Fleiri fréttir

Steinar um Stein Steinar

Rithöfundurinn Steinar Bragi mun lesa upp úr bók sinni, Hið stórfenglega leyndarmál Heimsins, í tóbaksversluninni Björk í Bankastræti kl. 20.30 í kvöld.

Skemmtilegur jólapakki

Eitt af því sem Sufjan Stevens er þekktur fyrir eru gríðarleg afköst. Hann virðist geta mokað út snilldar­verkunum svo fyrirhafnarlítið að maður er næstum því farinn að trúa því að hann geti staðið við yfirlýsingar sínar um að gera eina plötu um hvert ríki Bandaríkjanna fljótlega.

Síðkaþólskt gæðapopp

Lofsvert framtak að gefa út kveðskap Jóns Arasonar biskups. Kemur nú fyrsta sinni á bók í heild sinni – með vönduðum skýringum Kára Bjarnasonar og greinargóðum inngangi Ásgeirs Jónssonar.

Segjast ekki vera í Vísindakirkjunni

Hollywood-stjörnurnar Jennifer Lopez og Jim Carrey vísa á bug sögusögnum þess efnis að þau hafi snúist til trúar Tom Cruise og félaga í Vísindakrikjunni vestur í Bandaríkjunum. Bæði hafa þau vingast við tommustokkinn Cruise nýlega en segjast ekki hafa neinn áhuga á Vísindakirkjunni og hlógu að fréttunum þegar þær voru bornar undir þau.

Segist ekki nota kókaín

Í vikunni birti dagblaðið The New York Post ljósmyndir þar sem greinilega má sjá agnir af hvítu efni í nösunum á Paris Hilton. Myndin var tekin eftir að Paris og vinur hennar Brandon Davis snæddu saman hádegisverð og yfirgáfu bíl þess síðarnefnda.

Sakar Green Day um lagastuld

Gítarleikarinn Noel Gallagher úr hljómsveitinni Oasis sakar bandarísku hljómsveitina Green Day um að stela lagi Oasis, Wonderwall. Noel sagði í nýlegu viðtali að ef hlustað væri á lagið Boulevard og Broken Dreams gaumgæfilega þá heyrðist greinilega að hljómaganginum og uppbyggingunni hefði verið stolið úr Wonderwall.

Pétur spilar í kvöld

Tónlistarmaðurinn Pétur Ben heldur tónleika í Tjarnarbíói í kvöld. Pétur hlaut nýverið þrjár tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Var hann tilnefndur fyrir bestu plötuna í flokknum rokk/jaðartónlist, sem söngvari ársins og sem bjartasta vonin.

Óvinafagnaður sett í salt

„Þetta var bara samningur milli mín og kvikmyndamiðstöðvarinnar að myndin skyldi vera tekin út að þessu sinni og þannig rýmt fyrir aðrar," segir Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri.

Obbosí í Ráðhúsinu

Leikkonan Kristjana Skúladóttir og hljómsveit heldur útgáfutónleika í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag kl. 16. Þar verður á dagskrá efni fyrir börn sem er á geisladisknum OBBOSÍ sem út kom fyrir skemmstu. Þetta verða því sannkallaðir barna- og fjölskyldutónleikar þar sem aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Mættir Max og Mórits

Um kaffileytið geta göngumenn af Laugaveginum skotist inn í Súfistann og ornað sér við veitingar, söng og lestur úr sígildum kvæðabálki Vilhelm Busch af hrekkjusvínunum Max og Mórits og þeirra grimmilegu örlögum.

Mikilvæg Pakkajól

Eins og undanfarin ár heldur útvarpsstöðin Bylgjan hin svokölluðu Pakkajól þar sem fólk er hvatt til að gefa eina auka jólagjöf fyrir jólin handa bágstöddum börnum á Íslandi.

