Fleiri fréttir

Little Miss kjörin best

Kvikmyndin Little Miss Sunshine var valin besta myndina á Producers Guild of America-verðlaununum sem voru afhent um síðustu helgi. Verðlaunin þykja gefa góða vísbendingu um hvaða mynd eigi eftir að vegna vel á óskarsverðlaununum. Myndirnar sem hlutu ekki náð fyrir augum dómnefndarinnar voru Babel, The Departed, The Queen og Dreamgirls.

Pabbaleikurinn í Iðnó

Bjarni Haukur er aftur kominn á fjalirnar. Alþjóð man þegar hann stóð á sviði Gamla bíós misserunum saman og flutti þar íslenska staðfærslu á amerískum einleik eða uppistandi sem kallað var Hellisbúinn.

Stór og fjölbreytt

Hlustendaverðlaun útvarpsstöðvarinnar FM 957 verða haldin í sjöunda sinn í Borgarleikhúsinu í kvöld. Hátíðin verður jafnframt send út í heild sinni í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sirkus.

Söngvaskáld í Danaveldi

Tónlistarmaðurinn Pétur Ben heldur sína fyrstu tónleika í Danmörku í byrjun febrúar. Fyrst spilar hann í Álaborg hinn 6. og daginn eftir heldur hann tvenna tónleika í Kaupmannahöfn.

Tónleikaferð um Bretland

Hasarmyndahetjan Steven Seagal er farin á tónleikaferð um Bretland með blúshljómsveit sinni Thunderbox. Seagal, sem hefur leikið í myndum á borð við Under Siege og The Patriot, hefur spilað á gítar síðan hann var 12 ára.

Nýsmíðar í Listasafni Íslands

Tónlistarhópurinn Aton heldur tónleika í Listasafni Íslands kl. 20 í kvöld – á fjórða degi Myrkra músíkdaga. Aton-hópurinn er skipaður ungu tónlistarfólki sem sérhæfir sig í nýrri íslenskri tónlist og hefur leikið á hátíðinni undanfarin ár.

Tónlistarpeningar

Tilkynnt var í gær um úthlutun úr Tónlistarsjóði sem tónlistarráð menntamálaráðuneytis er til ráðgjafar um. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra veitir styrki úr sjóðnum. Fjárþörf reyndist að þessu sinni langt umfram það sem til boða stóð, en sjóðurinn mun veita aðra eins fjárhæð, rúmar tuttugu milljónir, síðar á árinu.

Vinir saman á sviði

Hnefaleikakappinn fyrrverandi Muhammad Ali steig upp á svið með vini sínum, gamanleikaranum Billy Crystal, á 65 ára afmælisdegi sínum á miðvikudag.

Bó berst fyrir bættu öryggi á netinu

„Nei, ég hef nú ekki lent í því að fólk hafi efast um hver ég væri en sumir hafa ekki alltaf kveikt á perunni,“ segir stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson en eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær leikur hann í auglýsingu fyrir Auðkennislykil sem á að tryggja öryggi bankaviðskipta á netinu. Í auglýsingunni er gert út á að þótt menn séu þekktir á þessari eyju skipti það litlu máli á netinu. „Mér finnst þetta gott málefni enda nota ég netið mikið sjálfur. Og það er aldrei nógu mikið gert til að tryggja öryggið þar,“ segir söngvarinn.

Knightley í mál við Daily Mail

Keira Knightley hefur farið í mál við breskt dagblað vegna greinar sem gaf í skyn að hún hefði logið til um að vera ekki með átröskun. The Daily Mail birti mynd af hinn 21 árs gömlu leikkonu á strönd, og í texta með myndinni var bent á holdafar hennar. Myndin birtist í grein um stúlku sem dó af völdum anorexíu. Fréttavefur BBC segir að í tilkynningu frá lögmönnum leikkonunnar segi að blaðið hafi auk þess gefið í skyn að Knightley hafi gefið slæmt fordæmi og átt þannig þátt í dauða stúlkunnar.

Britney ófrísk?

