Fleiri fréttir

Helena hækkaði stigaskorið sitt í hverjum leik á æfingamótinu

Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í Good Angels Kosice tryggðu sér öruggan sigur á æfingamóti sem fram fór á heimavelli liðsins um síðustu helgi. Kosice vann þrjá flotta sigra þar á meðal á ungverska liðinu Sopron sem mun spila í Euroleague í vetur eins og Kosice-liðið.

Rússland eina taplausa liðið á EM í körfu

Í gær kláraðist milliriðlakeppnin á EM í körfubolta sem nú fer fram í Litháen. Fjórðungsúrslitin hefjast á morgun en Finnar máttu bíta í það súra epli að falla úr leik á lokadegi milliriðlakeppninnar.

Litháar sendu Þjóðverja heim á EM í körfu

Litháen varð í kvöld fjórða og síðasta liðið úr milliriðli eitt á Evrópumótinu í körfubolta í Litháen til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum. Litháar unnu þá níu stiga sigur á Þjóðverjum, 84-75, en Þjóðverjar gátu slegið gestgjafana út úr keppninni með sigri.

Frakkar hvíldu bestu mennina sína í stórtapi á móti Spánverjum

Evrópumeistarar Spánverja urðu fyrstir til að vinna Frakka á Evrópumótinu í körfubolta í dag þegar þeir unnu 27 stiga stórsigur, 96-69, í lokaleik liðanna í milliriðli eitt. Bæði lið voru búin að tryggja sér tvö efstu sætin í riðlinum sem og sæti í átta liða úrslitum keppninnar.

Búið að steypa Shaq í brons hjá LSU

Shaquille O'Neal var viðstaddur þegar LSU vígði nýja styttu af kappanum á dögunum fyrir utan Pete Maravich höllina í Baton Rouge í Louisiana. Þar spilar körfuboltalið Louisiana State University heimaleiki sína og þar lék Shaquille O'Neal með skólaliðinu frá 1989 til 1992.

Eiga Frakkar möguleika á að vinna fyrsta gullið sitt í körfunni?

Franska landsliðið í körfubolta hélt sigurgöngu sinni áfram á EM í körfubolta á föstudaginn þegar liðið vann sex stiga sigur á heimamönnum í Litháen, 73-67. Frakkar hafa unnið alla sjö leiki sína í keppninni til þessa og gera frábæra hluti undir stjórn Vincent Collet.

Rússar með sjöunda sigurinn í röð á EM í körfu

Rússar héldu sigurgöngu sinni áfram á EM í körfubolta í Litháen í kvöld með því að vinna 16 stiga sigur á Grikkjum, 83-67. Grikkir eru samt þegar búnir að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum eftir að Slóvenar töpuðu í dag en Finnland og Slóvenía mætast í hreinum úrslitaleik um fjórða og síðasta sætið í lokaumferðinni.

Finnar unnu flottan sigur á Georgíumönnum á EM

Norðurlandameistarar Finna halda áfram að standa sig vel á EM í körfubolta í Litháen en þeir eiga enn möguleika á því að komast í átta liða úrslitin eftir fjórtán stiga sigur á Georgíu, 87-73, í dag.

Keflavík komið með tvo Kana

Keflvíkingar hafa samið við annan bandarískan leikmann en þegar var búið að ganga frá samningum við miðherjann Jarryd Cole. Nýi maðurinn heitir Charles Parker og er bakvörður.

Þjóðverjar unnu Tyrki og héldu voninni á lífi

Þjóðverjar eiga enn möguleika á því að komast í átta liða úrslitin á EM í körfubolta í Litháen eftir 73-67 sigur á Tyrkjum í æsispennandi leik í milliriðli eitt í dag. Annan leikinn í röð þurftu Tyrkir að sætta sig við að missa niður forskot en þýska liðið skoraði aðeins 6 stig í fyrsta leikhlutanum.

Helena spilar í þröngum búningi í vetur og verður númer 24

Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í slóvakíska liðinu Dobri Anjeli Kosice hýsa æfingamót þessa dagana þar sem taka þátt lið frá Slóvakíu, Póllandi, Rúmeníu og Ungverjalandi. Þetta eru fyrstu leikir Helenu með liðinu og fyrstu leikir hennar sem atvinnumaður í körfubolta.

Ráku Kanann sinn 37 dögum fyrir fyrsta leik

Eryk Watson mun ekki spilað með Tindastól í Iceland Express deild karla í körfubolta í vetur því stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls ákvað að segja upp samningi sínum við Watson þrátt fyrir að það séu enn 37 dagar í fyrsta deildarleik liðsins. Kapinn stóð ekki undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar.

