Fleiri fréttir

Bannað að hengja út þvott í Búlgaríu

Borgaryfirvöld í Sofiu í Búlgaríu hafa bannað það að fólk hengi upp þvottinn sinn á meðan á heimsókn Bush bandaríkjaforseta stendur. Bannið nær til allra gatna sem bílalest forsetans fer um þann 11. júní.

Fótboltabullan biður Dani afsökunar

Hataðasti maður Danmerkur um þessar mundir, fótboltabullan sem hljóp inn á Parken undir lok leiks Dana og Svía í undankeppni EM og réðst á dómarann, hefur beðist afsökunar á athæfi sínu og biður dönsku þjóðina að fyrirgefa sér.

Gísli með lag í mynd Luc Besson

Tónlistarmaðurinn Gísli Kristjánsson á lag í kvikmynd franska leikstjórans Luc Besson, Angela-A, sem var tekin til sýninga í Bandaríkjunum þann 25. maí síðastliðinn.

Skáldin guggnuðu á bátnum

"Við lentum því miður á bát sem hafði aldrei áður verið róið á. Hann var ekki þannig búinn að við næðum okkar besta hraða og þær færeysku höfðu því betur sem fyrr," segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri bókaútgáfunnar JPV, sem þurfti ásamt liði sínu að láta í minnipokann fyrir færeyska saumaklúbbnum Stokkarnir í hinni árlegu róðrakeppni sem haldin er á sjómannadaginn.

Frábærir dómar

Pétur Ben, Helgi Jónsson og hljómsveitin Reykjavík!, sem tóku þátt í Spot-tónlistarhátíðinni í Árósum um helgina, fengu öll fimm stjörnur af sex mögulegum í tónlistar­tímaritinu Gaffa fyrir frammistöðu sína.

Sigursælir sjóræningjar

MTV-kvikmyndaverðlaunin voru afhent í Los Angeles um helgina. Eins og venjan er vantaði ekki stórstjörnurnar á hátíðina. Johnny Depp, Cameron Diaz, Victoria Beckham og Paris Hilton voru á meðal gesta.

Upptökur hefjast í júlí

Hljómsveitin Sprengjuhöllin ætlar að gefa út sína fyrstu plötu í haust og hefjast upptökur að öllum líkindum í júlí. Ekki hefur verið ákveðið hvar platan verður tekin upp en Danmörk hefur verið nefnd sem einn af mögulegum upptökustöðum.

Magadans í uppsveiflu

Josy Zareen segir Íslendinga hafa tekið miklum framförum í magadansi þau ár sem hún hefur kennt í Magadanshúsinu.

Rekstur fyrrum

Benedikt Eyþórsson sagnfræðingur heldur í kvöld fyrirlestur í bókhlöðu Snorrastofu sem ber titilinn „Guðsorð og gegningar: af búskaparháttum og annarri umsýslu staðarhaldara í Reykholti á fyrri tíð“. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestra­röðinni Fyrirlestrar í héraði, sem styrkt er af Menningarsjóði Borgarbyggðar.

Roth kastaði upp yfir Alien

Íslandsvinurinn Eli Roth ákvað að gerast kvikmyndagerðarmaður eftir að hafa farið með foreldrum sínum að sjá hryllingsmyndina Alien, þá sjö ára gamall. Roth kastaði upp yfir hryllingnum sem hann varð vitni að en ákvað um leið að hann vildi starfa við að láta aðra upplifa viðlíka hrylling.

Karlar og konur keppa saman

Í utandeildinni fá margir útrás fyrir knattspyrnuáhugann án þess að það éti upp allan frítímann. Deildin er öllum opin.

Ópera úr útrýmingarbúðum

Óperetta sem samin var í útrýmingarbúðunum í Ravensbrück í Þýskalandi verður flutt í fyrsta sinn í París nú í vikulokin. Þýska vefritið Deutsche Welle greinir frá þessu.

Söngveröld við Mývatn

Árleg kórastefna fer fram við Mývatn nú í vikunni og stefnir fjöldi söngfólks þangað til að stilla saman sína tónlistarstrengi. Að þessu sinni liggja fyrir tvö stór verkefni auk þess sem þátttökukórarnir munu syngja fjölbreytt efni á þrennum tónleikum. Hátíðin stendur yfir frá 7.-10. júní.

