Fleiri fréttir

Heilsa og hagsýni í forgangi í Meistaramánuði í ár

Nú er Meistaramánuður hafinn og er fólk þá hvatt til að setja sér markmið, stór eða smá. Nú þegar hafa yfir tvöþúsund einstaklingar skráð sig til leiks í ár en allir geta tekið þátt og er ekki of seint að skrá sig.

Smutty Smiff fær sögu­frægan bassa í hendur eftir 40 ár

„Þetta er alveg klikkað!“ Þannig eru fyrstu viðbrögð rokkabíllímeistarans og útvarpsmannsins Smutty Smiff þegar hann kemst að því að hann er að fara að fá í hendurnar forláta kontrabassa sem stolið var af honum árið 1982, ásamt öðrum búnaði frá félögum hans í sveitinni Rockats.

EA Sports íhuga að slíta sambandinu við FIFA

Forsvarsmenn leikjafyrirtækisins EA Sports eru sagðir íhuga að slíta sambandi þeirra við FIFA-fótboltasambandið. Það fæli í sér að breyta nafni fótboltaleikjanna vinsælu. Meðal annars er það vegna þess að leiðtogar FIFA vilja meira ein milljarð dala á fjögurra ára fresti.

Fékk lag frá Hildi Guðnadóttur í stuttmyndina sína

Eydís Eir Brynju- og Björnsdóttir gaf nýlega út stuttmyndina Chrysalis. Myndin fjallar um Tourette heilkennið og í aðalhlutverki er 13 ára stúlka. Lag eftir margverðlaunaða tónskáldið Hildi Guðnadóttur er notað í myndinni.

No Time to Die: Gamli fær verðskuldað frí

Svanasöngur Daniels Craig í hlutverki James Bond, leynilega þjóns hennar hátignar, er nú kominn í kvikmyndahús. Almennt hafa viðtökurnar verið mun jákvæðari en á síðustu Bond-mynd, Spectre.

Tapaði trúnni á lífið eftir missinn: „Ég sökk djúpt“

Árið 2010 var keyrt á Hörð Ágústsson og er hann í dag átta prósent öryrki fyrir vikið. Þetta gerðist á mjög annasömum tíma þegar hann ásamt vinum sínum var að stofna fyrirtækið Macland, og lýsir Hörður þessu sem erfiðum tíma af sínu lífi.

Féll fyrir æsku­ástinni á fermingar­myndinni

Þau Björgvin Páll og Karen kynntust þegar þau voru unglingar. Björgvin var staddur í strákapartýi hjá bróður Karenar þegar hann sá fermingarmynd af henni uppi á vegg og ákvað að biðja um númerið hennar. Það vatt heldur betur upp á sig og hafa þau nú verið gift í tíu ár og eiga saman fjögur börn.

Babe Patrol spæna í aðra spilara í Verdansk

Stelpurnar í Babe Patrol munu ekki bregða af vananum í kvöld og stefna þær til Verdansk. Í Call of duty Warzone munu stelpurnar elta uppi aðra spilara og gera þá ða fórnarlömbum sínum.

Birgitta og Gói koma Láru og Ljónsa á svið Þjóðleikhússins

Birgitta Haukdal og Guðjón Davíð Karlsson sameina krafta sína í Þjóðleikhúsinu í vetur með barnasýningunni Lára og Ljónsi - jólasaga. Fyrstu Láru-bækurnar Birgittu komu út árið 2015 og hafa síðan þá verið vinsælar hjá ungum lesendum.

Við elskum OASIS!

Við elskum Oasis og vegna fjölda áskoranna þá býður Bíó Paradís upp á aukasýningar á heimildarmyndinni Oasis Knewborth 1996, Fyrstur kemur, fyrstur fær! 

Drottningin lokaði vel heppnaðri hátíð

RIFF kvikmyndahátíðinni er lokið og var endað á sérstakri heiðurssýningu á kvikmyndinni Margrét - Drottning norðursins. Trine Dyrholm leikur Margréti í myndinni og var hún viðstödd.

Fallegt sex herbergja raðhús í Mosfellsbæ

Ein vinsælasta eignin á Fasteignavef Vísis í dag er 220 fermetra raðhús í Tröllateig í Mosfellsbæ. Húsið er á tveimur hæðum og með bílskúr sem núverandi eigendur nýta vel. 

Dýrið til­nefnd til European Discovery verð­launa

Kvikmyndin Dýrið hefur verið tilnefnd til European Discovery verðlauna. Verðlaunin sem kallast Prix FIPRESCI eru hluti af Evrópsku kvikmyndaverðlaununum og eru veitt árlega til leikstjóra með sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd.

Squid Game: Barnaleikir eru dauðans alvara

Þættirnir Squid Game frá Suður-Kóreu eru orðnir vinsælustu þættir Netflix í sögu streymisveitunnar. Þættirnir þykja varpa ljósi á samfélagsleg vandamál í Suður-Kóreu og víðar.

Sýnishorn úr barna- og fjölskyldumyndinni Birta

Kvikmyndin Birta eftir Braga Þór Hinriksson er fyrsta leikna barna-og fjölskyldumyndin sem verður frumsýnd hér á landi frá því Víti í Vestmannaeyjum var sýnd árið 2018 við miklar vinsældir, einnig í leikstjórn Braga Þórs.