Spánverjar fóru illa með Serba á EM í körfu

Spánverjar unnu sannfærandi 25 stiga sigur á Serbíu, 84-59, í leik liðanna í dag í milliriðli EM í körfubolta í Litháen. Spánverjar unnu alla fjóra leikhlutana og voru með ellefu stiga forskot í hálfleik, 43-32.

Fjórtán stiga tap fyrir Kínverjum í fyrri leiknum

Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með fjórtán stigum, 66-80, í fyrri vináttulandsleiknum við Kínverja en leikurinn fór fram í Xuchang City í Kína. Íslenska liðið náði mest átta stiga forskoti í öðrum leikhluta en var 26-30 undir í hálfleik.

Rússar ekki í vandræðum með Finna

Keppni á Evrópumeistaramótinu í körfubolta hélt áfram í dag en þá tryggðu Rússar og Makedónar sér sæti í fjórðungsúrslitum keppninnar.

Frakkar enn ósigraðir - Finnar mæta Rússum í dag

Frakkar héldu sigurgöngu sinni áfram á EM í körfubolta í Litháen í gær þegar þeir unnu 68-64 sigur á Tyrkjum. Frakkar hafa unnið alla sex leiki sína í keppninni til þessa og eru efstir í sínum milliriðli en keppni í hinum milliriðlinum hefst í dag.

Stíf fundarhöld í NBA-deilunni

Fulltrúar eigenda félaga í NBA-deildinni og leikmanna þeirra áttu í dag langan fund um deilu þeirra og munu funda aftur á morgun - og jafnvel á föstudaginn líka.

Pau Gasol og Dirk Nowitzki mætast í dag á EM í körfu

Keppni í milliriðlum á EM í körfubolta í Litháen hefst í dag og bíða margir spenntir eftir fyrsta leik dagsins þar sem mætast Evrópumeistarar Spánverjar og Þýskaland sem hefur innanborðs einn allra besta körfuboltamann heims.

Tvö auð sæti í ferð körfuboltalandsliðsins til Kína

Logi Gunnarsson og Helgi Már Magnússon komust ekki með íslenska körfuboltalandsliðinu til Kína og því mun landsliðsþjálfarinn Peter Öqvist aðeins hafa úr tíu mönnum að velja í landsleikjunum tveimur sem fara fram á föstudag og sunnudag.

Finnland í milliriðla á EM

Finnska landsliðið gerði sér lítið fyrir og tryggði sér í dag sæti í milliriðlakeppninni á EM í körfubolta sem fer nú fram í Litháen.

Tyrkir fyrstir til að vinna Spánverja á EM

Tyrkir rifu sig upp eftir óvænt tap á móti Póllandi í gær og unnu 65-57 sigur á Evrópumeisturum Spánverja í lokaleik sínum í riðlinum á EM í Litháen í körfubolta.

Ægir Þór og Jón Ólafur fara með landsliðinu til Kína

Peter Öqvist, landsliðsþjálfari í körfubolta, hefur valið tólf manna landslið sem er á leiðinni til Kína í fyrramálið til þess að spila tvo leiki við heimamenn. Kínverska körfuknattleikssambandið greiðir allan kostnað vegna fararinnar, þ.e. öll flug + gistingu og fæði. Þetta er í annað sinn á 6 árum sem kínverska körfuknattleikssambandið býður því íslenska til Kína. Kína bar sigur á Íslandi í báðum leikjunum í ágúst 2005.

Sex þjóðir komnar áfram í milliriðla á EM í körfu

Evrópumeistarar Spánar eru eitt af sex liðum sem eru komin áfram í milliriðla á Evrópumótinu í körfubolta sem nú stendur yfir í Litháen. Hinar þjóðirnar sem eru komnar áfram eru Frakkland, Serbía, Þýskaland, Rússland og Slóvenía en allar þessar sex þjóðir nema Þýskaland hafa unnið alla fjóra leiki sína í keppninni til þessa.

Spánn, Þýskaland og Frakkland á sigurbraut á EM í körfu

Spánn, Þýskaland og Frakkaland héldu áfram sigurgöngu sinni á EM í körfubolta í Litháen en annar leikdagur mótsins fór fram í dag. Serbía, Grikkland, Rússland, Slóvenía og Litháen hafa líka unnið tvo fyrstu leiki sína en liðin spila í fjórum sex liða riðlum.

Sjá næstu 50 fréttir