Hertar reglur innan ESB

Nú hafa tekið gildi hertar reglur um rannsóknir á framleiddum efnum. Rannsóknirnar kosta 600 milljarða.

Húðflúrhátíð á Grand Rokk

Íslensk húðflúrhátíð verður haldin dagana 8. til 10. júní á skemmtistaðnum Grand Rokk. Á hátíðinni munu húðflúrmeistarar frá Bandaríkjunum, Danmörku og Íslandi bjóða upp á húðflúr fyrir gesti og gangandi en þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin.

Morr ánægður á Íslandi

Þýska útgáfufyrirtækið Morr Music heldur tónleika í Iðnó í kvöld. Fyrirtækið er eitt virtasta raftónlistarfyrirtæki heims og er með þrjár íslenskar hljómsveitir á sínum snærum. Thomas Morr, eigandi fyrirtækisins, er staddur hér á landi af þessu tilefni.

Heimsþekktur dansdómari til landsins

Dansgúrúinn Dan Karaty, sem hefur öðlast heimsframa með dómarastörfum sínum í þættinum So You Think You Can Dance, er væntanlegur til Íslands í sumar. Helgina 28.-29. júlí mun hann kenna upprennandi dönsurum hér á landi á dansfestivali Dansstúdíó World Class.

Þekkt nöfn heiðra Kurt

Stór nöfn á borð við R.E.M., David Bowie, Iggy Pop og Leadbelly eiga lög á plötu sem verður gefin út í tengslum við nýja kvikmynd um ævi rokkarans Kurt Cobain úr Nirvana.

Súkkulaði fyrir heilann

Flavanólar í súkkulaði, bláberjum, vínberjum og te geta bætt minni. Vísindamenn hafa lengi vitað af heilsusamlegum áhrifum ýmissa flavanólefna í mat. Nú hafa þeir komist að því að ein ákveðin tegund þeirra, epíkatesín, getur bætt minni í músum. Epíkatesín fyrirfinnst í súkkulaði, bláberjum, vínberjum og tei.

Engar hárlengingar fyrir Paris Hilton

Paris Hilton þarf að losa sig við hárlengingarnar í fangelsinu. Þá er henni líka bannað að lita á sér hárið. Sýslumaðurinn í Lynwood hefur staðfest þetta. Reglur fangelsisins banna hárlengingar og litanir, og undir það verður Hilton að gangast líkt og aðrir fangar.

PS3 fær uppfærslu

Nú er komin 1.8 upp færsla fyrir PS3. Hún opn ar ýmsa nýja möguleika. 1.8 uppfærslan sem nú er komin út fyrir PS3 gerir notendum kleyft að nota tölvuna sem millilið og horfa á kvikmyndir og ljósmyndir sem geymdar eru í PC heimilistölvunni. Þetta er hægt gegnum gagnamiðlun Windows Vista.

Spennandi hönnun í Sautján

Moss nefnist nýtt merki sem verður fáanlegt í Gallerí 17 í Kringlunni. Um er að ræða íslenskt hönnunarteymi sem samanstendur af fólki sem hefur unnið saman í verslunum 17.

Út á guð og gaddinn

Bareigendur í Reykjavík segjast margir uggandi yfir komandi reykingabanni. Meðan einhverjir hyggjast fjárfesta í hitalömpum og byggja einhvers konar skjólveggi utandyra hafa aðrir ekki tök á slíku og telja það einnig vafasamt að þeir muni fá slíka aðstöðu samþykkta, til að mynda með tilliti til reglugerða um hávaða.

Ekki lengur tilraun heldur bíó

Það hlýtur að teljast nokkuð sjaldgæft í íslenskri kvikmyndasögu að fólk taki sig saman, fjármagni og taki heila bíómynd á fjórum mánuðum. Aðstandendur Sveitabrúðkaups eru enda mikið bjartsýnisfólk. Kristrún Heiða Hauks­dóttir hitti ValdísiÓskarsdóttur, konuna sem sparkaði boltanum af stað.