Vangaveltur þess efnis hvort Britney Spears sé barnshafandi hafa gengið fjöllunum hærra síðustu daga. Nýjustu fregnir herma þó að Britney sé EKKI ófrísk. Umboðsmaður poppstjörnunnar, Larry Rudolph, hefur slegið á orðróminn með því að útskýra hvernig sagan komst á kreik. Mynd náðist af nýja kærastanum, Isaac Cohen, þar sem hann sat við hlið Britneyjar með hnetusmjör á fingrunum.

Lindsay aftur í meðferð

Leikkonan Lindsey Lohan hefur skráð sig í meðferð hjá lúxus meðferðarheimili í Kaliforníu samkvæmt bandaríska tímaritinu US Weekly. Lindsey viðurkenndi í síðasta mánuði að hún sækti AA fundi, en tilgreindi ekki ástæðu þess. Talsmaður leikkonunnar segir að Lindsey hafi tekið ákvörðun um að hugsa betur um líðan sína og heilbrigði og að hún óskaði eftir að fjölmiðlar virtu einkalíf hennar á meðan.

Beckham hjónin í Playboy partý

Victoria og David Beckham eru komin á boðslista Hugh Hefners fyrir næsta Playboy partý. Vinir hjónanna í Hollywood telja meðal annars TomKat og J.Lo, en nú hefur Hugh Hefner sagt að "stelpurnar hans" vilji fá hjónin í partýið. Þá spáir Hefner því að Hollywood eigi eftir að elska Victoriu og David.

Hundurinn bjargaði Salmu Hayek

Nokkrum klukkustundum fyrir Golden Globe verðlaunaafhendinguna í síðustu viku ákvað Salma Hayek að leggja sig. Hún hafði ekki hugmynd um að á heimili hennar í Kaliforníu var gasleki. Salma sem var með höfuðverk, vaknaði upp við það að hundurinn hennar, Diva, lét öllum illum látum. Hann beit í ermi hennar og reyndi að draga hana út.

Monica leitar að vinnu í Lundúnum

Hvíta húss lærlingurinn fyrrverandi, Monica Lewinsky, er nú að leita sér að vinnu í Lundúnum, eftir að hafa lokið meistaranámi við London School of Economics. Talsmaður hennar vill ekki upplýsa í hvaða geira hún sé að leita sér að vinnu, né hversu lengi hún verði í Lundúnum.

Lítill álfur á leiðinni

Bandaríska leikkonan Jenna Elfman, sem gerði garðinn frægan í þáttunum um Dhörmu & Greg, á von á sínu fyrsta barni. Hún og eiginmaður hennar Bodhi Elfman hafa verið gift í sextán ár, og eru sögð í skýjunum yfir þessari fjölgun í fjölskyldunni. Jenna er 35 ára gömul og umboðsmaður hennar segir að meðgangan sé henni bæði auðveld og ánægjuleg.

Niðurbrotin sjónvarpsstjarna

Breska sjónvarpsstjarnan Jade Goody er niðurbrotin manneskja eftir harkalega gagnrýni sem hún hefur fengið fyrir árásir sínar á Indversku kvikmyndaleikkonuna Shilpu Shetty, í raunveruleikaþættinum Big Brother á Channel 4. Breska lögreglan hefur sett vörð um heimili Goody, og yfirmenn Channel 4 koma saman til neyðarfundar í dag, til þess að ræða hvort leggja eigi þáttinn niður. Jade Goody er sökuð um stæka kynþáttafordóma.

Yfirhirðmey Sonju drottningar rekin

Yfirhirðmey Sonju drottningar Noregs hefur misst vinnuna og hirðin tjáir sig ekki um hvers vegna. Sidsel Wiborg, sem er 57 ára gömul hefur verið skráð veik í tíu mánuði, og staðfesti í samtali við norska blaðið VG, að henni hafi verið tilkynnt að ekki sé óskað eftir að hún komi aftur til vinnu.

Mills fær 3,6 milljarða króna

Heather Mills og Paul McCartney hafa, að sögn breska blaðsins News of The World, náð samkomulagi um greiðslur til Mills við skilnað þeirra. Hún mun fá um þrjá komma sjö milljarða króna fyrir fjögurra ára hjónabandið. Það mun vera bæði í reiðufé og fasteignum.

