Fleiri fréttir

Jessica Simpson vill ætleiða

Jessica Simpson er farin að huga að því að eignast barn. Hún er sögð vera öfundsjúk út í þær Hollywood stjörnur sem undanfarið hafa tekist á við móðurhlutverkið eins og Angelina Jolie og Britney Spears. Söngkonan undirbýr sig nú undir barneignir með því að sjá um hundana sína þar sem þeir hjálpa henni að virkja móðureðlið í sér.

Þjóðin hefur dæmt í Smáralindarmáli

Ágúst Þórðarson, faðir fyrirsætu á fermingarbæklingi Smáralindar er ósáttur við skrif Guðbjargar Hildar Kolbeins og skilur ekki af hverju hún biðst ekki afsökunar.

300 setti met

Epíska stríðsmyndin 300 náði inn tæpum 4,7 milljörðum króna á sinni fyrstu sýningarhelgi í Bandaríkjunum, sem er met fyrir frumsýndar myndir í mars þar í landi.

Að klæðast bók

Unnur Guðrún Óttarsdóttir sýnir bókverk á myndlistarsýningunni „Bókalíf” í ReykjavíkurAkademíunni.

Amiina spilar með Sufjan Stevens

Hljómsveitin Amiina heldur tónleika með Bandaríkjamanninum Sufjan Stevens á tónlistarhátíðinni MusicNow í Cincinatti í Ohio-fylki í byrjun apríl. „Það var hugmynd uppi um að við myndum hita upp fyrir hann á síðasta Evróputúr hans fyrir síðustu jól en það hentaði okkur ekki.

Law á leiðinni til Reykjavíkur aftur

Breski sjarmörinn Jude Law er fallinn fyrir landi og þjóð. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er leikarinn væntanlegur aftur til landsins í lok þessa mánaðar og þá verða engin börn með í för heldur nánir vinir leikarans.

Níu ára ljósmyndari vekur athygli

„Mér finnst nú bara gaman að taka ljósmyndir,“ segir Arna Rós Hall Arnarsdóttir, níu ára gamall ljósmyndari sem vakið hefur mikla athygli á netinu. Þessi fyrirmyndarnemandi í Ingunnarskóla í Grafarholti stundar fimleika með Fjölni en milli þess sem hún bregður sér í spíkat og splitt smellir hún af myndum í gríð og erg.

Ný skemmtikvöld

Sprengjuhöllin og Hjaltalín spila á fyrsta skemmtikvöldi ársins á vegum Grapevine og Smekkleysu á Hressó í kvöld. Kvöldin nefnast Take me down to Reykjavik City og verða haldin á miðvikudögum og fimmtudögum á tveggja til þriggja vikna fresti.

Poppstjarna og pönkari saman í skóla

Tónlistarstefnurnar sem söngvararnir Birgitta Haukdal og Óttarr Proppé aðhyllast eiga sjaldan samleið. Birgitta og Óttarr eiga þó sitthvað sameiginlegt, og leggja nú bæði stund á markaðsfræði við Háskólann í Reykjavík.

Sangare á Vorblóti

Ein vinsælasta og virtasta söngkona Afríku, Oumou Sangare frá Malí, verður eitt af aðalnúmerunum á tónlistarhátíðinni Vorblót –Rite of Spring, sem verður haldin í Reykjavík dagana 17. til 19. maí.

Spaugstofumaður fann svarið í hóptrommuslætti

„Ég byrjaði að tromma á síðasta ári. Og fór að átta mig fjótlega á því að þetta var eitthvað miklu merkilegra en ég hafði haldið fram að því. Fór að rannsaka málið og komst að því að trommuleikur, og sérstaklega trommuleikur í hópi, er öflugt félagslegt fyrirbæri. Mannbætandi áhrif í alla staðai, félagslega, heilsufarslega og andlega. Heilrænt tromm,” segir Karl Ágúst Úlfsson Spaugstofumaður og ... trymbill.

Fleiri stelpur vantar í forritun

Forritunarkeppni framhaldsskólanna var haldin í sjötta skipti um síðustu helgi á vegum tölvunarfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. Keppt var í þremur deildum, Alfa, Beta og Delta, og tóku átján lið þátt frá tíu framhaldsskólum.

