Fleiri fréttir

Námskeið fyrir verðandi og nýbakaða foreldra

Reykjavíkurborg býður upp á námskeið, hannað af hjónunum og sálfræðingunum John og Julie Gottman. Reykjavíkurborg kostar námskeiðin sem eru gjaldfrjáls fyrir verðandi og nýorðna foreldra, en framkvæmd þeirra er í höndum ÓB-ráðgjafar. Reykjavíkurborg mun bjóða 48 pörum á námskeiðið og Kópavogsbær mun bjóða 32 pörum.

Milljón dollara módelleit Ásdísar í kreppu

Mikil óvissa er hvað verður af þáttunum Million Dollar Model Search, sem Ásdís Rán vann sér inn þátttökurétt í síðastliðinn vetur. Upptökur áttu að hefjast upp úr áramótum, en kreppan hefur farið illa með framleiðslufyrirtækið sem stendur að þáttunum. Framleiðslufyrirtækið ásamt vefsíðunni Saavy.com var tekið yfir af fyrirtæki, og kostendur þáttanna hafa dregið sig út einn af öðrum. Keppninni hefur því verið verið frestað um óákveðinn tíma.

Neikvæðar fréttir hafa áhrif á röddina, segir söngdíva

,,Þetta leggst bara rosaleg vel í mig. Ég er byrjuð að undirbúa mig. Þetta verður rosa törn og ég þarf að vera í góðu formi líkamlega og andlega," svarar Margrét Eir söngkona sem er ein af söngdívum stór-jólatónleika Frostrósa sem haldnir verða í Laugardalshöll 13. desember næstkomandi. Miðarnir á tónleikana seldust nær upp á innan við klukkustund eftir að miðasala hófst.

Tvífarar: Annar er Óskar en hinn var tilnefndur

Vísir heldur áfram óvæginni tvífaraleit sinni. Skemmst er að minnast þess er Gísli Marteinn Baldursson og hinn japanski Joseph Yam voru spyrtir saman og tvífarar dagsins í dag eru ekki síður líkir – jafnvel líkari.

Ástarjátning á netinu - myndband

Það sem vekur athygli um þessar mundir er myndband með kærastu Formúlu 1 kappans, Nicole Scherzinger, söngkonu kvennasveitarinnar Pussycat Dolls.

Ánægðir með Íslandsför

Danska dagblaðið Jyllands-Posten fjallar ítarlega um ferð þeirra Klovn-bræðra, Casper Christiansen og Frank Hvam, til Íslands. Þeir félagar voru hæstánægðir með móttökurnar.

Obama sigraði á Grand Hótel

Niðurstöður kosningar á kosningavöku á Grand Hótel liggja fyrir. Barack Obama sigraði með 85% greiddra atkvæða. John McCain hlaut 7,2% og aðrir frambjóðendur minna.

Birgir Ármanns kaus John McCain

Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins upplýsti í beinni útsendingu Rúv frá kosningavöku á Grand Hótel fyrr í kvöld, að hann hefði kosið John McCain.

Segja Obama vera framsóknarmann

„Það stefnir allt í að vinur okkar í Bandaríkjunum, framsóknarmaðurinn Barack Obama, verði kjörinn forseti í nótt. Nú er að bíða og sjá og vona það besta. Eitt er víst að sögulegir hlutir munu gerast í nótt,“ segir á heimasíðu Alfreðs, Sameinaðs félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík.

Alvöru kreppupartý á Bar 11

Vegna slæmrar stöðu íslenska hagkerfisins hefur X-ið 977 í samvinnu við Bar 11 ákveðið að bjóða landanum upp á alvöru kreppupartý fimmtudaginn 6.nóvember.

Logi og Glóð komin á kreik

Logi og Glóð fara nú eins og eldur um sinu á öllu höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða árlegt verkefni Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sem gengur út á að kynna fimm ára gömlum börnum leikreglur varðandi reykskynjara, kertaljós og hvernig eiga að yfirgefa hús þegar eldur kemur upp.

Hlýtur heiðursorðu franska ríkisins

Frakklandsforseti hefur ákveðið að veita Sigurði Pálssyni skáldi heiðursorðu franska ríkisins, Chevalier de l'Ordre du Mérite. Sigurður veitir orðunni viðtöku næstkomandi fimmtudag úr hendi sendiherra frakka, Olivier Mauvisseau.

