Fleiri fréttir

Sýnir einstök augnablik úr tískumyndatökum

"Ég byrjaði ekki að taka myndir fyrr en ég var tvítug og vissi þá ekki hvað ljósop var. Pabbi keypti myndavél og ég byrjaði að fikta,“ segir Aníta Eldjárn Kristjánsdóttir sem opnar sína fyrstu stóru ljósmyndasýningu í Artíma Galleríi í dag. Sýningin ber yfirskriftina Á milli mynda og prýða veggi gallerísins myndir sem fanga einstök augnablik úr nýlegum tískumyndatökum hennar.

Sigga Beinteins með sambýliskonunni og börnum

Það er ekkert eins, en allt til hins betra, segir Sigríður Beinteinsdóttir um móðurhlutverkið. Sigga heldur upp á fimmtugsafmæli sitt í mánuðinum með stórtónleikum. Við það tilefni ræddi Ísland í dag við Siggu, sambýliskonuna og nýju börnin.

KK fer með Andra til Kanada

„Við Andri verðum saman á flandri. Ég mun láta lítið fyrir mér fara en sjást öðru hvoru með gítarinn eða munnhörpuna,“ segir Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn KK. Hann heldur á slóðir Vestur-Íslendinga ásamt Andra Frey Viðarssyni í nýrri þáttaröð af Andra á flandri, sem verður tekin upp í lok mánaðarins.

Fella klæði fyrir peninga

Kvikmyndin Magic Mike var frumsýnd í Sambíóunum í gærkvöldi. Myndin skartar Channing Tatum, Alex Pettyfer og Matthew McConaughey í aðalhlutverkum.

Klúrir bangsar og Heimsálfuhopp

Á meðan flestar stúlkur munu líklegast flykkjast í bíóhúsin til að sjá myndina Magic Mike, sem fjallað er um hér að ofan, bjóða bíóhúsin þó upp á fleira góðgæti í vikunni því auk hennar voru tvær gamanmyndir frumsýndar í gær.

Leikur Janis Joplin

Leikkonan Nina Arianda hefur verið valin til að leika söngkonuna Janis Joplin í kvikmynd sem segir frá síðustu sex mánuðum í ævi Joplin.

Límdu fyrir öryggismyndavélar Hilton hótels Nordica

Tom Cruise lét líma fyrir öryggismyndavélar á Hilton hótel Nordica til að koma í veg fyrir að hjónabandsvandræði yrðu opinber. Blaðamaður götublaðs kom hingað til lands og fann myndavélarnar huldar.

Nas kveður fortíðina

Tíunda plata rapparans Nas kemur út í næstu viku. Hann segir plötuna afar mikilvæga fyrir sig, þar sem hann þurfi að segja skilið við fortíðina.

Stiller handan við hornið

Fólk á vegum bandaríska leikarans Ben Stiller hefur verið hér á landi undanfarið að skoða tökustaði fyrir kvikmyndina The Secret Life of Walter Mitty, sem verður tekin upp að hluta hér á landi í haust.

Reyna við Íslandsmet í Salsa

„Við riðum á vaðið í fyrra og settum þá Íslandsmet sem við vonumst til að slá núna,“ segir Edda Blöndal, framkvæmdastjóri SalsaIceland, sem stendur fyrir hópdansi í Rueda de Casino á Austurvelli í dag.

sagan af græna kjólnum á umslaginu

Græni kjóllinn sem liggur í kjöltu Nas á umslagi plötunnar er brúðarkjóll söngkonunnar Kelis, fyrrverandi eiginkonu rapparans. Þau eiga saman einn son.

Síðasta bókin verður að tveimur myndum

Framleiðslufyrirtækið Lionsgate hefur staðfest að kvikmyndin sem byggð er á þriðju og síðustu bókinni um Hungurleikana verður skipt í tvo hluta.

