er fyrst frjáls núna, 35 ára gömul, því hún er hætt að reyna að vera fullkomin. Drew, sem sló í gegn á heimsvísu þegar hún lék aðeins sex ára gömul í kvikmyndinni E.T., hefur tekist á við margar hindranir í gegnum tíðina en náði sér aftur á strik árið 1995 sem leikkona, framleiðandi og leikstjóri. Í dag er hún fullnægð í eigin skinni og segir ákveðið frelsi felast í því að geta verið hún sjálf. „Þú þarft stöðugt að láta eins og þú sért fullkomin þegar þú ert leikkona og það er ömurlegt. Ég hef tileinkað mér að vera frjáls og samkvæm sjálfri mér." Drew viðurkennir að það er erfitt að vera fræg því þá gengur allt út á að líta óaðfinnanlega vel út. „Ég reyni að meta það sem ég hef núna. Á tímabili vildi enginn ráða mig í vinnu og það var blessun í mínu lífi því þá áttaði ég mig á því að það er ekki sjálfgefið að allt gangi blússandi vel. Ég þarf að minna mig á það á hverjum einasta degi," sagði hún.

Heim úr brúðkaupsferð

Leikarinn Orlando Bloom og undirfatafyrirsætan Miranda Kerr eru nýkomin heim til Los Angeles úr brúðkaupsferð til eyjarinnar Anguilla í Karabíahafi. Papparassar sátu um Orlando Bloom og Miröndu Kerr þegar þau komu brosandi heim úr brúðkaupsferðinni frá Anguilla á sunnudaginn. Bæði voru þau að sjálfsögðu með brúðkaupshringa á fingrunum, auk þess sem Kerr, sem er 27 ára, skartaði risastórum demantshring.

Aflýsir tónleikaferð vegna ástarsorgar

Breska söngkonan Leona Lewis hefur aflýst tónleikaferð sinni um Ástralíu, Asíu og Evrópu. Hún er að jafna sig á skilnaði við kærastann sinn til tíu ára og er ekki tilbúin í stóra tónleikaferð. Þess í stað ætlar hún að einbeita sér að vinnu í hljóðveri á næstunni.

Þreyttar á Lohan

Meðfangar Lindsay Lohan í kvennafangelsinu í Lynwood eru orðnar þreyttar á fangelsisdvöl leikkonunnar. Segja þær hana vera prímadonnu og eru orðnar þreyttar á allri öryggisgæslunni sem fylgir leikkonunni. Munu ferðir Lohans innan fangelsisins vera vel vaktaðar og aðrir fangar fá ekki að koma nálægt henni.

Júlí Heiðar í samkeppni við KK

Popparinn Júlí Heiðar Halldórsson hefur samið lag um þjóðhátíð í Eyjum og er nýtt myndband við það komið inn á Youtube. Fetar hann þar í fótspor KK sem hefur þegar samið hið opinbera þjóðhátíðarlag í ár, ballöðuna Viltu elska mig á morgun.

Aldurinn ekkert vandamál

Spænsku leikkonunni Penelope Cruz finnst ekkert tiltökumál að eldast og lýgur þess vegna aldrei til um aldur sinn.

Sendu inn verðlaunamyndina þína

Ljósmyndasamkeppni Panasonic og Vísis er hafin. Okkur hafa borist fjöldinn allur af frábærum myndum í keppnina. Deildu bestu myndum þínum með okkur og þú átt möguleika á glæsilegum verðlaunum. Vertu með og sendu inn ljósmyndir fyrir 21. ágúst 2010. Sjá nánar hér. Ljósmyndasamkeppnin á Facebook.

