Fleiri fréttir Heather Mills stressuð fyrir næstu viku Fyrirsætan Heather Mills, sem tekur þátt í raunveruleikaþættinum Dansað með stjörnunum eins og áður hefur komið fram, kveðst vera stressuð fyrir keppninni í næstu viku. Þá eigi að dansa djæf. Djæf, eða jive, er mjög hraður dans og mikið hoppað í honum. Heather kvíðir því að taka djæfsporin þar sem hún er með gervifót. 31.3.2007 16:45 Úrslit í kvöld Lokahnykkur hinna árlegu og veigamiklu Músíktilrauna fer fram í kvöld í Hafnarhúsinu. Eftir fimm undanúrslitakvöld í síðustu viku standa ellefu hljómsveitir eftir og munu þær berjast í kvöld. Þetta eru hljómsveitirnar 31.3.2007 15:00 Velkomin til... hérna, Kabúl Blaðamaður Fréttablaðsins, Klemens Ólafur Þrastarson, heimsótti Íslensku friðargæsluna í Kabúl í Afganistan á dögunum. Margt bar fyrir augu og birtast hér brot úr dagbókum hans. 31.3.2007 14:38 Kynjajafnræði mest hjá Framsókn Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn eru með mest jafnræði milli kynja á framboðslistum sínum. Einungis fjórir af átján frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins sem sitja í þremur efstu sætum á framb 31.3.2007 14:38 Skammt en heiftarlegt stríð 31.3.2007 14:38 Allir eru kerlingar inn við beinið 31.3.2007 14:38 Lífið er meira en fótbolti 31.3.2007 14:38 Norrænt samstarf Fyrstu skref að sameiningu Íslands og Færeyja hafa verið stigin að sögn félaga í tríóinu TRISFO. 31.3.2007 14:30 X-ið fékk reykvískt páskaegg frá Alcan „Þeir styðja augljóslega stækkun álversins en hafa aðrar röksemdafærslur en við. Og við í Alcan vildum bara þakka þeim fyrir stuðninginn,“ segir Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi álversins í Straumsvík sem mætti í höfustöðvar X-ins 977 í Skaftahlíð í gærmorgun og afhenti forsvarsmönnum útvarpsstöðvarinnar forláta páskaegg númer 7 frá Nóa Siríus. 31.3.2007 14:15 U2 byrjuð á næstu plötu Írska hljómsveitin U2 hefur hafið upptökur á sinni næstu plötu, sem mun fylgja eftir How to Dismantle an Atomic Bomb sem kom út 2004. Upptökustjóri verður Rick Rubin, sem hefur unnið með Red Hot Chili Pepper, Johnny Cash, System of a Down, Weezer og nú síðast, Metallica. 31.3.2007 14:00 Volta Bjarkar komin á netið „Ég var að frétta af þessu bara í þessum töluðu orðum,“ segir Ásmundur Jónsson, framkvæmdastjóri Smekkleysu en frá því var greint á Pitchforkmedia-tónlistarvefsíðunni að upptökum af nýjustu plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Volta, hefði verið lekið á netið. 31.3.2007 13:15 Tónlistarkransakaka á Barnum Uffie er 18 ára bandarísk/frönsk söngkona sem hefur verið að ná töluverðum vinsældum hér á landi og víðar á síðustu misserum. Hún verður með tónleika á Barnum á Laugavegi 22 í kvöld. Uffie er þekkt fyrir opinskáa textagerð og afar líflega sviðsframkomu. Tónlistin sem hún spilar er einhverskonar rafmagnaður hiphop bræðingur sem er mjög hressandi. 