Fleiri fréttir

Ingvar vann í annað sinn

Feðgarnir Ingvar E. Sigurðsson og Áslákur Ingvarsson unnu til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Troia í Portúgal. Áslákur hlaut verðlaun sem athyglisverðasti nýliðinn á hátíðinni og Ingvar hlaut silfur höfrunginn fyrir bestan leik í aðalhlutverki. Þetta er í annað sinn sem Ingvar vinnur þessi verðlaun, en hann hlaut þau einnig fyrir Engla alheimsins árið 2000.

Uppáhaldsborgin er Kaupmannahöfn

"Þó það hljómi ekki frumlega, verð ég að segja Kaupmannahöfn," segir Guðrún Kristjánsdóttir, kynningarstjóri Listahátíðar, aðspurð um uppáhaldsborg.

Ný vefsíða um Grikkland

Nýlega var opnuð heimasíðan grikkland.is. Þar má finna upplýsingar um hótel í Aþenu og á Santorini og einnig ýmsa tengla sem koma Grikklandsförum til góða.

Sumarfatnaður á útsölu

Sumarfatnaðurinn er á útsölu hjá versluninni Friendtex í Síðumúla 13 í Reykjavík.

Líflegur markaður í miðri London

Spitalfields-markaðurinn í London á sér langa sögu. Skemmtilegast er að heimsækja markaðinn á sunnudögum. Þá iðar hann af lífi.

Flatey býr yfir sérstökum þokka

Flatey á Breiðafirði er söguríkur staður sem býr yfir sérstökum þokka. Þar er fámennt og góðmennt yfir veturinn og á vorin vaknar allt til lífsins.

Sumartilboð í Hans Petersen

Nú hafa verslanir Hans Petersen í Kringlunni og á Laugavegi 178 tekið í notkun tvær gerðir af nýjum stafrænum framköllunarvélum. Af því tilefni eru sumartilboð í versluninni.

Réttur klæðnaður í unglingavinnuna

Fyrir þá svartsýnu (sumir segja raunsæju) er rétt að líta í Húsasmiðjuna fyrir helgina þar sem regnföt eru á tilboði þessa dagana.

Tilboð í Blómavali

Í tilefni þjóðhátíðardagsins stendur nú yfir tilboð í Blómavali á nokkrum blómategundum með næstum helmingsafslætti.

Meistaratilboð

Sjónvarpsmiðstöðin í Síðumúla 2 er með tilboð á ýmsum vörum meðan á Evrópumeistarakeppninni í fótbolta stendur í Portúgal.

Uppáhaldsstaður Gísla Óskarssonar

"Uppáhaldið mitt er óbyggðirnar á Íslandi eins og þær leggja sig og það er vegna þess að þá er ég laus við kerfið. Þá er ég kominn út fyrir hníf og gaffal," segir Gísli Óskarsson, kennari og fréttamaður í Vestmannaeyjum.

Siglt undir Látrabjargi

Boðið verður upp á ferðir með hjólaskipi undir Látrabjarg um helgina í tilefni tíu ára afmælis Vesturbyggðar.

Anti-sportisti og nammifíkill

"Ég er algjör skömm fyrir Ísland þar sem ég hreyfi mig ekki og borða frekar óhollt þannig að ég er frekar léleg í þessum málum," segir Dagbjört Hákonardóttir, einn af umsjónarmönnum þáttarins Hjartsláttur á ferð og flugi.

Mælir andoxunarefni

Nú er hægt að láta mæla magn andoxunarefna í líkamanum á einfaldan hátt. Almennt eru andoxunarefni vörn líkamans gegn skaðlegum áhrifum stakeinda en skaðleg áhrif þeirra hafa verið tengd við ýmsa sjúkdóma á borð við hjarta- og æðasjúkdóma, taugasjúkdóma, efnaskiptasjúkdóma sem og vissar gerðir krabbameins.

Bæklingur um mikilvægi hreyfingar

Hjartavernd gaf nýverið út bæklinginn "Hreyfðu þig fyrir hjartað". Í honum er fjallað um mikilvægi daglegrar hreyfingar fyrir hjartað og hvernig hún stuðlar að jákvæðri blóðfitu og heldur líkamsþyngd í lágmarki auk þess sem hún eykur þol og almenna vellíðan.

Universal skoðar íslenska tónlist

Plöturisinn Universal Records mun standa fyrir áheyrnarprufum í samvinnu við Shockwave hópinn og FM957, laugardaginn 26. júní næstkomandi á Broadway. Þrír starfsmenn fyrirtækisins, svokallaðir A&R menn, sem starfa við það að leita að nýjum listamönnum munu koma hingað til lands og hlýða á íslenska listamenn spreyta sig.

Keyrði yfir Ermarsundið

Auðkýfingurinn Richard Branson er þekktur fyrir ævintýralegar hugdettur og að láta ekki smáatriði eins og peninga standa sér fyrir þrifum. Nýjasta ævintýrið fólst í því að slá hraðamet í ferð yfir Ermarsundið í láðsfarartæki, það er að segja, bíl.

Þrír djassarar

Þeir Erik Qvick trommuleikari og Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari eru íslenskum djassáhugamönnum að góðu kunnir, bæði sem meðlimir í orgeltríóinu B3 og fyrir leik sinn með hinum og þessum djasshljómsveitum síðustu misserin.