Ég svelti mig aldrei

Fyrrum ofurfyrirsætan Jodie Kidd, 32 ára, varð heimsfræg í fyrirsætubransanum þegar hún var aðeins 16 ára gömul. Þá var hún harðlega gagnrýnd fyrir að vera allt of grönn. Jodie heldur því ennþá fram að hún hafi ekki svelt sig á þessum tíma. „Ég var mjög ung og mjög horuð. Ég var bara unglingur," segir Jodie. „Stærð núll var alls ekki málið fyrir mig persónulega í þá daga. Ég vildi líta út eins og Cindy Crawford sem var með mjúkar línur en í góðu formi." Jodie hefur farið upp um nokkrar fatastærðir og er hætt að starfa sem fyrirsæta. Hún vinnur sem sjónvarpsþulur og segist vera 100% sátt við líkama sinn eins og hann er í dag.

Þráir börn og mann fyrir 2015

Söngkonan Kelly Rowland, 29 ára, ætlar að gifta sig og eignast börn fyrir árið 2015. Söngkonan, sem hefur ekki enn fundið ástina, segist stefna að því að stofna fjölskyldu innan fimm ára. „Vonandi verð ég gift þá. Ég er tilbúin að eignast börn núna," sagði Kelly. Kelly, sem vinnur hörðum höndum að því að klára þriðju sólóplötuna sína, segir tónlistina hafa verið í fyrsta sæti hjá sér allt of lengi og fyrst núna er hún tilbúin að líta í kringum sig og gefa ástinni tækifæri. „Ég elska vinnuna mína og að hafa nóg fyrir stafni. Þetta er það sem ég kann og er best í."

Sefur ekki hjá á fyrsta stefnumóti

Paris Hilton sem hefur reynslu af því að hitta karlmenn segir reynslu sína af stefnumótum vera erfiða. Nánast allir karlmenn sem ég hef hitt í gegnum tíðina vildu nota mig af því að ég á pening og er fræg. Í flestum tilfellum vildu þeir stunda kynlíf með mér og þess vegna hef ég það fyrir reglu að sofa ekki hjá á fyrsta stefnumóti. Aldrei!" sagði Paris. Við gerðum könnun á síðunni okkar á Facebook þar sem við spurðum: Hvað skal varast á fyrsta stefnumóti? „Tala ekki of mikið um sjálfa sig, hlusta líka. Vera hrein og snyrtilega vel til höfð, alls ekki tala um fyrri sambönd á fyrsta deiti." „Ekki sofa hjá vil ég bæta við." „Og ekki segja já við öllu þótt þú meinir nei ef þú ert spurð að einhverju. Hafðu þínar eigin skoðanir, það má alveg líka vera ósammála um ýmsa hluti, áhugamálin meiga líka alveg vera ólík." „Ekki sofa hjá, einhverstaðar las ég það, að það ætti ekki að gerast fyrr en á þriðja deiti. Kynnumst fyrst, sjáum hvort hinn aðilinn heilli til þess og vekjum eftirvæntingu, leyfum okkur að hafa smá spennu í þessu." „Það er svo erfitt nefnilega að fara reyna vera einhver önur en þú ert og svo ef maður verður lengur með viðkomandi, þá þarf maður að „breyta" sér yfir í sig sjálfa.. skiljiði? Ekki cool!" „... svo held ég að það sé um að gera að láta vita eða gefa í skyn hvort maður vilji second date eða ekki, hvort það sé áhugi eða not.. ekki draga viðkomandi í gegnum moldina og sandinn ef þú ætlar síðan ekki að tala við viðkomandi aftur! ef þú ert á versta fyrsta deiti ever, mundu þá að deitið þitt gæti verið á sínu besta! and vice versa!"

Fráskilin byrjuð með módeli

Kate Winslet, 34 ára, sem skildi við leikstórann Sam Mendes fyrr á þessu ári, er að hitta fyrirsætuna Louis Dowler, 34 ára, en þau voru kynnt fyrir hvort öðru í byrjun sumars. „Louis hefur eytt miklum tíma með Kate. Þau voru bæði stödd í New York fyrir stuttu þar sem þau léku saman í auglýsingu. Þeim kemur mjög vel saman," er haft eftir heimildarmanni.