Sylvía Nótt var prúðmennskan uppmáluð

Sylvía Nótt er orðin prúð í fasi. Í fyrstu umferð Söngvakeppni Sjónvarpsins í gærkvöldi mætti hún í hvítum englakjól og ráðlagði væntanlegum sigurvegurum að sýna hógværð og vera með fæturna á jörðinni, því það væri miklu meira “kúl” en þau látalæti sem hún varð á sínum tíma fræg fyrir.

Flex Music kynnir SOS á Nasa

Flex Music kynnir S.O.S á NASA, laugardagskvöldið 03. í samstarfi við Hljóð-X og Corona. S.O.S eða "Sex On Substance" eins og skammstöfunin stendur fyrir er ein eftirsóttasta og flottasta plötusnúða grúbban í heiminum í dag.

Oprah er ríkust

Drottning spjallþáttanna, Oprah Winfrey, trónir á toppi lista yfir ríkustu konur skemmtanaiðnaðarins. Forbes tímaritið gefur listann út og metur eignir hennar á tæpa 105 miljarða króna.

Rannsóknarblaðamaður í Kastljósið

Friðrik Þór Guðmundsson hefur verið ráðinn í sérverkefni fyrir Kastljós í sjónvarpinu. Hann mun sinna rannsóknarvinnu bak við tjöldin.

Söfnuðu fyrir skólagöngu fátækrar stelpu í heilt ár

Æskulýðsfélagið í Digraneskirkju heitir Meme group og er fyrir krakka í 8-10. bekk. Krakkarnir í félaginu ákváðu að styrkja fátæka stelpu á Indlandi til náms. Litla stelpan heitir Lakshmi en nánari upplýsingar um hana er að finna á www.jarma.net.

Hringur fékk sparibauk

Pétur Þorsteinn Óskarsson frá Glitni, Hringur, Anna Marta Ásgeirsdóttir, Ásgeir Haraldsson prófessor í Barnalækningum og sviðsstjóri Barnalækninga á Barnaspítala Hringsins, og Vilhjálmur Halldórsson frá Glitni.

Hið þekkta og óþekkta

Myndlistarmennirnir Hlaðgerður Íris Björnsdóttir og Aron Reyr Sverrisson opna sýninu á verkum sínum í Listasafni Reykjanesbæjar á morgun kl. 14. Sýningin ber yfirskriftina "Tvísýna“ og er haldin í Duushúsum.

Kate djammar og djammar og djammar

Kate Moss hélt upp á 33 ára afmælið sitt á þriðjudaginn með því að eyða um 700.000 krónum á 24 tíma djammi. Hún byrjaði fjörið heima hjá sér og drakk kampavín með vinum sínum.

TOTO í Laugardalshöll

Hljómsveitin TOTO mun spila í Laugardalshöll 10. júlí næstkomandi. Það er mikill heiður að fá þessa snillinga hingað heim enda frábær 30 ára ferill að baki, yfir 25 milljónir plötur hafa selst sem innhalda t.d. lög eins og: Hold the line, Rosanna, Africa , Georgy Porgy & mörg fl.

10 reknir vegna vatnsdrykkjukeppni

Tíu starfsmenn útvarpsstöðvar í Kaliforníu hafa verið reknir vegna vatnsdrykkjukeppni sem þeir efndu til. Einn keppendanna dó út vatnseitrun. Á upptökum af keppninni má heyra þáttastjórnendur grínast með að hún gæti verið lífshættuleg, en þáttakendur hefðu undirritað yfirlýsingu sem firrti stöðina ábyrgð.

Diaz ósátt við Timberlake

Cameron Diaz og Justin Timberlake rifust í Golden Globe eftirpartýi. Að sögn viðstaddra voru endurfundir þeirra ekkert sérstaklega glaðlegir. Þau eru nýlega hætt saman.

Lay Low á Grand Rokk

Tónlistarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir eða Lay Low ásamt hljómsveit mun spila á tónleikum á Grand Rokk núna á laugardaginn 20. janúar. Lay Low og hljómsveit eru einmitt á leiðinni til Cannes á sunnudaginn til að spila á tónlistarhátíðinni Midem sem haldin er þar ár hvert.