31.3.2007 13:00 Tilþrif á TÍBRÁ Þýska tríóið Hyperion heldur tónleika í Salnum í Kópavogi annað kvöld. Tónleikar tríósins eru liður í TÍBRÁR-tónleikaröðinni. Tríóið skipa þau píanóleikarinn Hagen Schwarzrock, Oliver Klipp fiðluleikari og Katarina Troe sellóleikari. 31.3.2007 12:30 Magni hitar upp fyrir Aerosmith í Las Vegas "Já, þetta er komið nokkurn veginn á hreint. Ég verð þarna sem gítarleikari og spila með Dilönu á tónleikum sem verða haldnir 28. apríl. Já, við erum upphitunarnúmer fyrir Aerosmith," segir tónlistarmaðurinn Magni. 31.3.2007 12:00 Þriðja barn Snipes Hasarmyndaleikarinn Wesley Snipes eignaðist son með eiginkonu sinni Nakyung „Nikki“ Park á dögunum. Hefur hann fengið nafnið Alimayu Moa-T. Þetta er annað barn Snipes og Park, sem er kóresk listakona. Eignuðust þau dótturina Iset árið 2001. 31.3.2007 11:45 Lög um einmanaleikann Tónlistarmaðurinn Teitur er meðal þeirra sem koma fram á færeyskum degi á Nasa í kvöld. Teitur, sem hefur verið að gera það gott í Danmörku, hlakkar mikið til tónleikanna. Freyr Bjarnason spjallaði við þennan hæfileikaríka pilt. 31.3.2007 11:00 Jógvan og Hara í úrslit X-factor Guðbjörg var send heim í gær í næst síðasta þætti X-factor. Það er því ljóst að það verða Jógvan og Hara sem mætast í úrslitum í Vetrargarðinum í Smáralind eftir viku. Hara eru í hópi Páls Óskars en Jógvan í hópi Einars Bárðarsonar. 31.3.2007 10:45 Gunni Helga fastur í ljótustu borg Póllands „Mér var sagt af pólskri starfstúlku í mötuneyti Þjóðleikhússins að Chorzow væri ljótasta borg Póllands,“ segir leikstjórinn Gunnar Helgason en hann er að setja upp finnska söngleikinn SPIN í Rozrywki-leikhúsinu. 31.3.2007 10:30 Í stuði með guði Flestum finnst gaman að blanda geði við ættingja og vini í fermingarveislum og fólk sem sjaldan hittist nýtur þess yfirleitt að skrafa saman yfir kræsingunum. En þegar allir eru orðnir mettir er líka gaman að brjóta upp hið hefðbundna fermingarveisluform, syngja, dansa eða fara í leiki. Slíkt er þó betra að undirbúa fyrirfram svo kannski ættu nánustu vinir fermingarbarnsins að taka sig til og skipuleggja smá stuð. Hér koma nokkrar tillögur. 31.3.2007 09:30 Dansa við lifandi tónlist Fjórir nemendur Listdansskóla Íslands halda til Turku í Finnlandi í byrjun apríl. Þar munu þeir sýna verk eftir Elli Laukkanen, sem hefur verið gestakennari við skólann frá því í janúar. 31.3.2007 09:30 Hið eina sanna fermingarkerti Kerti af ýmsum stærðum og gerðum samkvæmt óskum hvers og eins. Fermingarkerti eru fallegt og hefðbundið skraut á fermingarborðið og skemmtilegur minjagripur. Þau skapa notalega stemningu og sóma sér vel á gnægtaborði fermingarbarnsins. 31.3.2007 09:00 Hreinsar sparigalla Eitt af því sem þarf að vera í lagi fyrir ferminguna er sparifatnaður fjölskyldunnar. Það er ekki nóg að fermingarbarnið sé fínt í tauinu, foreldrar þess, systkini og aðrir nákomnir fara líka í sitt fínasta púss og þeir sem ekki splæsa á sig nýjum skrúða fyrir athöfnina láta gjarnan hreinsa og pressa sparigallann. 