Fleiri fréttir

Barist um Frank-N-Furter

Rokksýningin Rocky Horr-or hefur verið vinsæl hjá bæði áhugaleikhópum og atvinnuleikhúsum. Ekki fær þó hver sem er að bregða sér í hlutverk Frank- N-Furter. Sigurður Kaiser setur verkið upp eftir áramót.

Aðfangadagur tungunnar

Í kvöld verður upplestrarhátíð Bjarts á Kaffi Sólon í Bankastræti. Þær Bjartsfreyjur segja hátíðina bera upp á aðfangadag íslenskrar tungu, en á morgun verður afmælisdagur Jónasar haldinn hátíðlegur. Hefst hátíðahaldið í kvöld kl. 20.30, stundvíslega.

Lýstu eftir horfnum félaga í tapað-fundið

Ekki er heiglum hent að vera ástfanginn og eiga hrekkjalóma fyrir vini en því kynntist Elvar Freyr Helgason. Í smáuglýsingu í Fréttablaðinu sem birtist á mánudag lýstu þrír vinir eftir Elvari og segja hann hafa tapað sér í sambandssýki. Vilja félagarnir endilega að fólk láti vita ef það heyrir í honum. "Því við gerum það ekki," stendur í auglýsingunni sem birtist undir flokknum "Tapað-fundið".

PS3 næstum uppseld í Japan

Sala á leikjatölvunni PlayStation 3 frá Sony hófst í Japan á laugardag. Tölvurnar dvöldu ekki lengi í hillum verslana því óþreyjufullir leikjatölvuunnendur rifu þær jafnóðum út. Strax á mánudag voru þær við það að seljast upp enda fóru einungis hundrað þúsund stykki í sölu.

Fréttir af fólki

Söngkonan íturvaxna Beyoncé Knowles vill nú fara að eignast börn og fjölskyldu ásamt unnusta sínum Jay-Z. „Það er fullt af hlutum í heiminum sem ég á ekki en vil eiga. Núna er ég tilbúin að eignast börn, fjölskyldu og taka mér smá frí,“ segir Beyoncé.

Vill nýtt nef

Í viðtali við W Magazine segist Cameron Diaz ætla sér í lýtaaðgerð. Hún kveðst þó ekki ætla sér að leggjast undir hnífinn af fegrunarástæðum, enda hefur leikkonan oft prýtt lista yfir fegurstu konur heims.

Vesalingar á Broadway

Vesalingarnir koma aftur upp á Broadway í nóvember og hefjast forsýningar aðra helgi. Eru sýningar áætlaðar í sex mánuði. Það er sama gengið sem stendur að sýningunni og vann upphaflegu sviðsetninguna fyrir RSC sem frumsýnd var síðla árs 1985. Sú sviðsetning flutti síðan í West End og á Broadway. Þar gekk hún frá 1987 til 2003.

Tilnefnd til verðlauna

það styttist í að Myndstefsverðlaunin svokölluðu verði veitt og var tilkynnt á föstudag hverjir væru tilnefndir að þessu sinni. Sex myndhöfundar, þrjár konur og þrír karlar, keppa um heiðursverðlaun Myndstefs, myndhöfundasjóðs Íslands, en forseti Íslands úthlutar þeim hinn 21. nóvember næstkomandi. Það verður í annað sinn sem verðlaunum Myndstefs er úthlutað.

Söng dúett með Bono

Bono, söngvari U2, söng óvænt dúett með Kylie Minogue á tónleikum hennar í Ástralíu. Sungu þau lagið Kids sem Kylie söng upphaflega með Robbie Williams.

Sextán sveitir keppa

Sextán hljómsveitir hafa skráð sig í hina alþjóðlegu hljómsveitarkeppni Global Battle of the Bands sem verður haldin dagana 15.-24. nóvember í Hellinum, tónleikasal Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar (TÞM).

Spiderman eignast barn

Köngulóarmaður-inn Tobey Ma-guire hefur eignast sitt fyrsta barn með unnustu sinni, Jennifer Meyer. Eignuðust þau stúlku á sjúkrahúsi í Los Angeles.

Enn til miðar á Sykurmolana!