Glíma Sæmundar og kölska

Flestir kannast við sögurnar af Sæmundi fróða og glímu hans við sjálfan fjandann. Nú lifna þjóðsögurnar við í Möguleikhúsinu sem frumsýnir nýtt leikrit um kappann í kvöld.

Manic Street Preachers á velskri tónlistarhátíð

Rokkararnir í Manic Street Preachers hafa staðfest komu sína á fyrstu stóru tónlistarhátíðina í Wales sem verður haldin í sumar. Ber hátíðin heitið Fflam og fer fram í Swanesa. Meira en 50 hljómsveitir munu koma fram þann 13. til 15. júlí og er búist við 30 þúsund gestum.

Stallone ákærður fyrir ólöglegan innflutning

Boxarinn gamalreyndi, Sylvester Stallone, hefur verið ákærður fyrir að flytja inn vaxtarhormón til Ástralíu. Hann kom til Sydney 16. febrúar síðastliðinn til að kynna nýjustu mynd sína, Rocky Balboa.

Lífverðir Leonardo DiCaprio handteknir

Tveir lífvarða Íslandsvinarins Leonardo DiCaprio voru handteknir í Jerúsalem eftir að hafa lent í átökum við ljósmyndara sem vildu ná mynd af leikaranum. Leonardo dvaldi hér á landi í síðustu viku en er nú staddur í Ísrael, heimalandi kærustu sinnar, fyrirsætunnar Bar Rafaeli.

Slúðurblað í Suður-Ameríku áhugasamt um Höllu

Argentíska blaðið Gente sem þýðir á hinu ylhýra Fólk birtir frétt um félagana Gael Garcia Bernal og Jude Law. Báðir áttu þeir það sameiginlegt að hafa verið viðstaddir afhendingu frönsku kvikmyndaverðlaunanna Cesar þar sem Bernal fór tómhentur heim en Law var heiðraður fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar.

Björk fær fræg frönsk verðlaun

Björk hlýtur heiðursverðlaun Qwartz raftónlistarverðlaunanna í Frakklandi þetta árið. Það er Pierre Henry, sem er af mörgum talinn einn af brautryðjendum í raftónlist sem mun afhenda Björk verðlaunin. Hann er að verða áttræður og hefur verið að semja raftónlist í meira en hálfa öld. Afhendingin fer fram í París 23. mars næstkomandi en þetta er í tuttugasta skipti sem verðaunin eru veitt.

Á leið til Memphis

Tónlistarmaðurinn Mugison ætlar að ferðast til Memphis í Tennessee, heimaborgar Elvis Presley, í næsta mánuði til að taka upp lög á næstu plötu sína. Þar mun hann njóta aðstoðar nokkurra blúshunda í borginni sem munu leggja sitt af mörkum við upptökurnar.

Bara skápur

Fræðsludeild Þjóðleikhússins og leiklistardeild Listaháskóla Íslands standa í fjórða sinn fyrir örleikritunarsamkeppni meðal framhaldsskólanema.

Eiríkur flytur til Finnlands

Ljóðskáldið og Nýhil-liðinn Eiríkur Örn Norðdahl er á leið í víking til Finnlands. Eiríkur, sem hefur verið afar áberandi í bókmenntaheiminum á síðustu misserum og árum, flyst búferlum til Helsinki að páskafríi loknu, en þar býr sænsk unnusta hans.

Fimmti í Helsinki

Eiríkur Hauksson verður fimmti á svið í Helsinki þegar hann syngur lagið Ég les í lófa þínum í undankeppni Eurovision í maí. Aðstandendur lagsins höfðu vonast til að verða fimmtu til áttundu á svið og urðu því himinifandi þegar þeir fengu tíðindin.

Air: Pocket Symphony - fjórar stjörnur

Ef tilvera ykkar í stórborginni Reykjavík heldur ykkur of föstum tökum til þess að þið getið fundið tækifæri til þess að flýja í rólega helgarferð í sumarbústaðinn er alveg óhætt að mæla með þessari nýju Air-plötu sem sárabót.

Kanna möguleika miðilsins

Á sýningunni „Augliti til auglitis“ eru ljósmyndir eftir franska myndlistarmenn en sýningu þeirri er ætlað að varpa ljósi á samtímaljósmyndun og möguleika hennar. Sýningin er liður í frönsku menningarkynningunni Pourquoi pas? og var opnuð í Listasafni Akureyrar um helgina.