Margt um Mannakorn

Tveir diskar detta í fangið á hlustandanum: Ekki dauðir enn og Jól með Mannakornum. Sá fyrri skrapp úr pressunum í vor og geymir upptökur frá þrítugsafmæli hljómsveitarinnar, hinn seinni nýkominn og geymir sígildar jólaperlur. Báðir diskarnir koma út hjá forlaginu Sögur.

Man ekki textann

Jessica Simpson er ekki að gera neitt sérstaklega góða hluti þessa dagana. Á seinni árum hefur hún farið að þreifa fyrir sér á hvíta tjaldinu meðfram söngnum.

Lög á léttum nótum

Þórunn Guðmundsdóttir syngur eigin jólalög undir yfirskriftinni Það besta við jólin í tónleikaröðinni 15:15 í Norræna húsinu á morgun. Einnig munu félagar úr leikfélaginu Hugleik flytja leikþáttinn Ein lítil jólasaga og jólasöngleikinn Mikið fyrir börn eftir Þórunni.

Krot á strætó orðið að vandamáli

Í vikunni lak myndband á netið sem sýnir tvo unga drengi vinna skemmdarverk á strætisvagni með úðabrúsum. Skemmdarverk af þessu tagi eru ekki algeng á Íslandi en rekstrarstjóri Strætó segir að myndbandið sé ekki góðs viti. Ómar Ágústsson baráttumaður og áhugamaður um graff segir að málin muni bara versna, verði graff-listamönnum ekki veitt aðhald.

Listamenn heimsóttir

Í húsi listamanns er safn viðtala sem birtust í Morgunblaðinu á árunum 1980 til 1982 og 1998. Í viðtölunum heimsækir höfundur íslenska listamenn sem flestir eru gengnir og bregður upp svipmyndum af þeim. Í flestum tilfellum setur höfundur sig í stellingar áhorfandans, fylgist með viðkomandi listamanni á heimilinu eða á vinnustofunni og ritar athugasemdir sem frá þeim falla um lífið, listina, samfélagið.

Jólatónleikar hjá Kammersveitinni

Kammersveit Reykjavíkur efnir til hefðbundinna jólatónleika sinna í Áskirkju á morgun kl. 16. Að þessu sinni verða þetta miklir fjölskyldutónleikar, því Nardeau-fjölskyldan leikur öll einleik og að auki spila þær þrjár systur Ingólfsdætur einleikinn í Jólakonsert Corellis.

JóJó gleymir ekki gleymda fólkinu

„Þetta er gleymda fólkið í þjóðfélaginu,“ segir götuspilarinn JóJó. Hann er að búa sig undir för á réttargeðdeildina á Sogni ásamt trymblinum Papa Jazz – Guðmundi Steingrímssyni – og með þeim í för verður bassaleikari úr Sinfóníunni sem heitir Dean Farell.

Hver átti að leika hvern?

Þegar leikarar í Hollywood velja sér hlutverk í kvikmyndum, þurfa þeir að vera afar passasamir. Röng hlutverk gætu komið harkalega niður á vinsældum þeirra og auðvelt er að veðja á rangan hest. Eins þurfa framleiðendur að vera mjög varkárir þegar þeir velja leikara í hlutverk, en hinn almenni áhorfandi er mjög kröfuharður.

Hornby floppar

Nýjum söngleikjum farnast ekki vel á Broadway þessi dægrin. Raunar var rokksöngleik byggðum á leikverki Frank Wedekinds, Vorið vaknar, tekið vel á forsýningum og frumsýningu í vikunni, en söngleikur sem byggir á skáldsögu Nick Hornby, High Fidelity, lauk keppni á miðvikudag eftir aðeins fjórtán sýningar.

Hjarðmyndun í Hollywood

Frægu stjörnurnar í Hollywood hafa tilhneigingu til að hópa sig saman og vera áberandi í skemmtanalífinu. Fréttablaðið kynnti sér nokkra af þekktustu vinum kvikmyndaborgarinnar.

Heragi í hljóðverinu í L.A.

Rokksveitin Mínus er nýkomin heim eftir að hafa tekið upp nýja plötu í Los Angeles. Þar unnu þeir með þekktum upptökustjóra.