Sykurmolanir fagna 20 ára AMMÆLI sínu með því að koma saman að nýju og leika á einum einstökum afmælistónleikum í Laugardalshöll, næstkomandi föstudag þann 17. nóvember. RASS OG Dj@mundo hafa bæst við dagkskrá afmælistónleikanna.

Sakna ekki Robbie

Strákarnir í hinni fornfrægu hljómsveit Take That segjast ekkert sakna Robbie Williams. Þeir Gary Barlow, Howard Donald, Mark Owen og Jason Orange ákváðu að sameina sveitina á ný eftir langa pásu en Robbie Williams, sem hefur náð mestri frægð af þeim öllum, ákvað að vera ekki með.

Reyklaus böll í mörgum skólum

Menntaskólar landsins hafa margir hverjir tekið sig saman og gert böllin hjá sér algjörlega reyklaus. Þetta hefur gefið góða raun. Menntaskólinn við Sund er einn af þessum skólum og segir Arnar Ágústsson, ármaður skólafélags MS, að þetta hafi verið ákveðið í vor.

Orrustan um Alsír sýnd

Við lát ítalska leikstjórans Gillo Pontecorvo fyrir skemmstu hafa menn víða um lönd dustað rykið af meistaraverki hans frá 1966, Orrustunni um Alsír, eða La Battaglia di Algeri. Í kvöld og á laugardag verður hún sýnd í Bæjarbíói í Hafnarfirði á vegum Kvikmyndasafnsins.

Opnun lífsstílsbúðar fagnað með stæl

Verslunin 3 hæðir á Laugavegi hefur verið opin í smá tíma en á föstudaginn blésu aðstandendur búðarinnar til veislu í tilefni opnunarinnar. Fjölmenni var mætt til berja þessa svokölluðu lífsstílsbúð augum en þar kennir margra grasa og vöruúrvalið er afar fjölbreytt.

Neitar að hreinsa mannorð Mills

Nafn Heather Mills bar á góma í viðtali sem hin virta sjónvarpskona Daphne Barak tók við vopnasalann Adnan Khashoggi. Því hefur lengi verið haldið fram að fyrirsætan og fyrrum eiginkona Pauls McCartney hafi gert sig út sem vændiskona á árum áður og Khashoggi hafi verið einn viðskiptavinanna.

Milljarðar boðnir í kynlífsmyndband

Kevin Federline, fyrrverandi eiginmaður Britney Spears, býður nú hæstbjóðanda til sölu kynlífsmyndband með sér og Britney til að hefna sín á henni eftir að hún sótti um skilnað. Hafa honum þegar verið boðnir tæpir 3,4 milljarðar króna fyrir myndbandið af kvikmyndafyrirtæki nokkru. Vill það dreifa því á netinu til að allur umheimurinn geti séð hvað fór fram í svefnherberginu hjá þeim.

Mikil upphefð fyrir lítinn veitingastað við höfnina

Veitingastaðurinn Sægreifinn, og sérstaklega humarsúpan sem prýðir matseðil hans, hlaut á sunnudag lofsamlega umfjöllun í þeim hluta New York Times sem helgaður er ferðalögum. Þetta ætti ekki að koma þeim sem stundað hafa staðinn á óvart, en hann hefur notið mikilla vinsælda.

Micarelli til Íslands

Fiðluleikarinn Lucia Micarelli, sem stal senunni um stund á tónleikum Ian Andersons úr Jethro Tull í Laugardalshöll 23. maí, heldur tónleika á Nasa 9. desember.

Bannið þessa sjúku bók

Allt útlit er fyrir að hagsmunasamtök á Írlandi muni reyna að fá örmyndasögubók Hugleiks Dagssonar, Should You Be Laughing At This?, bannaða þar í landi en bókin þykir senda unglingum vægast sagt varasöm skilaboð.

McQueen gerir brúðarkjólinn

Ofurfyrirsætan Kate Moss hefur ákveðið hvaða hönnuður fær hann þann heiður að hanna brúðarkjól hennar. Þetta er eftirsóknarvert meðal hönnuða enda Moss mikið tískutákn. Það er góðvinur hennar, Alexander McQueen, sem fær að hanna brúðarkjólinn og segist hann vera alsæll með að Moss treysti honum fyrir að gera kjólinn.