Sprautar ilmvatni í föt kærastans

Söngkonan Rihanna sprautar ilmvatninu sínu í föt kærastans svo hann gleymi henni ekki þegar hún er fjarverandi. Rihanna varð ástfangin af körfuboltastjörnunni Matt Kemp fyrr á þessu ári. Þau eru í einskonar fjarbúð en Rihanna er þessa dagana á tónleikaferðalagi um Evrópu og Matt býr í Los Angeles. „Matt varaði félaga sína við og sagði þeim að hann lyktaði eins og kona því Rihanna sprautar stöðugt ilmvatni í fötin hans, sagði náinn vinur hans.

Tekur hjólhýsið fram yfir lúxuslífið

Pamela Anderson, 43 ára, er fullkomlega hamingjusöm að búa í hjólhýsinu sínu á Malibu strönd. Fyrrum Baywatch stjarnan og synir hennar Brandon, 13 ára, og Dylan, 11 ára, fluttu í eins herbergja hjólhýsi á síðasta ári þegar Pamela lét taka húsið þeirra í gegn. Verutími þeirra í hjólhýsinu lengdist því við tóku alvarleg peningavandræði hjá Pamelu. „Ég og strákarnir elskum hjólhýsagarðinn. Það er mjög sérstakt samfélag en við erum mjög hamingjusöm þar. Ég vil ekki skipta þessu heimili út fyrir neinn lúxus. Hér vil ég búa," sagði Pamela. Pamela er ekki gjaldþrota en segir peningavandræði sín tilkomin vegna vangoldinna skulda þar sem eitt leiddi af öðru. „Kjaftasagan um að ég sé gjaldþrota er bull og vitleysa. Fjöldi fólks hefur þurft að ganga í gegnum fjárhagserfiðleika undanfarin ár og ég er þar meðtalin."

Tók tónlistarmyndband upp á síma

„Ég þurfti bara að hlaða símann einu sinni í þennan eina og hálfa dag sem tökurnar stóðu yfir,“ segir Isak Winther grafískur hönnuður sem tók upp myndband við lagið Þriggja daga vakt en það sem þykir óvanalegt við myndabandið er að það var allt tekið upp gegnum myndavél á síma.

Félagar þrátt fyrir ólíkar skoðanir

„Við erum góðir félagar og maður lætur þetta ekkert á sig fá,“ segir Erpur Eyvindarson rappari um samstarf hans og söngvarans Henrik Biering í laginu Keyrumettígang en það hefur vakið athygli að kapparnir eru á sitthvorum endanum í pólitík. Erpur er þekktur fyrir að liggja ekki á sínum vinstrisinnuðum stjórnmálaskoðunum á meðan Henrik er sjálfstæðismaður.

Framleiðandi Toms Cruise í viðræðum við Íslendinga

Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Paula Wagner, sem hefur unnið náið með Tom Cruise, er í viðræðum við þá Richard Scobie og Kristinn Þórðarson um að taka þátt í framleiðslu kvikmyndar eftir handriti þeirra 66 gráður norður. „Þetta einfaldlega gerbreytir öllu fyrir okkur og setur

Hatar ræktina og elskar súkkulaði

Leikkonan Eva Mendes viðurkennir að hún hatar að æfa og elskar að borða. Eva, sem hefur setið fyrir léttklædd fyrir Calvin Klein tískuframleiðandann meðal annars, segist virkilega þurfa að hafa fyrir því að passa í uppáhalds gallabuxurnar sínar. „Ég er alveg eins og aðrar konur. Ég elska súkkulaði og hata að fara í ræktina en sannleikurinn er sá að ég verð að fara. Ég elska að borða og get ekki haldið aftur af mér þannig að ég mæti í ræktina og hreyfi mig, sagði Eva. „Ég get ekki hugsað mér að sleppa úr máltíð þannig að ég þyngist auðveldlega en ég er þakklát fyrir hvað það er auðvelt að halda sér í formi og njóta þess að borða súkkulaði í leiðinni."