Minningartónleikar Manuelu Wiesler

Haldnir verða tónleikar í Langholtskirkju sunnudaginn 21.janúar þar sem íslenskir flautuleikarar heiðra minningu Manuelu Wiesler sem lést 22.desember sl. Á tónleikunum verða leikin verk eftir íslensk tónskáld sem mörg hver voru samin sérstaklega fyrir Manuelu.

Pink fór í geitarhús

Poppstjarnan Pink hefur beðið Ástrali afsökunar á því að hafa stutt dýraverndarsamtök sem berjast gegn ástralskri ullarverslun. Ástæðan er sú að það er siður rúningarmanna í Ástralíu að klippa laust skinn aftan af kindum til þess að verja þær fyrir ágangi flugna.

James Brown ennþá ofan jarðar

Mánuði eftir dauða sinn og þrem vikum eftir útförina hefur sálarsöngvarinn James Brown enn ekki verið lagður til hinstu hvíldar, meðan hugsanlegir erfingjar rífast um jarðneskar eigur hans.

Áttleysur og útþráin

Í hinu snyrtilega húsnæði gallerís i8 á Klapparstíg stendur frakkaklæddur gestur og heldur myndlistarmanni á snakki. Myndlistarmaðurinn er búinn að koma fyrir tveimur stórum stálplötulaga verkum á gólfinu en umhverfis eru 32 ferhyrnd en aflöng verk í römmum: öll sýna það sama - fleyg úr áttunum 32 á áttavitanum.

PlayStation 3 vélar rokseljast

PlayStation 3 leikjatölvan, sem Sony fyrirtækið setti á markað í Bandaríkjunum og Japan í nóvember, hefur selst í meira en tveimur milljónum eintaka.

Íslensk Passat auglýsing gerir það gott

Ímyndarauglýsing fyrir Volkswagen Passat sem Hvíta húsið og Saga film gerðu fyrir bifreiðaumboðið HEKLU er nú sýnd við góðan orðstír á sjónvarpsstöðvum í Suður-Kóreu og Ungverjalandi.

Búinn í meðferð

Keith Urban hefur verið útskrifaður úr meðferð og er nú á leið í tónleikaferðalag. Hann ætlar að kynna plötu sína Love, Pain and The Whole Crazy Thing.

Tvær milljónir seldar

Sony fyrirtækið tilkynnt að PlayStation 3 vélin hafi selst í meira en 2 milljónum eintaka eða 1 milljón véla í Bandaríkjunum og 1 milljón í Japan. Er þetta er í takt við þau takmörk sem Sony fyrirtækið setti sér fyrir árslok 2006.

Pitt og Jolie flytja til New Orleans

Brad Pitt og Angelina Jolie hafa flutt fjölskyldu sína til New Orleans. Þau festu kaup á hefðarsetri fyrir um 247 miljónir króna í franska hluta borgarinnar.

Nintendo sigurvegari

Margir velta því fyrir sér hvernig Sony muni reiða af í baráttu leikjatölvuframleiðendanna þriggja á árinu. Flestir eru þó sammála um að Sony hafi lotið í lægra haldi fyrir Nintendo, sem sló óvænt í gegn með nýrri leikjatölvu undir lok síðasta árs.

Allt á fullu hjá Victoriu

Það stendur meira til í ferð Victoriu Beckham til Bandaríkjanna en að skoða hús og skóla. Hún var á Golden Globe verðlaunahátíðinni með Tom Cruise og konu hans Katie Holmes. Í dag ætlar Victoria að hitta Jennifer Lopez.

Helen Mirren var drottning Golden Globe

Babel hlaut Golden Globe verðlaunin sem besta kvikmyndin í Hollywood í gærkvöldi, en breska leikkonan Helen Mirren stal þó senunni á sextugsaldri með því að hljóta tvenn verðlaun, fyrir að leika tvær Bretlandsdrottningar. Forest Whitaker var valin besti kvikmyndaleikarinn og Martin Scorsese besti leikstjórinn.

Sjá næstu 50 fréttir