31.3.2007 09:00 Britney samþykkir skilnað við Kevin Poppprinsessan fyrrverandi, Britney Spears, hefur gengið formlega frá skilnaðinum við eiginmann sinn Kevin Federline. Britney, sem er nýkomin úr meðferð, sótti um skilnaðinn í nóvember í fyrra eftir tveggja ára hjónaband. Hún á tvö börn með Federline. 31.3.2007 09:00 uppskrift Ljúffengur lax á borð Þeir sem vilja geta útbúið graflax á veisluborðið sjálfir. Hér er einföld uppskrift sem einmitt er ættuð frá Veislunni á Seltjarnarnesi. 31.3.2007 08:45 New York í fermingargjöf Heiðdís Pétursdóttir heldur stærðarinnar fermingarveislu heima og langar mest í gjaldeyri í fermingargjöf. 31.3.2007 08:30 Mesta stressið búið Frændsystkinin Una Hrefna Pálsdóttir og Tryggvi og Kristófer Mássynir fermast á pálmasunnudag. Þau ætla að halda sameiginlega fermingarveislu. 31.3.2007 08:15 Greiðslan fyrir Ronju ræningjadóttur „Látlausar greiðslur hafa undanfarin ár verið áberandi hjá fermingarstúlkum og það er svoleiðis líka í ár,“ segir Sólveig Björg Arnarsdóttir, hársnyrtir hjá Rauðhettu og úlfinum. 31.3.2007 08:00 Úr ranni Karmelsystra Í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði er verslun þar sem nunnurnar selja ýmsa listmuni eins og kerti, kort, gestabækur, tónlist, myndir, útsaum, skrautskrift og íkona. Úrvalið er mikið og erfitt að velja á milli alls hins fallega handverks sem ber fyrir augu. 31.3.2007 07:30 Fáheyrð Schubertsperla Á tónleikum Söngsveitarinnar Fílharmóníu verður þýsk rómantík í fyrirrúmi en á vortónleikunum nú er leitað í smiðju Brahms, Mendelsohns og Schuberts. 31.3.2007 07:15 Borðbúnaður er mikilvægur hluti fermingarveislunnar Flestir þeir sem kaupa veitingar fá borðbúnað með í kaupunum en þeir sem sjá sjálfir um að baka og elda þurfa annaðhvort að safna saman diskum og bollum frá vinum og kunningjum eða leigja borðbúnað. Nokkur fyrirtæki sjá um að leigja út borðbúnað, þeirra á meðal eru Leir og postulín, Byko og Borðbúnaður og stólar. 31.3.2007 07:00 Vildi kaupa landskika fyrir fermingarféð Peningarnir sem Katrín Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Lýsis, fékk í fermingargjöf hafa ugglaust ávaxtað sig, þó ekki yrði af landakaupum sem hún stefndi að. 31.3.2007 07:00 Valkostur fyrir alla Þeim sem kjósa borgaralegar fermingar fer fjölgandi. Það eru ekki allir sem kjósa að fermast í kirkju. Borgaralegar fermingar njóta sífellt meiri vinsælda. Samtökin Siðmennt hafa staðið fyrir þeim allt frá árinu 1989. 31.3.2007 06:45 Frakkar hafna ekki of grönnum fyrisætum Frakkar ætla ekki að banna of grönnum fyrirsætum að sýna í París eins og Spánverjar, Ítalir, Brasilíumenn og Indverjar hafa ákveðið. Í staðin ætla Frakkarnir að reyna að gera tískuheiminn meira meðvitaðan um þær hættur sem fylgja því að vera of grannur. Heilbriðgisráðherra Frakklands greindi frá þessu. 30.3.2007 16:26 Paris á leið í fangelsi? Saksóknarar í L.A. hafa beðið dómara þar í borg um að taka mál Parisar Hilton aftur upp en hún hafði áður verið dæmd fyrir að keyra undir áhrifum. Endurupptaka málsins gæti leitt til þess að Paris gæti þurft að dveljast einhvern tíma í fangelsi. 