Einbeitir sér að viðskiptum

Breska söngkonan Lily Allen, 25 ára, ætlar að eyða tíma sínum fyrir aftan skrifborðið. Fyrr á þessu ári tilkynnti söngkonan að hún ætlar að einbeita sér að viðskiptum í meira mæli í stað þess að semja tónlist. Markmiðið er að opna vintage verslun sem selur notaðan fatnað ásamt systur sinni og stofna sitt eigið útgáfufélag. „Ég er með litla skrifstofu í Soho og sit fyrir afttan skrifborðið mitt þar á hverjum degi. Það er virkilega gaman," segir Lily. Hún viðurkenni þó að það er ekki eins gaman að hanga á skrifstofunni og að ferðast um heiminn og halda tónleika.

SATC ævintýrið búið

Leikkonan Kristin Davis, 45 ára, segir að Sex and the City ævintýrið sé endanlega búið. Kristin, sem fór með hlutverk Charlotte York Goldenblatt í bandarísku sjónvarpsþáttaröðinni Sex and the City, segir að hún og leikkonurnar Sarah Jessica Parker, Kim Cattrall og Cynthia Nixon séu mjög stoltar yfir því sem þær hafa gert saman í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu í gegnum tíðina. „Ég held það verði ekki framhald á okkar samstarfi. Ég vildi óska að svo væri," svaraði Kristin spurð hvort framhald verði á SATC ævintýrinu. Hún segir fjöldan allan af sögum að vinkonunum vera ósagðar. „Ég gæti haft rangt fyrir mér en horfurnar á framhaldi eru ekki góðar eins og er."

Ragnhildur Steinunn best klædda kona Íslands

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir fjölmiðlakona er best klædda kona Íslands að mati álitsgjafa okkar sem eru lesendur Lífsins. Lesendum Lífsins gafst kostur á að kjósa best klæddu konu Íslands í gegnum Facebook síðuna sem við höldum úti. Ragnhildur Steinunn, sem sigraði með yfirburðum, eignaðist hárprúða 16 marka stúlku 28. júní síðastliðinn. Unnusti hennar og barnsfaðir er Haukur Ingi Guðnason knattspyrnumaður.

Gerir grín að pabba

Jaden Smith, sonur Hollywood leikarans Will Smith vakti mikla athygli á blaðamannafundi í Osló á dögunum en þar er fjölskyldan stödd til að kynna nýjustu mynd táningsins og Jackie Chan, Karate Kid. Jaden, sem er 12 ára gamall, var öryggið uppmálað þegar hann mætti pressunni enda orðin fjölmiðlavanur þrátt fyrir ungan aldur.

Hljómsveitin Þeyr kemur saman í Norræna húsinu

„Þetta verður svolítið hátíðlegt. Þetta verður ekki svona rokk og ról eins og Rúdólf eða Killer Boogie,“ segir Guðlaugur Kristinn Óttarsson, gítarleikari hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Þeys.

Frelsisbaráttu Tíbet á RIFF

36 kvikmyndir hafa verið tilkynntar til þátttöku á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF, sem verður haldin 23. september til 3. október.

Mugison samdi útilegulag í jarðarför

Tónlistarmaðurinn Mugison hefur samið lagið „Stingum af“ sem hann ætlar að frumflytja á nýrri tónlistarhátíð sem verður haldin á Hótel Laugarhóli á Ströndum í dag.