Valin besti málflutningsmaðurinn

Ísland sigraði Norræni málflutningskeppnina sem haldin var hér á landi um helgina. "Þetta er alveg frábær tilfinning," segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir laganemi sem var valin besti málflutningsmaður síns riðils.</font /></b />

Eiginkonan syngur

Átta manna djasshljómsveit með Eyjólf Þorleifsson saxófónleikara í fararbroddi ætlar að halda tónleika í Hafnarborg, Hafnarfirði, nú í kvöld.  Með hljómsveitinni syngur djasssöngkonan Hildur Guðný Þórhallsdóttir, sem reyndar er eiginkona hljómsveitarstjórans.

Strákum líður betur

Strákum líður betur en stelpum er niðurstaða nýrrar danskrar rannsóknar. Þeim finnst þeir vera heilbrigðari og eiga ágætið félagslíf. Rannsóknin var gerð á meðal ungmenna á aldrinum 16-20 ára. 29% drengjanna en 40% stúlknanna sögðu að þau ættu við persónuleg vandamál að stríða. 9% drengja og 16% stúlknanna sögðust oft vera einmana.

Stærðfræðiformúla fyrir fyndni

Stærfræðingar hafa fundið upp formúluna fyrir hinn fullkomna brandara. Samkvæmt vísindamönnumum Helen Pilcher og Timandra Harkness er hinn fullkomna formúla fyrir brandara, c=(m+nO)/p.

Iceguys gefa út sitt fyrsta lag

Fyrsta íslenska strákasveitin, sem var stofnuð í febrúar á þessu ári, hefur skilað fyrsta lagi sínu á útvarpsstöðvarnar. Iceguys er skipuð þremur söngvurum en tveir þeirra, Óli Már og Einar Valur náðu alla leið í 32 manna úrslit Idol stjörnuleitar nú síðast. Kjartan Arnald var svo áður í dúettnum Acoustic.

INXS tekur þátt í Rock Star

Ástralska rokksveitin INXS, sem missti söngvara sinn, Michael Hutcence eftir sjálfvíg hans árið 1997, ætlar að taka þátt í raunveruleikaþættinum Rock Star. Sveitin er m.a. þekkt fyrir lögin Need You Tonight og Devil Inside.

Teikning Lennons á uppboði

Teikning sem John Lennon áritaði fyrir aðdánda sinn nokkrum mínútum áður en hann var myrtur verður seld á uppboði á morgun. Búist er við að um 11-12 milljónir króna fáist fyrir hana.

Hið fullkomna par

Þessa dagana stendur yfir tilboð á AEG þvottavél og þurrkara hjá Bræðrunum Ormsson. Ef þetta fullkomna par er keypt saman þá færðu pakkann á aðeins 147.000 krónur. Þvottavélin er 1400 snúninga með íslensku stjórnborði, tekur 5,5 kg af taumagni og er með tuttugu og fjóru þvottakerfi.

Það er einfalt að spara

Ingólfur Hrafnkell Ingólfsson félagsfræðingur og leiðbeinandi á námskeiðum Fjármála skrifar hugleiðingar um sparnað.</font /></b />

Tilboð á gómsætu kjöti

Nú stendur yfir rosalegt kjöttilboð í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. Afsláttur er allt frá 25 prósent og uppí 40 prósent á alls konar gómsætu kjöti. Til dæmis er hægt að fá fjallalæri sem var á 1298 krónur kílóið en er nú á 973 krónur kílóið.

Öflugt starf gegn þunglyndi

Mikið starf hefur verið unnið síðan Landlæknisembættið hleypti verkefninu Þjóð gegn þunglyndi formlega af stokkunum fyrir réttu ári knisembættinuþeim þessu ári hafa aðstandendur þess ferðast víða um land og efnt til hátt í 30 dagsnámskeiða með fagfólki í flestum heilsugæsluumdæmum landsins.

Bensínstöðvakjöt á grillið

Eins og oft vill verða á ferðalögum er verslað í næstu sjoppu þegar hungrið fer að segja til sín. Ef sólin skín er tilvalið að kaupa sér einnota grill og stökkva út í næsta móa. Úrvalið í þjóðvegaverslunum landsins er misjafnlega mikið en til að bæta upp óspennandi kjötmeti má notast við ágætis úrræði.

Þegar hitaeininga er þörf

Hvað er betur viðeigandi á 17. júní en heimilislegt kaffihlaðborð með þjóðlegu íslensku bakkelsi? Eftir skrúðgöngu og hæfilega útivist í hinu hefðbundna íslenska sumarveðri er hitaeininga þörf í kroppinn.

Sumartilboð á framköllun

Nú hafa verslanir Hans Petersen í Kringlunni og á Laugavegi 178 tekið í notkun tvær gerðir af nýjum, stafrænum framköllunarvélum. Vélarnar eru af gerðinni Noritsu en Noritsu er einn helsti framleiðandi framköllunarvéla í heiminum í dag.

Steggja- og gæsapartý

Sumrin eru vinsæll tími til að gifta sig og giftingu fylgir hin hefðbundna4steggjun eða gæsun. Mismunandi er hvað fólk gerir til að gleðja manneskjuna á síðasta degi hennar í frelsinu og veltur það allt0á manneskjunni og fólkinu í kriJgum hana.

Blástursofn gerir kraftaverk

"Ég fékk mér einu sinni bakaraofn því mig langaði svo í nýtt eldhús í íbúðina mína. Ofninn var keyptur til að hvetja sjálfan mig áfram í framkvæmdunum en hann var geymdur í kassa í heilt ár," segir Guðjón Jónsson leikstjóri.

Sjá næstu 50 fréttir