Ítölsk fágun

Hönnuðurinn Alberta Ferretti er stórt nafn í tískuheiminum í dag. Hún er talin einn frumlegasti hönnuður Ítala og er fræg fyrir að skapa þægileg en að sama skapi íburðarmikil föt. Hún notar dýr og fáguð efni til að skapa stíl sem er í senn klæðilegur, mjúkur og kvenlegur. Með því að blanda saman rómantík og þægindum hefur hún fest sig í sessi sem ein áhrifamesta kona á Ítalíu í dag, og merkið hennar Philosophy veltir milljörðum á ári hverju

Mótvægi við Bandaríkin

Í fjórðu grein sinni í Fréttablaðinu veltir Mikhaíl Gorbatsjov því fyrir sér hvort nýju „risaríkin“ fjögur, Brasilía, Rússland, Indland og Kína, geti haft taumhald á Bandaríkjunum á alþjóðavettvangi.

Paris Hilton ætlar í fangelsi með stæl

Her stílista, hárgreiðslufólks og förðunarfræðinga mun sjá um það að Paris Hilton verði eins glæsileg og hægt er á myndunum sem verða teknar af henni á leið í fangelsið.

Knútur er hættur að vera krútt

Knútur er ekki krútt lengur. Ísbjarnarhúnninn frægi, sem brætt hefur hjörtu gesta í Berlínardýragarðinum er að verða fullorðinn. Beittar tennur, sterkbyggður skrokkur og gulur og tjásulegur feldur eru fylgifiskar þess að fullorðnast. Að minnsta kosti ef maður er ísbjörn.

Niles kominn út úr skápnum

Hyde Pierce, sem er betur þekktur sem Niles, bróðir geðlæknisins Fraser, er kominn út úr skápunum. Eða samt ekki alveg. Pierce sem er 48 ára hefur aldrei rætt kynhneigð sína opinberlega, og ekki haft fyrir því að slá á vangaveltur um það hvers vegna hann sé enn ógiftur.

Garðar Thór gengur í hjónaband.

Sjarmatröllið Garðar Thór Corters og unnusta hans Tinna Lind Gunnarsdóttir ætla að gifta sig í sumar. Tinna, sem er nýútskrifuð leikkona, og Garðar hafa verið saman í sjö ár. Í viðtali við Sirkus tímaritið í dag kemur fram að Tinna ætli að flytja til Englands á næstunni, enda eiginmaðurinn tilvonandi að gera góða hluti þar.

Tryggja sýningarrétt á verðlaunamyndum Cannes

Græna ljósið hefur tryggt sér sýningarrétt á langstærstum hluta þeirra mynda sem unnu til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Meðal þeirra er rúmanska sigurmyndin “4 months, 3 weeks and 2 days”, en aðrar athyglisverðar myndir eru meðal annars heimildarmynd um dauða rússneska njósnarans Alexanders Litvinenko og tengs Putin forseta við mál hans.

Norskt rokk og ról

Quiritatio, ein efnilegasta þungarokkshljómsveit Noregs, spilar á fernum tónleikum hér á landi á næstu dögum. Fyrstu tónleikarnir verða í Hellinum í kvöld. Þar hita upp Myra, Ask the Slave og Peer. Á laugardag og sunnudag spilar sveitin síðan á tvennum tónleikum á Egilsstöðum og á mánudag verður hún á Dillon. Þar spila einnig Atómstöðin og Peer.

Íslenskur bruggari í stórsókn

Bjórum Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hlotnuðust þrenn gullverðlaun á nýafstaðinni Monde selection bjórkeppni í Belgíu. Sem bruggmeistari Ölgerðarinnar er það Guðmundur Mar Magnússon sem á heiðurinn af stórsókninni í bjórbruggi.

Íslandsmet í Esjugöngu

Næstkomandi laugardag verður gerð tilraun í því að setja Íslandsmet í fjölda manns á Esjuna á einum degi. Fjallgönguhópurinn 5tindamenn standa fyrir uppákomunni.

Með ákveðna sýn á hlutina

Plötusnúðurinn og upptökustjórinn Mark Ronson hefur nóg að gera þessa dagana. Hann á stóran þátt í velgengni bæði Lily Allen og Amy Winehouse, starfrækir eigið plötufyrirtæki og var að senda frá sér sína aðra plötu, Version. Trausti Júlíusson skoðaði Mark.

Græna ljósið tryggði sér sigurmyndina á Cannes

Ísleifur B. Þórhallsson hjá dreifingarfyrirtækinu Græna Ljósið gerðu góða ferð til Cannes en þar tryggðu þeir sér sýningarrétt á mörgum af eftirtektarverðustu kvikmyndum hátíðarinnar.