30.3.2007 15:23 Brit og Fed einhuga um að skilja 30.3.2007 15:04 Britney og Kevin hafa samið um skilnaðinn Poppprinsessan Britney Spears og fyrrum eiginmaður hennar, Kevin Federline, hafa náð samkomulagi um lyktir skilnaðar þeirra. Tímaritið People greindi frá þessu í gær. Ekki er ljóst hverjir skilmálar skilnaðarins eru. 30.3.2007 14:56 Jackson slappur en ekki á spítala Talsmaður söngvarans Michaels Jacksons neitar fréttum um að poppgoðið sé á spítala. Jackson er hins vegar að ná sér af slæmri flensu, segir talsmaðurinn. 30.3.2007 01:26 Örfáir miðar eftir á styrktartónleika FORMA Aðeins eru örfáir miðar eftir á styrktartónleika Formu, samtaka gegn átröskun, en á þeim koma fram Björk, Mugison, Lay Low, Pétur Ben, KK, Magga Stína, Wulfgang og Esja. Þrír dagar eru þangað til tónleikarnir eru haldnir og miðaverð er 3.900 krónur. Tónleikarnir verða haldnir á NASA á sunnudaginn kemur og opnar húsið klukkan 19:00 en tónleikarnir hefjast klukkutíma síðar. Hægt er nálgast miða á www.miði.is, í Skífunni og í BT. 29.3.2007 23:02 Þorvaldur Davíð í Julliard listaháskólann Þorvaldur Davíð Kristjánsson, sem fer með eitt aðalhlutverka í sýningunni Killer Joe sem sýnd er í Borgarleikhúsinu um þessar mundir, hefur hlotið inngöngu í hinn virta Julliard listaháskóla í New York. Þorvaldur fór til New York í febrúar síðastliðnum og sótti um inngöngu í nokkra leiklistarskóla þar í borg. 29.3.2007 18:54 Íslandsmót plötusnúða á Pravda Næstu fimmtudagskvöld munu fara fram á skemmtistaðnum Pravda "Íslandsmót plötusnúða" í samstarfi við X-ið 977 og Tuborg. X-ið er að leita að þeim sem eru að leika sér að því að þeyta skífum og eru kannski ekki vel þekktir í skemmtanalífi landans. 29.3.2007 16:32 37 atriði staðfest á Aldrei fór ég suður Nýr og uppfærður listi yfir þá sem koma fram á Aldrei fór ég suður hefur nú litið dagsins ljós. Helstu tíðindi eru þau að rokksveitin I adapt hefur dottið út vegna anna hljómsveitarmeðlima sem eru uppteknir við að meika það í útlöndum. 29.3.2007 16:19 Tónleikar til styrktar Ljósinu Múm, Pétur Ben og Ólöf Arnalds munu skapa magnaða upplifun í einstöku andrúmslofti Fríkirkjunnar í kvöld. Tónleikarnir eru í minningu Margrétar Jónsdóttur sem lést úr krabbameini fyrir rúmu ári síðan, aðeins 24 ára gömul. 29.3.2007 16:04 Halle Berry viðurkennir sjálfsmorðstilraun Óskarsverðlaunaleikkonan Halle Berry hefur viðurkennt að hafa reynt að taka sitt eigið líf. Var það í kjölfar þess að eldheitt hjónaband hennar við hafnarboltastjörnuna David Justice gekk ekki upp. 29.3.2007 14:45 Hverjir syngja til úrslita? Tíunda og næstsíðasta úrslitakvöldið í X-Factor fer fram í beinni útsendingu frá Vetrargarðinum í Smáralind á morgun föstudag. Einungis þrjú atriði eru eftir - Jógvan, Hara og Guðbjörg og því ræðst það í þættinum hvaða tvö munu keppa til úrslita. 29.3.2007 14:44 Dóttir Steve Irwin með náttúrulífsþátt Bindi Irwin, átta ára gömul dóttir Krókódílamannsins Steve Irwins heitins, mun verða með sinn eigin náttúrulífsþátt í sumar. Ber sjónvarpsþátturinn heitið ,,Bindi: Frumskógarstelpan” og er ætlað að vekja börn til umhugsunar um verndun villts dýralífs. 29.3.2007 14:15 Sjá næstu 50 fréttir
