Fleiri fréttir

Stofnun nýs Menntaskóla í tónlist fagnað

Á sunnudaginn verða haldnir sameiginlegir tónleikar Tónlistaskóla FÍH og Tónlistarskólans í Reykjavík þar sem sameining þessara tveggja skóla verður fagnað. Sameinaður Menntaskóli í tónlist mun bjóða upp á stúdentsnám í tónlist í fyrsta sinn hér á landi.

Verða stærri og sterkari í Mjölni

Íþróttafélagið Mjölnir býður til heljarinnar veislu í dag, laugardag, á milli tvö og fjögur. Hátíðarhöldin eru í tilefni þess að íþróttafélagið opnar nú nýjar höfuðstöðvar í gömlu Keil

Óþarfi að eyða formúu fjár fyrir árshátíðina

Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir er mikill tískuunnandi og þykir gaman að klæða sig upp, sérstaklega þegar mikið liggur við. Í tilefni þess að árshátíðir eru framundan leituðum við á náðir stílistans Ellenar Loftsdóttur til að dressa Þórunni upp án þess að eyða fúlgu fjár.

Hefðarkettir í Hönnunarhúsi

"Keeping up with the Kattarshians“ er raunveruleikaþáttur þar sem fjórir kettlingar dvelja í nokkrar vikur í sérhönnuðu húsi. Þátturinn hefur vakið mikla athygli og ekki hvað síst hönnun hússins sem var í höndum Braga Valgeirssonar.

Biggi á Sónar: Beðið eftir GKR

Ég stelst til að púa af rafpípunni minni og skammast mín smá þegar reykurinn ratar beint í vit parsins sem situr við hliðina á mér. Síminn minn titrar í vasanum mínum. Það er leyninúmer.

Öruggari eftir að hafa lært glímu

Sóllilja Baltasarsdóttir, markaðsstjóri Mjölnis, hefur staðið í ströngu að undanförnu en ný húsakynni Mjölnis verða opnuð í gömlu Keiluhöllinni í Öskjuhlíð á morgun. Sjálf er hún kolfallin fyrir glímu.

Nioh: Mikið meira en bara klón

Við fyrstu sýn væri auðvelt að afskrá nýjasta leik Team Ninja, Nioh, sem Dark Souls klóna, en hann er meira en það.

Gestrisnin, Herjólfur og brennu-maltið er það besta við Þjóðhátíð í Eyjum

Það eru margir sem bíða nú í ofvæni eftir að sletta út klaufunum á Þjóðhátíð í Eyjum í sumar og til að ýta undir spenninginn þá voru þrír af þeim mörgu listamönnum sem stíga á svið á hátíðinni tilkynntir í dag. Það eru þau Emmsjé Gauti, Hildur og Friðrik Dór Jónsson. Lífið fékk að yfirheyra þau þrjú.

Skúmaskot internetsins

Lífið rannsakar hér og útskýrir örfá af aragrúa fyrirbæra sem fæðast og deyja á internetinu. Við munum reyna að útskýra uppruna þeirra, hvað þau merkja og hvernig þau eru notuð auk þess sem reynt verður að fá einhvern botn í þetta allt saman.

Dönsum gegn ofbeldi

Í dag fer fram í dansbyltingin Milljarður rís í Hörpu. Í ár er minning Birnu Brjánsdóttur heiðruð. Yfir milljarður karla, kvenna og barna kemur saman til að dansa fyrir réttlæti.

Föstudagsplaylisti Kristins Kerr Wilson

Tónlistamaðurinn Kristinn Kerr Wilson spilar á Sónar-hátíðinni á laugardaginn klukkan 22:00 í bílakjallaranum undir listamannsnafninu Kerr Wilson. Hann setti saman föstudagslagalista Lífsins að þessu sinni til að tryggja að allir komist í gott stuð fyrir helgina sem er framundan.

Flashmob og bónorð á Hard Rock

Hinn enski Karl Webb vildi biðja konu sinnar Vicky á ferðalagi þeirra um Ísland og fékk starfsfólk Hard Rock með sér í lið.

Dansað til minningar um Birnu Brjánsdóttur

Dansviðburðurinn Miljarður rís verður haldinn um land allt í fimmta sinn í hádeginu á morgun, föstudag. Dansað verður til minningar um Birnu Brjánsdóttur í Hörpu. Tilgangur verkefnisins er að vekja fólk til umhugsunar um kynbundið ofbeldi. "Það er ekki í lagi að ein af hverjum þrem konum verði fyrir ofbeldi og ein af hverjum fimm konum verði fyrir kynferðislegu ofbeldi,“ segir plötusnúðurinn Margeir Ingólfsson.

Fólkið á Sónar: Í fyrsta sinn í útlöndum

Gary Erwin er frá Kanada. "Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem til Íslands, reyndar er þetta í fyrsta sinn sem ég ferðast út fyrir Kanda. Þetta hefur verið gaman. Þetta var ódýrasti miðinn frá Kanada og mig hefur alltaf langað að koma hingað. Þetta er svo fallegur staður,“ segir Gary aðspurður af hverju Ísland hafi orðið fyrir valinu.

Heiðra fólkið á bakvið Hjartastein með myndbandi

Í tilefni þess að Hjartasteinn fékk16 tilnefningar til EDDU verðlaunanna hafa aðstandendur kvikmyndarinnar sett saman myndband með öllum tilnefningunum til að heiðra hvern og einn listamann sem er tilnefndur.

Vond samtöl og svæfandi stunur

Fifty Shades-bækurnar eftir E.L. James munu seint teljast til menningarlegra eða vandaðra bókmennta, en einhverja ánægju virðist markhópurinn fá út úr þeim. Skemmst er frá því að segja að það sama á við um bíómyndirnar, þessar tvær sem nú eru komnar út. Af báðum að dæma hefur verið óskaplega lítið innihald til staðar til þess að bera örlátan sýningartíma uppi. Einnig hefur lítið gagnast að brjóta upp efniviðinn með sveittum athöfnum þegar persónurnar eru svona óspennandi og kemistrían á milli þeirra er sama og steindauð.

Íslendingar gera mönnum kleift að klífa Everest í sýndarveruleika

Íslenska sýndarveruleikafyrirtækið, Sólfar Studios, framleiðandi ásamt RVX að sýndarveruleikaupplifuninni EVEREST VR tilkynnti í dag að hin Konunglega Landfræðistofnun Bretlands (the Royal Geographical Society with IBG) hefur þegið að gjöf EVEREST VR sem muni þannig verða varanlegur hluti af Everest safni stofnunarinnar.

Syngjandi bassaleikarar

Hljómsveitirnar Thingtak og Dalí ætla að koma saman fram á tvennum tónleikum nú um helgina.

Algjör óþarfi að fórna kökunum

Margt fólk virðist óttast að veganismi þýði endalausar fórnir góðgætis. En svo er víst ekki. Til að sýna það og sanna fengum við Dagbjörtu Þorsteinsdóttur, rekstrarstjóra 17 sorta, til að deila með okkur uppskrift að vegan köku.

Sjá næstu 50 fréttir