Heimsækja Hreindýraland

Alþjóðlega kvikmynda- og vídeó­listahátíðin 700.is Hreindýraland verður haldin í annað sinn á Austur­landi í lok mánaðarins. Hátíðin er vettvangur fyrir tilraunakvikmyndir og vídeólist en myndirnar koma hvaðanæva að. Um 500 myndir bárust aðstandendum hátíðarinnar sem höfðu því úr nægu að moða þegar kom að því að móta dagskrána. Myndirnar verða sýndar víða um Austurland.

Leonardo á fleygiferð um heiminn

Hún varð heldur stutt ferðin hjá bandaríska stórleikaranum Leonardo DiCaprio og kærustu hans, fyrirsætunni Bar Refaeli, hingað til Íslands í síðustu viku.

Met-skilnaður Eddu Björgvins

„Já, þetta er nefnilega svo mikið met. Þetta er bara að verða eins og besti farsi,“ segir Edda Björgvinsdóttir, leikkonan dáða og snjalla, í samtali við Fréttablaðið. Í banastuði eins og svo oft.

Spænsk lög sungin og leikin

Spænsk einsöngslög og dúettar frá ýmsum tímabilum hljóma á Háskólatónleikum í hádeginu á morgun, 14. mars. Valgerður Guðrún Guðnadóttir sópran, Hrólfur Sæmundsson baritón og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari flytja verk spænsku tónskáldanna Albeniz, De Falla og Granado og argentíska tónskáldsins Morillo.

Svítur og sónötur

Hjörleifur Valsson fiðluleikari heldur tónleika ásamt Ástríði Öldu Sigurðardóttur píanóleikara, Kristni H. Árnasyni gítarleikara og Tatu Kantomaa harmonikuleikara í Salnum í Kópavogi í kvöld.

Mills og McCartney ná loks sáttum

Það hillir undir endalok skilnaðardeilu Paul McCartney og Heather Mills en breska sunnudagsblaðið News of the World greinir frá því að þau hafi náð samkomulagi.

Björk spilar á styrktartónleikum

Tónlistarkonan Björk Guðmundsson mun koma fram á styrktartónleikum á Nasa hinn 1. apríl ásamt tíu stúlkna blásturshljómsveit. Munu þau frumflytja lög af nýjustu plötu Bjarkar, Volta, sem kemur út 7. maí.

Music and Lyrics - tvær stjörnur

Mér er gjörsamlega fyrirmunað að skilja af hverju Hugh Grant nennir að gera bíómyndir. Hann leikur jú ávallt sömu persónuna, taugaveiklaðan, vandræðalegan en hnyttinn Breta sem lendir í ástarævintýri með konu sem er fjórtánhundruð sinnum fallegri en hann sjálfur. Hugh Grant er ekki góður leikari og þetta virkaði síðast hjá honum fyrir áratug síðan en hann gefst ekki upp.

Van Halen í meðferð

Eddie Van Halen, gítarleikari hljómsveitarinnar Van Halen, er á leiðinni í áfengismeðferð. Svo gæti farið að fyrirhugaðri tónleikaferð sveitarinnar um Norður Ameríku verði frestað af þessum sökum. Fyrrum söngvari Van Halen, David Lee Roth, hefur þegar samþykkt að taka þátt í tónleikaferðinni

Aerosmith í Indlandi

Hljómsveitin Aerosmith mun halda tónleika í Indlandi 2. júní næstkomandi. Er þetta í fyrsta sinn sem hljómsveitin spilar þarlendis. Munu tónleikarnir fara fram í kvikmynda- og fjármálaborginni Mumbai.

75 ár fyrir að spreyja kónginn

Fimmtíu og sjö ára gamall svisslensingur á yfir höfði sér allt að sjötíu og fimm ára fangelsi fyrir að spreia með úðabrúsa á fimm myndir af Bhumibol konungi Thaílands. Oliver Jufer var að eigin sögn drukkinn þegar hann spreiaði myndirnar í desember síðastliðnum. Hann hefur búið í Thaílandi í 10 ár.

Veðjað um gervifótinn

Vefsíða þar sem hægt er að veðja um hvort að gervifótur Heather Mills, sem tekur þátt í raunveruleikaþættinum Dansað með stjörnunum, dettur af í keppninni eða ekki er komin í loftið.