Heather Mills stressuð fyrir næstu viku Fyrirsætan Heather Mills, sem tekur þátt í raunveruleikaþættinum Dansað með stjörnunum eins og áður hefur komið fram, kveðst vera stressuð fyrir keppninni í næstu viku. Þá eigi að dansa djæf. Djæf, eða jive, er mjög hraður dans og mikið hoppað í honum. Heather kvíðir því að taka djæfsporin þar sem hún er með gervifót. 31.3.2007 16:45
Úrslit í kvöld Lokahnykkur hinna árlegu og veigamiklu Músíktilrauna fer fram í kvöld í Hafnarhúsinu. Eftir fimm undanúrslitakvöld í síðustu viku standa ellefu hljómsveitir eftir og munu þær berjast í kvöld. Þetta eru hljómsveitirnar 31.3.2007 15:00
Velkomin til... hérna, Kabúl Blaðamaður Fréttablaðsins, Klemens Ólafur Þrastarson, heimsótti Íslensku friðargæsluna í Kabúl í Afganistan á dögunum. Margt bar fyrir augu og birtast hér brot úr dagbókum hans. 31.3.2007 14:38
Kynjajafnræði mest hjá Framsókn Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn eru með mest jafnræði milli kynja á framboðslistum sínum. Einungis fjórir af átján frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins sem sitja í þremur efstu sætum á framb 31.3.2007 14:38
Norrænt samstarf Fyrstu skref að sameiningu Íslands og Færeyja hafa verið stigin að sögn félaga í tríóinu TRISFO. 31.3.2007 14:30
X-ið fékk reykvískt páskaegg frá Alcan „Þeir styðja augljóslega stækkun álversins en hafa aðrar röksemdafærslur en við. Og við í Alcan vildum bara þakka þeim fyrir stuðninginn,“ segir Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi álversins í Straumsvík sem mætti í höfustöðvar X-ins 977 í Skaftahlíð í gærmorgun og afhenti forsvarsmönnum útvarpsstöðvarinnar forláta páskaegg númer 7 frá Nóa Siríus. 31.3.2007 14:15
U2 byrjuð á næstu plötu Írska hljómsveitin U2 hefur hafið upptökur á sinni næstu plötu, sem mun fylgja eftir How to Dismantle an Atomic Bomb sem kom út 2004. Upptökustjóri verður Rick Rubin, sem hefur unnið með Red Hot Chili Pepper, Johnny Cash, System of a Down, Weezer og nú síðast, Metallica. 31.3.2007 14:00
Volta Bjarkar komin á netið „Ég var að frétta af þessu bara í þessum töluðu orðum,“ segir Ásmundur Jónsson, framkvæmdastjóri Smekkleysu en frá því var greint á Pitchforkmedia-tónlistarvefsíðunni að upptökum af nýjustu plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Volta, hefði verið lekið á netið. 31.3.2007 13:15
Tónlistarkransakaka á Barnum Uffie er 18 ára bandarísk/frönsk söngkona sem hefur verið að ná töluverðum vinsældum hér á landi og víðar á síðustu misserum. Hún verður með tónleika á Barnum á Laugavegi 22 í kvöld. Uffie er þekkt fyrir opinskáa textagerð og afar líflega sviðsframkomu. Tónlistin sem hún spilar er einhverskonar rafmagnaður hiphop bræðingur sem er mjög hressandi. 31.3.2007 13:00
Tilþrif á TÍBRÁ Þýska tríóið Hyperion heldur tónleika í Salnum í Kópavogi annað kvöld. Tónleikar tríósins eru liður í TÍBRÁR-tónleikaröðinni. Tríóið skipa þau píanóleikarinn Hagen Schwarzrock, Oliver Klipp fiðluleikari og Katarina Troe sellóleikari. 31.3.2007 12:30
