Fleiri fréttir

Setti Seðlabankinn nýjar reglur til höfuðs indó?
Sparisjóðurinn indó hefur vakið þónokkra athygli upp á síðkastið og ekki síst þau metnaðarfullu áform um að bjóða mun betri kjör á veltureikningum einstaklinga heldur en rótgrónu viðskiptabankarnir bjóða í dag.

Birna Ósk í stjórn vísisjóðsins Eyris Vaxtar
Birna Ósk Einarsdóttir, sem tók í ársbyrjun við starfi í framkvæmdastjórn hjá APM í Hollandi, dótturfélagi flutningafyrirtækisins Maersk, hefur verið kjörin ný í stjórn Eyris Vaxtar sem er sex milljarða vísisjóður sem var komið á fót í fyrra.

Hlutafjárútboð Nova og þegar partýið í Kauphöllinni klárast
Markaðsaðstæður hafa sjaldan verið eins krefjandi frá því eftir fjármálahrunið 2008. Úrvalsvísitalan er niður um meira en 22 prósent frá áramótum – skilgreining á því sem er gjarnan nefnt bjarnarmarkaður – og útlit er fyrir enn frekari skarpar vaxtahækkanir Seðlabankans á næstu mánuðum eigi að takast að ná böndum á verðbólgu og hækkandi verðbólguvæntingum.

Stokkað upp í markaðsviðskiptum hjá Kviku
Tilkynnt var um talsverðar mannabreytingar innan Kviku í dag en á meðal þeirra sem hefur ákveðið að láta af störfum er Stefán Eiríks Stefánsson sem hefur verið forstöðumaður gjaldeyrismiðlunar bankans frá árinu 2015.

Sigríður og Arnar Þór taka sæti í stjórn Íslandshótela
Tveir nýir stjórnarmenn, Sigríður Olgeirsdóttir og Arnar Þór Másson, koma ný inn í stjórn Íslandshótela, stærstu hótelkeðju landsins, en uppstokkun stjórnarinnar kann að renna stoðum undir fréttaflutning þess efnis að fyrirtækið verði skráð á markað næsta vetur.

Stefán Broddi ráðinn sveitarstjóri Borgarbyggðar
Stefán Broddi Guðjónsson, sem hefur starfað hjá Arion banka undanfarin tíu ár, hefur verið ráðinn í starf sveitarstjóra í Borgarbyggð af nýjum meirihluta. Áætlað er hann taki við starfinu 1. júlí næstkomandi.

Félag sem fjárfestir í rafmyntum fær heimild hjá Seðlabankanum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur skráð félagið Viska Digital Assets, sem er að setja á fót fagfjárfestasjóð með áherslu á rafmyntir og bálkukeðjutækni, sem rekstraraðila sérhæfðra sjóða.

Andri Fannar til ADVEL lögmanna
Andri Fannar Bergþórsson, lögmaður og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, hefur gengið til liðs við ADVEL lögmenn. Þar mun hann starfa sem ráðgjafi samhliða áframhaldandi störfum sínum við HR.