Allsgáðir á tónleikaferð

Hinir fimm sameinuðu meðlimir strákabandsins Take That hafa ákveðið að banna áfengi á væntanlegri tónleikaferð um Evrópu á næsta ári. Svo virðist sem partístand sveitarinnar sé á enda runnið, enda hafa Robbie Williams og Mark Owen glímt við áfengisvandamál undanfarin ár. „Strákarnir ræddu

Best klædda kona Íslands

Nú stendur yfir kosning á best klæddu konu Íslands. Álitsgjafar eru lesendur Lífsins á Vísi en kosningin hefur staðið yfir í dag á Facebook síðunni okkar. Svala Björgvinsdóttir söngkona, Sara María fatahönnuður og eigandi Forynju, Björk Guðmundsdóttir söngkona, Hugrún Árnadóttir hönnuður og eigandi Kron kron og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir fjölmiðlakona skipa fimm efstu sætin yfir best klæddu konur landsins. Taktu þátt og kjóstu hér (kosningin stendur yfir til klukkan 08:00 í fyrramálið).

Leitar að rétta kjólnum

Þýska ofurfyrirsætan Heidi Klum leitar nú logandi ljósum að kjól fyrir Emmy verðlaunahátíðina sem fram fer í lok ágúst. Sjónvarpsþátturinn hennar Heidi, Project Runway, er tilnefndur í flokki bestu raunveruleikaþáttanna.. „Undanfarið hef ég leitað til vina minna í tískugeiranum. Allir tískuhönnuðir eru horfnir í sumarfri þar sem þeir drekka kampavín á lúxussnekkjunum sínum. Enginn hefur tíma til að hanna spennandi kjól fyrir mig á þessum árstíma," sagði Heidi.

Sér eftir að hafa gleypt svefnpillur

Söngkonan Courtney Love segist sjá eftir að hafa tekið svefnpillur. Courtney, sem hefur neytt eiturlyfja í fjölda ára, segist leggja sig fram á hverjum einasta degi við að halda sig frá vímunni. Hún viðurkennir að hafa ekki náð að sofa almennilega undanfarið og því brugðið á það ráð að gleypa svefntöflur. „Svefnleysið er að drepa mig og ég græt ofan í koddann minn. Mér líður svo illa yfir þessu og ég er svo sorgmædd," skrifaði hún á Twitter síðuna sína

Solla flytur inn gúrú - myndband

Í myndskeiðinu sem við tókum í hádeginu má sjá viðtal við Sólveigu Eiríksdóttur og David Wolf sem hefur síðasta áratug sérhæft sig á sviði hráfæðis, ofurfæðis, jurta og kakóbauna sem hanns egir vera kraftaverki líkast. David mun fara náið í uppgvötanir sínar á mataræði með ofurfæði og athuganir á fæði sem eykur líkurnar á langlífi á veitingastaðnum Gló í kvöld.

Heitt bað, naglalakka mig, lesa góða bók og hugleiða

Okkur lék forvitni á að vita hvernig lesendur Lífsins eyða tíma sínum í svokallaðar „gæðastundir" og hvort þeir gefi sér tíma fyrir sjálfa sig og gerðum könnun á síðunni okkar á Facebook. Svörin létu ekki á sér standa.

Konseptbúð fyrir Íslendinga - myndir

Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær þegar verslunin Geysir, sem staðsett er á Skólavörðustíg 16, var formlega opnuð. Athygli vakti að innviðir verslunarinnar voru ekki keyptir í byggingaverslunum, heldur er allt hráefni sótt í sveitir landsins. Gamalt timbur úr fjósum, rekaviður, gamlir naglar og ljós voru meðal annars notaðir í innréttingar.

Gangárinn veit allt um Flateyri

Danstvíeikið Vaðall, sem samanstendur af dönsurunum og danshöfundunum Aðalheiði Halldórsdóttur og Valgerði Rúnarsdóttur, sýnir verkið Var það Gangári? á Flateyri á morgun.

Týndar upptökur komnar í leitirnar

Leikararnir Örn Árnason, Sigurður Sigurjónsson og Karl Ágúst Úlfsson, mennirnir á bak við einkaspæjarana Harry og Heimi, fengu í gær afhendar týndar upptökur af tveimur útvarpsþáttum sínum frá árinu 1993.

Sjá næstu 50 fréttir