Víða opin hús í dag

Myndlistarfólk er tekið að stunda það helgar fyrir hátíðir að opna vinnstofur sínar almenningi og bjóða verk til sölu, stór og smá, Stöllurnar Ólöf Björg, Svava K. Egilson og Alice Olivia Clarke reka sameiginlega vinnustofu í Hafnarfirðinum í húsinu Dverg sem er á Brekkugötu 2 við Lækjargötu í hjarta bæjarins.

Hátíðlegt við Hagatorg

Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands verða haldnir í Háskólabíói í dag en sveitin hefur í rúman áratug kappkostað að koma landsmönnum í hátíðarskap með aðstoð góðra gesta.

Eins og Tony Blair

David Hasselhoff lítur á sjálfan sig sem bandarískan Tony Blair. Fyrrum Baywatch-stjarnan og núverandi poppgoðið segist líta upp til Blair og dást að siðgæði hans og almennri afstöðu.

Einkabílstjóri Yoko Ono fangelsaður

Fyrrverandi einkabílstjóri Yoko Ono, ekkju Johns Lennon, hefur verið fangelsaður fyrir að hafa reynt að hafa um 140 milljónir króna af Yoko og fyrir að áforma að láta myrða hana.

Bob hótar málssókn og látum

Hinn 27. desember verður kvikmyndin Factory Girl frumsýnd í Bandaríkjunum en hún fjallar um Edie Sedgwick sem lék í mörgum stuttmyndum eftir Andy Warhol og var honum mikill innblástur.

Blendnar tilfinningar Benedikts

„Þeir sem vilja fá klikkað leikhús, fá klikkað leikhús. Þeir sem vilja fá blóð fá blóð, þeir sem vilja söngleik fá söngleik, þeir sem vilja absúrd leikhús fá absúrd leikhús og þeir sem vilja venjulegt leikhús fá venjulegt leikhús.

Bjargaði gísl frá mannræningjum

Einum aðstoðarmanni tónlistar­mannsins Wyclef Jean var rænt af mannræningjum í Haítí á dögunum. Ræningjarnir kröfðust 250 þúsund dollara lausnargjalds fyrir manninn, en hann heitir Bidthlerson Brutus.

Ánægja með nýju Rocky

Almenn ánægja ríkir meðal áhorfenda með nýjustu kvikmynd Sylvester Stallone, Rocky 6, en margir spáðu því að búið væri að blóðmjólka persónuna. Sextán ár eru síðan síðasta Rocky-mynd kom út og heil þrjátíu síðan fyrsta myndin leit dagsins ljós.

Guðni Th. Jóhannesson

Kosturinn við sagnfræðina er að hún kemur stundum á óvart. Guðni Th. Jóhannesson varpar í riti sinu um svokallaða óvini ríkisins bombu inn í íslenska stjórnmálaumræðu. Þar rekur hann skilvíslega hvernig ríkisstarfsmenn fengu leyfi domar, möglunarlaust, til að hlera síma. Nú liggur hún ósprunginn í garði þjóðarinnar.

Æðri kóngafólki?

Sharon Stone er ekki vel liðin í Noregi þessa dagana. Leikkonan var viðstödd hátíðarmálsverð vegna afhendingu friðarverðlauna Nóbels í Osló um síðustu helgi, en slíkir viðburðir lúta ströngum reglum um veisluhald og borðsiði.

Víkin fær styrk

Sjálfseignarstofnunin Víkin sem stendur fyrir Sjóminjasafninu í Reykjavík á Grandagarði fær fjárstyrk sem nemur tíu milljónum á ári næstu þrjú ár. Safnið var stofnað fyrir tveimur árum og opnaði fyrstu sýningu sína á Hátíð hafsins snemmsumars það ár.