Bo himinlifandi yfir móttökunum

Miðasala á stórtónleikana Jólagestir Björgvins hófst með miklum látum klukkan 10:00 í morgun. 3000 miðar sem voru í boði ruku út með ógnarhraða og var því brugðið á það ráð að bæta strax við aukatónleikum sem verða haldnir sama dag, 6. desember, klukkan 16.

Skjöldur Eyfjörð syngur Bubbalag - myndband

„Ég get ekki gert annað því innri rödd mín segir mér að láta vaða og stökkva út í djúpu laugina," svarar Skjöldur Eyfjörð hárgreiðslumeistari aðspurður af hverju hann ákvað að gerast söngvari en hann endurgerði lag Bubba Morthens, Fjöllin hafa vakað.

„Ísland bak við gufubaðið!“ – Finnar formæla

Hér á eftir fylgja athugasemdir lesenda finnska vefmiðilsins Taloussanomat.fi um lán til handa Íslendingum. Umræða um hugsanlega lánveitingu komst á skrið eftir fund norrænu forsætisráðherrana í Finnlandi í síðustu viku.

Blóðug átök í kringum Jessicu - myndband

Þegar söngkonan Jessica Simpson og vinur hennar, Ken Paves, hárgreiðslumaður yfirgáfu veitingastað í Los Angeles um helgina slasaðist hann í andliti þegar hann hjálpaði söngkonunni í gegnum ljósmyndaraþvöguna sem beið þeirra fyrir utan veitingahúsið.

Aldrei fleiri tilnefningar til Edduverðlauna

Brúðguminn hefur að öllum líkindum sett met í fjölda tilnefninga til Edduverðlauna en myndin hlaut 14 tilnefningar. „Ég man ekki eftir að það hafi svo margar tilnefningar verið á eina mynd," segir Baltasar Kormákur, leikstjóri myndarinnar, þegar Vísir spyr hann út í málið.

Miklar áhyggjur af stöðu kvikmyndagerðar

Þórhallur Gunnarsson segir að RÚV muni kappkosta við að halda dampi í framleiðslu á leiknu innlendu efni. Fréttablaðið greindi frá því í gær að fyrirtæki Björgólfs Guðmundssonar, Ólafsfell, gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart framleiðslufyrirtækinu Pegasus. Hafði Ólafsfell skuldbundið sig til að styrkja spennuþáttaröðina Hamarinn um 25 milljónir samkvæmt samkomulagi fyrirtækisins og RÚV en hafði einungis greitt átta.

Gullfoss lækkar á meðan aðrir hækka

ÁTVR hefur lækkað álagningu sína á Gullfoss bjórnum um 7% og skilar sú lækkun sér beint til neytenda í lægra verði. Gullfoss hefur selst vel og er því nú kominn í svokallaðann kjarnaflokk hjá ATVR.

Jónsi var eini homminn í þorpinu

Jónsi söngvari Sigur Rósar segist í samtali við Contactmusic sjá sjálfan sig í einni persónu sjónvarpsþáttanna Little Britain - Daffyd Thomas, „eina hommanum í þorpinu."

Þátturinn verður algjör negla, segir Logi Bergmann

„Það er allt á fullu. Sálin í heilum þætti. Verður algjör negla. Extra langur þáttur með þeim og þeir taka bestu lögin sín og segja sögurnar á bakvið þau," svarar Logi Bergmann Eiðsson þáttastjórnandi aðspurður um skemmti- og spjallþáttinn Logi í beinni sem er tileinkaður hljómsveitinni Sálinni hans Jóns mínsí kvöld.

Aðdáendaklúbbur Færeyinga stofnaður

Aðdáendaklúbbur Færeyinga hefur verið stofnaður á tengslasíðunni Facebook. Rúmlega níu hundruð manns hafa skráð sig og þar með lýst yfir aðdáun sinni á bræðrum okkar í Færeyjum.

ABBA-sveit aumkar sig yfir Íslendinga

„Þær hremmingar sem Íslendingar hafa gengið í gegnum undanfarnar vikur hafa ekki farið fram hjá okkur," segir Tomas Jernberg, umboðsmaður sænska ABBA-ábreiðubandsins Arrival. Sveitin er á leið hingað til lands með sýningu sína, „The Music of ABBA", en vegna hruns krónunnar var lengi vel óvíst hvort yfirhöfuð tækist að koma sveitinni til landsins.