Magni hitar upp fyrir Aerosmith í Las Vegas "Já, þetta er komið nokkurn veginn á hreint. Ég verð þarna sem gítarleikari og spila með Dilönu á tónleikum sem verða haldnir 28. apríl. Já, við erum upphitunarnúmer fyrir Aerosmith," segir tónlistarmaðurinn Magni. 31.3.2007 12:00
Þriðja barn Snipes Hasarmyndaleikarinn Wesley Snipes eignaðist son með eiginkonu sinni Nakyung „Nikki“ Park á dögunum. Hefur hann fengið nafnið Alimayu Moa-T. Þetta er annað barn Snipes og Park, sem er kóresk listakona. Eignuðust þau dótturina Iset árið 2001. 31.3.2007 11:45
Lög um einmanaleikann Tónlistarmaðurinn Teitur er meðal þeirra sem koma fram á færeyskum degi á Nasa í kvöld. Teitur, sem hefur verið að gera það gott í Danmörku, hlakkar mikið til tónleikanna. Freyr Bjarnason spjallaði við þennan hæfileikaríka pilt. 31.3.2007 11:00
Jógvan og Hara í úrslit X-factor Guðbjörg var send heim í gær í næst síðasta þætti X-factor. Það er því ljóst að það verða Jógvan og Hara sem mætast í úrslitum í Vetrargarðinum í Smáralind eftir viku. Hara eru í hópi Páls Óskars en Jógvan í hópi Einars Bárðarsonar. 31.3.2007 10:45
Gunni Helga fastur í ljótustu borg Póllands „Mér var sagt af pólskri starfstúlku í mötuneyti Þjóðleikhússins að Chorzow væri ljótasta borg Póllands,“ segir leikstjórinn Gunnar Helgason en hann er að setja upp finnska söngleikinn SPIN í Rozrywki-leikhúsinu. 31.3.2007 10:30
Í stuði með guði Flestum finnst gaman að blanda geði við ættingja og vini í fermingarveislum og fólk sem sjaldan hittist nýtur þess yfirleitt að skrafa saman yfir kræsingunum. En þegar allir eru orðnir mettir er líka gaman að brjóta upp hið hefðbundna fermingarveisluform, syngja, dansa eða fara í leiki. Slíkt er þó betra að undirbúa fyrirfram svo kannski ættu nánustu vinir fermingarbarnsins að taka sig til og skipuleggja smá stuð. Hér koma nokkrar tillögur. 31.3.2007 09:30
Dansa við lifandi tónlist Fjórir nemendur Listdansskóla Íslands halda til Turku í Finnlandi í byrjun apríl. Þar munu þeir sýna verk eftir Elli Laukkanen, sem hefur verið gestakennari við skólann frá því í janúar. 31.3.2007 09:30
Hið eina sanna fermingarkerti Kerti af ýmsum stærðum og gerðum samkvæmt óskum hvers og eins. Fermingarkerti eru fallegt og hefðbundið skraut á fermingarborðið og skemmtilegur minjagripur. Þau skapa notalega stemningu og sóma sér vel á gnægtaborði fermingarbarnsins. 31.3.2007 09:00
Hreinsar sparigalla Eitt af því sem þarf að vera í lagi fyrir ferminguna er sparifatnaður fjölskyldunnar. Það er ekki nóg að fermingarbarnið sé fínt í tauinu, foreldrar þess, systkini og aðrir nákomnir fara líka í sitt fínasta púss og þeir sem ekki splæsa á sig nýjum skrúða fyrir athöfnina láta gjarnan hreinsa og pressa sparigallann. 31.3.2007 09:00
Britney samþykkir skilnað við Kevin Poppprinsessan fyrrverandi, Britney Spears, hefur gengið formlega frá skilnaðinum við eiginmann sinn Kevin Federline. Britney, sem er nýkomin úr meðferð, sótti um skilnaðinn í nóvember í fyrra eftir tveggja ára hjónaband. Hún á tvö börn með Federline. 31.3.2007 09:00
