Fleiri fréttir

Fyrirliði Njarðvíkur búin að semja við KR

Anna María Ævarsdóttir, fyrirliði spútnikliðs Njarðvíkur í Iceland Express deild kvenna á síðasta tímabili, hefur söðlað um og samið við KR. Njarðvík kom öllum á óvart og fór alla leið í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn.

Ron Artest tekur þátt í Dancing With The Stars

Körfuknattleiksmaðurinn Ron Artest, leikmaður Los Angeles Lakers, hefur verið kynntur sem einn af þátttakendum sjónvarpsþáttarins Dancing With The Stars sem nýtur gríðarlegra vinsældar í Bandaríkjunum.

Jón Arnór vann Hauk Helga í æfingaleik

Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson mættust í fyrsta sinn á Spáni í gærkvöldi þegar lið þeirra CAI Zaragoza og Manresa spiluðu æfingaleik á heimavelli Manresa. Zaragoza, lið Jóns Arnórs, hafði betur 75-63 eftir að hafa unnið fjórða leikhlutann 28-9. Liðin eru að undirbúa sig fyrir ACB-deildina sem hefst eftir sex vikur.

Fyrrum NBA-leikmaður ákærður fyrir morð

Javaris Crittenton, fyrrum leikmaður í NBA-deildinni í körfubolta, hefur verið ákærður fyrir morð. Honum er gefið að sök að hafa myrt 22 ára gamla konu í Atlanta.

Haukur Helgi hjálpar liðinu á mörgum stöðum

Jón Arnór Stefánsson verður ekki eini Íslendingurinn í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í vetur því hinn nítján ára gamli Haukur Helgi Pálsson er búinn að semja við Assignia Manresa í Katalóníu. Jón Arnór samdi á dögunum við CAI Zaragoza.

Ægir byrjar tímabilið með Fjölni - náði ekki SAT prófinu

Ægir Þór Steinarsson fer ekki strax út til Bandaríkjanna í nám eins og planað var. Hann mun því spila með Fjölni í fyrstu umferðunum á komandi tímabili en Fjölnismenn eru sem fyrr í Iceland Express deild karla í körfubolta. Þetta kemur fram á karfan.is.

Yngvi rekinn frá Val - Ágústi boðið starfið

Yngvi Gunnlaugsson hefur verið rekinn frá karlaliði Val í körfuboltanum þótt að tímabilið sé ekki byrjað. Yngvi staðfesti þetta í samtali við karfan.is og segir að Ágústi Björgvinssyni hafi verið boðið að taka við karlaliði Vals en hann þjálfar kvennalið félagsins.

Nýjar reglur: NBA-leikmenn geta ekki stungið af í Kína

NBA-körfuboltamaðurinn Kobe Bryant er með tilboð frá kínversku liði sem hljóðar upp á 1,5 milljónir dollara í mánaðarlaun eða 171 milljón íslenskra króna. Það eru samt ekki peningarnir sem standa í vegi fyrir því að Bryant spili í Kína á meðan á verkfallinu stendur.

Njarðvíkingar missa þriðja stóra strákinn

Körfuknattleikslið Njarðvíkur í karlaflokki hefur orðið fyrir enn einni blóðtökunni. Miðherjinn Egill Jónasson hefur ákveðið að taka sér frí frá körfuknattleik í vetur.

Valur Ingimundarson ætlar að þjálfa í Noregi í vetur

Valur Ingimundarson hefur tekið við karla- og kvennaliði Ammerud í Noregi en þetta kom fram á karfan.is. Valur á að baki langan og farsælan þjálfaraferil en hann stýrði síðast liði FSU á síðustu leiktíð.

Rodman tekinn inn í frægðarhöll NBA

Fyrrverandi NBA leikmaðurinn, Dennis Rodman, fékk í gærkvöldi æðstu viðurkenningu deildarinnar þegar hann var tekinn inn í frægðarhöll NBA.