Langþráður draumur að rætast

Concertgebouw hljómsveitin, ein allra besta sinfóníuhljómsveit heims, kemur fram í Eldborg í Hörpu þann 10. nóvember næstkomandi. Er þetta í fyrsta sinn sem hljómsveitin kemur til Íslands en stjórnandi á tónleikunum er hinn bráðungi og eftirsótti hljómsveitarstjóri, Klaus Mäkelä.

Flott stigu á stokk á fyrstu Stofutónleikum góðra granna á Grand

Nágrannarnir, Ólafsson gin og Alda Music, standa í haust fyrir tónleikaröð með nokkrum af frískustu hljómsveitum og tónlistarfólki landsins. Tónleikarnir eru teknir upp í húsakynnum Ólafsson við Eyjarslóð á Grandanum og verða frumsýndir á Vísi. Flott ríður á vaðið í dag.

Nennir ekki nei­kvæðum fréttum og segir aðra geta séð um þær

Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður á Stöð 2, er þekktur fyrir sinn einstaka fréttastíl, en hann leggur það ekki í vana sinn að segja fréttir sem almennt myndu teljast neikvæðar. Þvert á móti þefar hann uppi léttar og jákvæðar fréttir af dýrum og mönnum. Hann segist vilja láta aðra um að gera neikvæðar fréttir.

Queens: Fjölmennt og spennuþrungið kvöld

Það verður fjölmennt og spennuþrungið streymi hjá Queens í kvöld. Krakkarnir í Babe Patrol og Sandkassanum munu ganga til liðs við þær og spila leikinn Deceit. 

Þurfti að berjast fyrir Veru Dögg

Það hefur ekki alltaf verið dans á rósum að vera kona í skemmtanabransanum eins og þær Edda Björgvinsdóttir og Helga Braga Jónsdóttir rifjuðu upp í afmælisþætti Stöðvar 2 um helgina. 

Brennur fyrir því að öll börn út­skrifist með bros á vör

Skagfirðingurinn Vanda Sigurgeirsdóttir var fyrr í mánuðinum kosin formaður KSÍ fyrst kvenna. Hún er með meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræði, hefur verið að kenna uppi í háskóla og er sérsvið hennar einelti og tómstunda- og leiðtogafræði. Sindri Sindrason kíkti í morgunkaffi til Vöndu til þess að kynnast henni betur og fékk hann meðal annars að heyra um áhuga hennar á uppvakningum.

Sagan á bak við gula vestið hans Kristjáns Más

Gula vestið hans Kristjáns Más Unnarssonar, fréttamanns á Stöð 2, kannast eflaust allflestir landsmenn við eftir að Kristján mætti klæddur í það í myndver Stöðvar 2 í ágúst 2014 þegar eldgos í Holuhrauni var við það að hefjast. En hver er skýringin á bak við Gula vestið? 

Steindi rifjar upp Pox-æði tíunda ára­tugarins

Í þætti síðustu viku af Blökastinu bauð Steindi Jr. upp á dagskrárliðinn Hoarder hornið. Þátturinn var í mynd og sýndi Steindi þeim Audda og Agli Pox-safnið sitt og kynnti leikinn fyrir áhorfendum.

Faldi synina fyrir Björk undir frétta­borðinu

Elín Stefánsdóttir Hirst, fyrrverandi fréttamaður á Stöð 2, rifjaði það upp í 35 ára afmælisþætti Stöðvar 2, sem sýndur var á laugardaginn að hún hafi eitt sinn þurft að daga syni sína tvo með í vinnuna þegar hún var að lesa kvöldfréttir. Drengirnir hafi verið eins og englar og beðið undir fréttaborðinu en skotið upp kollinum þegar tónlistarkonan Björk mætti í stúdíóið.

Björk hélt sína fyrstu tón­leika á Ís­landi í þrjú ár

Björk hélt sína fyrstu tónleika af fjórum í tónleikaseríunni Björk Orkestral í Eldborg í Hörpu í gær. Hún kom fram ásamt strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Viktors Orra Árnasonar. Flutt voru lög af plötunum Post, Vespertine og Dancer in the Dark.

Yfirgefur NCIS eftir átján þáttaraðir

Leikarinn Mark Harmon hefur ákveðið að segja skilið við Leroy Jethro Gibbs, sem hann hefur leikið í rúmar átján þáttaraðir í þáttunum NCIS. Þetta tilkynnti framleiðandi þáttanna langlífu en hélt hann þó möguleikanum opnum á að Gibbs myndi stinga upp kollinum á nýjan leik seinna meir.

Far Cry 6: Byltingar er þörf

Far Cry 6 gerist í ríki sem kallast Yara. Það ríki er samansett úr nokkrum eyjum í Karabíuhafinu og er því stýrt af grimmum einræðisherra. Eyríkið hefur verið undir ströngum viðskiptaþvingunum í áratugi og hefur það kennt íbúum að nýta það sem er fyrir hendi.

Nýi Súpermann er tvíkynhneigður

DC Comics myndasagnarisinn hefur tilkynnt að nýjasta útgáfan af persónu Súpermann verði tvíkynhneigð. Í næsta hefti myndasögunnar verður ofurhetjan ástsæla sýnd í ástarsambandi við karlmann.

GameTíví: Förðun og Far Cry 6

Það verður margt um að vera í streymi kvöldsins hjá GameTíví. Strákarnir munu bæði spila leikinn Far Cry 6 og keppa í förðun.

Sjá næstu 50 fréttir