Klúri trúðurinn á konu á Íslandi

Trúðurinn Wally hefur skemmt Reykvíkingum síðustu ár með aðdáunarverðum sirkusatriðum og klúrum bröndurum. Á bak við karakterinn er Ástralinn Lee Nelson sem er sprenglærður sirkuslistamaður og rekur sinn eigin sirkus milli þess sem hann stígur upp á fjögurra metra háan tréstiga og heldur gúmmíkjúkling á lofti fyrir ferðamenn og borgarbúa.

Jón Kaldal ritstýrir nýju blaði

"Þetta er verkefni sem ég hef lengi haft á bakvið eyrað og talið þörf á að ýta úr höfn. Heimur, útgefandi Iceland Review, var sammála því svo við ákváðum í sameiningu að slá til,“ segir Jón Kaldal ritstjóri Iceland Review Street edition, nýs blaðs sem kemur út í fyrsta skipti 20.júlí næstkomandi.

Á von á sér í september

Söngkonan Adele tilkynnti þann 30. júní að hún og kærasti hennar, Simon Konecki, ættu von á sínu fyrsta barni. Heat Magazine telur að söngkonan sé þó komin töluvert á leið og eigi að eiga í september.

Eignuðust litla stúlku

Sienna Miller og Tom Sturridge eignuðust sitt fyrsta barn um helgina. Talsmenn parsins hafa staðfest fréttirnar við E! News.

Ekki hrifin af Hilton

Plötusnúðurinn Samantha Ronson er ekki par hrifin af því að hótelerfinginn Paris Hilton sé farin að vinna sem plötusnúður og tekur því sem móðgun.

Lúxus yfir heiðina

Gestir Bestu útihátíðarinnar um síðustu helgi ráku upp stór augu þegar hljómsveitin Gusgus mætti á svæðið. Fararskjótinn var ekki hljómsveitarrúta af eldri gerðinni, heldur glæsilegur eðalvagn.

Málverk fylgja lögum

Lítil málverk eftir tíu ára listamann, Odd Sigþór Hilmarsson, fylgja hverju lagi í umslagi nýrrar plötu hljómsveitarinnar Melchior. Málverkin eru nú til sýnis í Netagerðinni, Kongó Shop.

Selur 10.000 plötur heima hjá sér

"Ég er að reyna að grisja safnið eins og ég get svo ég geti haldið áfram og safnað af meiri fókus. Það kom tímabil þar sem ég ætlaði að kaupa allar plötur heimsins en það er víst óþarfi,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen tónlistarmógúll, sem verður með yfir 10.000 titla úr tónlistarsafni sínu á garðsölu um komandi helgi.

Smekklegur Timberlake

Jessica Biel segir unnusta sinn, söngvarann Justin Timberlake, vera þann sem ákveður klæðnað hennar áður en hún fer úr húsi.

Bumbubúi?

Kærustuparið myndarlega Blake Lively og Ryan Reynolds héldu upp á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna síðastliðinn miðvikudag, ásamt öðrum löndum sínum. Myndir af parinu hafa vakið mikla athygli í slúðurheimum og virðast þau vera ástfangnari en nokkru sinni fyrr.

Gamla gufan poppuð upp

Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson og rithöfundurinn Ragnar Jónasson munu lífga upp á Gufuna í sumar með hressu viðtalsþáttunum Að apa og skapa en þar ætla félagarnir að ræða við efnilega og skapandi listamenn.

Frí knús og glæsipíur á Hróarskeldu

Hróarskelduhátíðin fór fram í Danmörku um helgina og eins og venjulega voru allir í stuði. Björk Guðmundsdóttir rak smiðshöggið á hátíðina á sunnudagskvöld og gestir hátíðarinnar skemmtu sér konunglega, ef marka má myndirnar.

Mamma hvetur Björn til að hætta við maraþonið

„Mamma hringir í mig á hverjum degi og hvetur mig til að hætta við þetta. Hún er mjög hrædd um mig,“ segir Björn Bragi Arnarsson, sjónvarpsmaður með meiru, sem stefnir á að hlaupa heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu 18. ágúst næstkomandi.