Lituanica meistari í Sumardeild KKÍ

Lið Lituanica hafði betur gegn Glímufélaginu í úrslitaleik Sumardeildar KKÍ á Sportcourt-vellinum í Garðabæ í gær. Þetta er annað árið í röð sem Lituanica verður meistari í götukörfubolta.

LeBron James bjartsýnn á að það verði NBA-tímabil í vetur

LeBron James, leikmaður Miami Heat í NBA-körfuboltanum, er enn bjartsýnn á að það verði NBA-tímabil í vetur þótt að margir séu búnir að afskrifa tímabilið. Eigendur og leikmannasamtök deildarinnar eru enn langt frá því að ná samkomulagi um að enda verkfallið.

Hafþór Ingi gengur til liðs við Snæfell

Körfuknattleikskappinn Hafþór Ingi Gunnarsson hefur gengið til liðs við Snæfell. Hafþór skrifaði undir eins árs samning en hann kemur til félagsins frá Skallagrími sem leikur í 1. deild.

Einstæð móðir á leiðinni í atvinnumennsku

Helena Sverrisdóttir verður ekki eina íslenska körfuboltakonan sem spilar í Evrópu í vetur því þær Fanney Lind Guðmundsdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir eru einnig á útleið. Fanney hefur samið við franska liðið Union Sportive de La Glacerie sem spilar í NF2-deildinni og Ragna Margrét ætlar að fylgja kærasta sínum, Pavel Ermolinskij, til Sundsvall í Svíþjóð.

Draumurinn hjálpar LeBron að hreyfa sig undir körfunni

LeBron James hefur notað sumarið vel og er staðráðinn að verða enn betri körfuboltamaður eftir að hafa tapað með Miami Heat í úrslitum NBA-deildarinnar í júní síðastliðnum. James eyddi síðasta sumar að leita sér að "Meistaraliði" en þetta sumarið ætlar hann að vinna í sínum málum þótt að ekki stefni í að það verði neitt NBA-tímabil næsta vetur.

Haukar búnar að semja við fjölhæfan leikstjórnanda

Kvennalið Hauka hefur samið við bandaríska leikstjórnandann Jence Rhoads um að hún spili með liðinu á komandi vetri. Rhoads átti flottan feril með Vanderbilt skólanum og kom til greina þegar nýliðaval WNBA-deildarinnar fór fram í vor.

Snæfell fær til sín annan Kana

Snæfellingar hafa samið við bandaríska leikstjórnandann Brandon Cotton. Hann hittir fyrir landa sinn Quincy Hankins Cole sem gekk til liðs við Snæfell fyrir skemmstu.

Kvennalið KR í körfunni búið að semja við Kana

Kvennalið KR hefur samið við bandarískan leikstjórnanda fyrir komandi átök í körfuboltanum. Leikmaðurinn heitir Reyana Colson og spilaði með Cal Poly Pomona í bandaríska háskólaboltanum á síðasta ári.

Sigrún komin heim og búin að semja við KR

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skrifaði í hádeginu undir samning við KR í Iceland Express deild kvenna í körfubolta og mun spila með liðinu í vetur. Sigrún lék síðasta vetur með franska liðinu Olympique Sannois Saint-Gratien en var síðast í Hamar þegar hún spilaði síðast heima veturinn 2009-2010.

Jón Arnór áfram í spænsku úrvalsdeildinni

Jón Arnór Stefánsson hefur samið við spænska úrvalsdeildarfélagið CAI Zaragoza og leikur með því allt næsta tímabil. Hann lék áður með CB Granada í sömu deild undanfarin tvö ár.

Haukur Helgi hættur hjá Maryland - ætlar til Evrópu

Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður Íslands í körfuknattleik, er hættur að leika með Maryland-háskóla. Haukur, sem spilaði sína fyrstu A-landsleiki á Norðurlandamótinu í júlí, hefur hug á að spila í Evrópu á næsta tímabili.

Stern og Fisher byrjaðir að tala saman

Eigendur liðanna í NBA körfuboltanum og leikmenn hafa hafið viðræður í von um að binda enda á verkbannið sem staðið hefur í sléttan mánuð.

Sjá næstu 50 fréttir