Megra þarf 120 kg hund fyrir uppskurð

Stærsti hundur Bretlands er kominn í skyndimegrun eftir að ljóst varð að hann er allt of þungur til að geta gengist undir skurðaðgerð.

Gerðu grín að þætti Kompáss

Rúmlega 1.500 manns hafa séð á síðunni Youtube myndband þar sem gert er grín að umfjöllun sjónvarpsþáttarins Kompáss um handrukkara.

Femínstar funda um McCain og Obama

Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fara fram þriðjudaginn 4. nóvmeber og af því tilefni ætlar Femínstafélag Íslands að halda sérstakan fund um kosningarnar.

Klæðskiptingur tvífari Beyoncé Knowles - myndband

Söngkonan Beyoncé Knowles gaf nýverið út tónlistarmyndband, þar sem hún dansar ásamt tveimur konum sem eru nauðalílkar hennar í útliti, við nýja lagið hennar sem ber heitið Single ladies.

Hrukkótt Kate Moss - myndir

Það þykir tíðindum sæta þegar ofurfyrirsætur eins og Kate Moss, sem er 34 ára gömul, sjást ófarðaðar í andliti.

Brjáluð fyrrverandi ofurfyrirsæta - myndband

Fyrrverandi ofurfyrirsæta Janice Dickinson, 52 ára, sem hélt því ekki alls fyrir löngu fram að hún hafi sofið hjá 1.000 mönnum var mynduð á leið hennar í fótsnyrtingu.

Ný plata FM Belfast uppseld hjá útgefanda

Plötusala hjá útgáfufyrirtækinu Kimi records gengur glimrandi þrátt fyrir mikið óveður í íslensku efnahagslífi. Kimi records gefur meðal annars út Retro Stefson, Reykjavík! og FM Belfast en öll eintök af plötum sveitanna eru uppseld. Upplögin spönnuðu allt frá 200 og upp í 1000 stykki.

Rauk burt sár og móðgaður - myndband

Leikarinn Joaquin Phoenix rauk burt sár og móðgaður þegar spyrill sjónvarpsstöðvarinnar E! spurði leikarann hvort honum væri alvara þegar hann tilkynnti

Bretaprinsar á Bond-forsýningu

Bresku prinsarnir Harry og Vilhjálmur sóttu forsýningu nýju James Bond-myndarinnar og voru þar hvers manns hugljúfi.

Nýjum fána Nýrra tíma verður breytt

„Þetta er ansi afdráttarlaust myndmál. Nýnasistar hafa notað tákn og liti af þessu tagi. Frá mínum bæjardyrum er þetta bara hugsanalaus bjánagangur,“ segir Dóra Ísleifsdóttir, fagstjóri grafískrar hönnunar í Listaháskóla Íslands.

Glimrandi gangur á skemmtistaðnum Glitni

„Jú, við vissum alveg af því að við ættum nafna á Íslandi. Og þykir það sorglegt hvernig komið er fyrir honum. Hins vegar er alveg glimrandi gangur hjá okkur og ekkert gjaldþrot í spilunum,“ segir Hans Andreasen, vert á veitinga- og skemmtistaðnum Glitni í Þórshöfn. Eins og flestum ætti að vera kunnugt um þá hefur færeyska ríkisstjórnin ákveðið að koma Íslandi til hjálpar á þessum síðustu og verstu og hyggjast veita þjóðinni lán upp á 300 milljónir danskra. Án nokkurra skilyrða ef marka má fyrstu fréttir.

Árni Beinteinn á útopnu

Einhver yngsti og öflugasti kvikmyndagerðarmaður landsins er nýkominn heim frá Amsterdam þar sem hann sýndi stuttmynd sína Auga fyrir auga – en hún er væntanleg á DVD – og hélt erindi á kvikmyndahátíð.

Einkadans fyrir þrjá dansara

Sviðslistahópurinn Panic Productions frumsýnir nýjasta verk sitt, Private Dancer, á stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld. Verkið má flokka undir dansleikhús en meðlimir hópsins búa yfir mikilli reynslu á þessu sviði. Höfundar semja verkið frá grunni og liggur að baki því mikil vinna og langur fæðingartími.

Sigurganga Jolene heldur áfram

Jolene, bar Dóru Takefusa og Dóru Dúnu, er annað árið í röð tilnefndur til Byens bedste-verðlaunanna í Kaupmannahöfn.

Sjá næstu 50 fréttir