Fröken elliheimili kosin í Sviss

Fegurðarsamkeppni fyrir ellilífeyrisþega – Fröken elliheimili – var haldin í fyrsta sinn á laugardagskvöldið í Sviss. Einu skilyrðin fyrir þátttöku í keppninni eru að þátttakendur geti gengið án hjálpar, séu yfir sjötugt og búi einir. Laurent Rerat framkvæmdastjóri keppninnar fékk hugmyndina þegar hann velti fyrir sér æsku-þráhyggju nútímans.

Snoop Dogg handtekinn í Svíþjóð

Rapparinn Snoop Dogg var handtekinn í Stokkhólmi seint í gærkvöldi ásamt konu um tvítugt. Voru þau hantekinn vegna gruns um eiturlyfjanotkun. Var Snoop Dogg í haldi lögreglu í fjórar klukkustundir áður en hann var látinn laus.

Ljúka ekki við bók Beckhams

Harry Potter og eldbikarinn, My life eftir Bill Clinton og My side eftir David Beckham eru á meðal þeirra bóka sem Bretar klára ekki. Gerð var könnun á 4000 Bretum og í ljós kom að um helmingur bóka sem þeir kaupa eru ólesnar.

Hafdís Huld á kvennarokkhátíð í Frakklandi

Hafdís Huld Þrastardóttir söngkona hefur verið valin í hóp þeirra listamanna sem koma fram á frönsku tónlistar hátíðinni Les Femmes S´en Melent í vor. Hátíðin miðast að því að kynna fólki það áhuga verðasta sem er að gerast meðal kvenna í heimi tónlistarinnar ár hvert.

Sonic and the Secret Rings - þrjár stjörnur

Flestir sem hafa spilað tölvuleiki kannast við Sonic, broddgöltinn bláa sem hleypur á ógnarhraða yfir, undir og í gegnum hindranir á leið sinni í gegnum margvísleg borð. Margir hafa jafnvel prófað einhvern af klassísku Sonic-leikjunum sem komu út á Sega Mega Drive forðum daga.

Elsta brúður í bænum

Elizabeth Hurley þykir fögur á Vesturlöndum, en hún vakti ekki mikla hrifningu íbúa Jodhpur á Indlandi, þar sem hún fagnar brúðkaupi sínu og indversks eiginmanns síns, Arun Nayar.

Hrotur svipta maka tveimur árum

Þeir sem eiga maka sem hrýtur í svefni missa tvö ár af svefni þegar litið er til meðal líftíma sambanda. Í nýlegri breskri rannsókn kemur fram að meira en þriðji hver Breti er sviptur góðum nætursvefni af hrotum maka. Að meðaltali missa makarnir tveggja klukkustunda svefn á hverri nóttu. Þegar tölfræðin tekur svo mið af meðal líftíma sambanda, sem er 24 ár, safnast tímarnir saman og verða að tveimur árum.

Íslenskur tvífari DiCaprio fékk frítt út að borða í Króatíu

Varla hefur það farið framhjá nokkrum lesanda Fréttablaðsins að hjartaknúsarinn sjálfur Leonardo DiCaprio var á landinu yfir helgina fyrir myndatöku Vanity Fair. Ef í harðbakkann hefði slegið og Leonardo forfalllast af einhverjum sökum þyrfti glanstímaritið ekki að leita langt yfir skammt. Því Leonardo á sannkallaðan tvífara hér á landi. Sá heitir Ágúst Sverir Daníelsson, 24 ára nemi í nuddi og verðandi faðir að fyrsta barni sínu ásamt unnustu sinni, Evu Guðrúnu, tannlæknanema í Háskóla Íslands.

Í hóp með Borat og Silvíu Nótt

„Mikil endalaus andskotans ládeyða ríkir á öldum ljósvakans hér á landi. Er virkilega enginn sem leggur í þessar öldur? Fyrir utan gömlu og góðu Gufuna er fátt að hlusta á, nema ef til vill Útvarp Sögu.“ Svona hefst síðasta bloggfærsla hins geðstirða Georgs Bjarnfreðarson sem vaknar til lífsins á skjám landsmanna þegar sjónvarpsþátturinn Næturvaktin hefur göngu sína.

Sjá næstu 50 fréttir