Gerðu plötu með Ferrell

Breska hljómsveitin Kaiser Chiefs hefur hætt við að gefa út plötu með nýju efni á þessu ári. Fyrir nokkrum mánuðum tilkynnti bassaleikarinn Simon Rix að þeir félagar ætluðu að gefa út efni sem þeir tóku upp á sama tíma og þeir tóku upp síðustu plötu sína Yours Truly, Angry Mob. Forsprakki Kaiser Chiefs, Ricky Wilson, hefur borið þetta til baka og segir að Rix hafi einfaldlega verið að grínast.

Lóan við vatn í Feneyjum

Steingrímur Eyfjörð stendur í stórum móttökusal við Stóra kanalinn í Feneyjum og stýrir uppsetningu á sýningu sinni sem verður framlag Íslands til tvíæringsins þar í borg sem er haldinn í 52. sinn í sumar.

Sgt. Pepper fertug

Í dag eru fjörutíu ár síðan hljómplatan Sgt. Pepper‘s Lonely Hearts Club Band kom út. Platan, sem kom upprunalega út á vínyl, var áttunda plata The Beatles og er af flestum talin hafa markað tímamót í efnisvali og hljóðritunartækni poppsins.

RÚV skráð á lögheimili útvarpsstjóra

„Bíddu, ha?" voru fyrstu viðbrögð útvarpsstjórans Páls Magnússonar þegar honum var bent á að Ríkisútvarpið ohf. væri skráð á lögheimili hans í símaskránni á netinu. Síðan skellti hann upp úr. „Þetta finnst mér alveg ótrúlegt. Það er allavega ljóst að Ríkisútvarpið er ekki rekið frá mínu heimili," sagði Páll hlæjandi og bætti við að þetta hljóti að vera mistök af hálfu Símaskrárinnar.

Fimmti frægasti nörd í heimi

„Þetta er bara svona nánast eins og Forbes-listinn,“ sagði Jón Gnarr upp með sér þegar blaðamaður Fréttablaðsins greindi honum frá því að nafn hans væri hið fimmta sem kæmi upp á uppsláttarvefritinu wikipedia.org, ef leitað er að frægum nördum, eða „famous nerds.“ Jóni þótti staðsetningin á listanum mikil upphefð, en á Wikipediu fást ríflega 700 leitarniðurstöður með þessum orðum. Hann kvaðst mjög stoltur af nördískunni.

Gosling yfirgefur Dag Kára

„Við viljum ekkert tjá okkur málið að svo stöddu. Þetta er allt á mjög viðkvæmu stigi,” segir Þórir Snær Sigurjónsson, framleiðandi hjá Zik Zak . Á vefsíðunni imdb.com er bandaríski leikarinn Ryan Gosling kominn út af leikaralistanum hjá nýjustu mynd Dags Kára, Good Heart. Þórir vildi ekkert segja hvort þetta yrði raunin eða ekki en imdb.com hefur hingað til þótt nokkuð áræðanleg í kvikmyndaheiminum.

Jómfrúardjassinn kynntur

Djasstónleikar á veitingastaðnum Jómfrúnni eru orðinn fastur liður í sumarafþreyingu fjölmargra miðborgargesta en á dögunum var kynnt hvaða tónlistarfólk mun troða upp í portinu hjá Jakobi Jakobssyni veitingamanni á laugardagseftirmiðdögum í sumar.

Íslendingar spila á Spot

Pétur Ben, Helgi Hrafn Jónsson og hljómsveitin Reykjavík! koma fram á tónlistarhátíðinni Spot sem verður haldin í Árósum í Danmörku um helgina. Um eitt hundrað hljómsveitir og tónlistarmenn troða upp á hátíðinni, auk þess sem ráðstefnur verða haldnar um stöðu tónlistarheimsins í dag.

Evróputúr hafinn

Hljómsveitin Gus Gus er farin í tónleikaferð um Evrópu sem hefst á skemmtistaðnum Vega í kvöld. Eftir það taka við tónleikar í Suður-Frakklandi, Hollandi, Póllandi og í Þýskalandi. Einnig spilar Gus Gus á tónlistarhátíðinni vinsælu Glastonbury á Englandi 22. og 23. júní.

Sjá næstu 50 fréttir