uppskrift Ljúffengur lax á borð Þeir sem vilja geta útbúið graflax á veisluborðið sjálfir. Hér er einföld uppskrift sem einmitt er ættuð frá Veislunni á Seltjarnarnesi. 31.3.2007 08:45
New York í fermingargjöf Heiðdís Pétursdóttir heldur stærðarinnar fermingarveislu heima og langar mest í gjaldeyri í fermingargjöf. 31.3.2007 08:30
Mesta stressið búið Frændsystkinin Una Hrefna Pálsdóttir og Tryggvi og Kristófer Mássynir fermast á pálmasunnudag. Þau ætla að halda sameiginlega fermingarveislu. 31.3.2007 08:15
Greiðslan fyrir Ronju ræningjadóttur „Látlausar greiðslur hafa undanfarin ár verið áberandi hjá fermingarstúlkum og það er svoleiðis líka í ár,“ segir Sólveig Björg Arnarsdóttir, hársnyrtir hjá Rauðhettu og úlfinum. 31.3.2007 08:00
Úr ranni Karmelsystra Í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði er verslun þar sem nunnurnar selja ýmsa listmuni eins og kerti, kort, gestabækur, tónlist, myndir, útsaum, skrautskrift og íkona. Úrvalið er mikið og erfitt að velja á milli alls hins fallega handverks sem ber fyrir augu. 31.3.2007 07:30
Fáheyrð Schubertsperla Á tónleikum Söngsveitarinnar Fílharmóníu verður þýsk rómantík í fyrirrúmi en á vortónleikunum nú er leitað í smiðju Brahms, Mendelsohns og Schuberts. 31.3.2007 07:15
Borðbúnaður er mikilvægur hluti fermingarveislunnar Flestir þeir sem kaupa veitingar fá borðbúnað með í kaupunum en þeir sem sjá sjálfir um að baka og elda þurfa annaðhvort að safna saman diskum og bollum frá vinum og kunningjum eða leigja borðbúnað. Nokkur fyrirtæki sjá um að leigja út borðbúnað, þeirra á meðal eru Leir og postulín, Byko og Borðbúnaður og stólar. 31.3.2007 07:00
Vildi kaupa landskika fyrir fermingarféð Peningarnir sem Katrín Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Lýsis, fékk í fermingargjöf hafa ugglaust ávaxtað sig, þó ekki yrði af landakaupum sem hún stefndi að. 31.3.2007 07:00
Valkostur fyrir alla Þeim sem kjósa borgaralegar fermingar fer fjölgandi. Það eru ekki allir sem kjósa að fermast í kirkju. Borgaralegar fermingar njóta sífellt meiri vinsælda. Samtökin Siðmennt hafa staðið fyrir þeim allt frá árinu 1989. 31.3.2007 06:45
Frakkar hafna ekki of grönnum fyrisætum Frakkar ætla ekki að banna of grönnum fyrirsætum að sýna í París eins og Spánverjar, Ítalir, Brasilíumenn og Indverjar hafa ákveðið. Í staðin ætla Frakkarnir að reyna að gera tískuheiminn meira meðvitaðan um þær hættur sem fylgja því að vera of grannur. Heilbriðgisráðherra Frakklands greindi frá þessu. 30.3.2007 16:26
Paris á leið í fangelsi? Saksóknarar í L.A. hafa beðið dómara þar í borg um að taka mál Parisar Hilton aftur upp en hún hafði áður verið dæmd fyrir að keyra undir áhrifum. Endurupptaka málsins gæti leitt til þess að Paris gæti þurft að dveljast einhvern tíma í fangelsi. 30.3.2007 15:23