Syngur við tölvugerða tónlist

"Ég samdi allt efnið og flyt það. Platan var hljómjöfnuð í New York en að öðru leyti gerði hana alla sjálf,“ segir Oléna Simone, franskur listamaður sem hefur verið búsett á Íslandi frá árinu 2005 og var að gefa út sína fyrstu plötu, Made in Hurt by Heart.

Viðbót í klanið

Kardashian systurnar hafa nú fengið ferskan liðsauka í klanið sitt. Elsta systirin Kourtney Kardashian og kærastinn hennar Scott Disick eignuðust nefnilega stúlkubarn síðastliðinn sunnudag. Stúlkan hlaut nafnið Penelope Scotland Disick og ef marka má bloggfærslu nýbakaðrar frænku hennar, Kim Kardashian, gekk allt eins og í sögu. Fyrir á parið soninn Mason Dash Disick sem fæddist í desember 2009.

Þórunn Antonía óvart vinsæl á Spáni

"Lagið mitt Too Late er í fyrsta sæti á spænskri tónlistarsíðu,“ segir söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir steinhissa yfir því að lagið hafi ratað í efsta sæti á lagalista spænsku vefsíðunnar AstreduPOP, sem virðist leita uppi lítt þekkta en efnilega tónlistarmenn.

Tólf tíma tónleikamaraþon á KEX

"Þetta er til stuðnings útvarpsstöðinni KEXP í Seattle,“ segir Baldvin Esra Einarsson, viðburðastjóri Kex Hostels, sem skipuleggur tólf tíma útitónleika á gistiheimilinu KEX laugardaginn 14. júlí fyrir fyrrnefnda útvarpsstöð en hún reiðir sig á framlög hlustenda í rekstri sínum.

Sumarsmellur frá Þorvaldi

"Ég er svona skúffuskáld og lít fyrst og fremst á tónlistina sem skemmtilegt áhugamál,“ segir leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson sem nýverið gaf út lagið Án minna vængja.

Hringir í Kravitz

Söngkonan Vanessa Paradis hefur leitað huggunar hjá fyrrum kærasta sínum, bandaríska söngvaranum Lenny Kravitz, eftir skilnað hennar og Johnny Depp. Paradis og Kravitz áttu í stuttu sambandi árið 1992, þegar þau unnu saman að gerð fyrstu plötunnar sem hún söng á ensku, og hafa haldið sambandi allar götur síðan. ?Áður en Vanessa hitti Johnny var Lenny stóra ástin í lífi hennar. Þó ástarsambandið hafi ekki varað lengi gerði vináttan það og því leitaði hún til Lennys eftir skilnaðinn. Hún vissi að Lenny væri til staðar fyrir hana á þessum erfiðu tímum,? hafði tímaritið The Enquirer eftir heimildarmanni.

Gerði myndband við dónalag Bam Margera

"Hann er mjög góður gæi en hefur allt önnur viðmið um hvað teljist eðlilegt,“ segir Óli Finnsson framleiðandi hjá Illusion og á nýjustu þáttaröð Steindans okkar en hann gerði tónlistarmyndband fyrir Jackass-stjörnuna Bam Margera á dögunum.

Fékk frelsi við hönnun E-label

Ýr Þrastardóttir fatahönnuður hannar nýja línu fyrir tískumerkið E-label. Línan er væntanleg í haust og samkvæmt hönnuðinum sjálfum er hún ætluð konum sem vilja áberandi og öðruvísi föt. ?Forstöðumenn fyrirtækisins voru mjög hrifin af línunni sem ég sýndi á Reykjavík Fashion Festival í vetur og því var ég fengin til að hanna fyrir merkið. Línan sem ég gerði fyrir E-label er í raun

Erfiðleikar í sambandi

Justin Bieber og Selena Gomez eru að ganga í gegnum sambandsörðugleika ef marka má frétt Gossipcop.com. Parið hefur verið saman í á annað ár.