Troðfullt á jólatónleikum í Dalvíkurkirkju

Hátt í 400 manns troðfylltu Dalvíkurkirkju í gærkvöldi á jólatónleikum sem Sparisjóður Svarfdæla bauð til. Á tónleikunum söng Dalvíkingurinn Friðrik Ómar, ásamt hljómsveit og söngkonunni Regínu Ósk. Efnisskráin var prýdd í bland efni af nýútkomnum hljómdiskum þeirra Friðriks Ómars og Regínu Óskar, auk jólaefnis.

Vinna að Ameríkudraumnum

Hljómsveitina Búdrýgindi ættu allir að kannast við, en þeir unnu Músíktilraunir árið 2002, einungis 15 ára gamlir. Í dag standa strákarnir á tímamótum því þeir útskrifast allir úr menntaskóla núna um jólin. Á döfinni er að taka upp ný lög og svo er á teikniborðinu að reyna „meika það“ í Ameríku undir nýju nafni.

Vill vinna með Floyd

Rapparinn Lupe Fiasco vill vinna með hljómsveitinni fornfrægu Pink Floyd eða einhverjum meðlimum hennar á næstunni.

Útsölunni lokið

Það hefur ekki heyrst mikið frá drengjunum í Buttercup síðustu ár. Þeir voru heitir á sveitaballamarkaðnum í kringum aldamótin með söngkonuna Írisi Kristinsdóttur fremsta í flokki. Þá komu út plötur með afspyrnuslökum titlum á borð við Allt á útsölu og Butt-ercup.is en á þeim leyndust ágætis popplög.

Trabant snýr aftur með nýtt efni

„Við erum náttúrlega ekki búnir að spila í hálft ár, en það verður allt brjálað á laugardaginn," segir Gísli Galdur Þorgeirsson, einn meðlima hljómsveitarinnar Trabants.

Suðurland fær meðbyr

„Maður getur aldrei sagt af eða á í svona málum, væri bjánalegt að staðfesta eitt eða annað enda er það með þennan bransa eins og með svo margt annað að hlutirnir breytast ansi hratt," segir leikarinn Stefán Karl Stefánsson.

Til bjargar Spears

R&B söngkonan Mary J. Blige ver kynsystur sína Britney Spears í nýju viðtali, en fjölmiðlar hneykslast á hegðun Spears á hvejum degi. Spears, sem nýlega skildi við Kevin Federline, hefur verið áberandi í skemmtanalífinu og hafa papparassar verið duglegir við að fylgja henni eftir og ná af henni myndum á röngum tíma og á röngum stað.

Sprengingar og sverðaglamur í ársbyrjun

Jack Bauer heldur áfram að bjarga heiminum og menn berast enn á banaspjótum í Róm í nýjum þáttaröðum 24 og Rome sem hefja göngu sína í Bandaríkjunum í upphafi árs. Þættirnir munu skila sér hratt og örugglega til Íslands þannig að aðdáendur þeirra geta farið að hlakka til.

Samtal við listasöguna

Sýningin Frelsun litarins verður opnuð í Listasafni Íslands í dag. Um er að ræða tímamótasýningu á verkum frönsku expressjónistanna, eða fauvistanna, og geta gestir nú í fyrsta sinn barið augum verk málara á borð við Renoir og Matisse hér á landi.

Stelpurnar, Strákarnir og Svínasúpan fá gulldisk

Nýútkomnir DVD-diskar með grínþáttunum Stelpunum, Strákunum og Svínasúpunni hafa náð þeim áfanga að hafa selst í yfir 5 þúsund eintökum. Af því tilefni verður leikurum og aðstandendum þessara skemmtilegu grínþátta, sem sýndir voru á Stöð 2, afhentir gulldiskar á morgun laugardag. Einnig fær Mæðrastyrksnefnd afhendar gjafir.

Ræna Donald Trump

Á næsta ári verður tekin upp ný kvikmynd sem skartar engum öðrum en þeim Eddie Murphy og Chris Rock í aðalhlutverki. Rock og Murphy munu leika húsverði í Trump Tower sem leggja á ráðin um að ræna húsráðandann sjálfan, Donald Trump.

Sjá næstu 50 fréttir