Jack Palance er látinn

Bandaríski leikarinn Jack Palance er látinn, 87 ára að aldri. Ferill Palance spannaði sex áratugi. Hann vann Óskarinn árið 1992 fyrir gamanmyndina City Slickers. Vakti hann mikla athygli þegar hann gerði armbeygjur með annarri hendi er hann tók á móti verðlaununum.

Idol-Heiða stjórnar sjónvarpsþætti

Aðalheiður Ólafsdóttir, betur þekkt sem Heiða úr Idolinu, mun stjórna nýjum tónlistarþætti á Skjá einum í vetur þar sem sýnd verða myndbönd með öllu því nýjasta og vinsælasta í tónlist hverju sinni. „Ég mun verða með upprifjun á gömlu og góðu efni inn á milli þannig að þátturinn ætti að geta höfðað til allra,” segir Heiða og bætir því við að þátturinn verði hálftímalangur á hverju föstudagskvöldi.

Heiðraður af Dönum

Leikstjórinn Dagur Kári Pétursson fær enn eina rósina í hnappagatið en tilkynnt hefur verið að leikstjórinn hljóti hin virtu Peter Emil Refn-verðlaun sem afhent verða 22. nóvember næstkomandi.

Gröndalshús í hættu

Undir lok vikunnar síðustu tók hópur manna sig til í Reykjavík og fór í blysför frá Þingholtsstræti að húsi Benedikts Gröndal við Vesturgötu 16b. Förin var gengin til að mótmæla áformum borgaryfirvalda sem nýlega keyptu húsið og hyggjast flytja það í Árbæ.

Gaza-ströndin

Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir sýningu á kvikmyndinni Gaza Strip á Kaffi Kúltúra í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18, í kvöld. Hljómsveitin Retro Stefson mun leika nokkur lög áður en sýningin hefst og Sveinn Rúnar Hauksson læknir heldur stutta tölu um aðskilnaðarmúrinn sem risinn er á herteknu palestínsku landi og ástandið á Gaza.

Frábær byrjun á nýjasta tónleikastaðnum í borginni

Nýja viðbótin á verslunarmarkaðnum, Liborius við Mýrargötu, hefur gefið sig út fyrir að vera ekki bara fataverslun. Það var aldeilis sýnt og sannað á laugardaginn en þá hélt Daníel Ágúst Haraldsson tónleika inni í búðinni með fullskipaða hljómsveit.

Frímann á iTunes

Aðdáendum gamanþáttarins Sigtið, sem var nýverið tilnefndur til Eddu-verðlaunanna, gefst nú kostur á að nálgast þáttinn á iTunes. Hægt er að sækja þáttinn á vefslóðinni www.podcast.is og horfa á hann beint í tölvunni eða flytja hann yfir á iPod og horfa á hann hvar sem er.

Faðir Mick Jagger er látinn

Joe Jagger, faðir Micks Jagger úr The Rolling Stones, er látinn, 93 ára að aldri. Mick, sem var staddur í Bandaríkjunum á A Bigger Bang-tónleikaferðinni, flaug til Bretlands til að hitta pabba sinn eftir að hann hafði fengið lungnabólgu en flaug síðan til Las Vegas þar sem Stones hélt tónleika. Joe Jagger bjó skammt frá heimili sonar síns í suðvesturhluta London. Þar bjó hann ásamt konu sinni Evu þar til hún lést árið 2000, skömmu áður en þau áttu 60 ára brúðkaupsafmæli.

Fleiri gesti – takk

Á laugardag var hrint af stað átaki Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem vill sjá fleiri gesti á hljómleikum sínum í Háskólabíói. Átakið fór í gang með árlegri bíósýningu þeirra á Melunum, en þar var sýnd Chaplin-dagskrá og lék hljómsveitin undir.

Engin trúarbrögð

Tónlistarmaðurinn Elton John segir að banna eigi trúarbrögð því þau skorti samúð og ýti undir fordóma gagnvart samkynhneigðum. Elton heldur þessi fram í viðtali við tímaritið Music Monthly.