Safnadagurinn haldinn hátíðlegur í dag

Íslenski safnadagurinn er í dag en þá vekja söfn um allt land athygli á starfsemi sinni. Dagskrá safnanna í dag er fjölbreytt og beri vitni um fjölbreytileika íslenskrar safnaflóru.

Kvikmyndadómur um Starbuck: Faðir vor

David Wozniak er sannkallaður samfélagsdragbítur. Hann stendur sig illa í vinnunni, ólétt kærastan er að gefast upp á honum og handrukkarar sitja um hann. Sem ungur maður vandi hann komur sínar í sæðisbanka og nú, um það bil 20 árum síðar, fær hann þær fregnir að hann sé faðir 533 barna. Ástæða þess að honum berast fregnirnar er sú að 142 barnanna hafa stefnt sæðisbankanum og krefjast þess að nafnleynd blóðföðurins verði aflétt.

Fyllir í skarð Ingó Veðurguðs

"Uppáhaldslagið er Bahama,“ segir Vestfirðingurinn Benedikt Sigurðsson en hann fékk Veðurguðina til að spila með sér á lokaballi Markaðsdaga í Bolungarvík, sem fer fram í kvöld. Hann mun því syngja prógramm sveitarinnar í stað Ingólfs Þórarinssonar, eða Ingó Veðurguðs.

Vel heppnuð tískuvika

Tískusýning hönnuðarins Sruli Recht var í fyrsta sinn liður af opinberri dagskrá herratískuvikunnar í París á dögunum. Sruli sýndi á sama tíma og tískuhús á borð við Issey Miyake, Pierre Cardin, Dior, Galliano, Hermés, Luis Vuitton og Rick Owens.

Þriggja ára með stórafmæli

"Við spurðum hann bara hvað hann vildi gera í tilefni dagsins og þetta var það sem hann óskaði eftir. Við erum ekki með góðan garð heima hjá okkur og datt því í hug að hægt væri að nýta þetta fallega og skjólsæla svæði undir afmælisveisluna. Hann valdi svo sjálfur tónlistaratriðin,“ útskýrir Tanya Pollock, móðir hins þriggja ára gamla Francis Mosa sem heldur upp á afmæli sitt í Hjartagarðinum í dag. Foreldrar drengsins skipulögðu í samráði við hann svokallað "block party“ og munu sjö tónlistarmenn stíga á stokk í tilefni dagsins.

Miley heillar mág sinn

Luke Hemsworth, bróðir leikaranna Chris og Liams Hemsworth, segir fjölskylduna afar ánægða með kærustu þess síðarnefnda, Miley Cyrus. „Hún er yndisleg og börnin okkar dá hana. Hún heillaði okkur öll og mér finnst hún bæði áhugaverð og málefnaleg. Hún og Liam eru mjög lík og ég held að margir átti sig ekki á því að þau eru afskaplega ástfangin og þau eru góð saman," sagði Luke Hemsworth sem er leikari líkt og bræður hans og lék lengi í Nágrönnum.

Hvað veldur vinsældum erótískrar ástarsögu?

Önnur hver húsfrú í Bandaríkjunum er með erótísku ástarsöguna 50 shades of grey á náttborðinu hjá sér um þessar mundir. Sif Jóhannsdóttir hjá Forlaginu efast ekki um að bókin muni slá í gegn meðal íslenskra kvenna þegar hún kemur út í september á þessu ári.

Þungarokk í þorpum

"Við spilum á stöðum sem þungarokkshljómsveitir halda aldrei tónleika á,“ segir Hólmkell Leó Aðalsteinsson, meðlimur hljómsveitarinnar Endless Dark, sem heldur af stað á Íslandstúr á morgun. Fyrstu tónleikarnir fara fram á Gamla Gauknum annað kvöld en að þeim loknum verður rokkað á Grundarfirði, Skagaströnd, Siglufirði, Akureyri og loks á Neskaupstað á rokkhátíðinni Eistnaflugi.

Sjá næstu 50 fréttir