Britney og Kevin hafa samið um skilnaðinn Poppprinsessan Britney Spears og fyrrum eiginmaður hennar, Kevin Federline, hafa náð samkomulagi um lyktir skilnaðar þeirra. Tímaritið People greindi frá þessu í gær. Ekki er ljóst hverjir skilmálar skilnaðarins eru. 30.3.2007 14:56
Jackson slappur en ekki á spítala Talsmaður söngvarans Michaels Jacksons neitar fréttum um að poppgoðið sé á spítala. Jackson er hins vegar að ná sér af slæmri flensu, segir talsmaðurinn. 30.3.2007 01:26
Örfáir miðar eftir á styrktartónleika FORMA Aðeins eru örfáir miðar eftir á styrktartónleika Formu, samtaka gegn átröskun, en á þeim koma fram Björk, Mugison, Lay Low, Pétur Ben, KK, Magga Stína, Wulfgang og Esja. Þrír dagar eru þangað til tónleikarnir eru haldnir og miðaverð er 3.900 krónur. Tónleikarnir verða haldnir á NASA á sunnudaginn kemur og opnar húsið klukkan 19:00 en tónleikarnir hefjast klukkutíma síðar. Hægt er nálgast miða á www.miði.is, í Skífunni og í BT. 29.3.2007 23:02
Þorvaldur Davíð í Julliard listaháskólann Þorvaldur Davíð Kristjánsson, sem fer með eitt aðalhlutverka í sýningunni Killer Joe sem sýnd er í Borgarleikhúsinu um þessar mundir, hefur hlotið inngöngu í hinn virta Julliard listaháskóla í New York. Þorvaldur fór til New York í febrúar síðastliðnum og sótti um inngöngu í nokkra leiklistarskóla þar í borg. 29.3.2007 18:54
Íslandsmót plötusnúða á Pravda Næstu fimmtudagskvöld munu fara fram á skemmtistaðnum Pravda "Íslandsmót plötusnúða" í samstarfi við X-ið 977 og Tuborg. X-ið er að leita að þeim sem eru að leika sér að því að þeyta skífum og eru kannski ekki vel þekktir í skemmtanalífi landans. 29.3.2007 16:32
37 atriði staðfest á Aldrei fór ég suður Nýr og uppfærður listi yfir þá sem koma fram á Aldrei fór ég suður hefur nú litið dagsins ljós. Helstu tíðindi eru þau að rokksveitin I adapt hefur dottið út vegna anna hljómsveitarmeðlima sem eru uppteknir við að meika það í útlöndum. 29.3.2007 16:19
Tónleikar til styrktar Ljósinu Múm, Pétur Ben og Ólöf Arnalds munu skapa magnaða upplifun í einstöku andrúmslofti Fríkirkjunnar í kvöld. Tónleikarnir eru í minningu Margrétar Jónsdóttur sem lést úr krabbameini fyrir rúmu ári síðan, aðeins 24 ára gömul. 29.3.2007 16:04
Halle Berry viðurkennir sjálfsmorðstilraun Óskarsverðlaunaleikkonan Halle Berry hefur viðurkennt að hafa reynt að taka sitt eigið líf. Var það í kjölfar þess að eldheitt hjónaband hennar við hafnarboltastjörnuna David Justice gekk ekki upp. 29.3.2007 14:45
Hverjir syngja til úrslita? Tíunda og næstsíðasta úrslitakvöldið í X-Factor fer fram í beinni útsendingu frá Vetrargarðinum í Smáralind á morgun föstudag. Einungis þrjú atriði eru eftir - Jógvan, Hara og Guðbjörg og því ræðst það í þættinum hvaða tvö munu keppa til úrslita. 29.3.2007 14:44
Dóttir Steve Irwin með náttúrulífsþátt Bindi Irwin, átta ára gömul dóttir Krókódílamannsins Steve Irwins heitins, mun verða með sinn eigin náttúrulífsþátt í sumar. Ber sjónvarpsþátturinn heitið ,,Bindi: Frumskógarstelpan” og er ætlað að vekja börn til umhugsunar um verndun villts dýralífs. 29.3.2007 14:15