Ásgerður syngur lög Magnúsar Blöndal

Ásgerður Júníusdóttir stendur í ströngu þessa dagana. Hún er að frumæfa nýja óperu sem frumsýnd verður í lok vikunnar og jafnframt tekin til við að kynna disk sinn með sönglögum eftir Magnús Blöndal Jóhannsson sem kemur út fljótlega. Nýi diskurinn hefur að geyma öll sönglög Magnúsar Blöndals en fæst þeirra hafa komið út áður.

Allt búið hjá Jude og Siennu

Svo virðist sem allt sé búið milli Siennu Miller og Judes Law, eða hvað? Fjölmiðlar hafa ekki getað treyst einni einustu frétt af parinu sem hefur verið sundur og saman síðastliðið ár og fáum kæmi það á óvart ef skötuhjúin birtust á næstu dögum með þá yfirlýsingu að allt væri í himnalagi.

Borgarstjórinn opnar sölu á rauðum nefjum

Í dag, mánudaginn 13. nóvember kl. 11:00, mun Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri , ásamt allri borgarstjórn, leggja sitt af mörkum og kaupa rauð trúðanef.

CCP gleypir þekktan bandarískan leikjaframleiðanda

Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP hf., sem framleiðir og selur EVE Online, og bandaríska útgáfufélagið White Wolf Publishing, Inc. tilkynntu sameiningu fyrirtækjanna um helgina. Fyrirtækin halda starfsemi sinni áfram undir óbreyttum nöfnum, en bandaríska fyrirtækið verður rekið sem dótturfyrirtæki CCP. Hilmar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, verður forstjóri og stjórnarformaður fyrirtækjanna. Í sameiginlegri tilkynningu félaganna segir að við sameininguna verði til stærsta fyirrtæki heims á sviði sýndarheima, eða Virtual Worlds, sem sé nýtt skemmtanaform, aðskilið frá hefðbundnum tölvuleikjum.

Valnefndarmenn Eddunnar hafa orðið fyrir áreitni

"Að menn tilnefni sjálfa sig? Það er auðvitað ekki um það að ræða,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, stjórnarmaður í kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni. Nokkur ólga er meðal kvikmyndagerðarmanna því stjórnin hefur ákveðið að gefa ekki út opinberlega hverjir skipa hverja valnefnd, þeirra sem völdu hverjir hlutu tilnefningu til Edduverðlauna.

Bara tveir eftir í múm

Aðeins tveir meðlimir eru eftir í hljómsveitinni múm, sem hitar upp fyrir Sykurmolana í Laugardalshöll 17. nóvember, eða þeir Örvar Þóreyjarson Smárason og Gunnar Tynes.

Portus hrósað í Feneyjum

Íslenski sýningarskálinn á Feneyja-tvíæringnum um byggingarlist og borgarskipulag hlaut á miðvikudag sérstaka viðurkenningu dómnefndar þegar Gullna ljónið var afhent við hátíðlega athöfn.

FLEX music með dansveislu

Nú er 6 mánaða bið á enda og súperplötusnúðurinn Desyn Masiello á leið til landsins í fyrsta skiptið og spilar 1.desember á NASA við Austurvöll.

Hiphop á Barnum

Fyrstu tónleikarnir í mánaðarlegu tónleikahaldi Triangle Productions á Barnum verða haldnir í kvöld. Hiphop verður á efnisskránni í kvöld og koma fram Beatmakin Troopa, Steve Samplin, Rain og Agzilla.

Aldingarðurinn

Á mánudaginn, 13. nóvember, kemur út hjá Hjá Vöku Helgafelli Aldingarðurinn eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Aldingarðurinn kemur út samtímis í Bandaríkjunum og á Íslandi.

Á eigin vegum

Hjá Vöku-Helgafelli er komin út bókin Á eigin vegum eftir Kristínu Steinsdóttur.

Skeggbylgja meðal íslenskra karlmanna

Sífellt fleiri íslenskir karlmenn bera nú skegg. Þetta er sérstaklega algengt meðal þekktra Íslendinga en almennt má segja að komið sé í tísku að vera með skegg. Logi Bergmann Eiðsson var meðal þeirra fyrstu til að ríða á vaðið og í kjölfarið birtist Haukur Holm með myndarlegt skegg. Fleiri virðast vera farnir að bætast í hópinn.

Sjá næstu 50 fréttir